Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 47
í lífi þeirra hjóna. Það ár var Elías
skipaður bæjarfógeti í Siglufirði og
fluttust þau þangað þá um vorið.
Heimili þeirra í Siglufirði var í
gamla virðulega bæjarfógetahúsinu
við Hvanneyrarbraut. Árin á Siglu-
firði voru góð og farsæl bæði í starfí
og einkalífi Elíasar. Þar fæddust
börnin þeirra Sigríðar, fyrst Ingi-
björg 1968 og síðan Lúðvík 1969.
Á Siglufirði var gott að ala upp lít-
il börn sem gátu hlaupið um
áhygglulaust í traustu og öruggu
umhverfi. Fjölskylda þeirra að
sunnan naut þess líka að koma í
heimsóknir til lengri eða skemmri
dvalar, þeirra á meðal dóttir Sigríð-
ar, eiginmaður hennar og börn sem
öll eiga dýrmætar minningar tengd-
ar þessum heimsóknum, ýmist að
vetri eða sumri. Stundum var mikið
á sig lagt til þess að komast norð-
ur, oft snemma vors þegar allra
veðra var von, en alltaf var jafn
gott að komast á áfangastað, inn
í eldhús til þess að næra sig og
spjalla og finna hvernig ferðaþreyt-
an og borgarstressið hvarf frá
manni.
Árið 1980 fluttist fjölskyldan til
Akureyrar, en það ár hafði Elías
verið skipaður bæjarfógeti á Akur-
eyri og Dalvík og sýslumaður Eyja-
fjarðarsýslu. Á Akureyri var heim-
ili þeirra lengst af í Hrafnagils-
stræti 36. Þegar flutt var til Akur-
eyrar voru börnin að komast á ungl-
ingsár. Þar gengu þau í gagn-
fræða- og síðar menntaskóla. Það
var ekki síður gott að heimsækja
fjölskylduna á Akureyri en á Siglu-
fírði áður. Enda þótt Elías væri
önnum kafinn við að sinna um-
fangsmiklu og stóru embætti komu
líka dagar sem hann leyfði sér að-
eins að slaka á, fara í göngur og
njóta samvista við fjölskylduna.
Honum var umhugað um að gestir
að sunnan létu fara vel um sig og
að þeim liði vel, sérstaklega ef hann
hafði grun um að eitthvað væri að
angra mann, annaðhvort líkamlega
eða andlega. Hann hafði ekki um
það mörg orð en ekki fór á milli
mála einlægur áhugi hans og vilji
til þess að dvölin hjá þeim hjónum
yrði til þess að maður hvíldist vel
og færi betri heim aftur. Á Akur-
eyri urðu börnin fullorðin, giftust,
fluttust að heiman og fóru í fram-
haldsnám.
Enda þótt Elías vildi lítið berast
á daglega kunni hann vel að gleðj-
ast og halda veislur þegar tilefni
gafst, eins og við brúðkaup barna
hans, fyrst Lúðvíks og Sigríðar og
síðasta sumar, brúðkaup Ingibjarg-
ar og Eyþórs. Undanfarin ár höfðu
þau Sigríður gert töluvert af því
að ferðast til útlanda — aðallega
suður á bóginn. Þessar ferðir voru
Elíasi afar dýrmætar. Samvisku-
samur embættismaður eins og hann
var átti erfitt með að skilja vinnuna
við sig jafnvel þótt hann væri í fríi
heima við. Því var það helst við
dvöl erlendis fjarri öllu amstri að
hann gat virkilega leyft sér að slaka
vel á. Þau hjónin voru alla tíð ein-
staklega samrýnd og nákomin hvort
öðru og stundirnar þeirra saman á
ferðalögum voru báðum mikils virði.
