Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SJÓIMMENNTAVETTVANGUR
Á D YMBILVIKU
Kaupmannahöfn er Braga Ásgeirssyni
hugleikin og þangað stefndi hann skónum
í fyrstu utanlandsferð sinni á þessu ári. í
þessari grein skýrir Bragi þetta dálæti sitt
á dönsku höfuðborginni.
EKKI má lesandi álíta, að
rýnirinn sé fullkomlega
forfallinn aðdáandi
Kaupmannahafnar, þótt
það beri í sér sannleiksneista. Óllu
öðru fremur í ljósi þess, að hún
taidist höfuðborg landsins í 547
ár, og geymir mikla íslenzka sögu.
Miðar Bragi þá við upphaf Kalmar-
sambandsins 1397, til lýðveldis-
stofnunarinnar 1944, þótt það
kunni að vera mjög umdeilanleg
sagnfræði þar sem þjóðin öðlaðist
fullveldi 1918, og Reykjavík mun
eldri.
En ég afsaka það engan veginn,
að fyrsta utanlandsferð mín á árinu
■jj, skyldi vera farin til borgarinnar
við sundið, frekar en stórborga
Evrópu svo sem Berlínar, Ham-
borgar, Parísar eða London, sem
státa af mun meiri heimsviðburð-
um í sjónlistum um þessar mundir,
hvað þá New York, þar sem Metro-
poiitan safnið er með einstæða
sýningu á Giambattista Tiepolo
(Feneyjar 1696 Madrid 1770), sem
alla tíð hefur verið einn af mínum
uppáhaldsmálurum. Einfaldlega
vegna þess, að sýningin „Margrét
< I" kemur okkur íslendingum meira
við en þeir allir þó af miklu sé að
taka, og vildi ég berja framkvæmd-
ina eigin augun á upphafsstaðnum,
eftir að hafa misst hárnákvæmt
af henni í desember sl. Fréttir af
slíkum viðburðum berast því miður
seint ef nokkumtíma, fjölmiðla-
haukarnir uppteknir af fáfengi-
legri, hávaðameiri og yfirborðs-
legri atburðum á heimsvísu, Fleira
vildi ég rækta á leiðinni í ljósi
ófremdarástands á íslenzkum
myndlistar- og sýningarmálum,
síður vegna fjölda sýninga, öllu
frekar skipulags á vettvanginum.
Illmögulegt er að greina hvað
raunveralega er að gerast í mynd-
list á landinu frá ári til árs og enn
verra, samhengið á öldinni. Fáir
og takmarkaðir annálar koma út
sem greina frá því helsta sem gerst
hefur og gert er af virkum lista-
«
Tsurumi
SLÓGDÆLUR
Margar stærðir
Níðsterkur
rafmótor
3 x 380 volt
3 x 220 volt
Tvöföld þótt-
ing með sili-
koni á
snertiflötum
Öf lugt og vel .
opiðdælu- J
hjól með 1
karbíthnífum
mönnum, en hins vegar er slík
útgáfa árviss í Danmörku.
Sennilega vita ekki margir hér-
lendir, að Danir era með þeim
fremstu, ef ekki fremstir í heimin-
um í því sem varðar skilvirkar og
hlutlægar upplýsingar um viðburði
á sjónlistavettvangi. Það er bæði,
að hvergi mun jafnmikið um lang-
lífa sýningahópa og svo gefa þeir
út árlegt yfirlit um helstu viðburði
á myndlistarsviði, auk fjölda bóka
um einstaka listamenn lífs og liðna
og era sum þeirra vegleg rit og
afar vel frá þeim gengið. Til viðbót-
ar hafa framfarirnar verið stórstíg-
ar á næstliðnum áram. Er því stutt
að fara til nytsams fróðleiks til
eftirbreytni á sviðinu, og eðlilega
svíður undan þeirri neyðarlegu
vanrækslu sem hér er landlæg, en
við erum enn á fjarska óburðugum
byijunarreit um þessa markaðs-
setningu eigin menningar. Slógum
raunar lengstum á útrétta hendi
Dana sem hér vildu koma okkur
til aðstoðar, hummuðum af okkur
að draga dám af fordæmi þeirra á
menningarsviði.
