Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 12

Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmenn í Iðju ræða framhald kjaraviðræðna „Staða okkar er þröng“ „STAÐA okkar er óneitanlega þröng en við verðum að vinna úr því,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, á fjöl- mennum félagsfundi um stöðuna í samningamálum í gær. Félagsmenn Iðju hafa tvívegis fellt kjarasamn- inga sem forysta félagsins hefur undirritað en enn á ný verður leitað eftir viðræðum við vinnuveitendur í dag til að reyna gerð samninga. Reynt verði að fá breytingar á sveigjanlegum vinnutíma Guðmundur sagði það mikla blekkingu ef menn teldu að unnt yrði að sækja mikið meira í nýjum samningum en það sem um var sam- ið í síðari samningnum sem felldur var og önnur félög hafa samið um. Ólíklegt sé að náð verði fram breyt- ingum á launaliðum. Kvaðst hann telja eðlilegt að áhersla yrði lögð á að samið yrði um breytingar á ákvæðum um sveigjanlegan dag- vinnutíma, þar sem áberandi óánægja hefði komið fram með það atriði meðal félagsmanna Iðju. Guðmundur sagði að staðan væri mjög óvenjuleg. Kvaðst hann ekki minnast þess að félagið hefði áður fellt gerða samninga. Nú væru nær öll verkalýðsfélög búin að sam- þykkja nýja kjarasamninga en Iðja stæði eitt félaga eftir. Taldi hann einkum þijár ástæður fyrir því að félagsmenn hefðu fellt samningana. í fyrsta lagi væri um að ræða uppsafnaða óánægju verka- fólks með rýran hlut þess í góðærinu í kjölfar þjóðarsáttartímabilsins. í öðru lagi væri mikil óánægja vegna skattbyrði, sérstaklega meðal starfs- manna sem ynnu mikla yfirvinnu og bæru mikla jaðarskatta. í þriðja lagi hefði komið fram mégn óánægja með ákvæði samninganna um sveigj- anlegan vinnutíma. Guðmundur sagði ljóst að Iðja fengi engu breytt héðan af í skatta- málum en fyllsta ástæða væri þó að mótmæla frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um breytingar á tekjuskatti. Vænta ekki mikilla breytinga Nokkur óánægja kom fram í máli fundarmanna vegna þeirrar stöðu sem upp var komin. Flestir voru þó þeirrar skoðunar að félagið væri í mjög erfiðri aðstöðu og ekki væri að vænta mikilla kjarabóta umfram það sem þegar hefði verið samið um. Nokkrir fundarmanna lýstu óánægju með að ekki næðust fram 70 þúsund kr. lágmarkslaun í upphafi samn- ingstímans og einnig voru atvinnu- rekendur gagnrýndir fyrir að draga samningsgerð á langinn þannig að verkafólk væri án samninga svo mánuðum skipti. Var forysta félags- ins hvött til að ganga hið fyrsta að gerð nýrra samninga. „Förum djörf og baráttuglöð út í viðræðurnar," sagði Gunnlaugur Einarsson. Undir lok fundarins var samþykkt nær samhljóða tillaga stjórnar fé- lagsins um að fela samninganefnd að láta fara fram allsheijaratkvæða- greiðslu um boðun verkfalls náist ekki viðunandi breyting á kjara- samningum. Er nefndinni falið að ákveða dagsetningar og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en í máli Guð- mundar kom fram að fyrsta skrefíð yrði þó að reyna gerð samninga áður en gripið yrði til þess að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Einnig var samþykkt ályktun þar sem skattalagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar er harðlega mótmælt. Kosið um prest 1 Garðaprestakalli 31. maí Tveir umsækjenda gefa ekki kost á sér STEFNT er að því að hafa almennar prestskosningar í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi hinn 31. maí nk., að sögn dr. Gunnars Kristjáns- sonar prófasts í Kjalamesprófasts- dæmi. Tveir umsækjendur, séra Bjarni Karlsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum og séra Yrsa Þórð- ardóttir fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi, hafa lýst því yfir að þau ætli ekki að gefa kost á sér. Tveir umsækjendurnir, séra Krist- ján Björnsson sóknarprestur á Hvammstanga og Hans Markús Hafsteinsson guðfræðingur, eru að hugsa málið, en séra Orn Bárður Jónsson fræðslustjóri Þjóðkirkjunn- ar er hins vegar ákveðinn í því