Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 27 LISTIR * Ur hryggðardjúpi hátt til þín TÖNLIST Kópavogskirkja ORGELTÓNLEIKAR Verk eftir Mendelssohn, Jón Þórar- insson, J.S. Bach og Reger. Marteinn H. Friðriksson, orgel. Kópavogs- kirkju, sunnudaginn 20. apríl kl. 21. MARTEINN H. Friðriksson, sem haldið getur upp á 20 ára starf sem dómkantor á næsta ári, hélt á sunnudaginn var orgeltónleika í einni stílhreinustu kirkju lýðveldis- ins, Kópavogskirkju, á efsta punkti Digraness. Þótt hún sé ótvírætt augnayndi, er það nokkur annmarki Kópavogs- kirkju, hversu eftirhljómur er lítill - hvort sem veldur samhverft bygg- ingarlag eða teppalögn, nema hvort tveggja komi til. Þetta hlýtur að draga úr áhrifamætti dramatískari orgelverka, en á móti kemur, að hver tónn (og þar með einnig hver smáarða) skilar sér með virktum, þannig að húsið hlýtur að teljast „kröfuhart" í fleira en einum skiln- ingi. Kostir hins nýja 32 radda org- els frá Bruhn og sön kváðu að vísu umdeildir, en með því að undirr. er ekki sérfróður um þá sálma, skal látið nægja að segja, að af áheyr- endapalli í eystri væng hljómaði hljóðfærið oftast mjög faliega í smekkvísu raddavali orgelleikarans, þó að meira lifandi akústík hefði sem sagt komið í góðar þarfir, einkum í rismestu verkunum. Dagskráin var fjölbreytt, vönduð og skemmtiieg, og hóf flytjandinn tónleikana með stuttum en greinar- góðum kynningum. Fyrst var Sónata nr. III í A-dúr eftir Felix Mend- elssohn, sem kunnari er af hljóm- sveitarverkum sínum og jafnvel píanóstykkjum en af orgeltónsmíð- um enda naut konungur hljóðfæra ekki sömu athygli vínarklassískra og snemmrómantískra tónskálda og barokkhöfunda. Því má þó ekki gleyma að Mendelssohn var ein megindriffjöðurin í endurvakningu Bachs með frægri uppfærslu á Matt- heusarpassíunni 1829, enda leyndu áhrifin sér ekki í tignarlegum fúguk- öflum sónötunnar, og sömuleiðis í öðru verki Mendelssohns; orgelfor- leiknum Aus tiefer Not (Ur hryggð- ardjúpi hátt til þín), sem sló á ljúf- ari strengi í anda píanóbálksins Ljóða án orða; hvort tveggja leikið af næmri tilfínningu fyrir barokk- rómantískum bræðingsstíl tón- skáldsins. Hið spræka æskuverk Jóns Þór- arinssonar, Orgelmúsík (Prelúdía, koral & fúga), samið þegar höfundur var nýkominn heim úr námi hjá Hin- demith, er hugsanlega með því fram- sæknasta sem hann hefur skrifað, en hefur, andstætt örlögum margra módernískra æskuverka, elzt vel, enda bæði fijó og öguð tónsmíð. Iðandi andríki prelúdíunnar kom vel fram í leik Marteins, hinn önugt- angurværi kórall fjaraði út á áhrifa- miklu dímínúendói, og stríðnislega ferhyrnd cantus firmus fúgan lék einnig í höndum flytjandans þrátt fyrir fjölda fingurbrjóta í nótunum og lauk fortissimo með rismiklum hómófónískum coda. Svanasöngur J.S. Bachs, Vor deinen Thron tret’ ich hiermit (Að stóli þínum stefni’ ég för), sagður saminn á banalegunni, var hjart- næmur í einföldum innileika sínum, ekki sízt fyrir fallega, tregablendna registrun. Þarnæst lék Marteinn eitt af frægustu orgelverkum Tómasar- kantorsins, Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr (BWV 564), í Grove talið frá Weimarárunum (1712—17), þó að vel gæti verið yngra stílsins vegna, enda (skv. kynningu Marteins) að líkindum skrifað til vígslu orgels úr snilldarsmiðju Gottfrieds Silber- mann. Dramatísku allsheijarþagn- irnar í fyrsta hluta tokkötunnar - greinilega hugsaðar fyrir ómmikla kirkju - guldu óhjákvæmilega að- stæðna, en skemmtilegar „berg- máls“-registursskiptingar fiytjand- ans komu að nokkru í staðinn, þó að fótspilseinræðan hefði mátt vera þyngri á brún, jafnvel í þurri akú- stík sem þessari. Hin sérkennilega, allt að því skondna, vox humana-tungurödd Bruun orgelsins (eða var hún kannski að færast úr stillingu?) setti mikinn svip á syngjandi Adagioþátt- inn, og eftir glæsilegar risahljómsúl- ur tengikaflans (Grave) tók við lok- afúgan. Stefið sver sig í ætt við svokallaðar „dansfúgur" norður- þýzka orgelskólans, enda varla of- sagt að