Eigum þannig sjálfír sök á þeim
glundroða sem við blasir á íslenzk-
um myndlistarvettvangi og þekk-
ingarskorti á eigin sjónlistasögu
og heimsins um leið. Hver bók sem
út kemur telst stórviðburður, þótt
lítil hreyfíng sé á þeim úr hillum
bókabúða vegna þekkingarskorts
almennings. Er þetta svartur blett-
ur á fræðsluiukerfinu og flestum
fjölmiðlum í meira en hálfrar aldar
sögu lýðveldisins.
Á þessu ári eru afstaðnar árviss-
ar sýningar listhópa eins og De-
sembristeme (stofnaður 1928),
Corner (1932), og Grönningen
(1915), sem er jafnframt virtasti
listhópurinn, en Den Frie (1891)
var nýopnuð. Einhverjir muna
kannski að Jón Stefánsson var
lengi vel metinn meðlimur Grönn-
ingen og seinna Svavar Guðnason,
og Jón Engilberts var meðlimur
Kammerateme (1934). Meðal ann-
arra virtra hópa má nefna Fynbo-
erne (1929) og Koloristerne
(1932). Þá ber sérstaklega að
nefna Höstudstillingen (1932), en
hliðstæða hennar vora Haustsýn-
ingar Félags íslenzkra myndlistar-
manna, sem lengi voru árviss við-
burður sem tekið var eftir, en voru
þó með nokkuð öðram brag.
Höstudstillingen er ekki til
lengur, var sérstakt og
tímabundið fyrirbæri,
en bar í sér kímið að
ýmsu hinu framsækn-
asta í danskri myndlist meðan hóp-
urinn var og hét. En það voru eðli-
legar orsakir sem leiddu til þess
að hann leystist upp, því kraftarn-
ir dreifðust á heilbrigðan hátt í
aðrar áttir, en hins vegar í hæsta
máta óeðlilegar hér heima. Það
hafa auðvitað skipst á skin og
skúrir á vegferð allra listhópanna,
og vert að geta þess, að metsala
frá upphafi var á sýningu Grönn-
ingen í ár, eftir nokkra lægð á
undangengnum árum.
Til viðbótar þessu má nefna
Vor- og Haustsýningarnar á Charl-
ottenborg, sem eru sér á báti og
galopnar því allir geta sent inn
myndir. Vorsýningin var á fullu
er mig bar að og eins og þegar
hefur verið tíundað hér í blaðinu,
sem telst mjög óvenjulegt. Þar
kemur fram að einungis 240 af
4.059 innsendum verkum (!) vora
tekin til sýningar. Viti ekki ein-
hveijir hvað hér er um að ræða,
era á ferð margvísleg hagsmuna-
samtök listamanna, sem standa að
árlegum sölusýningum á verkum
meðlima sinna. Nýir meðlimir era
samþykktir eftir þörfum og hóp-
arnir bjóða gjarnan gestum að taka
þátt í sýningunum. Akveðnar regl-
ur eru um hámarksfjölda mynda
meðlimanna og ekki á sér stað
myndskoðun (sbr. ritskoðun),
nema að því leyti sem verður að
gera, þ.e. verkum hugsanlega
fækkað með tilliti til rýmisins.
Til viðbótar má nefna Vor- og
haustsýningarnar á Charlotten-
borg við Kongens Nytorv, sem eru
í nokkrum tengslum við Listaaka-
demíuna á staðnum, sem stofnað
var til á tímum Kristjáns VI, sem
hafði hlotið tilsögn í húsagerðar-
list. Hún kom til móts við þörf á
innlendum starfskröftum við að
teikna og hanna opinberar bygg-
ingar, skreyta óðul og konungs-
hallir, en hér var danski aðallinn
merkilega með á nótunum um það
helsta sem var að gerast í Evrópu
og vildi síður sitja eftir í þróun-
inni. Einveldinu sveið að þurfa að
leita til útlanda á þessu sviði og
sá þörfina á að koma á fót akadem-
íu til að hafa jafnan af nægilegu
fagfólki að taka á vettvangi fagur-
lista á heimavelli. Vert að geta
þess, að Kristjánsborg hafði um
þær mundir nýlega fengið málverk
eftir Francois Boucher frá París á
veggi sína er höllin brann og öll
málverk meistarans. Þetta varð
einhverra hluta vegna til þess að
koma skriði í málin og 1738 veitti
Kristján VI nokkra fé til að kenna
myndlist á akademískum grunni
sem markaði upphafið.
