Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Lestur í lok dags En hvað um hina fullorðnu? Lesa þeir nóg? Sennilega ekki. Flestir rækta lestur sinn með því að glugga í dagblöð eða tíma- rit en lestur góðra bóka er öllum hollur. Þegar minnst er á bóklestur spyrja menn oft hvenær þeir eigi að finna tíma til þess að líta í bók. Dýrmætasti lestrartími dagsins reynist mörgum í rúminu fyrir svefninn. Sumir sofna kannski eft- ir nokkurra mínútna hvíld einkum ef dagurinn hefur verið erilssamur, aðrir geta lesið í hálftíma eða klukkutíma fyrir svefninn og svo eru þeir sem ætla að lesa stundar- korn en eru með í höndum svo áhugaverða eða spennandi bók að þeir geta ekki hætt fyrr en hún hefur verið lesin til enda í einni striklotu og farið er að birta af degi áður en henni er lokað. Við allra hæfi Bækur eru æði fjölbreyttar að efni og gerð og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í bókabúðum, eigin bókahillum eða í almennum bókasöfnum. Þessi hljóðláti miðill getur flutt lesend- unum fagrar menntir, magnaða lífsreynslu, notadrjúgan fróðleik, skarplegar athuganir. Bækur geyma sumar hveijar fjársjóð upp- lýsinga og efnis til upplifunar og geta frætt lesandann um heim- speki, viðskipti, raunvísindi, rekst- ur, margbrotið mannlíf, trúmál, sögu og samtíð svo að nokkuð sé nefnt. Um það geta flestir orðið á einu máli að góðar bókmenntir göfgi andann og víkki sjónhring lesand- ans. Gildir þá einu hvaðan úr ver- öldinni bækurnar eru ættaðar. En íslenskur skáldskapur hefur að auki því hlutverki að gegna að rækta og efla sjálfsvitund þjóðar- innar, opna augu okkar fyrir því hver við erum. Gott væri að sem flestir temdu sér þá ljúfu reglu að ljúka hveijum degi með því að líta í bók. Það skiptir ekki öllu máli hvaða bækur eru á náttborðum landsmanna eða hvort þær eru nýjar eða gamlar. Bækur geta geymst marga manns- aldra, sumar rykfalla, aðrar lifa eigin lífi og eru lesnar aftur og aftur. Sennilega er það allöruggur mælikvarði á að bók sé góð ef fólk getur hugsað sér að lesa hana oft- ar en einu sinni. Og það gildir jafnt um þessar bækur sem dregnar eru fram úr hillunni í annað eða þriðja sinn eins og aðrar áhugaverðar bækur frá ýmsum tímum að góð bók er ávallt ný. Höfundur er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Heildarlöggjöf um háskólastigið ÞEGAR rætt er um háskóla á íslandi nefna menn í fyrstu þijá skóla, það er Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri og Kennara- háskóla íslands. Hins vegar horfir þetta öðruvísi við, þegar bet- ur er að gáð. Fleiri skólar gera þá kröfu til nemenda sinna, að þeir hafi lokið stúd- entsprófi, sem er aðf- araprófið að háskóla- námi. Raunar koma fulltrúar 13 skóla sam- an til fundar, þegar samstarfsnefnd há- skólastigsins hittist. Innan þeirrar nefndar hafa um nokkurt skeið verið umræður um nauðsyn þess að setja samræmda löggjöf um háskólastigið. Átti nefndin raunar frumkvæði að því, að í ársbyijun 1995 var Ólafí G. Einarssyni, þáverandi menntamála- ráðherra, send tillaga að frumvarpi að lögum um háskóla. Á síðasta kjörtímabili var einnig starfandi nefnd til að ræða um þróun og fram- tíð Háskóla íslands. Skilaði hún skýrslu í árslok 1994. Ég hef nú lagt fram frumvarp til laga um háskóla á Alþingi. Var það til fyrstu umræðu þriðjudaginn 15. apríl síðastliðinn og hefur verið vís- að til meðferðar í menntamálanefnd þingsins. Hlaut frumvarpið almennt jákvæðar undirtektir þingmanna. Er það meðal brýnna mála, sem æskilegt er, að Alþingi afgreiði á þessu vori. Á grundvelli þeirra meg- inreglna, sem er að finna í frum- varpinu, hef ég einnig lagt fram frumvarp um Kennara- og uppeldis- háskóla á Alþingi. Nauðsynlegar meginreglur Helsta markmið heildarlaga um háskólastigið er að skilgreina og festa í sessi skipan þess skólastigs, sem tekur við af framhaldsskóla- stigi. í frumvarpinu eru dregin sam- an þau meginskilyrði, sem skóla- stofnun þarf að upp- fylla til að geta talist háskóli og veita há- skólagráðu í námslok. Almenn regla um þetta efni auðveldar skipulag einstakra skólastofn- ana og svarar spurn- ingum nemenda, sem sætta sig illa við að stunda framhaldsnám að loknu stúdentsprófi án þess að öðlast há- skólagráðu í námslok, á þetta til dæmis við um listnám og nám