Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ævintýrin gerast enn FYRIR nokkrum árum leiddu húsa- meistarar ekki einu sinni hugann að því hvert stefndi í kjara- og markaðsmálum hjá stéttinni í heild. Kjara- skýrslan sem fram- kvæmd var í fyrra fyrir tilstilli aukanefndar í fagfélagi arkitekta er eitt allra ömurlegasta dæmi um það, hvernig menn geta anað blint áfram og eyðilagt starfsumhverfi sitt með því að láta stjórn- ast af eiginhagsmuna- áráttu, skammsýni og þeirri einfeldni að skeyta engu um sameiginlega stéttarhagsmuni framtíðar. Það keyrði þó um þver- bak þegar sjálf stjórn fagfélags húsameistara reyndi í marga mán- uði að gera sem allra minnst úr skaðanum á starfsumhverfinu, sem kjaraskýrslan gaf þó skýrar upplýsingar um, og stóð saman um að hunsa útkomuna á hinum augsýnilega alvarlega afkomu- vanda margra í stéttinni. En nú, mörgum mánuðum síðar, þegar vandinn hefur verið gerður sýnileg- ur í stærsta dagblaði landsins, er mönnum ljóst að hagsmunaaðilar vildu fyrir alla muni stinga þessum myrku staðreyndum undir stól til þess eins að þær hefðu ekki trufl- andi áhrif á þeirra eigin hags- muni, sem þeim þótti best borgið með ábyrgðarlausri þögninni. Með því móti sannaðist að aðallinn í húsameistarastéttinni, sem aldrei hafði kynnst atvinnuleysi eða af- komu undir fátækramörkum, var algjörlega blindur á það sem var að gerast fyrir utan eigin teikni- borð, og í stað þess að taka mark á stöðugt vaxandi áhyggjum og óánægju meðal venjulegra borgara í stéttinni hæddust tignarmennirn- ir að frumkvæði hinna lágtsettu til að knýja fram breytingar, og beittu öllum brögðum til að kæfa hvers konar mótmæli og ástands- upplýsingar þeim í óhag. Þannig orsak- aðist það að aðallinn átti gríðarlega mikla sök á því, hve seint var brugðist við til varnar: Má segja að gerð hafi verið hallar- bylting með því að upplýsa almenning um ömurlegt kjara- ástand vaxandi íjölda sjálfstæðra húsam- eistara, og þannig gerð tilraun til að steypa aðlinum af stóli. Loksins þá varð yfirstéttin líka að við- urkenna að eitthvað hlyti að vera að hjá lágstéttinni. Þegar þeir fyrmefndu að endingu hófust handa við að kynna sér málið urðu þeir bæði skömmustu- legir og skelfingu lostnir: Það sem Aðallinn í húsameist- arastéttinni, segir Páll Björgvinsson, var al- gjörlega blindur á það sem var að gerast. þeir höfðu talið óþarfa píp og kjaft- æði og millibilsástand sem engar áhyggjur þyrfti að hafa af - reynd- ist vágestur sem ekki sýndi á sér neitt fararsnið og hafði valdið því- líkum skaða meðal húsameistara að afleiðingar þessa í framtíðnni voru ófyrirséðar og strax yrði að grípa til björgunaraðgerða ef það ætti ekki að verða um seinan. Ævintýrið var þá raunveruiegt eft- ir allt saman! Samkeppnislög í I. kafla 1. gr. samkeppnislaga segir svo: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðslu- þátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnu- rekstri, vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum, skaðlegri fá- keppni og samkeppnishömlum, auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.