Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 46

Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Hofteigi á Jökuldal, til heimilis í Eyjabakka 30, Reykjavík, andaðaist á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 11. apríl sl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björg Karlsdóttir, Ragnheiður Karlsdóttir, Stefán Karlsson, Gunnar Karlsson, Guðlaug Bergþóra Karlsdóttir, Baldur Hermannsson, Þórarinn Stefánsson, Sigrún Sigmarsdóttir, Unnur Ármannsdóttir, Arnbjörn H. Arnbjörnsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, HÁLFDÁN GUÐMUNDSSON, Grýtubakka 16, lést fimmtudaginn 10. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjördís Jóhannsdóttir og aðrir aðstandendur. + Bróðir minn og mágur, ODDUR ÁRNASON frá Hrólfsstaðahelli, Landsveit, andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, þriðjudaginn 22. apríl. Sigurþór Árnason, Halldóra Ólafsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JÓNSSON bifreiðastjóri, Hlíðarhoiti, Reykjadal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Sigríður Inga Ingólfsdóttir, Einir Viðar Björnsson, Guðfinna Sverrisdóttir, Jón Ingi Björnsson, Þórhildur Gunnarsdóttir, Þóra Fríður Björnsdóttir, Sigfús Haraldur Bogason, barnabörn og barnabarnabarn. + Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERGEIR MÁR VALGARÐSSON, Hafnarstræti 16, Akureyri, sem lést sunnudaginn 20. apríl sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. apríl kl. 14.30. Ólöf Baldvinsdóttir, Brynja Sigríður Hergeirsdóttir, Sigmar Steingrímsson, Haukur Már Hergeirsson, Thelma Kristjánsdóttir, Atli Þór Hergeirsson og barnabörn. + Hjartkær faðir okkar, SIGURBJÖRN KÁRASON, Hrafnistu í Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði mánudaginn 21. þessa mánaðar. Valur Sigurbjörnsson, Þór Sigurbjörnsson, Þuríður Björnsdóttir, Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Ottó Schopka, barnabörn og barnabarnabörn. + Elías I. Elíasson fæddist í Reykjavík 10. apríl 1926. Hann lést á heimili sínu á Akur- eyri 7. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Elías Hjörleifs'son múrarameistari í Reykjavík, f. 21. júní 1899, d. 16. desember 1938, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 27. september 1894, d. 10. júlí 1977. Systk- ini Elíasar eru Hjörleifur, f. 22. febrúar 1922, d. 18. nóv- ember 1988, Katrín, f. 25. mars 1923, Guðmundur, f. 13. janúar 1925, Margrét, f. 23. júní 1928, og Baldur, f. 10. október 1937. Hinn 30. desember 1961 kvæntist Elías Sigríði J. Lúð- víksdóttur, f. 20. desember 1930. Börn þeirra eru: 1) Ingi- björg, f. 22. febrúar 1968, lög- fræðingur, gift Eyþóri Þor- bergssyni, f. 15. maí 1962 og eiga þau soninn Elías Árna, f. 11. maí 1995. 2) Lúðvík, f. 8. mars 1969, hagfræðingur, kvæntur Sigríði Kristjánsdótt- ur, f. 23. september 1967. Stjúpdóttir Elíasar (dóttir Sig- Því er nú einu sinni þannig farið að hið eina sem vitað er fyrir víst í þessu lífi er að „eitt sinn skal hver deyja“. Samt er maður alltaf jafn óviðbúinn snöggum og fyrir- varalausum dauðdaga. Fyrst á eftir er líkt og maður geti ekki áttað sig á þeirri staðreynd að ástvinur hefur kvatt fyrir fullt og allt — en þegar frá líður og óumflýjanlegur raun- veruleikinn tekur við, þá koma upp í hugann minningamar; brot og myndir frá liðnum tíma. Þegar minnst er Elíasar I. Elías- sonar sem bráðkvaddur varð á heimili sínu hinn 7. apríl sl. kemur fyrst upp í hugann að í rauninni ríðar) er Þorbjörg Brynhildur Gunnars- dóttir, f. 10. júní 1949, safnvörður við Listasafn Reykjavík- ur, gift Jóni Gesti Viggóssyni, f. 1. maí 1946, og eiga J)au fjögur börn: 1) Ástu Vigdísi, f. 30. sept- ember 1967 í sambúð með Guðmundi Mar- kússyni, f. 10. nóv- ember 1969 og eiga soninn Frey, f. 23. ágúst 1992. 