Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 14

Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hlífarkon- ur með kaffisölu KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur ár- lega kaffisöiu á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 15 í safnaðar- heimili Glerárkirkju. Hlífarkonur hafa verið með kaffisölu á þessum degi í 60 ár. Fram koma leikarar frá Leikfé- lagi Akureyrar og kynna Vefarann mikla frá Kasmír, nemendur Tón- listarskólans leika og einnig verður happdrætti með mörgum góðum vinningum. Starfsemi félagsins verður einnig kynnt, en það er 90 ára á þessu ári. Allur ágóði af kaffisölunni renn- ur að vanda til tækjakaupa fyrir Barnadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, en á síðustu rúmum tuttugu árum hafa Hlífarkonur gefið gjafír til deildarinnar að verð- mæti um 11 milljónir króna. -----♦ ♦ ♦---- Unglingaráð Körfu- knattleiksdeildar Þórs Sumar- fagnaður SUMARFAGNAÐUR Unglinga- ráðs Körfuknattleiksdeildar Þórs verður í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð á sumardaginn fyrsta og stendur hann frá kl. 15 til 17. Ágóðinn rennur til styrktar barna- og unglingastarfinu, sem gengið hefur vel í vetur með þátt- töku 8 aldursflokka. Þar af tóku 6 flokkar þátt í íslandsmóti og keppa 3 þeirra til úrslita um ís- landsmeistaratitil um næstu helgi. Morgunblaðið/Benjamín Emilíana Torrini í heimsókn Eyjafjarðarsveit. MENNINGARMÁLANEFND Eyjafjarðarsveitar gekkst ný- lega fyrir tónleikum fyrir nem- endur Hrafnagilsskóla með söngkonunni Emilíönu Torrini og fóru þeir fram í íþróttahúsi skólans. Með söngkonunni í för var Jón Ólafsson, sem lék undir á píanó. Börnin fögnuðu tónlistarfólk- inu vel og voru í sjöunda himni yfir þessari ánægjulegu heim- sókn. Eftir tónleikana gaf Emil- íana nánast öllum nemendum skólans, 170 að tölu, eiginhand- aráritun á veglegt veggspjald af sjálfri sér. Á myndinni er söngkonan að skrifa á vegg- spjald fyrir systkinin Mána og Báru Sigurðarbörn, sem fylgjast með af miklum áhuga. Morgunblaðið/Kristján TOGARINN Eridanus í Akureyrarhöfn eftir langa útivist í Barentshafi. Togari MHF til Akureyrar eftir langan túr í Barentshafið Aflaverðmætið 110 milljónir króna ERIDANUS, frystitogari Mecklen- burger Hochseefischerei, dótturfé- lags Útgerðarfélags Akureyringa hf. í Þýskalandi, kemur til Akur- eyrar á morgun úr tveggja og hálfs mánaðar veiðiferð. Skipið var við veiðar í Barentshafi og er aflinn 430 tonn af þorsk- og ufsaflökum og aflaverðmætið 110 milljónir króna. Eridanus hélt til veiða í byijun febrúar, eftir að gerðar höfðu verið umtalsverðar breytingar á skipinu hjá Slippstöðinni hf. Millidekkinu FIMMTÍU og þriggja ára gamall karlmaður á Akureyri, Roy Svanur Shannon, var í Héraðsdómi Norður- lands eystra dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkubörnum og dreifingu á klám- efni á alnetinu. Til frádráttar kemur 153 daga gæsluvarðhaldsvist. Þá er Roy Svani gert að greiða foreldrum vegna ólögráða stúlku- barna sinna samtals 4,4 milljónir króna í miskabætur og 140 þúsund krónur vegna lögmannskostnaðar. Loks er honum gert að greiða allan sakarkostnað, samtals 500 þúsund krónur. Þá sætir hann upptöku á tölvu og tengdum búnaði, 173 tölvu- disklingum og ljósmyndamöppu með barnaklámmyndum auk þess sem myndbandsspóla er gerð upptæk. Hald lagt á tæki og tölvudisklinga Roy Svanur var handtekinn 19. nóvember síðastliðinn eftir að lög- reglu bárust vísbendingar um ætluð kynferðisbrot hans gagnvart börn- um á Akureyri. Við húsleit á heim- ili hans lagði lögregla hald á ýmis tæki, tölvudisklinga, myndbands- spólur og fleira. I kjölfar þessara aðgerða bárust lögreglunni á Akur- eyri upplýsingar um meint kynferð- isbrot hans gagnvart þremur stúlku- var gjörbylt og skipið útbúið þannig að hægt er að vinna bolfisk i helstu pakkningar. Einnig var útbúin ný frystilest í skipið, í rými sem áður geymdi búnað til bræðslu en þann búnað er hætt að nota. Við þetta jókst burðargeta á frystum afurðum umtalsvert. Góður túr hjá Sléttbaki Sléttbakur EA, frystitogari ÚA, kom til Akureyrar í byijun vikunnar úr sínum stærsta veiðitúr á árinu. Skipið var 32 daga í túrnum og kom börnum í sumarhúsi að Húsafelli haustið 1991. Það brot var kært árið 1992 og rannsakað en embætti ríkissaksóknara tilkynnti í janúar 1994 að ekkert yrði aðhafst frekar í málinu. Málið var tekið upp að nýju í tengslum við rannsókn lög- reglunnar á Akureyri. Brot mannsins í Húsafelli voru framin í lok ágúst og byijun sept- ember árið 1991, en hann hafði boð- ið dóttur fyrrverandi sambýliskonu sinnar ásamt tveimur öðrum stúlk- um til dvalar í sumarhúsi í Húsa- felli. Stúlkurnar voru þá 