“ Þegar þessi laga- grein er höfð í huga og borin sam- an við útkomu kjaraskýrslunnar margfrægu er ekki annað að sjá en viðhorf og framgangsmáti stjórnar fagfélags húsameistara hvað hana varðar samræmist ekki grundvallarhugsun og markmiði samkeppnislaganna í landinu. Þvert á móti virðist stjórnin styðja fákeppni og markaðsráðandi stöðu einstakra teiknistofa; blása í þá réttmætu kröfu að jafnræði ríki á markaðnum á milli teiknistofa; líta framhjá því æskilega markmiði að mikil eftirspurn eftir þjónustu eigi eingöngu að byggjast á gæðum vöru og þjónustu; og virða að vett- ugi þá staðreynd að jafnræðisregl- an um jafnræði milli opinberra aðila og einkaaðila í fyrirtækja- rekstri sé ekki virt í samfélaginu. Um ábyrgðarleysi Vanalega eru ævintýrin sögð til þess að hægt sé að draga lærdóm af mistökunum sem aðalpersónun- um verður á að gera. En þau eru ekki síður sögð til þess að kenna fólki að læra að taka ábyrgð á gjörðum sínum og reyna að koma í veg fyrir að sömu mannlegu mis- tökin séu sífellt endurtekin. Mark- aðsgat arkitektastéttarinnar á Is- landi nær engan veginn stærðar- gráðu og hættumörkum ósongats- ins sem myndast hefur yfir Norð- urskautinu. En mistökin sem bandarískir vísindamenn gerðu þegar þeir eyddu dýrmætum tíma í að kæfa viðvörunarorð Bretans Joe Formans, sem rannsakað hafði þynningu ósonlagsins, eru mjög svipaðs eðlis og þeirra arkitekta sem í lengri tíma kæfðu alla við- leitni ábyrgðarfullra starfsbræðra sinna til umbóta öllum til góða - á starfsumhverfi sem var að syngja sitt síðasta. Af þessu má ráða að flestir virðast þurfa að reka sig á sjálfir til þess að læra sína lexíu; að mannkynssagan er sífelld hring- rás og endurtekning, og að ævin- týrin mitt á meðal okkar gerast enn. Höfundur erarkitekt. Agaleysi er þjóðarlöstur EINN af þjóðarlöst- um íslendinga er aga- leysi. Sú staðreynd að tæplega 40% barna skuli ekki vera spennt í bílbelti er sorgleg staðreynd um agaleysi foreldra. Sorgleg, er rétta orðið, því árlega slasast fjöldi barna í umferðinni eingöngu vegna þess að þau voru laus í bílnum. Það að missa banrið sitt í bílslysi er sorglegra en tárum taki og enn hörmulegra ef barnið beið bana vegna þess að foreldrinu „láðist“ að spenna á það beltið. Á meðan fólk kemst upp með að nota ekki bílbelti, kemst upp Er hægt að ætlast til að fólk fari að lögum ef það kemst upp með að brjóta þau dag eftir dag, spyr Þorgrímur Þráinsson í umfjöllun ________um notkun__________ öryggisbelta. með að vera börnunum slæm fyrir- mynd í þeim efnum, kemst upp með að láta börnin komast upp með að nota ekki bílbelti, mun sama hörmungarástandið og aga- leysið ríkja í þessum efnum. Eg hef löngum haft litla trú á „silki- hanskameðferð" því agi er lykilatr- iði ef við viljum taka framförum og auka velferð okkar. Ef við ætl- um að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli í bílslysum og fækka dauðsföllum þarf löggjafinn að verða sýnilegri og hvassari. Það þarf að beita sektum á þá sem bijóta lög um notkun bílbelta og upplýsa fólk um að aðgerðir hafa verið hertar. Það er líklega besta leiðin til úrbóta. Á dögunum kann- aði ég hversu margir hefðu verið sektaðir árið 1996 fyrir að bijóta lög un notkun bílbelta. Svarið stað- festir agaleysið sem við göngumst upp í. Reyndar hefur