2) Sigríði Björk, f. 30. septem- ber 1972, gift Magnúsi Árna Magnússyni, f. 14. mars 1968 og eiga soninn Ulf Bæring, f. 11. júlí 1996. 3) Berglindi Völu, f. 15. janúar 1974. 4) Kjartan Frey, f. 3. apríl 1980. Elías lauk stúdentsprófi frá VÍ 1946 og lagaprófi frá Há- skóla íslands 1954. Hann fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og var löggiltur til að vera sækjandi opinberra mála í héraði 1959. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og Danmörku 1959-60. Elías var starfsmaður á skrifstofu toll- sljórans í Reykjavík 1951-55. Hann var settur fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1955 var það aðeins tvennt sem átti hug hans allan. Annað var vinnan, sem hann sinnti af natni, samviskusemi og heiðarleika. Hitt var fjölskyldan, þar sem hann var hin trygga, trausta stoð. Alltaf mátti treysta á hann ef á reyndi og fyrir sína nán- ustu bjó hann eins vel í haginn og honum var framast unnt. Enda þótt störf Elíasar hafi alla tíð verið á opinberum vettvangi, var leitun á manni sem barst eins lítið á út á við í sínu einkalífi. Þrátt fyrir á margan hátt erfiðar aðstæður; föðurmissi á ungum aldri og uppvöxt á erfiðum tímum í þjóð- félaginu, virðist sem Elías hafi frá og skipaður fulltrúi þar 1956 og deildarsljóri 1962. Hann starfaði jafnframt fyrir sak- sóknara ríkisins 1961-62 og gegndi oft setudómarastörf- um. Hann var skipaður bæjar- fógeti á Siglufirði 1966. Hann var settur bæjarfógeti í Hafn- arfirði, Garðabæ og á Seltjarn- arnesi og sýslumaður í Kjósar- sýslu seinni helming ársins 1976 og tók þá aftur við bæjar- fógetaembætti á Siglufirði. Elías var skipaður bæjarfógeti á Akureyri og Dalvík og sýslu- maður í Eyjafjarðarsýslu 1980 og var jafnframt settur bæjar- fógeti á Olafsfirði um skeið 1988. Hann var skipaður sýslu- maður á Akureyri 1992 og gegndi því embætti uns hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir í apríl 1996. Elías sat í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra 1967 og 1971-80. Hann var í sljórn Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar hf. 1982-86, í stjórn Sýslumannafélags Islands 1987-95 og formaður stjórnar embættis byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsýslu og nágrennis 1980-90. Hann var fram- kvæmdasljóri héraðsnefndar Eyjafjarðar 1989-90. Jafnframt var Elías skipaður í nefndir um endurskoðun ýmissa laga er hann var deildarsljóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Utför Elíasar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 15. apríl. upphafi stefnt að langskólanámi. Af miklum dugnaði vann hann ýmiss konar erfiðisvinnu til að kosta sig til náms. Að loknu kandidats- prófi í lögfræði og framhaldsnámi í Danmörku og Bandaríkjunum tók við starfsferill í opinberri þágu, sem átti eftir að vara alla starfsævi hans. Hinn 30. desember 1961 kvænt- ist Elías eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Jóhönnu Lúðvíksdóttur, en kynni þeirra höfðu hafist u.