7-10 ára gamlar. Ákærði viðurkenndi við yfir- heyrslur að hafa m.a. strokið kyn- færi stúlknanna og nuddað limi sín- um við þau. Roy Svanur flutti til Akureyrar árið 1992. Kynni tókust fljótlega með honum og stúlkubarni í sama húsi og hann bjó í, en hann tók oft að sér að gæta bæði hennar og vin- konu hennar. Þá gætti hann einnig stúlku úr nágrenninu, en stúlkurnar þtjár eru fæddar á árunum 1987- 89. Kynferðisbrot á myndbandi Eftir að maðurinn var handtekinn var m.a. lagt hald á myndbands- spólu en á henni voru myndskeið sem sýndu ákærða eiga kynferðismök við að landi með rúm 220 tonn af frosn- um afurðum, grálúðu og þorskflök- um. Aflaverðmætið nam 60 milljón- um króna. Ráðgert er að togarinn haldi. á karfaveiðar á Reykjanes- hrygg, eins og reyndar togarar MHF. Kaldbakur EA, ísfisktogari ÚA, landaði um 60 tonnum í Hafnarfirði í gær eftir stuttan túr. Aflinn var blandaður en stór hluti ufsi og var honum ekið norður til vinnslu hjá ÚA. Skipið heldur á ný til veiða fyrir sunnan land. stúlkubörnin. Játaði maðurinn að hafa tekið kynferðislegar athafnir sínar við telpurnar upp á mynd- bandsupptökuvél. Hann hefur viður- kennt að hafa framið kynferðisbrot gagnvart þessum stúlkum á tímabil- inu frá apríl 1993 til loka árs 1995. Fyrir dómi skýrði ákærði frá því að kynhvatir hans hafí allt frá kyn- þroskaaldri beinst að stúlkubörnum og kveðst hann ekki hafa stjórn á þessum tilfinningum, en réttlætti hann gjörðir sínar með því að börnin hefðu verið sofandi. Klámefni sent um rásir Veraldarvefsins í tölvu ákærða fundust u.þ.b. 1.200 klámmyndir, m.a. af nöktum og fáklæddum börnum, sem sum hver var verið að misnota kynferðis- lega með ýmsum hætti. I tölvunni fundust einnig upplýsingar er sýndu að hann hefði vikuna 12. til 19. nóvember 1996 látið 21 aðila í té klámfengið efni í gegnum rásir Ver- aldarvefsins. Þá fékk hann og sendi myndir af þessu tagi á eins konar skiptimarkaði á þeim rásum vefsins þar sem barnaklám kom við sögu. Ekkert kom þó fram við rannsókn málsins um að hann hefði sent frá sér myndir af þeim stúlkum sem koma við sögu í þessu máli. Vinsælt að stela hjólum LÖGREGLUNNI á Akureyri bárust 10 tilkynningar um minniháttar eignaspjöll í síð- ustu viku, 7 þjófnaðir voru kærðir og nú virðist vinsælast að stela reiðhjólum. Eigendur slíkra fáka ættu því að huga vel að þeim og muna að læsa þeim. Þá bárust tvisvar tilkynn- ingar til lögreglunnar um grunsamlegar mannaferðir, einu sinni um afbrigðilega hegðun einstaklings á al- mannafæri og í einu tilfelli um aðfinnsluvert háttarlag einstaklings. í síðustu viku voru 25 öku- menn kærðir fyrir of hraðan akstur, 11 fyrir að hafa ekki ökuskírteini sín meðferðis, 5 fyrir að nota ekki öryggis- belti, 5 fyrir að nota ekki ökuljós. 4 fyrir að aka undir áhrifum áfengis, 3 fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og 2 fyrir að aka réttindalausir eftir að hafa áður verið svipt- ir ökuréttindum. Karlakór Eyjafjarðar Vortónleikar KARLAKÓR Eyjafjarðar er nú að ljúka fyrsta starfsári sínu og gerir það með þrenn- um tónleikum. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson. Þeir fyrstu verða í Frey- vangi í Eyjafjarðarsveit í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. apríl og hefjast þeir kl. 21. Þorri efnisskrárinnar er af eyfirskum toga og má nefna að þijú lög við ljóð eyfirskra höfunda verða frumflutt. Lög- in eru eftir Garðar Karlsson og Atla Guðlaugsson en ljóðin eftir Braga Siguijónsson, Pét- ur Þórarinsson og Björn Ing- ólfsson. Einsöngvarar með kórnum eru Jóhannes Gísla- son og Stefán Birgisson, en undirleik annast Birgir Karls- son, Eiríkur Bóasson og Guð- jón Pálsson. Kórinn heimsækir Mývetn- inga föstudaginn 25. apríl og syngur í Skjólbrekku kl. 21 og miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi verða svo sam- eiginlegir tónleikar Karla- kórs Eyjafjarðar og Lillu- kórsins haldnir á Hvamms- tanga. Kirkjulistavika Opið hós eldri borgara OPIÐ hús verður fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudaginn 24. apríl og hefst það kl. 15. Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður sem sýnir verk sín í safnaðarheimilinu segir frá verkum sínum. Séra Karl Sigurbjörnsson flytur hugvekju. Madrígalahópur Tónlistarskólans á Akureyri syngur. Fjöldasöngur verður og boðið upp á kaffiveiting- ar. Fyrirbænaþjónusta verður í Akureyrarkirkju sama dag kl. 17.15. Þessar athafnir hefjast og enda með orgelleik °g fylgja samlestri á hefð- bundnum liðum messunnar, lestri úr Guðs orði, hugleið- ingu og bænagjörð. Rúmlega fimmtugur karlmaður dæmdur í 4 ára fangelsi Kynferðisbrot gegn sex stúlkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.