I apríl á síðasta ári varð Elías
sjötugur. Þá var runninn upp sá
tími að eiginlegri starfsævi hans
sem sýslumanns var lokið. Við sem
stóðum honum nærri höfðum af því
dálitlar áhyggjur að honum kæmi
til með að finnast þessi umskipti á
högum sínum erfíð, því vinnan hafði
alla tíð átt hug hans allan, verið í
raun hans eina áhugamál. En
reyndin varð sú að þessi tímamót
urðu ekki eins átakamikil og maður
hefði getað ímyndað sér. Þar kom
til að Elías hafði í þann sjóð að
sækja sem hann hafði alltaf gætt
vel að, en það voru samskiptin og
tengslin við sína nánustu. Því var
öllum þeim tíma sem hann hafði
nú aflögu varið í þágu fjölskyldunn-
ar. Þau hjónin áttu friðsælar og
góðar stundir, ýmist ein saman eða
með nánustu vinum og ættingjum.
Einnig var kominn inn í líf Elíasar
lítill sólargeisli í líki lítils dótturson-
ar og nafna. Afi hafði nú nægan
tíma til að sinna, dást að og fylgj-
ast með framförum og þroska litla
mannsins og var það þeim báðum
endalaus uppspretta gleði og lífs-
fyllingar.
Eins og sagði við upphaf þessara
orða þá erum við alltaf óviðbúin
snöggum og að manni fínnst ótíma-
bærum dauðdaga ástvinar, ekki
hvað síst manns sem var alla tíð
eins og traust bjarg eða klettur í
lífí fjölskyldu sinnar. Þegar hugsað
er til Elíasar I. Elíassonar kemur í
hugann lína úr Hávamálum, hans
uppáhaldskveðskap, þar sem segir:
„Orðstír deyr aldregi hveim er sér
góðan getur.“ Hann lifir ávallt í
minningunni sem hinn hlýi og
trausti fjöldskyldufaðir.
Þorbjörg, Ingibjörg, Lúðvík
og fjölskyldur.
Elías I. Elíasson fyrrverandi
sýslumaður, yfírmaður okkar og
vinnufélagi, hefur verið burt kallað-
ur. Þegar hann andaðist vantaði
aðeins fáa daga upp á ár, frá því
hann lauk farsælu starfi sem emb-
ættismaður. Við embætti bæjarfóg-
eta og sýslumanns Eyjafjarðarsýslu
starfaði Elías frá árinu 1980. Starf
hans einkenndist af festu og ár-
vekni. Hann var virtur af öllu sam-
starfsfólki fyrir göfugmannlega
framkomu. Hann var nákvæmur við
öll embættisverk og vildi hafa reglu
á stóru sem smáu. Allir sem til
hans leituðu fengu hjá honum úr-
lausn og trausta þjónustu. Hann,
sem stjórnandi, var undirmönnum
sínum traustur, og gott var að vinna
undir hans stjórn. Við sem störfuð-
um með Elíasi viljum senda þessa
vinarkveðju og geymum í hjarta
okkar minningu um góðan dreng.
Dauðinn er það skref sem við
erum alltaf jafn óviðbúin að mæta.
Skyndilega er dagur liðinn, vinur
o g samstarfsmaður hefur verið burt
kallaður. Eiginkonu, börnum, svo
og öðrum aðstandendum hans vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Samstarfsfólk við Sýslu-
mannsembættið á Akureyri.
Kveðja frá Sýslu-
mannafélagi íslands
Skammt er stórra högga á milli
sem höggvin hafa verið í raðir eldri
félaga Sýslumannafélags íslands.
Nú þegar Elías I. Elíasson er kvadd-
ur á brott rétt ári eftir að hann
lauk gifturíkum embættisferli sín-
um, kemur margt fram í minning-
unni. Elías var einn af þeim, sem
báru hag embættis síns mjög fyrir
brjósti. Allt sem því viðvék var gert
af mikilli alúð og nærgætni. Þeir
sem yngri voru í starfi gátu margt
lært af Elíasi og komu ekki að tóm-
um kofanum ef leitað var ráða varð-
andi embættisfærsluna.