lög- reglan á Akureyri og í Keflavík, svo dæmi séu nefnd, hert að- gerðir með góðum ár- angri. í Reykjavík voru 202 sektaðir fyrir lagabrotið (upplýsandinn vildi reyndar ekki staðfesta töluna vegna bilunar í tölvukerfinu). Á Akureyri voru 299 sektaðir fyrir sama brot, 243 í Keflavík, 57 á ísafirði og enginn á Egilsstöðum. Er hægt að ætlast til að fólk fari að lögum ef það kemst upp með að bijóta þau dag eftir dag? Oft hefur verið talað um manneklu í lögreglunni vegna fjárskorts. Mér skilst að sektin fyrir lögbrot um notkun bílbelta sé á bilinu 2.500- 5.000 krónur. Ef við gefum okkur að 10 séu sektaðir á degi hveijum í Reykjavík fyrir lögbrotið nemur upphæðin um 11 milljónum króna á ári. Það eitt myndi leiða til meiri löghlýðni, aukins aga af hálfu for- eldra, færra slysa og síðast en ekki síst aukinnar atvinnu þeirra sem vilja starfa að löggæslu. Ekki má gleyma sparnaðinum í heil- brigðiskerfinu og því, sem er mikil- vægast, að enn færri fjölskyldur þyrftu að upplifa sorg vegna ást- vinamissis, sem hefði mátt koma í veg fyrir - með örlítilli fyrir- hyggju og aga. Slysin gera ekki boð á undan sér en það er hægt að forðast þau með því að hugsa - og spenna beltin! Höfundur er framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar. Þorgrímur Þráinsson Meðal annarra orða Lítil frétt Er ekki öllum ljóst, spyr Njörður P. Njarðvík, að áfengis- og fíkniefnaneysla er eitt alvarlegasta þjóðfélagsvandamál íslensku þjóðarinnar? RIÐJUDAGINN 15. apríl sl. birtist hér í blaðinu lítil frétt á lítt áberandi stað, en kunngerði svo váleg tíðindi að full ástæða er að fjalla meira um þau. Tilefnið var svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Siv Friðleifsdóttur alþingis- manni um afbrot er tengjast áfengis- og fíkniefnaneyslu. í svari ráðherrans kom fram, að um helmingur ársverka löggæslu- manna og fangavarða sé unninn vegna slíkra afbrota. í svari ráðherrans kom einn- ig fram að skráðum fíkniefnamálum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 329 árið 1995 í 590 árið 1996, eða um hvorki meira né minna en 79,5%. Ætli reynslan sýni ekki, að óskráðum fíkniefnamálum hafi ijölgað annað eins, ef ekki meira. Ekki kann ég að reikna helming árs- verka heilla stétta til ákveðinnar fjárhæð- ar, en í þjóðfélagi sem virðist tæplega sjá önnur verðmæti en peninga, ætti að vera ljóst, að hér er um umtalsverða fjármuni að ræða. Og margfeldi þeirra er að sama skapi mikið. Þarna koma miklu fleiri við sögu. Dómsmálin kosta sitt og lögfræði- störf er þeim tengjast. Skemmdir og eigna- spjöll eru fylgifiskar afbrota og kosta ekki lítið, og eignatjón þeirra sem verða fyrir stuldi er oft umtalsvert. Og við þetta bætist allur sá ijármissir er þeir hafa orð- ið fyrir, er í góðmennsku og hrekkleysi hafa gengið í ábyrgð fyrir ábyrgðarlausa menn. Og við allt þetta bætist svo sá kostn- aður sem leggst á heilbrigðisþjónustu. Fróðlegt væri ef reiknisglöggir menn reyndu að áætla þau beinu og óbeinu fjárútlát sem áfengis- og fíkniefnaneysla valda einstaklingum og þjóðfélaginu í heild. Segir mér svo hugur, að þau verði ekki talin í smáaurum. HÉR blasir við eitt helsta sjúkdóm- seinkenni íslensks þjóðfélags. Öll- um