Fljótlega fór þörfin að vaxa
og árið 1748 var flutt í
rúmbetra húsnæði á
Kristjánsborg, en 1753
voru nemendur orðnir svo margir
að enn á ný sköpuðust vandamál.
Það varð til þess að Friðrik V eftir-
lét Akademíunni fýrrverandi krón-
prinssetur sitt, Charlottenborg, og
undirskrifaði á afmælisdegi sínum
31. marz 1754 stefnuskrá Konung-
legu Akademíunnar fyrir fagrar
listir, og hefur dagurinn síðan ver-
ið haldinn hátíðlegur sem stofnda-
gur hennar. Urvalslistamenn voru
svo kallaðir til starfa frá öðrum
löndum til að tengjast stofnuninni
sem prófessorar. Ekki skorti Dani
hæfileikamenn og þannig varð Nic-
olai Abildgaard (1743-1809), mál-
ari og arkitekt, nemandi við skól-
ann 1764 og hlaut stóru gullmedal-
íuna þrem árum seinna. Heiðrinum
fylgdi ferðastyrkur sem honum var
úthlutað 1772, og tók hann sama
ár stefnuna á Róm þar sem hann
dvaldi til 1777. Kom við í París á
heimleiðinni og víkkaði seinna
sjónhring sinn með ársferð til Ber-
línar, Dresden og Vínarborgar
1787-’88. Varð prófessor við aka-
demíuna 1778 og forstöðumaður
1789-’91 og 1801-’09. Meðal
nemenda hans var Bertel Thor-
valdsen. Ári á eftir Abildgaard við
akademíuna var Jens Juel (1745-
1802), málari, sem áður hafði num-
ið málun í fimm ár í Hamborg.
Var nemandi 1765—’71, fór
þvínæst til Hamborgar og Dresd-
en, kom til Rómar 1774, þar sem
hann dvaldi til 1777, og loks í
Genf 1777-’80. Útnefndur hirð-
málari í Kaupmannahöfn 1780,
prófessor við akademíuna 1786 og
forstöðumaður 1799-1801. Hann
lést aðeins 57 ára gamall og til
þess var tekið að dætur hans Júlía
(lést 1827) og Susanne giftust
báðar málaranum C.W. Eckers-
berg (1783-1853), sem skilaði
arfleifðinni frá tengdaföðurnum
áfram til samtíðar sinnar. Eckers-
HÖGGMYNDIN „Móðir jörð“, brons, listasafnið í Herning, er eitt
af þekktustu verkum Svend Wiig Hansens, og mjög einkennandi
fyrir list hans, gerð svo snemma sem 1953.
berg var þriðja stærðin sem hér
ber að nefna og var nemandi
Abildgaards við akademíuna
1803-’09. Dvaldi í París 1810-’13
og var þar nemandi J.L. David,
meistara klassíska málverksins;
1813—’l6 dvaldi hann í Róm. Pró-
fessor við akademíuna 1818 og
forstöðumaður 1827-’29.
Eckersberg var framúrskarandi
og lifandi kennari. Leitaði úr
kennslustofunum út í náttúrana
og er nefndur faðir danskrar mál-
aralistar vegna mikilvægi hans
fyrir heila kynslóð málara, svo-
nefnda gullaldarmálara, en þeir
löngu dauðu menn hafa verið að
heimsfrægja danska málaralist á
undanförnum áram, svo sem ég
hef áður vikið að í pistlum mínum.
Þetta allt hér upptalið til saman-
burðar við þá „uppbyggingu" sem
hér hefur átt sér stað í 53 ára
sögu lýðveldisins og 79 ára sögu
fullveldisins, er flest sem lýtur að
fagurfræði og sjónlistum hefur
mætt afgangi og engin er hér lista-
akademían né skóli í húsagerðar-
list. Við áttum, og eigum, þó
framúrskarandi málara og arki-
tekta, þurftum og þurfum, síður
að leita til útlendinga á sviðinu um
rismikla uppbyggingu á vettvangi
myndlistar og húsagerðarlistar.
