Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997
MORGUNBLAÐIÐ
I
fltotrgtiittMitMí
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FJÁRSJÓÐUR TIL
FRAMBÚÐAR
HALLDÓR Laxness, sem er 95 ára í dag, er um margt
spegill aldar sinnar, einn af töframönnum skáldskapar-
ins. Honum hefur tekist að færa ísland sem yrkisefni inn í
samtíma heimsins og heiminn með öllum sínum mótsögnum til
íslands. í Vefaranum mikla frá Kasmír, skáldsögu sem hann
skrifaði ungur, má glöggt ráða í þetta, en leikgerð hefur ný-
lega verið gerð eftir sögunni og er sýnd um þessar mundir.
Sjálfur hefur hann lýst Vefaranum þannig að þar sé „reyndar
allur skrambinn samanskrifaður sitt úr hverri áttinni“.
ísland er að finna í þessari skáldsögu um menningarstrauma
Evrópu, trúarleg og tilvistarleg átök. Vefarinn er nútímasaga
síns tíma þar sem hugmyndafræði og deigla skáldskapar og
listar birtast í íslenskri meginlandsskáldsögu. Nátengd Vefaran-
um eru ljóðin í Kvæðakveri sem voru í anda þeirrar ljóðlistar
sem hæst bar á þeim tíma sem þau voru ort.
Sögulegar og þjóðfélagslegar skáldsögur tóku við af tilraun-
um og leit ungs höfundar. Meðal þeirra eru Sjálfstætt fólk,
Heimsljós og íslandsklukkan. Heimsljós er að stórum hluta bók
um skáldið og samfélagið. Þar er búið til fólk eins og í Fjallræð-
unni og er söguhetjan Ólafur Kárason helsti fulltrúi þess, að
sögn höfundar.
Jafnhliða fjölmörgum mikilvægum skáldsögum sendi Halldór
Laxness frá sér leikrit, ritgerðasöfn og ritaði blaðagreinar um
hugðarefni sín. Segja má að löng leið sé frá Alþýðubókinni til
Skáldatíma en í báðum bókunum kynnumst við skáldinu betur,
enda er það í skáldverkum sem úr því verður skorið hvar skáld
stendur að lokum. Þrátt fyrir hræringar og breytingar munu
verk Halldórs Laxness lifa áfram með þjóðinni. Þau eru eins
og allur mikill skáldskapur fjársjóður til frambúðar.
FRÍHAFNARGRÓÐI
FRÍHÖFNIN í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hagnaðist um hálf-
an milljarð á síðasta ári. Sá gróði rennur til ríkisins, ásamt
125 milljónum króna, sem þetta ríkisfyrirtæki greiðir í áfengis-
skatt, og 100 milljóna króna húsaleigu Fríhafnarinnar. Þetta
eru miklar tekjur fyrir ríkissjóð. Hins vegar má spyrja hvort
ríkið gæti ekki fengið svipaðar tekjur eftir skynsamlegri leiðum.
í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að ríkið sé að vasast í smá-
sölu myndavéla, rafmagnstækja, fjallahjóla, gasgrilla, snyrti-
vara og annarra þeirra vara, sem boðnar eru í Fríhöfninni. Það
er miklu nær að leigja verzlunarpláss í Leifsstöð út til einkafyr-
irtækja, sem myndu greiða leigu fyrir.
Í öðru lagi er stór hluti viðskipta Fríhafnarinnar tilkominn
vegna hinna óhóflegu vörugjalda, sem lögð eru á alls konar
innfluttar vörur. Vörugjöldin hafa orðið til þess að flytja stóran
hluta viðskipta með þessar vörur frá íslenzkum verzlunarfyrir-
tækjum og út fyrir landsteinana - og til Fríhafnarinnar. Það
má raunar sjá á vöruúrvali Fríhafnarinnar, þar sem áherzla
er lögð á ýmsar þær vörur, sem bera hátt vörugjald á innan-
landsmarkaði. Hagnaður Fríhafnarinnar sýnir að þar geta
menn leyft sér að Ieggja ríflega á.
Skynsamleg rök hafa verið færð fyrir því að með því að
lækka vörugjöldin mætti auka viðskipti með ýmsar vörur innan-
lands. Ríkissjóður myndi græða á þeirri veltuaukningu, sem
þannig yrði til. Auk þess væri hætt að mismuna neytendum
eftir því hvort þeir eiga erindi til útlanda eða ekki.