þ.b. tíu árum áður. Þau hófu búskap sinn í húsinu þar sem æskuheimili Elías- ar hafði verið á Njálsgötu 94. Árið 1966 verða mikil umskipti ELIASI. ELÍASSON + Andri S. Jónsson fæddist í Múla, Þingeyrarhr., V-ís. 4. október 1934. Hann lést á Land- spítalanum 14. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Guðmundsson, fæddur 21. júlí 1900 á Seljalandi, Súða- víkurhr. N-ís., d. 22. september 1982, og Sigríður Guðmunds- dóttir, fædd 16. mars 1900 í Arnar- dal, Eyrarhr., N-ís., d. 22. október 1988. Eiginkona hans var Hjördís Heiða Björns- dóttir frá Blönduósi. Þau skildu. Böm þeirra eru: Guðrún Edda, f. 20. september 1958, dætur hennar eru Anja Isa- bella, f. 7. júní 1984, og Nanna Belinda, f. 6. mars 1986; Sigrún Jóna, f. 22. maí 1960, dætur Elsku bróðir minn. Ég ætla með örfáum orðum að kveðja þig og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég votta börnum þínum og fjöl- skyldum og Dísu og hennar fjöl- skyldu og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og bið þeim bless- unar drottins og þér friðar í dýrðar- heimi hans. Svo kveð ég þig með þessum fagra sálmi: Eg krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænastund ég legg sem bamið bresti mína, hennar eru íris María, f. 22. októ- ber 1979, og Hjör- dís, f. 5. janúar 1988, eiginmaður Sigrúnar er Björn Þór Svavarsson; Ásbjörn, f. 4. des- ember 1962, og Ásgeir, f. 9. mars 1967, sam- býlis- kona hans er Anna Margrét Þorfinns- dóttir, sonur þeirra er Andri Þorfinnur, f. 10. apríl 1994. Systkini Andra eru: Jón Gestsson, Sigurborg Gísladótt- ir, Olöf Jónsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir og Hulda Jónsdóttir. Eftirlifandi sambýliskona hans er Vigdís Baldvinsdóttir. Útför Andra verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvöldum og hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðm. Geirdal Guðmundss.) Þín systir, Ólöf. Elsku afi minn! Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, en við huggum okkur við að þú þurftir ekki að þjást lengi. Þú varst svo bjartsýnn á að vinna á krabbameininu, meira að segja nokkrum klukkustundum áð- ur en þú kvaddir þennan heim. Fyrst þú varst svona bjartsýnn, urðum við líka að vera það. Elsku afi, hvað ég á eftir að sakna þín, þú varst svo sterkur og góður, stoð mín og stytta. Þú varst stöðugt að hugsa um okkur barnabörnin. Þú sagðir mér oft hvað þú varst eftir- væntingafullur þegar ég, elsta barnabarnið, var að koma í heim- inn. Þessir ellefu dagar sem ég lét bíða eftir mér umfram áætlaðan tíma, hafi orðið heldur dýrir, því þú hringdir á hverjum degi frá ís- landi en við bjuggum þá í Dan- mörku. Það eru svo margar góðar minningar sem rifjast upp, t.d. hvað það var gaman að dansa við þig, þú elskaðir að dansa. Eitt af því besta við fermingar- daginn minn var þegar við dönsuð- um saman. Einnig er ljúft að rifja upp þegar þú bauðst okkur fimm barnabörnunum til ykkar á Suður- eyri um páskana í fyrra. Við feng- um að fara á bátnum með þér. Þú varst bæði svo listrænn í þér og músíkalskur, þú gast spilað á harm- onikku, munnhörpu eða greiðuna, ef annað hljóðfæri var ekki við höndina. Það eru ófá listaverkin og koparstytturnar eftir þig. Þú varst sannkallaður þúsundþjalasmiður, þú gast nánast allt. Ég er hrædd um að það verði stórt tómarúm sem þú skilur eftir. Hjartans þakkir fyr- ir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín Iris María Mortensen. ANDRISIGURÐUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.