Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 19 VIÐSKIPTI m ÍSTEX ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F. Úr ársskýrslu 1996 Rekstrarreikningur 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 381,3 348,6 +9,4% Rekstrargjöld 365,1 333,0 +9,6% Hagnaður f. fjárm.tekjur og (fjármagnsgj.) 16,2 15,6 +3,9% Fjármagnsgjöld (14,4) (14,6) Hagnaður fyrir skatta 1,8 1,0 h80,0% Hagnaður ársins 0,5 19,1 -97,4% Efnahagsreikningur 3t.des. 1996 1995 Breyt. I Eionir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 163,1 195,4 -16,5% Fastafjármunir 114,4 114,1 +0,3% Eignir samtals 277,5 309,5 -10,3% kskufffir, °a .w&Miá Skammtímaskuldir 125,1 152,7 -18,1% Langtímaskuldir 78,6 84,9 -7,4% Eigiðfé 73,8 71,9 +2,6% Skuldir og eigið fé samtals 277,5 309,5 -10,3% Kennitölur 1996 Eiginfjárhlutfall 27% Veltufjárhlutfall 1,3 Fundur um græna endurskoðun í dag Verkfæri tíl að leggja mat á umh verfisáhrif Afkoma Istex hf. íjámum ífyrra HAGNAÐUR af rekstri íslensks textíliðnaðar hf., ístex, nam tæp- lega 500 þúsund kr. á síðasta ári en nam rúmum 19 milljónum króna árið 1995. Hagnaður af rekstri félagsins er mjög svipaður á milli ára en hagnaður ársins 1995 er m.a. tilkominn vegna 8 milljóna króna hagnaði af sölu vélar, 5 milljón króna afslætti Fram- kvæmdasjóðs og tæplega 5,5 millj- ón króna yfirfæranlegs taps. í skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra á aðalfundi félags- ins, sem haldinn var sl. föstudag, kemur fram að innanlandssala dróst saman um 8% og vegna þess samdráttar sé afkoman lakari en gert var ráð fyrir. Rekstrartekjur félagsins námu 381,3 milljónum króna árið 1996 sem er 9% aukn- ing milli ára. Útflutningur jókst um 31% og er sú söluaukning tilkomin vegna aukins útflutnings á gólfteppa- bandi, en nokkur samdráttur varð á sölu handprjónabands og iðn- aðarbands til innlendra fatafram- leiðenda. Vægi afurða sem gefa minni framlegð jókst á árinu og hafði það neikvæð áhrif á afkom- una, að því er segir í skýrslu stjórnar. Rekstrargjöldin námu 365,1 milljón króna á síðasta ári en námu 333 milljónum króna árið 1995. 400 milljón króna tekjur í ár í áætlun ársins 1997 er gert ráð fyrir 404,8 milljón króna tekjum, þar af 211,3 milljónir vegna út- flutnings og 193,5 milljónir króna vegna sölu innanlands. Hagnaður fyrir skatta er áætlaður 8 milljónir króna. Á aðalfundinum var stjórn fé- lagsins endurkjörin en hana skipa: Þórarinn Þorvaldsson formaður, Arnór Karlsson, Guðmundur Búa- son, Jón Haraldsson og Guðjón Kristinsson. Hlutafé félagsins er 59.340 milljónir króna. Eigin hlutabréf félagsins í árslok 1996 námu 28.230 milljónum króna og eru þau færð til lækkunar á hlutafé. Hluthafar í ístex eru 1.923 tals- ins og eiga 6 hluthafar meira en 5% hver: Sven Straume 20,6%, Landssamtök sauðfjárbænda 15,5%, Guðjón Kristinsson 6,3%, Jón Haraldsson 6,3%, Jóhann Tr. Sigurðsson 6,3% og Viktor Guð- björnsson 6,3%. FÉLAG löggiltra endurskoðenda heldur ráðstefnu um umhverfisend- urskoðun undir yfirskriftinni: Hvers virði er græn endurskoðun? í dag miðvikudag. Tilgangur ráðstefn- unnar er að vekja athygli á vax- andi kröfum sem gerðar eru til fyr- irtækja og stofnana í umhverfis- og mengunarmálum. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel í Reykjavík klukkan 12-17 og er öllum opin. Tveir sérfræðingar starfandi í Danmörku, Henning K. Nielsen, löggiltur endurskoðandi hjá BDO Scanrevision, og Páll M. Ríkharðs- son, umhverfisráðgjafi hjá Price Waterhouse, flytja erindi á ráð- stefnunni. Niels fjailar um ný dönsk lög um græna endurskoðun og hvernig þeim er framfylgt. Páll Ríkharðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að græn endur- skoðun eða umhverfísendurskoðun væri annars vegar verkfæri sem fyrirtækin notuðu til þess að meta þau umhverfisáhrif sem framleiðsla þeirra hefði og spyija sig hvort þeir væru gera hlutina rétt varð- andi það að minnka þessi umhverf- isáhrif. Hins vegar væri þetta að- ferðafræði til að fara yfír og meta umhverfísskýrslur og