höfuðskepnur og himintungl sameinist þar í tröllaukinni kos- mískri gleðisveiflu. Fúgan var ágæt- lega leikin, burtséð frá fulldjörfu hraðavali, sem hélzt ekki til lengdar og hlaut að vita á dijúgan skammt af geigskotum þegar mest á gekk. Lokaatriði dagskrár var Inngang- ur og Passacaglia í d-moll eftir kontrapunktsnillinginn Max Reger. Þéttriðið krómatískt tóntak hans birtist þegar í stormasama inngang- inum, og passacaglíutilbrigðin á sí- endurteknu þrábassastefí voru eitt langt crescendó frá hvíslandi upp- hafi til grenjandi niðurlags sem leitt gátu hugann að seiðmagni Boléros eftir Ravel, þótt um gjörólíkan stíl væri að ræða. Verkið var feikivel leikið, og bar túlkunin vott um fimi, skap og skilning. Ríkarður Ö. Pálsson Tónleikar á Hvammstanga MICAEL Jón Clark baritónsöngvari heldur tónleika á vegum Tónlistarfé- lags V-Hún. í félagsheimilinu á Hvammstanga 23. apríl kl. 21. Micael Jón hefur starfað á Akur- eyri um 25 ára skeið sem fiðlu- og söngkennari, kór- og hljómsveitar- stjóri. Hann hefur sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit íslands og hjá mörgum kórum og nú síðast ein- söngvari í uppfærslu Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands á Carmína Bur- ana. Undirleikari á píanó er Richard Simm. ------------- Tónleikar í Fríkirkjunni SÖNGHÓPUR Móður jarðar syngur í Fríkirkjunni í Reykjavík á sumar- daginn fyrsta og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Sérstakir gestir tónleik- anna verða Emil og Anna Sigga söngflokkurinn. Stjórnandi er Esther Helga Guðmundsdóttir, píanóundir- leik annast Sigrún Grendal, Stína Bongó leikur á ásláttarhljóðfæri og einsöng annast Anna Sigríður Helgadóttir. -----......... Tónleikar í Bústaðakirkju DANSKA hljómsveitin Bazaar held- ur tónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Orð í eyra BLINDRABÓKASAFN íslands heldur upp á dag bókarinnar með því að almenningi verður boðið að kaupa úrval af hljóð- bókum þess. Hér er um að ræða tilraunaverkefni, en ef það gefst vel er stefnt að því að auka umsvifin í hljóðbókasölu á næstu árum. Þar sem takmarkað úrval hljóðbóka hefur verið til á al- mennum markaði hafa ýmsir snúið sér til Blindrabókasafns íslands, m.a. fólk, sem vill hlusta á góðar bókmenntir við vinnu sína og heimilisstörf, langferðabílstjórar, sem vilja hvíla sig á útvarpi og hlusta frekar á bækur á ferðum sínum og starfshópar á vinnustöðum. Öllu þessu fólki hafa starfs- menn orðið að neita vegna þess að hljóðbækurnar hafa fram að þessu einungis verið til útláns fyrir blinda og sjónskerta og aðra, sem ekki geta fært sér prentað letur í nyt. Safnið hefur því sett á laggirnar bókaútgáfu sem nefnist Orð í eyra. Ætlunin er að velja úr safninu hljóðrit- anir á góðum ritverkum og bjóða þær almenningi til sölu. Á þeim 13 árum sem safnið hefur starfað, hafa verið lesnar inn á hljóðbækur margar af helstu bókmenntaperlum ís- lendinga auk þýðinga á heims- bókmenntaverkum. Undirbúningur verkefnisins er nú á lokastigi og hefur verið prentaður fyrsti sölulisti Orðs í eyra. Á honum eru u.þ.b. 35 bækur. Stærð bókanna er frá 2 snældum upp í 9. Bækurnar eru fyrst um sinn aðeins til sölu á Blindrabóka- safninu, en almennings- og skólabókasöfnum verður boðið að fá hljóðbækur sendar í póst- kröfu. Þeir, sem hafa áhuga á að fá sölulistann, kaupa hljóðbækur eða afla sér frekari upplýsinga, geta snúið sér til Orðs í eyra, Blindrabókasafni íslands, Digranesvegi 5 í Kópa- vogi. Mor^unblaðið/Ásdís HLUTI verks llluga Eysteinssonar: Utsendingar Hallgrímskirkjuklukkna í Grafarvogskirkju. Lo'ósmyndir/Illugi HVERFISLISTAVERKIÐ, sem prýðir efri hæð Grafarvogskirkju, hefur illur unn- ið ásamt félögum í æskulýðsfélagi kirkjunnar. Umhverfislistaverk í Grafarvogskirkju SUMARDAGINN fyrsta sýnir listamaðurinn illur umhverfis- listaverk í Grafarvogskirkju. Efri hæð Grafarvogskirkju hefur verið skreytt á mjög nýstárlegan hátt af listamanninum, segir í tilkynn- ingu. Fermingin og unglingurinn innan kirkjunnar eru þau