AF HVERJU EKKI
ÓLAFSFJÖRÐUR?
IBÚAR fjögurra sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð, Dal-
víkur, Svarfaðardals, Hríseyjar og Árskógsstrandar, munu
í júní greiða atkvæði um sameiningu þeirra í eitt sveitarfélag.
Áætlað er að sameiningin muni spara um 15,5 milljónir króna
í rekstri nýs sveitarfélags.
í upphafi áttu bæði Ólafsfjörður og Siglufjörður aðild að
sameiningarviðræðunum. Siglufjörður heltist úr lestinni eftir
að ljóst varð að ekki yrðu boruð jarðgöng í bráð milli Siglufjarð-
ar og Ólafsfjarðar.
Afstaða Siglfirðinga er skiljanleg. Hins vegar vekur það
spurningar að Ólafsfirðingar treysti sér ekki í sameiningu.
Stutt er síðan boruð voru jarðgöng í gegnum Múlann á milli
Dalvíkur og Ólafsfjarðar, sem voru bylting í samgöngumálum
Ólafsfirðinga. Skattgreiðendur um allt land lögðu 900 milljónir
króna í framkvæmdina. Hvers vegna nýta Ólafsfirðingar sér
ekki þessa samgöngubót til að sameinast nágrannasveitarfélög-
unum og stuðla þannig að sparnaði og hagræðingu í atvinnu-
lífi og stjórnsýslu og bættri þjónustu við íbúana?
Ein rökin fyrir því að hefja umfangsmiklar framkvæmdir við
borun jarðganga voru að betri samgöngur myndu greiða fyrir
sameiningu sveitarfélaga og eflingu byggðakjarna.
Tveggja hreyfla flugvél brotlenti
við Reykjavíkurflugvöll
„Rétt sveif
yfir Suður-
götuna“
Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast
þegar tveggja hreyfia fiugvél brotlenti við
Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bflar höfðu örskömmu áður ekið um götuna.
FLUGVÉLIN sem brotlenti á Rt
DÖNSK tveggja hreyfla og
átta sæta flugvél af gerð-
inni Piper PA-31 brotlenti
við vesturenda flugbraut-
arinnar á Reykjavíkurflugvelli í há-
deginu í gær, skammt frá Suðurgötu.
Tveir menn, danskur og grænlenskur,
voru í vélinni en þá sakaði ekki.
Flugvélin hafði lagt af stað frá
Reykjavíkurflugvelli kl. 11.22 og var
á leið til Sumburgh á Skotlandi. Þeg-
ar vélin var suður af Mýrdalsjökli bil-
aði annar af tveimur hreyflum vélar-
innar og ákvað flugmaðurinn að snúa
henni til baka til Reykjavíkur, þar sem
hún brotlenti kl. 12.44, samkvæmt
upplýsingum frá Flugmálastjórn.
Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar
var í viðbragðsstöðu og kom um leið
á slysstað og sprautaði eldvarnarefni
í kringum vélina til öryggis, ef skyldi
kvikna í. Flugvélin skemmdist tölu-
vert, nefið var illa farið og vængir
brotnir, en hluti af öðrum vængnum
fór af þegar vélin flaug utan í lítinn
ljósastaur vestan Suðurgötu.
Flugbrautinni var lokað um tíma
af þessum sökum, en opnuð seinna
um daginn, þegar búið var að fjar-
lægja flak vélarinnar. Ekki er enn
vitað hvað olli vélarbiluninni en Rann-
sóknanefnd flugslysa fer með rann-
sókn málsins.
„Vélin flaug óvenju lágt“
Að sögn Hafsteins Geirssonar, 16
ára iðnskólanema, sem var sjónar-
vottur að flugslysinu, kom vélin úr
vesturátt að flugvellinum og flaug
óvenju lágt. Og að því er hann best
gat séð var dautt á báðum hreyflun-
um. „Vélin flaug mjög lágt að flug-
vellinum og lenti því með annan
vænginn á um eins metra háum ljósa-
staur vestan við Suðurgötuna. Við
það snerist vélin örlítið, rétt sveif
yfir götuna, rak nefið lauslega í smá
hæð sem er skammt við flugvöllinn,
snerist þá enn meira og fór á hliðinni
í gegnum grindverk vallarins, þar sem
hún stöðvaðist. Skömmu síðar komu
tveir menn hlaupandi út úr vélinni
og rétt á eftir mætti slökkviliðið á
slysstaðinn," sagði hann. Af um-
merkjum á vettvangi mátti sjá, að
hjól vélarinnar höfðu rétt snert göt-
una áður en hún brotlenti utan vegar.