uppeldisstétta utan há- skóla. Á grundvelli heildarlaganna verður þannig unnt að setja faglegar kröfur innan væntanlegs Listaháskóla. Heildarlöggjöfin geymir aðeins einfaldar en nauðsynlegar megin- reglur. Háskólum er sett markmið, sjálfstæði þeirra er tryggt, mælt er fyrir um gæðaeftirlit og ákvæði sett um árangursstjórnun á grundvelli Frumvarp til háskóla- laga styðst við fagleg, fjárhagsleg- og stjórn- sýsluleg rök. í greininni lýsir Björn Bjarnason meginatriðum slíkrar heildarlöggjafar. samnings skóla við ríkisvaldið um fjárveitingar. Þá er heimilað að semja við einkaaðila um rekstur háskóla og þannig treystar forsend- ur fyrir starfi Samvinnuháskólans í Bifröst og frekara háskólanámi í tengslum við Verslunarskóla ís- lands. Sjálfstæði eflt í frumvarpinu er lagt til, að sjálf- stæði háskóla verði eflt og ábyrgð Björn Bjarnason PP &co ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640/568 6100 0MB A ÞÖK - VEGGI - GÓLF Þ. ÞORGRÍMSSON &CO Rutland þéttir, Rutland er einn helsti bætir og kætir framleiðandi þegar að þakið þakviðgerðarefna í fer að leka Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! stjórnenda þeirra aukin. í þessu felst meðal annars víðtækara umboð skólastjómenda til ijármálaum- sýslu. Samningar við skólana um fjárveitingar skulu gilda til nokk- urra ára í senn og eiga meðal ann- ars að taka mið af fjölda nemenda. Innan Háskóla íslands hafa menn nú um nokkurt skeið lagt á ráðin um gerð reikniiíkans, sem verði grundvöllur að fjárveitingum til skólans. Frumvarpið kemur til móts við þær hugmyndir. Ríkisreknir háskólar verða sjálf- stæðar ríkisstofnanir, sem um gilda sérlög eða reglur með vísan til heild- arlaganna. Yfirstjórn skólanna ræð- ur fyrirkomulagi kennslu, nám- skeiða, námsmats og rannsókna, hafi háskólinn rannsóknarhlutverk. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því, að allir háskólar sinni rannsóknar- skyldum. Staða rektorsembætta við há- skóla verður efld. Menntamálaráð- herra skipar rektor til fimm ára. Rektor hefur ráðningarvald gagn- vart öllum starfsmönnum háskóla, prófessorum sem öðrum. Embætti rektors skal auglýst laust til um- sóknar, en ráðherra er bundinn af tillögu háskólaráðs, þegar hann skipar í starfið. Háskólaráð ákveður eftir hvaða leiðum það kemst að niðurstöðu um tillögu til ráðherra. í nefndinni, sem lagði á ráðin um þróun Háskóla íslands, varð það sameiginleg niðurstaða, að horfíð skyldi frá núverandi skipulagi á háskólaráði. í stað þess, að þar sitji fulltrúar deilda, komi kjörnir fulltrú- ar starfsmanna og nemenda auk manna utan skólans. Er þessi leið farin í háskólafrumvarpinu. Lagt er til, að háskólaráð verði ekki skipað fleiri en 10 fulltrúum, þar af skipi menntamálaráðherra tvo. í samræmi við nýjar kröfur Hér verða einstök ákvæði í frum- varpi til heildarlaga um háskóla ekki rakin. Almennt er frumvarpið í samræmi við ný lög um stjóm- sýslu, upplýsingaskyldu stjómvalda og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það tekur einnig mið af alþjóðlegri þróun í lagasetningu um háskóla og á að skapa íslenskum háskólum færi á að nýta sér nýjung- ar á eigin forsendum og haga starfi sínu í samræmi við alþjóðlegt sam- starf og samkeppni milli háskóla. Furmvarpið gerir ráð fyrir því, að innan tveggja ára frá gildistöku laganna, hafi einstakar stofnanir lagað sig að þeim, með endurskoðun eigin laga, sé það nauðsynlegt. Nefnd um endurskoðun laga Há- skóla íslands er þegar að störfum með þátttöku fulltrúa skólans og menntamálaráðuneytisins. Nýlegt álit umboðsmanns Álþingis um upp- sögn lektors í spænsku við Háskóla íslands varpar ljósi á þann stjórn- sýslulega vanda, sem leiðir af núver- andi skipan mála og flóknum tengsl- um skólans og menntamálaráðu- neytisins. Nýjar kröfur í menntamálum, um fjármálastjórn ríkisins og til opin- berrar stjórnsýslu sýna þannig ótví- rætt, að brýnt er að setja heild- arlöggjöf um háskólastigið. Höfundur er menntamálaráðherra. Dlscovery Diesel ▼ ÞÚ KEMST VELÁFRAM á Discovery Diesel Glæsilegur og rúmgóöur farkostur, með slaglanga og mjúka gormafjöðrun sem er ein sú besta sem í boði er. Komið og skoðið vel útbúinn Discovery Diesel í sýningar- sal okkar Suðurlandsbraut 14.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.