Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. APRlL 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________LISTIR_____________________________________ íslenskum ungmennum á aldrinum tíu til fimmtán ára stendur sífellt meiri afþreying til boða BÓK ER best vina, segir máltækið. Það var staðreynd en nú eru blikur á lofti - vináttu manns og bókar er ógnað úr ýmsum áttum. Fyrst kom dagblaðið, þá kvikmyndin, út- varpið, hljómsnældan, sjónvarpið og myndbandið og nú hefur tölvan rutt sér til rúms, svo helstu samkeppnis- aðilar bókarinnar um athygli manns- ins séu nefndir. En er bókin í raun og veru að þoka fyrir þessum nýstár- legu miðlum? Eiga málshættir eins og blindur er tölvulaus maður og betra er berfættum en sjónvarps- lausum að vera eftir að hasla sér völl í framtíðinni? Frá árinu 1968 hefur dr. Þor- björn Broddason, prófessor í félags- fræði við Háskóla íslands, ásamt aðstoðarfólki sínu gert fimm kann- anir á fjölmiðlanotkun íslenskra ungmenna á aldrinum 10-15 ára í grunnskólum í þremur byggðarlög- um landsins, Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum. Var síðasta könnunin gerð í mars síðastliðnum. Þótt meginviðfangsefni kannan- anna hafi verið sjónvarp, eins og yfirskriftin, Börn og sjónvarp á ís- landi, gefur til kynna, hefur ýmsu fleiru verið gaumur gefinn, svo sem bóklestri. Samkvæmt könnununum, sem gerðar hafa verið árin 1968, 1979, 1985,1991 og 1997, er engum blöð- um um það að fletta að hlutur bók- arinnar fer rýrnandi meðal íslenskra ungmenna. í fyrstu könnuninni höfðu þátttakendur að meðaltali les- ið 3,9 bækur síðustu 30 daga ef skólabækur eru ekki teknar með í reikninginn. Árið 1979 virðist lestr- aráhuginn við fyrstu sýn hafa aukist en þá höfðu þeir sem svöruðu lesið að meðaltali 6,7 bækur síðasta mán- uðinn. Að sögn Þorbjörns ber hins vegar að taka niðurstöðu þeirrar könnunar með fyrirvara því teikni- myndasagan mun um þetta leyti hafa notið verulegra vinsælda - enda nýkomin fram á sjónarsviðið. Eftir þetta afréð Þorbjörn að að- skilja bækur og teiknimyndasögur í könnuninni en vinsældir þeirra síðar- nefndu munu hafa dvínað hin síðari ár. Hallar ört undan fæti Sé þetta haft í huga kemur ekki á óvart að bakslag skyldi koma í bóklesturinn árið 1985, þegar ung- mennin kváðust hafa lesið að með- altali 4,2 bækur síðustu 30 dagana. Yar sú útkoma þó betri en árið 1968. Á árunum fram til 1991 virðist hins vegar hafa hallað ört undan fæti en í fjórðu könnuninni var meðaltal les- inna bóka komið niður í 2,8. Þátttak- endur í könnuninni í liðnum mánuði sögðust að meðaltali hafa lesið 2,7 bækur. Munurinn á bóklestri íslenskra ungmenna 1991 og 1997 er vart merkjanlegur. Könnunin hefur á hinn bóginn leitt í ljós að sá hluti ungs fólks sem segist ekki hafa litið í bók síðustu 30 daga er í örum vexti - hefur farið úr 18% 1991 í 27% 1997. Stöðugleiki meðaltalsins milli kannana er með öðrum orðum villandi, að því er fram kemur í máli Þorbjörns, þar sem lesturinn dreifíst nú á mun færri einstaklinga. Til samanburðar má geta þess að árið 1985 tilheyrðu 15% þeirra sem svöruðu hópnum sem ekkert las, 11% 1979 og árið 1968 hafði sama hlut- fall, 11%, ekki litið í bók síðasta mánuðinn. Segir Þorbjörn þessar niðurstöður umhugsunarverðar, ekki síst í ljósi þess að þeir sem höfðu lesið mikið síðustu 30 dagana, tíu bækur eða fleiri, voru jafnframt fleiri í nýjustu könnuninni en 1991, eða 8% saman- borið við 6% þá. Þótt þessi aukning sé vissulega minni veltir Þorbjörn því fyrir sér hvoil hér á landi séu að myndasttveir jaðarhópar - hópur unglinga sem les ekkert og hópur unglinga sem les mikið. En nota bókaormarnir þá aðra miðla lítið? Ekki segir Þorbjörn könnunina, við fyrstu athugun, benda til þess. Þvert á móti séu þeir jafnframt virkir notendur ann- arra miðla, svo sem myndbanda og tölvu. Þorbjörn kveðst jafnframt hafa