við- fangsefni sem listamaðurinn hef- ur unnið með síðustu þrjá mán- uði. Þetta listaverk mætti kalla hverfislistaverk, því ekki aðeins hafa unglingar úr Æskulýðsfélagi Grafarvogskirkju aðstoðað lista- manninn heldur hafa fjölmörg fyrirtæki lagt hönd á plóginn með velvild sinni og styrkt verkefnið á ýmsa vegu. Verkið verður til sýnis 25., 26. og 27. apríl. frá kl. 12-18, síðan verður verkið framlag Grafar- vogskirkju til Kirkjulistarviku Reykjavíkurprófastsdæma í maí. Opnunin verður fimmtudaginn 24. apríl kl. 17 og mun kirkjukór Grafarvogskirkju syngja nokkur lög. Næstkomandi sunnudagskvöld 27. apríl verða haldnir stórtónleik- ar í aðalkirkjuskipinu og hefjast þeir kl. 20.30. Þar munu koma fram söngvararnir Garðar Cortes, Ingveldur Ýr, Ólöf Kolbrún og Sigurður Skagfjörð. Kvartettinn Út í vorið, Kvennakór Reykjavik- ur, Kór, barna og unglingakór Grafarvogskirkju. Stjórendur eru: Áslaug Bergsteinsdóttir, Hörður Bragason og Margrét Pálmadóttir. Tónlistarfólkið gefur vinnu sína en allur ágóði rennur í orgelsjóð kirkjunnar sem stofnaður til minningar um Sigríði Jónsdóttur, fyrsta organista Grafarvogssafn- aðar. í safnaðarsal á fyrstu hæð kirkj- unnar hefur staðið yfir sýning á verkum eftir listakonuna Kristinu Geirsdóttur. Verður sú sýning í kirkjunni næstu vikurnar. Hreinarnir þagna KVIKMYNPIR Rcgnboginn VEIÐIMENNIRNIR (JÁG- ARNA) ★ ★ ★ Leikstjóri Kjell Sundvall. Handrits- höfundar Sundvall og Björn Carl- ström. Kvikmyndatökustjóri Kjell Ljigeroos. Tónlist Bjöni Jason Lind. Aðalleikendur. Rolf Lassgárd, Hel- ena Bergström, Lehhart Jáhkel, Ro- land Hedlund, Jarmo Mákinen. mín. Svíþjóð. 1996. STOKKHÓLMSLÖGGAN Erik (Rolf Lassgárd) er snúinn aftur til bernskustöðvanna í Norður-Svíþjóð. Harðsnúin barátta við glæpalýð Stokkhólmsborgar og skilnaður við eiginkonu hefur tekið sinn toll. Hann hlakkar því til að starfa í friðsælu fjallahéraðinu. Erik kemst hinsvegar að því að kyrrðin er rétt á yfirborð- inu, hópur manna í bænum stundar veiðiþjófnað á mörkinni þar sem gnótt er af friðaðri bráð - elg og hreindýrum. Lögregluyfirvöld hafa jafnan afgreitt málið með blinda auganu en Erik er ekki á þeim bux- unum, öllum til hrellingar. Þegar svo Leif (Lenhart Jahkel), litli bróðir hans, tengist þjófagenginu og líkin fra að hrannast upp sér Erik að fyrri störf hans í höfuðborginni voru barnaleikur í samanburðinum. Athyglisverð mynd þar sem sjá má hlutverk lögreglumannsins frá tveimur hliðum. í útnáranum eru gamlar hefðir í heiðri haldnar varð- andi veiðiþjófnað, Samarnir fá jú hreinana bætta úr ríkiskassanum og karlpeningurinn í bænum getur fjár- fest í amerískum torfærutröllum. Og allir una glaðir við sitt. En Erik lætur sér ekki segjast þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar og hótanir. Hann er grandvar maður og heiðar- legur sem tekur starf sitt alvarlega. í kjölfarið fylgir sorgarsaga þar sem smákrimmarnir missa alla stjórn á framvindunni. Veiðimennirnir er því ekki ólíkur vestra að uppbyggingu með kunnuglegu ívafi norræns þunglyndisdrama. Sagan er í sjálfu sér nokkuð frumleg og lengst af spennuhlaðin og óvænt en klisjurnar fara að blasa við eftir því sem á líð- ur án þess þó að eyðileggja skemmt- unina neitt að ráði. Tónlist er notuð með góðum árangri, bæði sem krydd og bakgrunnur, þær eru magnaðar senurnar þegar litli bróðir er að þenja raddböndin útí stórbrotinni náttúrunni. Sumar flétturnar eru stormandi góðar, líkt og þáttur ein- feldningsins Ove, aðrar illa unnar, þ. á m. öll kvenhlutverkin og ódýr lausnin á málum þorpsbjálfans undir lokin. Filippeyskri stúlku er verið að flétta inní söguþráðinn til þess eins að sýna fordómana í fámenninu og koma á framfæri nokkrum aulab- röndurum og kynferðislegu ofbeldi í útstillingarkassann. Leikurinn er þéttur og góður þar sem Lenhart Jáhkel fer fremstur. Tæknilega er Veiðimennirnir hnökralaus, en það er fyrst og fremst efnið sem er seið- andi, enda er Hollywood fallin fyrir því. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.