Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 20

Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 127 ár liðin frá fæðingu Vladímírs Leníns Sanntrúaðir sýndu leiðtoganum virðingu Moskvu. Reuter. Þrýst á repúblik- ana vegna efnavopna Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær nokkuð vongóður um að öldungadeild þingsins samþykkti efnavopnasáttmálann. Hefur hann að undanförnu beitt repúblikana á Bandaríkjaþingi miklum þrýstingi um að láta af andstöðu við efna- vopnasáttmálann. Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeild- inni, sagði í fyrradag, að sækja bæri repúblikana til ábyrgðar yrði sáttmálinn um að banna efnavopn ekki samþykktur í þessari viku. 67 atkvæði þarf í öldungadeild- inni, eða tvo þriðju hluta, til að sátt- málinn verði staðfestur, en ekki þarf að greiða atkvæði um hann í full- trúadeildinni. 100 sæti eru í öld- ungadeildinni og sitja demókratar í 45 en repúblikanar í 55. Búist er við að allir öldungadeildarþingmenn demókrata greiði atkvæði með sátt- málanum, en ekki er vitað hvað margir repúblikanar hyggjast styðja hann. 22 atkvæði þarf úr röðum repúblikana til að hann verði stað- festur. Jesse Helms, formaður utanríkis- málanefndar Bandaríkjaþings, og fleiri íhaldssamir repúblikanar eru andvígir sáttmálanum. Sáttmálinn var gerður í forsetatíð repúblikananna Ronalds Reagans og Georges Bush. Hann var undirritað- ur árið 1993 og hefur verið staðfest- ur í rúmlega 70 ríkjum. íslendingar eru hins vegar ásamt Bandaríkja- mönnum og Rússum í þeim hópi, sem ekki hefur fullgilt hann. Umræður á Bandaríkjaþingi um sáttmálann eiga að hefjast í dag. Áður en gengið verður til atkvæða um hann á morgun, fímmtudag, verða fimm viðbótartillögur teknar til umfjöllunar. Því hefur verið hald- ið fram að verði þær samþykktar muni Bandaríkjamenn sjálfkrafa verða útilokaðir frá þátttöku í sátt- málanum hvort sem hann verður samþykktur eða ekki. NOKKRAR þúsundir manna gengu framhjá smurðum líkama Vladímírs Leníns í gær en þá átti hann af- mæli. Eru 127 ár liðin frá fæðingu hans. Margir virtust þó aðallega vera komnir til að herma upp á kommúnista loforð um næstum ókeypis íbúð í Moskvu. Sanntrúaðir kommúnistar, aðal- lega aldrað fólk með rauða rós í barmi, fóru með gömlu sovétslag- orðin þegar þeir komu að líki Len- íns: „Eg er kominn til að sýna hin- um mikia leiðtoga kommúnista- flokksins, Vladímír Lenín, virðingu á afmælisdegi hans,“ sagði Igor Fjodorov, atvinnulaus verkamaður, en aðrir höfðu meiri áhuga á komm- únískum samtökum, sem lofa stuðn- ingsmönnum sínum íbúð í Moskvu fyrir aðeins eina milljón rúblna eða tæpar 10.000 ísl. kr. Beið fólkið í langri röð eftir að fá nafnið sitt skráð en það þurfti einnig að hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum í gær vegna afmælis Leníns. „Við erum að reyna að koma á kerfi í anda kommúnismans," sagði Kíma Gúrskaja, sem vann við skrán- inguna, og fullyrti, að nú þegar hefði 370 manns verið útveguð íbúð. Ekki vildi hún kannast við, að um væri að ræða einhvers konar píramítafyr- irtæki eins og þau, sem hafa tröllrið- ið Austur-Evrópu eftir hrun komm- únismans. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnistaflokksins, lagði bióm- vönd að grafhýsi Leníns við hátíð- arhöldin í gær en nokkru áður höfðu nokkrir unglingar reynt árangurs- laust að grýta í hann tómötum. Blóm voru einnig lögð að gröfum annarra sovétleiðtoga. Leiði Stalíns flóði til dæmis í rauðum rósum en á gröf Brezhnevs voru aðeins nokkrar plastrósir. Allir voru á einu máli um, að ekki kæmi til greina að grafa Lenín eins og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur lagt til en það er ekki lengur ríkið, sem stendur undir kostnaði við að halda við smyrlingnum, heldur ftjáls framlög. Sumir andkommún- istar vilja líka, að Lenín verði hafður áfram í grafhýsinu sem víti til varn- aðar komandi kynslóðum. Eins og nýlátinn Júrí Denísov-Níkolskí vill líka, að Lenín fái að vera kyrr en hann hefur lengst af séð um að halda við líkinu og náð undraverðri tækni á því sviði. „Ef tekið væri sýni af húð Leníns og sett undir smásjá, myndi sérfræð- ingur eiga erfitt með að greina á milli þess og sýnis af manni, sem væri nýlátinn," segir Denísov- Níkolskí. Reuter GAMALL kommúnisti með mynd af Lenín fyrir framan grafhýsið á Rauða torginu. Meirihluti sænskra kjós- enda hlynntur EMU-aðild MEIRIHLUTI Svía er hlynntur aðild lands síns að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU), sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar, sem sænska blaðið Expressen birti á mánudag. Hins vegar er talið ólíklegt að ríkisstjórn Görans Pers- son ákveði að stefna á stofnaðild að bandalaginu strax árið 1999, þótt sænski seðlabankinn þrýsti nú á um slíka ákvörðun. í könnun Expressen sögðust 26% hlynnt EMU-aðild strax árið 1999 EFTA opnar heimasíðu EFTA, Fríverzlunarsamtök Evrópu, opnuðu í gær heima- síðu á alnetinu. Slóðin er http://www.efta.int og veitir síðan aðgang að heimasíðum þriggja helztu stofnana EFTA, þ.e. aðalskrifstofunnar, dóm- stólsins og eftirlitsstofnunar- innar. Mikið af upplýsingum er nú þegar að fínna á síðum stofn- anna og í framtíðinni er stefnt að því að lagatextar, sem tengjast EES-samningnum, bætist við. og 26% sögðust hlynnt aðild, en ekki strax við stofnun EMU. And- stæðingar EMU-aðildar eru 37%. Úrtak könnunarinnar var 1.000 manns. Monica Björklund, stjórnmála- skýrandi Svenska Dagbladet, segir að þessar tölur komi á óvart, enda hafi meirihluti Svía hingað til verið andvígur EMU-aðild. Hins vegar sé til í dæminu að almenningur hafi nú áttað sig á því að EMU muni verða að raunveruleika og óttist áhrif þess fyrir Svía að standa utan myntbandalagsins. Seðlabankinn vill stofnaðild Seðlabanki Svíþjóðar þrýstir nú í auknum mæli á ríkisstjórn Görans Persson að stefna á stofnaðild að EMU, samkvæmt fréttum sænskra blaða. Bankinn mótmælti á sínum tíma þeirri niðurstöðu Calmfors- nefndarinnar að Svíþjóð ætti að bíða með aðild að myntbandalaginu. Að mati seðiabankans er ljóst að evróið verður notað í Svíþjóð, hvað sem stjórnmálamennimir segja. Fyrir- tæki munu sækjast eftir að taka lán í evró og heimilin einnig, þegar fram líða stundir. Þá kann sparnaður Svía að leita yfir í evró. Bankinn telur því að fjármálageirinn og efnahags- lífið í heild muni líða fyrir seinkun á aðild. Stefan Ingves, aðstoðarseðla- bankastjóri, sagði í erindi í síðustu viku að ef Svíþjóð yrði með í EMU frá upphafi mætti forðast ónauðsyn- iegar og dýrar lausnir, bæði fyrir fyrirtækin og samfélagið. Búizt við að aðild seinki Göran Persson, sem var hlynntur EMU sem fjármálaráðherra, hefur