umhverfis- upplýsingar frá fyrirtækjum, sem þau væru farin að gefa út í auknum mæli, en um væri að ræða sérstak- ar umhverfisskýrslur sem væru sambærilegar við ársreikninga fyr- irtækja en sneru einungis að um- hverfísáhrifum fyrirtækisins. Páll sagði að á síðasta ári hefðu verið samþykkt lög í Danmörku sem hefðu skyldað um tvö þúsund fram- leiðslufyrirtæki í Danmörku til þess að gefa út umhverfísskýrslu. Þar ætti koma fram hvað þau hefðu notað mikið af hráefnum, orku, og vatni og hvaða mengun starfsemin hefði valdið á árinu. Þetta væri nokkurs konar umhverfísreiknings- skil með svipðum hætti og ársreikn- ingar fyrirtækja. Meðal annarra ræðumanna eru Rannveig Rist, forstjóri ÍSALs, og Þórhallur Jónasson, gæðatjóri SR- mjöls, sem fjalla um umhverfís- stefnu sinna fyrirtækja. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri um- hverfísráðuneytis, kynnir þær kröf- ur sem stjórnvöld gera til fyrir- tækja varðandi umhverfísvernd og Garðar Ingvarsson, framkvæmda- stjóri markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar, heldur erindi undir yfírskriftinni: Græn endurskoðun er viðvarandi verkefni. Ráðstefnustjóri er Tryggvi Jónsson, löggiltur endur- skoðandi og formaður FLE. Omega Farma hf, Úr reikmngum ársins 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 212,7 161,2 +31,9% Rekstrarqjöld 167.3 108.7 +53.9% Rekstrarhagnaður án fjármunaliða 45,4 52,5 -13,5% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (1,7) (2,8) -37,7% Hagnaður fyrir skatta 43,7 49,7 -12.1% Hagnaður ársins 29,9 32,9 -9,1% Efnahagsreikningur 31. des.: 1996 1995 Breyting I Eígnir: | Milliónir króna Veltufjármunir 111,8 73,1 +52,9% Fastafjármunir 129,6 128,8 +0,6% Eignir samtals 241,4 201,9 +19,6% | Skuldir og eigiO lé: \ Skammtímaskuldir 58,6 41,3 +41,9% Langtímaskuldir 58,5 65,1 -10,0% Eigið fé 124,3 95,5 +30.2% ^Jkuldir og eigið fé samtals ^ 241,4 201,9 +19,6% Þriðjungs veltu- aukninghjá Omega VELTA lyfjafyrirtækisins Omega Farma jókst um tæpan þriðjung á síðasta ári, úr 161,2 milljónum króna árið 1995 í 212,7 milljónir í fyrra. Hagnaður ársins 1996 nam 29,9 milljónum króna á síðasta ári en nam 32,9 milljónum árið 1995. Að sögn Friðriks Steins Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra Omega Farma, skýrist minni hagn- aður á síðasta ári þrátt fyrir aukna veltu aðallega af aukinni samkeppni við innflutt samheitalyf. „Þessi aukni innflutningur hefur leitt til meiri samkeppni erlendis frá við innlenda lyfjaframleiðslu og lækkað lyfjaverð. Eins hefur kostnaður við öflun markaðsleyfa á eigin lyfjum aukist á milli ára. Um 85% af veltu Omega Farma koma frá eigin fram- leiðslu á lyfjum og vítamínum. Um 14% af veltunni eru vegna innflutn- ings á lyfjum en við flytjum inn lyf frá íjórum lyfjafyrirtækjum." Starfsmenn Omega Farma voru 20 talsins á síðasta ári, þar af störf- uðu 10 lyfjafræðingar hjá fyrirtæk- inu. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 14. mars sl., voru Stan- ley Pálsson, formaður, Jón Árni Ágústsson, Bergþór Konráðsson og Birkir Árnason kosnir í stjórn. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 10% arð á árinu 1997 en hluthafar í Omega Farma voru 63 um síðustu áramót og heildarhluta- féð var 45 milljónir króna. Nýjar leiðir til að lækka kostnað í viðskiptaferðum erlendis Síðdegisfundur á Hótel Sögu, þingstofu A, miðvikudaginn 23. apríl 1997 kl. 16.30. B u s i n e s s.— UCbss Þú vinnur tima. og sparar peninga • Kynntar niðurstöður úr skýrslu Hagvangs um kostnað í viðskiptaferðalögum erlendis • Hvernig er réttast og eðlilegast að meta einstaka kostnaðarþætti • Leiðirtil að lækka þennan kostnað • Ný vinnubrögð varðandi viðskiptaferðalög Frummælendur: Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf. Huld Magnúsdóttir, aðstoðarmaðurforstjóra og gæðastjóri hjá Össuri hf. Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður. Fulltrúar Flugleiða svara fyrirspurnum. Óformlegar umræður. Aðgangur er ókeypis. Fræðslunefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.