Elías var hægur í fasi, _en þéttur
fyrir ef því var að skipta. Á fundum
sagði hann fátt, en þegar hann
kvað upp úr með eitthvað þá var
eftir því tekið og mark á takandi.
Þessu kynntumst við vel, sem áttum
því láni að fagna að sitja í stjórn
Sýslumannafélags íslands með El-
íasi. Hann sat í stjórn félagsins frá
1986 til 1992.
Þó enginn væri asinn á Elíasi var
hann mjög iðjusamur og fylginn sér
og lagði sig allan i þau störf sem
honum voru falin. Hann gegndi
sýslumannsstörfum frá 1966 til
1996 eða í 30 ár, lengst af var
hann bæjarfógeti á Dalvík og Akur-
eyri og sýslumaður í Eyjafjarðar-
sýslu. Önnur embætti, sem hann
gegndi voru á Siglufirði, í Hafnar-
fírði og Ólafsfirði.
Það er ekki nema ár liðið síðan
miklum embættisönnum var létt af
herðum Elíasar og honum gafst tími
til að sinna hugðarefnum sínum
eins og hann kaus sjálfur, þegar
kallið kom. En þetta er eins og fleira
sem okkur mör.nunum er óskiljan-
legt og ekki gert að skilja.
Við í Sýslumannafélagi íslands
sendum eiginkonu Elíasar, Sigríði
J. Lúðvíksdóttur, börnum þeirra,
tengdabörnum og barnabörnum,
innilegustu samúðarkveðjur.
Stefán Skarphéðinsson,
formaður Sýslumanna-
félags íslands.
LILJA
VIKTORSDÓTTIR
+ Lilja Viktors-
dóttir var fædd
á Akranesi 23. maí
1936. Hún lést á
heimili sínu 11.
apríl síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Garða-
kirkju 21. apríl.
Kveðja frá
vinum
Stórt skarð er
höggvið í okkar litla
en trausta vinahóp við
fráfall okkar kæru vin-
konu, Lilju Viktorsdóttur. Þessi
hópur, sem á sér áratuga langa
vináttu, sér nú á eftir þriðju kon-
unni á tiltölulega stuttum tíma og
fráfall þeirra skilur óneitanlega eft-
ir ör í hjörtum okkar allra.
Lilja var glæsileg kona, gáfuð
og skynsöm, fær í öll störf, og þá
ekki síst húsmóðurstarfið.
Við minnumst sérstaklega sam-
verustundanna á heimili þeirra Guð-
mundar þar sem öllum var ávallt
tekið opnum örmum, hlýhugur og
manngæska streymdi frá þeim báð-
um. Alltaf tókst Lilju að gera ein-
falda heimsókn að hátíðarveislu,
allt það besta var borið á borð,
ekkert var of gott handa vinum,
enda var Lilja afbragðs kokkur og
smekkleg í hvívetna.
Fyrir nokkrum árum tókum við
upp þann góða sið að fara öll sam-
an út í hádegisverð á einhverju
hótelinu og vorum við full tilhlökk-
unar hveiju sinni enda skemmtum
við okkur konunglega og eru það
ljúfar stundir í minningunni. Aldrei
gleymast heldur þær stundir þegar
við unnum að sameiginlegum
áhugamálum okkar, þá var oft talað
og hlegið fram á nótt, og erum við
enn að rifja upp þessar samveru-
stundir, þar sem kátínan og léttleik-
inn réðu ríkjum.
Nú er komið að kveðjustundinni,
kæra vinkona. Við þökkum þér
trygglyndi þitt og vináttu gegnum
árin, biðjum Guð að blessa þig og
fjölskyldu þína, og biðjum um styrk
þeim til handa.
Erla Tryggvadóttir,
Helga Einarsdóttir,
Ólafur Guðnason.