ekki viljað taka af skarið varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar eftir að hann varð forsætisráðherra. Hann hefur lofað að segja hug sinn í næsta mánuði og búast margir við að hann muni nota frídag verkalýðsins til að gefa yfirlýsingu. Flestir búast við að hann muni lýsa því yfir að beðið verði með aðild að EMU í nokkur ár. Stjórnmálaskýrendur telja að Persson hafi ekki tekizt að sannfæra nægilega stóran hluta Jafnað- armannaflokksins um ágæti EMU- aðildar og jafnframt hafi hann áhyggjur af afstöðu Miðflokksins, sem hefur veitt stjórninni stuðning í ýmsum mikilvægum málum. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sagði formaður Miðflokksins, Olof Johansson, á fundi á mánudag að ef stjórn Jafnaðarmannaflokksins reyndi að koma Svíþjóð inn í EMU, myndi flokkur hans hætta stuðningi við hana. Jafnaðarmenn þyrftu þó ekki á stuðningi Miðflokksins að haida til að taka ákvörðun um EMU- aðild, þar sem næststærsti flokkur- inn á þingi, Hægriflokkurinn, styður inngöngu í EMU eindregið. Þýzkaland og skilyrði fyrir EMU-aðild Frekara aðhalds þörf í ríkisfjármálum Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA ríkisstjórnin vísar á bug fréttum ijölmiðla í Þýzkalandi og víðar um að allt stefni í að fjárlaga- hallinn á árinu verði meiri en svo að landið geti orðið stofnríki Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Hins vegar viðurkenna embættismenn að enn frekara að- halds í ríkisfjármálum sé þörf til að tryggja EMU-aðild Þýzkalands. Þýzka blaðið Welt am Sonntag greindi frá því um helgina að hall- inn á rekstri ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins væri 40 milljarðar marka, en hallinn á öllu árinu má ekki vera meiri en 53,4 milljarðar samkvæmt fjárlögunum. Talsmað- ur íjármálaráðuneytisins segir hins vegar að ekki sé þar með sagt að sama hallarekstri verði viðhaldið allt árið. Meðal annars er bent á að skatttekjur hafi skilað sér illa framan af árinu. Nýjar lántökur ríkissjóðs eru taldar spá betur fyrir um fjárlaga- hallann og voru þær 14,3 milljarðar marka á fyrsta ársfjórðungi. Markmiðið um 2,9% halla í hættu Markmið þýzku stjórnarinnar er að fjárlagahallinn verði 2,9% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Hins vegar hafa fréttir um óvenju- mikið atvinnuleysi og minni hag- vöxt en vænzt var valdið óvissu um að takist að halda við þetta mark- mið. í Maastricht-sáttmálanum er miðað við að fjárlagahalli í aðildar- ríkjum EMU sé innan við 3% af VLF, en frá því eru þó vissar undan- tekningar. Að sögn brezka blaðsins Obser- ver er búizt við að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins birti á næstunni spá, sem geri ráð fyrir nákvæmlega 3% fjárlagahalla í Þýzkalandi á árinu. Handelsblatt í Þýzkalandi greinir hins vegar frá því að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafi endurskoðað spá sína um 2,4% hagvöxt í þýzku efna- hagslífi og telji nú 2,2% nær lagi. Lítill vafi leikur á að frekari nið- urskurður ríkisútgjalda verður nauðsynlegur í Þýzkalandi á þessu ári. Innan Kristilegra demókrata, flokks Kohls kanzlara, er rætt um að með því að lækka bætur al- mannatrygginga um 1,6% megi spara 20 milljarða marka. Stjórnar- andstaðan kann þó að standa í vegi fyrir slíkum aðgerðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.