Hlutur bókarinn- ar fer rýrnandi Bóklestur íslenskra ungmenna er á undan- haldi, samkvæmt könnun sem dr. Þor- bjöm Broddason, pró- fessor í félagsfræði við Háskóla íslands, lét í liðnum mánuði gera meðal grunnskóla- nema á aldrinum 10-15 ára. Tölvunotk- un sama hóps er á hinn bóginn orðin umtals- verð, svo sem Orri Páll Ormarsson komst að raun um þeg- ar hann tók hús á Þor- bimi, en sjö af hveijum hundrað nemendum á þessum aldri hafa komið sér upp heima- síðu á alnetinu. Hefurðu lesið einhverja bók síðusta fjórar vikur? Morgunblaðið/Ásdís DR. Þorbjörn Broddason prófessor. velt því fyrir sér hvort þeir sem ekki opna bók lesi ef til vill eitthvað ann- að. Til þess bendir könnunin þó ekki, að minnsta kosti hefur dagblaðalest- ur unglinga ekki færst í vöxt á síð- ustu sex árum - heldur dregist sam- an. Árið 1991 lásu 72% þátttakenda Morgunblaðið að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku en 68% nú og 1991 var DV Iesið nokkrum sinn- um í viku eða daglega af 57% þeirra sem svöruðu en 47% nú. Árið 1991 flettu 2% ungmennanna aldrei blaði, 3% nú. Athyglisvert er að á þessum sama tíma hefur íslenskum dagblöð- um fækkað úr sex í fjögur. Heimur dagblaðanna að þrengjast Að áliti Þorbjörns bendir ýmislegt til þess að heimur dagblaðanna sé að þrengjast. Fram á þennan áratug hafi þau að vísu haldið stöðu sinni í samfélaginu en eftir að Þjóðviljinn lagði upp laupana 1992 og Dagur og Tíminn sameinuðust í fyrra hafí „röddunum" fækkað á markaðinum. „Það er slæmt enda er mikilvægt að dagblaðaumhverfið sé marg- radda,“ segir Þorbjörn og vísar í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 5. apríl síðastliðinn. Þar segir meðal annars að það sé „náttúrlega ljóst, að fækkun dagblaða hefur að sumu leyti orðið til þess að draga úr skoð- anaskiptum og rökræðum. Alla vega er ljóst, að þau skoðanaskipti fara fram með öðrum hætti en áður.“ Að mati Þorbjörns er því ljóst að Morgunblaðið tregar Þjóðviljann meira en margir aðrir. I þessu samhengi staðhæfír Þor- björn að Alþýðublaðið hafí hlutverki að gegna, jafnvel þótt það hafi afar litla útbreiðslu. „Meðan Alþýðublað- ið er rödd, þó veik sé, í hljómkviðu fjölmiðlanáttúrunnar skiptir það máli. Meðan það er gefíð út getur það komið málum á dagskrá - haft áhrif.“ Þorbjörn segir það engum vafa undirorpið að sjónvarpið sé nærtæk- asta skýringin á þeim samdrætti sem orðið hefur á bókalestri íslenskra ungmenna undanfarna þijá áratugi - á þessum tíma hafí framboð á sjónvarpsefni margfaldast, einkum milli áranna 1985 og 1991. Þar sé komin helsta skýringin á því hvers vegna fjöldi lesinna bóka fór úr 4,2 að meðaltali 1985 niður í 2,8 að meðaltali 1991. Að vísu bendir Þorbjörn á, að sjón- varp smáþjóða, svo sem íslendinga, geti verið merkilegt tæki til kennslu í lestri og skilnings og áhuga á er- lendum tungumálum. „íslenskur sjónvarpsáhorfandi sem situr við skjáinn eina kvöldstund getur þegar upp er staðið verið búinn að lesa í gegnum sem svarar til tíu til tuttugu blaðsíðna í stærðinni A4.“ Sjónvarpið er vissulega harður keppinautur bókarinnar en fram hjá því verður, að mati Þorbjörns, hins vegar ekki horft að tölvan er farin að veita bókinni - og um leið öðrum miðlum - verðuga samkeppni. „Eft- ir þessa könnun velkist ég ekki í vafa um að tölvan er að verða að nýjum, sjálfstæðum miðli," segir prófessorinn. „Tölvuvæðingin hefur verið að ganga yfír á allra síðustu árum meðal almennings og í síðustu könnun 1991 sáum við ekki einu sinni ástæðu til að kanna fylgnina milli tölvunotkunar og bóklesturs. Nú kemur hins vegar í Ijós að hvorki fleiri né færri en 54% tíu til fímmtán ára barna vinna heimaverkefni sín á tölvu heima hjá sér, 27% nota ai- netið og ríflega 7% eru komin með sína eigin heimasíðu. Þetta þykja mér töluverð tíðindi. Tölvan er greinilega orðin að tæki til daglegra nota." Sívaxandi samkeppni