að taka þátt í kjörinu. Yrsa Þórðardóttir kveðst í sam- tali við Morgunblaðið alls ekki vilja taka þátt í almennum prestskosning- um, hvorki í Garðaprestakalli né annars staðar. „Ég er á móti þeim vegna þess að mér finnst að ef það eigi að vera almennar prestskosning- ar þá eigi líka að vera, til dæmis, almennar skólastjórakosningar og lækniskosningar. Ég skil ekki af hveiju ein stétt sérstaklega á að veljast á þennan hátt,“ segir hún og bætir því við að prestskosningar séu mannskemmandi og geti leitt til þess að söfnuðurinn klofni. Þekktu leikreglurnar Séra Örn Bárður Jónsson segir að hann hafi boðist til þjónustu í prestakallinu með því að sækja um prestsembættið. „Og fyrst ég sótti um embættið verð ég að hlíta þeim leikreglum sem því fylgja til enda,“ segir hann. Hann segist ennfremur halda að fólk hafí almennt ekki áttað sig á því að kjörmannakosningin sem fram fór fyrir um viku hafí ekki verið endanleg, því að sóknarbörn hafa vikufrest til að gera athuga- semd við kjörmannakosninguna. Kristján Björnsson segir að honum hafí ekki brugðið við þá ákvörðun að farið yrði fram á almennar prests- kosningar. „Ég vissi hvernig Iögin eru og að hægt yrði að fara fram á slíkar kosningar þegar ég sótti um prestsembættið," segir hann. Kristján segpr að upphaflega hafí hann ekki ætlað að taka þátt í þessu kjöri þar sem hann hefði talið að baráttan yrði fyrst og fremst á milli Bjarna Karlssonar, þess sem varð efstur í kjörmannakosningunni og Arnar Bárðar, þess sem væri heima- maður. „Nú hefur staðan hins vegar breyst þar sem Bjarni gefur ekki kost á sér og því er ég að athuga minn gang,“ segir hann og býst við að taka ákvörðun á næstu dögum. Hans Markús Hafsteinsson segist ekki hafa neinar athugasemdir við prestskosningarnar, þótt eflaust geti slík barátta farið úr böndunum, eink- um meðal stuðningsmanna. Hann segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann ætli að taka þátt í kjörinu. „Ég ligg und- ir feldi og skoða málið," sagði hann. Morgunblaðið/Kristinn FJÖLMENNUR félagsfundur Iðju var haldinn á Hótel íslandi í gær um stöðu samningamála. Rektorskjör í Háskóla íslands í dag Kosið á milli Páls og Jóns Torfa SEINNI umferð rektorskjörs fer fram í Háskóla ísiands í dag kl. 9-18. Þar sem enginn hlaut til- skilinn meirihluta greiddra at- kvæða í fyrri umferðinni fyrir viku er nú kosið milli þeirra tveggja prófessora sem flest at- kvæði hlutu. Þeir eru Jón Torfi Jónasson og Páll Skúlason. Jón Torfi er fæddur í Reykja- vík árið 1947. Hann er kvæntur Bryndísi ísaksdóttur bókaverði og eiga þau fjögur börn. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1967, B.Sc.Hons. prófi í eðlis- fræði frá Edinborgarháskóla 1972 og doktorsprófi í tilrauna- sálfræði frá háskólanum í Read- ing á Englandi 1980. Hann var stundakennari í félagsvísinda- deild, raunvísindadeild og læknadeild HÍ, lektor í uppeldis- fræði í félagsvísindadeild frá 1980, dósent frá 1985 og prófess- or í uppeldis- og menntunar- fræði frá 1993. Jón Torfi hefur verið deildar- forseti félagsvísindadeildar frá 1995 og varaforseti háskólaráðs 1996-’97. Páll Skúlason er fæddur á Akureyri árið 1945. Hann er kvæntur Auði Birgisdóttur, deildarstjóra á Ferðaskrifstofu Islands, og eiga þau þijú börn. Hann varð stúdent frá MA 1965 og lauk doktorsprófi í heimspeki frá háskólanum í Lou- vain í Belgíu 1973. Páll var sett- ur lektor í heimspeki við HI1971 og skipaður prófessor 1975. Páll hefur haft umsjón með kennslu í heimspekilegum for- spjallsvísindum í flestum deild- um Háskólans frá árinu 1975 og var í forstöðu fyrir heimspeki- kennslu til BA-prófs frá 1975til 1992. Þá hefur hann verið deild- arforseti heimspekideildar 1977-’79,1985-’87 og 1995- 97. Morgunblaðið lagði þijár spurningar fyrir Pál og Jón Torfa í tilefni af kosningunum og fara svör þeirra hér á eftir. SVAR JOINIS TORFA JÓIMASSONAR 1. HVERNIG telur þú að Háskólinn geti best tryggt stöðu sína í alþjóðlegri samkeppni við aðra