ætti að vera ljóst, ef þeir á annað borð gefa sér tíma til að hugleiða það, að fjárhagsskaði af völdum áfengis- og fíkniefnaneyslu er svo gífurlegur, að menn hljóta að undrast að ekki skuli hafa verið tekið röggsamlega á þessum málum í þeim almennum íjárþrengingum sem krefjast niðurskurðar á brýnum verkefnum þjóðarinnar. Og þó er fjárhagsskaðinn ekki alvarleg- asti skaðinn. Peningar eru ekki allt, þótt sumir eigi kannski erfitt með að skilja það. Miklu alvarlegri er sá skaði er fjöldi manna verður fyrir á sjálfum sér: þjáning og kvöl hins sjúka, - og vanmáttur, sorg og örvænting ástvina og annarra aðstand- enda. Það er þyngra en tárum taki og verður aldrei metið til fjár. Svo er að sjá, að enginn skilji það nema hafa lent í því sjálfur. En böl áfengis og fíkniefna er nú orðið svo umfangsmikið, að ég efast um að margar íslenskar Ijölskyldur hafi ekki einhveijar spurnir af því. Þess vegna ætti skilningurinn að aukast sífellt, og vonandi er hann að aukast. En það virðist því miður einhvern veginn svo, að þeir skilji síðast sem hafa völd og ráða fyrir fram- kvæmdafé. Það er mér sífellt undrunar- efni. Eru þeir orðnir svo lokaðir inni í sín- um þrönga hópi, að þeir sjá ekki lengur út til þjóðarinnar? í hveiju er það fólgið að stjórna landi og þjóð, ef það felst ekki í skyldu til að snúast gegn þeim vanda er hvílir þyngst á þjóðinni? Og er ekki öllum ljóst, að áfengis- og fíkniefnaneysla er eitt alvarlegasta þjóðfélagsvandamál íslensku þjóðarinnar? EN kannski er það fullkominn barna- skapur að vilja setja traust sitt á ráðamenn og ætlast til einhvers af þeim. Reynslan hefur svo oftsinnis sýnt okkur að þorri þeirra hefur allt annað verðmætamat en fjöldinn. Og þó. Ef til vill á þjóðin það sameiginlegt með ráða- mönnum sínum að horfa ekki til framtíð- ar. Að vilja ekki gera sér grein fyrir því, að vanræksla okkar hefnir sín í framtíð- inni og kemur niður á afkomendum okk- ar. Að lífsþægindafrekja okkar, taumlítil eftirsókn í ytri munað og kæruleysi gagn- vart framtíðinni mun leiða til fátæktar. Ekki aðeins efnalegrar fátæktar, heldur einnig andlegrar fátæktar. Þetta ástand er sjúkdómsástand. íslenskt þjóðfélag er sjúkt. Og eitt sjúkdómseinkennið er flótti með aðstoð vímuefna. Lífsskilyrði íslensku þjóðarinnar eru ekki fólgin í stóriðju, og allra síst ef hún veldur varanlegum náttúruspjöllum á há- lendi íslands vegna fljótræðis í virkjana- framkvæmdum. Stóriðja getur aukið efna- legan hagvöxt um nokkurt skeið, en hún getur um leið skapað meiri vanda en hún leysir. Helst lítur út fyrir að hugsun okkar sé sú að veita auknu fé til landgræðslu um leið og við veitum auknu fé til að skemma landið. Þrennt er það sem umfram allt brennur á þessari þjóð og blasir við augum allra manna: Við horfum upp á síaukinn skaða af völdum áfengis- og fíkniefnaneyslu, við horfum upp á stórkostleg náttúruspjöll og við horfum upp á átakanlega skort á skiln- ingi á umönnun manneskjunnar í heilbrigð- is- og menntamálum. Á öllum þessum svið- um eru tök okkar hálfkák. Ef við skiljum þetta ekki og breytum ekki hugarfari okk- ar, er hætt við að illa fari fyrir þessari þjóð. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.