etta hugnaðist mér að riija
upp varðandi vorsýning-
una á Charlottenborg sem
mér þótti blendin fram-
kvæmd að þessu sinni. Blaðagagn-
rýni sem gat að lesa á vegg var
upp og ofan, en yfirleitt voru menn
mjög vinsamlegir gagnvart ný-
sköpun hinna ungu. Sumir fögnuðu
því að hlutur málverksins var veg-
legri en lengi áður og einn nafn-
kenndasti þeirra, Axel Steen, not-
aði lýsingarorðið húrra! Aðrir voru
eðlilega ekki eins ánægðir með þá
þróun, en í sjálfu sér voru flest
málverkanna ekkert til að hrópa
húrra fyrir í ljósi viðvaningslegra
vinnubragða. Eins og iðulega stað-
næmdist ég einna lengst í deild
arkitektanna og vakti eitt verkið
„íbúðin sem atburður" sérstaka
athygli mína fyrir frumleika og
hárnákvæm vinnubrögð. Alveg
óvænt er að var gáð bar annar
tveggja höfundanna íslenzkt nafn,
Þórhailur Sigurðsson, og lyftist þá
brúnin.
Leiðin lá svo á Den Frie í sam-
nefndu sýningarhúsi við Austur-
hliðið, Österport. Þar voru eðlilega
þekktir og grónir listamenn í meiri-
hluta og að þessu sinni var efst á
baugi í samræðunni, „dialogunni",
minningarsýning á verkum hins
nafnkennda myndhöggvara Knud
Nellemose (f. 1908), er lést á ár-
inu. Þar var blaðarýni einnig uppi-
hangandi á sérstökum vegg og hún
yfirfarinn að venju, en helst vakti
athygli mína áberandi úrklippa þar
sem fjallað var um nýskeð andlát
annars meðlims listhópsins mynd-
höggvarans, málarans, teiknarans
og grafíkersins, Svend Wiig Hans-
en (f. 1922) og snerti það mig
nokkuð.
Wiig Hansen kannaðist ég vel
við á námsárum mínum við aka-
demíuna og hann átti stundum
erindi á grafíkverkstæðið er ég
vann þar 1955-’56. Verk hans
vora kynnt í kjallarasölum Nor-
ræna hússins 1995, og hitti ég
hann þá aftur og átti með honum
og fleirum eftirminnilega kvöld-
stund hjá Ólöfu Pálsdóttur mynd-
höggvara, þar sem lífskrafturinn
geislaði af honum. Ekki minnist
ég þess að einhver verk hafi geng-
ið út á sýningunni, eða söfnin sýnt
þeim áhuga, en listamaðurinn gaf
húsinu hins vegar allar dúkskurð-
armyndirnar á sýningunni, eða
nær tvo tugi, sem eru til útláns á
bókasafninu. Báðir þessir lista-
menn era gott dæmi um þýðingu
listaakademía, sem sérstakra
fijálsra stofnana í menntakerfi
þjóða, og þá einkum Wiig Hansen,
sem segja má að hafi verið jafnvíg-
ur á alla miðla sína og kunni vel
að nota skólann sem þroskandi
vinnustað, sjálfur varð hann seinna
prófessor á Charlottenborg
1971—’76.
Eitthvað fannst mér hljótt
um list mannsins með
stóra alþýðlega hjartað,
eins og margra annarra
er hugmyndafræðilega listin var í
hámarki á áttunda áratugnum og
nýja málverkið á þeim niunda. Er
þó ekki fullkomlega marktækur
hér, en hann mun þó hafa haft nóg
að starfa við gerð opinberra
minnisvarða og var afar virtur
myndlistarmaður í heimalandi
sínu. En þá gerist það fyrir ein-
hveija atburðarás mér ókunna, að
verk hans urðu þekkt og vel metin
í Suður-Ameríku, þar sem menn
kunna að meta umbúðalausa til-
finningaríka og tjásterka list.
Leiddi til þess að list hans var sér-
staklega kynnt á Biennalinum í
Sao Paulo á sl. ári ásamt list stór-
meistara eins og Goya, Munch og
Picasso og sló svipmikil list Swend
Wiig Hansens þar eftirminnilega í
gegn.
Afar lærdómsrík saga, en þó
ekki einsdæmi á síðustu árum er
gleymdir og niðurrakkaðir rísa upp
úr öskustó. Og auðvelt er að sam-
sinna þeim framslætti, að hér sé
fallinn frá einn af jöfrum danskrar
myndlistar á seinni helmingi aldar-
innar.