háskóla? Brýnasta verkefni er að byggja upp rannsóknir og framhaldsnám við Háskóla Islands. Aðeins með öflugu framhaldsnámi og bættum skilyrðum til rann- sókna verður vísindamönnum skólans kleift að standa jafnfætis erlendum vísindamönnum. En það þarf einnig að leggja áherslu á að halda hæfum starfsmönnum. Nú gera lág grunnlaun í Háskólan- um það að verkum að samkepnisstaða hans er af- leit þegar keppt er um starfsfólk, hvort sem það er við aðrar opinberar stofnanir eða við einkafyrir- tæki á íslandi, að ekki sé minnst á erlenda há- skóla. Þessu þarf augljóslega að breyta. Annars getur Háskólinn ekki gegnt forystuhlutverki í rann- sóknum og æðri menntun hér á landi. 2. Hvað er til úrbóta í fjárhagsmálum Háskól- ans? Kemur til greina að þínu áliti að hann verði sjálfseignarstofnun eða að gerður verði þjónustu- samningur við ríkið sem byggist á reiknilíkani um fjárveitingar? Kemur til greina að hækka skólagjöld? Mikilvægt er að vinna áfram að þróun reiknilík- ana um kostnað til að ná samningum við stjórnvöld um kennslu og rannsóknir. Einnig verður að gera kröfur til stjórnvalda um fé til húsbygginga, við- halds og tækjavæðingar sem nú eru nánst alveg á kostnað Happdrættis Háskólans. Þá verður að setja reglur til að auka möguleika einstakra háskóladeilda á að afla sértekna til afmarkaðra verkefna. Það er mikilvægt fyrir íslenska þjóð að laða góða náms- menn í gott nám; skólagjöld ynnu gegn þessu mark- miði og frá sjónarhóli samfélagsins er álagning þeirra því ekki heppilegt úrræði til að auka tekjur skólans. 3. Hver er afstaða þín til frumvarps menntamála- ráðherra, þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra skipi rektor Háskólans? Ég er andvígur því að ráðherra skipi rektor. Háskólinn verður að hafa sjálfstæði til þess að ráða málum sínum sjálfur og á þess vegna að velja sér forystumenn sem ekki verða sjálfkrafa formlegir undirmenn ráðherra. Samskipti við stjórnvöld eiga að byggjast á rammasamningum um verkefni Há- skólans og þátt stjómvalda í þeim. Háskólinn á síð- an að bera fulla ábyrgð á öllum sínum málum innan þess almenna ramma. Jón Torfi Jónasson Páll Skúlason SVAR PALS SKÚLASOIMAR 1. HVERNIG telur þú að Háskólinn geti best tryggt stöðu sína í alþjóðlegri samkeppni við aðra háskóla? Ég tel afar brýnt að búa starfsmönnum háskól- ans þær aðstæður og þau kjör sem gerir þeim kleift að helga sig rannsóknum og kennslu. Með því móti er best tryggt að háskólinn hafi á að skipa hæfu og vel menntuðu starfsliði. Mikilvægt er að efla framhaldsmenntun til að tryggja sem fjölbreyttasta rannsóknarstarfsemi innan háskólans. Éfla þarf enn frekar samstarf háskólans við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir og þátttöku íslensks háskóla- fólks í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. 2. Hvað er til úrbóta í fjárhagsmálum Háskól- ans? Kemur til greina að þínu áliti að hann verði sjálfseignarstofnun eða að gerður verði þjónustu- samningur við ríkið, sem byggist á reiknilíkani um fjárveitingar? Kemur til greina að hækka skólagjöld? Háskólinn þarf að sannfæra stjórnvöld, sveitarfé- lög og fyrirtæki um að framtíð íslensku þjóðarinnar hvíli ekki síst á því að við eigum öflugan háskóla. Vel kemur til greina að gera þjónustusamning við ríkið á grundvelli reiknilíkans um kostnað við kennslu og rannsóknir. Ég er mótfallinn skólagjöld- um við núverandi aðstæður. Skólagjöld mega aldrei verða til þess að takmarka aðgang að háskólanum. 3. Hver er aðfstaða þín til frumvarps menntamála- ráðherra, þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra skipi rektor Háskólans. Eg er andvígur þeirri hugmynd að ráðherra skipi rektor Háskóla íslands. Rektor er og á að vera kjör- inn fulltrúi háskólasamfélagsins, sem sameinar það inn á við og ber merki þess út á við. Til að Há- skóli íslands geti þjónað hlutverki sínu verður hann að vera sjálfstætt vísinda- og fræðasetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.