Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason HÓLMARAR eru þegar farnir að njóta heita vatnsins. Þrátt fyrir frumstæðar aðstæður er stöðug- ur straumur fólks sem kemur til að baða sig í heitu pottunum. Stykkishólmi - í haust fannst mikið magn af 80 gráðu heitu vatni í landi Hofs- staða í Helgafellssveit. Nú er verið að dæla upp úr borhol- unni til að kanna betur efna- innihald vatnsins og í fram- haldi af þeirri niðurstöðu verður ákveðið hvort hag- kvæmt reynist að virkja heita vatnið og stofna hita- Hólmarar njóta heita vatnsins veitu fyrir Stykkishólm. Margir hafa rennt hýru auga til vatnsins sem upp úr borholunni kemur. Það var því fyrir nokkrum dögum að bræðurnir Heimir og Gestur Kristinssynir komu upp að- stöðu til að baða sig í heita vatninu upp við borholu. Þeir fengu leyfi til að fara inn á lögnina frá dælunni sem dælir upp úr borholunni. Fenginn var að láni gámur og inn í hann sett 6 fiskikör sem í rennur heitt vatn. Vatnið er um 80 gráðu heitt og er kælt niður með því að renna í gegn- um gamla pottofna á ieiðinni í körin. Vatnið sem þarna kemur virðist vera mjög heilsusamlegt og hafa góð áhrif á sjúklinga sem þjáðir eru af exemi og psoriasis og virðist vatnið ekki hafa síðri áhrif en vatnið í Bláa lóninu. Mikil ásókn hefur verið hjá Hólmurum í heitu pottana og er algengt þessa dagana að um 50 manns komi þangað til að baða sig í heita vatninu. Nú sést hér hálfnakið fólk undir stýri á leið út úr bænum og eflaust bregður ökumönn- um við slíka sjón o g vita ekki hvað um er að vera hér vestur í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir LEIKFIMIHÓPURINN ásamt kennaranum, Matta Ösvald. Chi Kung- námskeið á Þórshöfn Þórshöfn - Vorhugur er nú í konum á Þórshöfn og nágrenni og tími til kominn að koma lík- ama og sál í gott form og jafn- vægi eftir vetrarslenið. Með það fyrir augum gekkst kvennadeild slysavarnafélagsis hér á Þórs- höfn fyrir því að fá hingað á staðinn Matta Osvald til þess að kenna kínverska leikfimi. Leikfimin sem Matti kennir byggist á kínverskum lífsorku- æfingum, öndun, hreyfingu og einbeitingu. Hann er lærður í kínversku meðferðarnuddi svo og almennu nuddi og rekur nuddstofu í Kópavogi jafnframt því að kenna þessa kínversku leikfimi. Það er mikilvægt að hugur og líkami starfi saman í jafnvægi og leikfimin stuðlar m.a. að því. Þátttaka var mjög góð á nám- skeiðinu og aldurshópurinn breiður. Nemendur voru ánægðir og hyggjast halda hóp- inn og iðka leikfimina reglu- lega. Koma Matta Osvald hing- að er af hinu góða því það er mikilvægt að fá ýmsa þjónustu út á land sem einkum hefur verið bundin við höfuðborgar- svæðið. TEKKNESKU SANDALARNIR KOMNIRAFTUR Mjúkir og þægilegir í svörtu og brúnu leðri Vorum að taka upp fyrstu sendingu sumarsins af þessum vinsælu sandölum í stærðum 40-46. Verð 3.969- SENDUM UM ALLT LAND Opið virka daga frá 8-18 og laugardaga frá 10-14. Grandagarði 2, Reykjavík, sími 552-8855, grænt númer 800-6288. Morgunblaðið/Sig. Jóns. GRJÓTKARLINN situr þolinmóður við veginn með sitt ljósa hár. Þolinmóður grjótkarl við vegmn Selfossi - Við veginn um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, má sjá gijótkarl sitja þolinmóðan. Hann tekur breytingum eftir árstíð- um, er ljóshærður haust og vor en að vonum hvíthærður á vetrum. Á sumrin grænkar á honum kollurinn eins og vera ber, enda setjast fugl- ar gjaman á koll honum og skilja þá eftir sig áburð. Eldhrauni Karlinn er greinilegur þegar ekið er úr vestri í áttina að Klaustri. Hann tekur breytingum eftir því sem sjónarhornið breytist og bif- reiðin nálgast. Vegagerðarmenn hafa hlíft þess- um steini enda gaman fyrir vegfar- endur að virða hann fyrir sér og spá í hann svona um leið og ekið er hjá. Stökktu til Benidorm 6. maí í 15 daga ttxr 29.932 l SlðustU Heimsfeðrir bjóða nú einstakt | sœtin tilboð þann 6. maí til Benidorm. V~' 1 Þú tryggir þér sæti í sólina og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita á hvaða hóteli þú gistir. A Benidorm er yndislegt veður í maí og þú nýtur rómaðrar þjónustu farastjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.932 Verð kr. 39.960 M.v. hjón mcð 2 börn í íbúð, 6. maí, 15 M.v. 2 í íbúð, 15 nætur, 6. maí. nætur, flug, gisting, fcrðir til og frá flugvelli. Austurstræti 17,2. hæö • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.