Þegar Guðmundur hringdi í mig
og sagði „hún Lilja dó í gærkvöldi"
var sem köld hönd gripi um hjarta
mitt. Þó það sé komin rúm vika
síðan ég fékk þessar fréttir á ég
enn svo erfitt með að hugsa til
þess að eiga ekki von á símtali frá
Lilju, að heyra hana segja „hvað
segirðu gott?“ eða „hittumst í há-
deginu á morgun“ o.s.frv. Elsku
Lilja, þessi stórbrotna kona sem
mér bar gæfa til að kynnast síðast
liðin ár, kona sem maður gat ekki
annað en borið virðingu fyrir, sem
hélt reisn sinni þrátt fyrir sjúkdóm
sinn, sem alltaf var til í allt, skildi
allt og ráðlagði heilt og reyndist svo
vel að öllu leyti.
Lilja kom inn í líf mitt fyrir
nokkrum árum er ég kynntist Guð-
mundi Einarssyni eiginmanni henn-
ar í tengslum við Sálarrannsóknar-
félag íslands og Bókaklúbb Birt-
ings. Við urðum fljótt góðar vinkon-
ur og vinátta okkar jókst jafnt og
þétt, við heyrðumst símleiðis reglu-
lega og hittumst oft og spjölluðum
um lífsins gagn og nauðsynjar og
allt þar á milli. Hún sýndi einlægan
áhuga á lífi mínu og starfi og studdi
mig einatt í flestu því er ég tók
mér á hendur. Án hvatningar henn-
ar hefði ég eflaust ekki hellt mér út
í stofnun Sjálfeflis m.a. og er ég
fékk hugmyndir að ýmsu er ég síð-
ar framkvæmdi bar ég það mjög
oft undir hana og hún hvatti mig
áfram. En ef henni leist ekki á lýsti
hún aldrei yfir vanþóknun sinni
heldur benti mér á að gæta að hinu
og 'þessu og oftast hafði hún rétt
fyrir sér. Hún hafði yndislega
kímnigáfu og oft hló
ég mig máttlausa af
þessum látlausu at-
hugasemdum hennar
sem hún laumaði út úr
sér, sposk á svip og lét
síðan fylgja með „sko,
án gríns —Já, ég á
eftir að sakna Lilju
meir en orð fá lýst. Eg
veit að hún er á góðum
stað núna og að hún
þarf ekki lengur að
berjast við sjúkdóm
sinn. Ég er viss um að
hún mun ávallt vaka
yfir okkur öllum, fjöl-
skyldu sinni og barnabörnunum,
augasteinunum hennar sem henni
var svo tíðrætt um. í hjarta mínu
lifír minning um stórkostlega konu
sem yfirgaf þessa jarðvist allt of
snemma - minning um hjartkæra
vinkonu og einstaka persónu. Guð
geymi þig Lilja mín þar til við hitt-
umst aftur.
Elsku Guðmundur, orð fá ekki
lýst hryggð minni yfir missi þínum,
Guð gefí þér styrk til að takast á
við sorg þína. Öðrum aðstandendum
sendi ég mínar einlægustu samúð-
arkveðjur.
Kristín Þorsteinsdóttir.
Við hjónin og börnin viljum senda
Lilju nokkur þakklætis- og kveðju-
orð. Þegar við hugsum til Lilju er
fyrsta hugsun okkar „kjarnorku-
kona“. Hún var duglegust allra í
fjölskyldunni að safna ættingjunum
saman og halda þeim stórveislur
og voru þær ávallt haldnar á Gimli,
heimili þeirra hjóna. Hún sá til þess
að ekki slitnuðu ættartengslin á
milli fjölskyldna og viljum við þakka-
henni sérstaklega fyrir það.