Árið 1968 veittu fjórar tegundir miðla bókinni samkeppni um athygli fólks, ein útvarpsstöð, sex dagblöð, fáein kvikmyndahús og ein sjón- varpsstöð, sem hóf reyndar ekki út- sendingar á Akureyri fyrr en eftir að könnunin var gerð, eða í des- ember 1968. Árið 1979 hafði eitt dagblað bæst í hópinn, auk þess sem hljómsnældur voru orðnar útbreidd- • ar. Árið 1985 voru útvarpsstöðvarn- ar orðnar tvær og myndbandstæki til á mörgum heimilum, dagblöðun- uin hafði aftur á móti fækkað um eitt. Sex árum síðar höfðu nokkrar útvarpsstöðvar bæst í hópinn, önnur sjónvarpsstöð, Stöð 2, var tekin til starfa og myndbandstæki til á flest- um heimilum, auk þess sem dagblöð: unum hafði á ný fjölgað um eitt. I ár eru útvarpsstöðvarnar níu talsins, innlendar sjónyarpsstöðvar fjórar, þar með talin Ómega, en að auki hefur fólk aðgang að fjölmörgum erlendum sjónvarpsstöðvum, mynd- bönd, kvikmyndahús og hljómsnæld- ur njóta sem fyrr mikillar hylli og síðast en ekki síst hefur tölvueign færst stórlega í aukana. Þessi aukna samkeppni sem bókin hefur staðið frammi fyrir hlýtur, að áliti Þorbjörns, að skýra að verulegu leyti hvers vegna bóklestur ung- menna hefur dregist saman í þremur síðustu könnunum og fljótt á litið sé ekki ástæða til að ætla annað en að þessi þróun muni halda áfram hægt og sígandi. Að vísu segir hann að könnunin hafí leitt í ljós að yngsti hópurinn, 10-11 ára börn, lesi meira í dag en þau gerðu 1991 sem sé að iíkindum afleiðing lestrarátaks sem staðið hafi yfir í skólum landsins í vetur. „Þetta eru vissulega góð tíðindi fyr- ir þá sem eru bjartsýnir fyrir hönd bókarinnar en helsta áhyggjuefnið hlýtur hins vegar að vera hversu ört þeim sem aldrei líta í bók fjölgar." En hversu alvarleg er þessi þróun? „Mér er að sjálfsögðu annt um bók- ina - og lesturinn," segir Þorbjörn, „og eflaust verða menn fjálgir að ræða um þessa „ískyggilegu þróun“. Engu að síður megum við íslending- ar ekki gleyma því að menningararf- ur okkar er sprottinn úr munnlegri geymd og að ekki er langt síðan aðaláhyggjuefni okkar var hversu mikið var lesið.“ ... svo að börnin villist ekki þar af „Við eigum ýmsar heimildir, allt fram á 18. öld, þar sem amast er við lestri og ætla má að það hafí verið viðhorf hinna ríkjandi afla á íslandi á þeim tíma,“ heldur prófess- orinn áfram og vitnar í bók Her- manns Pálssonar, Sagnaskemmtun íslendinga, frá 1962. Er þar greint frá tilskipun sem Danakonungur gaf út skömmu fyrir miðja 18. öld til að stuðla að bættu siðferði íslend- inga. Þar segir: „Presturinn skal það alvarlegasta áminna heimilisfólkið að vakta sig fyrir ónytsamlegum sögum og ólíklegum ævintýrum, sem í landinu hafa verið brúkanlegar, og öngvanlega líða, að þær séu lesnar eða kveðnar í þeirra húsum, svo að börnin og þeirra uppvaxandi villist ekki þar af.“ „Maðurinn hefur verið á kreiki í tugi þúsunda ára,“ segir Þorbjörn, „en hefur einungis verið með til- burði við að skrásetja minningar sín- ar í nokkur þúsund ár. Ef við líkjum mannkynssögunni við sólarhring eru það einungis nokkrar mínútur. Sem dæmi má nefna að Forn-Grikkir, sem við Vesturlandabúar sækjum svo mikið til, kynntust ekki ritmálinu fyrr en á áttundu eða sjöundu öld fyrir Krist. Sókrates mun til að mynda ekki hafa skrifað stafkrók, þótt hann hafi að hluta til stuðst við ritaðar heimildir, enda mun hann hafa verið þeirrar skoðunar að því meira sem menn treystu á hið ritaða orð, því minna treystu þeir á minni sitt.“ Vitnar Þorbjörn í frásögn Sókrat- esar, skráða af Platóni, af orðaskipt- um guðsins Þóts og egypska kón- ungsins Þamusar, þar sem lestur var til umræðu. Gefum Þót orðið: „Það sem þú hefur uppgötvað [lesturinn] er uppskrift að áminningu en ekki minni. Þú færir því ekki lærisveinum þínum sanna visku, heldur einungis sýndarvisku." Svo mörg voru þau orð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.