Hafsteinn var staddur í strætis-
vagni sem var á leið 5 út í Skeija-
fjörð þegar þetta gerðist. Vagninn
var á leið eftir Suðurgötunni og var
að beygja inn Þorragötuna, þar sem
hann tekur smá krók áður en hann
heldur áfram framhjá flugvellinum
og út Skerjafjörðinn. Vagninn var því
ekki í hættu, en Hafsteinn sagði að
það hefði verið einhver umferð um
Suðurgötuna um þetta leyti og fólks-
bílar nýfarnir framhjá eða rétt
ókomnir þegar flugvélin rétt sveif
fyrir ofan götuna. Þá hafði olíubíll frá
Skeljungi ekið eftir Suðurgötu ör-
skömmu áður. „Strætisvagninn
stoppaði og aðrir bílar og við það
myndaðist töluvert umferðaröng-
þveiti,“ sagði hann að síðustu.
Mennirnir tveir sem voru í vélinni
vildu ekki tjá sig um atburðinn.
Lögreglan vissi ekki fyrr en eftirá að biluð flugvé
Átti að vera l
af allt lendii
LÖGREGLAN í Reykjavík og
slökkviliðið í Reykjavík
fengu fyrst vitneskju um
að flugvél Dananna hefði
lent utan flugvallarins eftir að óhapp-
ið hafði gerst en þá hafði flugumferð-
arstjórum í um það bil hálfa klukku-
stund verið kunnugt um að vélin hafði
hætt við fyrri áætlun og snúið við til
Reykjavíkurflugvallar með bilaðan
hreyfil.
Hilmar Þorbjörnsson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn í umferðardeild lög-
reglunnar í Reykjavík, segir að þarna
virðist hafa verið gerð sorgleg og
mjög alvarleg mistök. „Þarna átti að
vera búið að girða af allt svæðið,“
segir Hilmar.
Guðmundur Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri loftferðaeftirlits Flug-
málastjómar, varð fyrir svörum hjá
flugmálastjóm þar sem fiugmála-
stjóri og flugvallarstjóri vom fjarver-
andi. Hann sagði að ákveðnar reglur
giltu um viðbúnað þegar búist er við
vélum inn til lendingar í „misjöfnu
ástandi“.
Lögregla ofarlega á lista
Reynt er að hafa viðbúnað á staðn-
um frá slökkviliði Reykjavíkurflug-
vallar og einnig frá slökkviliði
Reykjavíkur þegar um stærri flugvél-
ar er að ræða. Guðmundur sagði að
það hefði verið vitað mál að flugvélin
hefði glatað afli á öðrum hreyflinum
og ætti í erfiðleikum og flugturninn
hefði gert það sem hægt var til að
upplýsa flugmanninn um ástandið á
vellinum en aðstæður hefðu ekki ver-
ið upp á það besta og nokkuð hvasst.
Um það að lögreglu var ekki gert
viðvart til að hægt væri að stöðva
umferð um brautarendann meðan
lendingar var beðið sagðist Guð-
mundur ekki hafa staðfestar upplýs-
ingar um að ekki hefði verið kallað
á lögregluna.
í flugtuminum hefðu menn ákveð-
inn lista að fara eftir í kringumstæð-
um sem þessum. „Það em ákveðnir
aðilar sem hringt er í og þeir boðaðir
á staðinn, ef allt hefði verið með
felldu hefði lögreglan líka verið látin
vita, það er þáttur í viðbúnaðinum
að kalla i þá sem eiga hlut að máli
og lögreglan er þar mjög ofarlega á
lista.
Haukur Ásmundsson, vakthafandi
aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í
Reykjavík, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að lögreglan hefði ekki feng-
ið neina tilkynningu frá flugturninum
um að biluð flugvél væri væntanleg