Lilja var einstaklega fjölhæf
manneskja og virtist flest leika í
höndum hennar. Stórt hjarta hafði
hún enda ávallt reiðubúin að hjálpa
öðrum eftir sinni bestu getu. Ekki
hvarflaði það að okkur þegar við
heimsóttum þau hjónin á sunnudegi
fyrir nokkrum vikum, að þetta yrði
í síðasta skiptið sem við hittum
hana lifandi á heimili sínu. Ein-
hvem veginn fannst manni að Lilja
og Guðmundur yrðu bara alltaf til
staðar. Andrúmsloftið þennan
sunnudag var einstaklega afslapp-
að, Lilja var að sauma gardínur
fyrir stjúpdóttur sína og Guðmund-
ur sat og spjallaði við okkur, róleg-
ur og yfirvegaður að vanda. Þetta
er sú mynd sem er nú mjög ofar-
lega í huga okkar þessa dagana og
munum við ávallt geyma hana í
minningum okkar.
Viljum við þakka henni fyrir alla
góðsemina í okkar garð. Hvíl þú í
friði, elsku Lilja.
Guðmundi, Fríðu, Viktori, fóstur-
börnum og öðmm nákomnum ætt-
ingjum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Einar, Ásdís, Sigrún,
Ingibjörg og Rakel.
Elsku, besta amma mín. Þú ert
það. Enginn er nú með mér nema
þú. En ég get samt ekki farið til
þín því þú ert farin upp til Guðs,
besta amma. Þetta er það sorgleg-
asta sem ég hef heyrt og ég sakna
þín. Þú kenndir mér bænirnar og
nú ætla ég að biðja Guð að passa
þig. Bless, amma mín.
Birta Rún.
Alltof stuttum kynnum er lokið.
Lilja vinkona mín Viktorsdóttir hef-
ur kvatt þennan heim, alltof
snemma og skyndilega. Morgun-
símtölin okkar sem hafa verið nán-
ast ómissandi þáttur í tilverunni
undanfarin misseri verða nú ekki
fleiri og ég á eftir að sakna þeirra.
Ég kynntist Lilju fyrir nokkrum
árum þegar leiðir okkar lágu saman
í bridskennslu. Upp úr því stofnuð-
um við okkar spilaklúbb ásamt
tveimur öðrum konum og hittumst
reglulega eftir það við spilaborðið.
Kynningin náði þó fljótt út fyrir
sagnahringinn og fyrir það er ég
þakklát. Það verða allir ríkari sem
kynnast slíkum mannkostakonum
sem Lilja var. Ég á eftir að minn-
ast ýmissa skondinna atvika i
tengslum við spilamennskuna okk-
ar, sem ekki var alltaf burðug, en
samt skemmtileg. Haustferð okkar
spilafélaganna í sumarbústaðinn
með Lilju við stýrið á stóra amer-
íska bílnum sínum, svo káta og
skemmtilega, verður mér alltaf
minnisstæð.
Báðar höfðum við áhuga á mat-
argerð og höfðum á stundum í sím-
tölum okkar, og þegar við hitt-
umst, áform um að gera ýmislegt,
t.d. að koma upp einhverri þjónustu
í sambandi við matargerð, sem
minna varð þó úr, en við reyndum
þó og höfðum gaman af.
Það er ekki ofmælt þótt sagt sé
að Lilja Viktorsdóttir hafí haft stórt
hjarta. Hjálpsemi hennar var við-
brugðið og hún var einstaklega
skemmtileg og góð kona. Það var
ekki til það verk sem hún kunni
ekki og hún var alltaf boðin og
búin að rétta öðrum hjálparhönd,
hvort sem var í smáu eða stóru og
miðla um leið þekkingu sinni.
Ég þakka Lilju Viktorsdóttur ein-
staklega hlýja og góða samfylgd.
Eiginmanni hennar, dóttur, öldruð-
um föður, fósturbörnum og öðrum
aðstandendum sendi ég rnínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Ríkey Guðmundsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
REYNIS GUÐMUNDSSONAR,
Ljósheimum 10A,
Reykjavík.
Svafa Kjartansdóttir,
Gretar Reynisson, Margrét Ólafsdóttir,
Rúnar Reynisson, Þorbjörg Magnúsdóttir,
Erla Reynisdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ÓSKARS HILMARSSONAR.
Börn, foreldrar og bróðir.