Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Níu verkalýðsfélög und- irrita kjarasamninga FULLTRÚAR vinnuveitenda og sjö verkalýðsfélaga innan Verkamanna- sambandsins, sem felldu kjarasamn- ingana sem gerðir voru 24. mars sl., undirrituðu nýjan samning kl. 14 í gær í húsnæði ríkissáttasemjara. Þá undirrituðu tvö félög á Vestfjörðum, verkalýðs- og sjómannafélögin í Bol- ungarvík og á Tálknafírði, sambæri- lega kjarasamninga við viðsemjendur sína síðdegis. Fimm VMSÍ-félög eiga enn ósamið en þeim stendur til boða að ganga inn í þann samning sem undirritaður var í gær fyrir hádegi næstkomandi mánudag. Nýtt launaþrep vegna tíu ára starfsaldurs Með samkomuiaginu sem náðist í gær eru gerðar breytingar á starfs- aldurskerfi fiskvinnslufólks frá þeim samningi sem felldur hafði verið. Tekið er upp launaþrep fyrir sérhæft fískvinnslufólk eftir 10 ára starf í sama fyrirtæki, sem verður 69.450 kr. Jafnframt lækkar sjö ára launa- þrepið og verður 68.378 kr., en það verður ekki bundið starfi hjá sama fýrirtæki. Einnig var samið um að ákvæði kjarasamninga um 70 þúsund kr. lágmarkstekjur gildi hlutfallslega fyrir starfsfólk í 50% föstu starfí. Að öðru leyti gildir kjarasamningur- inn frá 24. mars. Samningurinn verð- ur borinn undir atkvæði í félögunum á næstu dögum en hann skoðast sam- þykktur hafí gagnaðila ekki verið til- kynnt um höfnun hans fyrir hádegi 28. apríl. Félögin sem stóðu að samn- ingnum í gær eru verkalýðsfélögin á Akranesi, Eyrarbakka, Húsavík, Grundarfirði, Siglufirði, Selfossi og Stokkseyri. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, sagði að þau verkalýðsfélög sem ekki stóðu að samningsgerðinni í gær hefðu talið sig þurfa meiri umþóttunartíma. Hann sagði það skoðun samningafulltrúa að tekist hefði að ná fram atriðum sem hafi ráðið mestu um að fyrri samningar voru felldir. Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ, tók í sama streng og kvaðst gera ráð fyrir að samningarnir sem gerð- ir voru í gær yrðu samþykktir í félög- unum. Taldi hann einnig líklegt að önnur VMSÍ-félög myndu ganga að þessum samningi. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, telur líklegt að önnur VMSÍ-félög muni ganga að þessum samningi á næstu dögum. „Við erum að koma til móts við þá gagnrýni sem kom fram um að starfsfólk með hæstan starfsaldur í Hafís 20 sjó- mílur norð- ur af Kögri ÞEGAR flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, fór í eftirlits- og ískönnunarflug á miðunum úti fyr- ir Vestfjörðum og Norðurlandi í gær var ísjaðarinn næstur landi 20 sjómílur norður af Kögri, 28 sjómílur norðaustur af Horni og 31 sjómílu norðvestur af Rit. Á meðfylgjandi korti má sjá hvar ísinn liggur en ísdreifar lágu allt að átta sjómílur út frá meginís- röndinni. Einnig sást stakur jaki í mynni Skagafjarðar, um hálfa sjómílu norður af Drangey. Morgunblaðið/Golli FORYSTUMENN Verkamannasambandsins og samtaka vinnuveitenda undirrita nýjan kjarasamning í gær. fískvinnslu náði ekki í öllum tilfellum 4,7% hækkun,“ segir hann. Viðræður við Iðju í dag Þórarinn gerir ráð fyrir að viðræð- ur hefjist í dag við forystumenn Iðju, félag verksmiðjufólks, þar sem reynt verði að meta hvað sé til ráða í samn- ingum þess félags en félagsmenn Iðju hafa tvívegis fellt gerða samn- inga. Ekki hefur verið boðað til nýs sáttafundar í deilu Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda en þar hefur verkfall nú staðið í tvo sólar- hringa. FJÁRFESTAR á fundi með fulltrúum Norðuráls í gær. A Ahugi á að fjár- festa í álveri FORSVARSMENN Columbia Ventures Corporation sátu í gær fund með fulltrúum íslenskra fjár- festa, einkum lífeyrissjóða, þar sem rædd var möguleg þátttaka í fjár- mögnun álvers Norðuráls á Grund- artanga. „Menn sýndu þessu áhuga, en það er of snemmt að segja til um hvort áhuginn leiðir til einhvers," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa. Landsbréf kanna nú möguleika á að íslenskir fjárfestar sameinist um að kaupa einn flokk skulda- bréfa í álverinu. Um væri að ræða 8% af heildarfjármögnun verksins, eða liðlega 1 milljarð króna. Bankastj órar ríkisviðskiptabankanna Ferðakostnaður 26 milljónir FERÐAKOSTNAÐUR bankastjóra og aðstoðarbankastjóra ríkisbank- anna nam á árunum 1994-96 78,5 milljónum króna, eða um rúmum 26 milljónum króna á ári að meðal- tali, og er þá ekki talinn risnukostn- aður og símtöl. Kostnaður Landsbankans var þar af rúmar 12 milljónir króna á ári að meðaltali, Búnaðarbankans 5,5 milljónir og Seðlabankans 8,5 millj- ónir króna. Ferðakostnaður Seðla- bankans hækkaði milli áranna 1995 og 1996 um 28%. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra á Alþingi við fyrirspum Jóhönnu Sigurðar- dóttur alþingismanns. Fargjald og gisting eru að fullu greidd fyrir maka bankastjóra Landsbankans og þeir fá að auki 50% dagpeninga ráðherra. Hjá Seðlabankanum er heimilt að greiða tvisvar sinnum á ári fargjald og gistingu fyrir maka, auk dagpen- inga sem svara til helmings af dag- peningum bankastjóra. Leyfílegt er að gera undantekningu frá þessari reglu og greiða fargjald og gistingu oftar fýrir maka, en ekki dagpen- inga. Búnaðarbankinn greiðir ekki ferðakostnað fyrir maka banka- stjóra. 2-3 milljónir fyrir nefndasetu Bankastjórar ríkisviðskiptabank- anna geta haft 2-3 milljónir króna í laun fyrir setu í stjórnum og nefnd- um á vegum bankanna og er það til viðbótar við rúmlega sex milljóna króna laun þeirra sem bankastjóra. Bankastjóramir hafa til umráða bifreiðir sem bankarnir eiga og reka. Hæstu lífeyrisgreiðslur til áári bankastjóra í Landsbanka og Bún- aðarbanka námu á síðastliðnu ári um 5,4 milljónum króna en hjá Seðlabanka 6,1 milljón króna. Þess má geta að tveir minnihlut- ar efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis lögðu fram breytingartil- lögur við stjórnarfmmvarp um breytingu Landsbankans og Búnað- arbankans í hlutafélög þess efnis að aðeins einn bankastjóri skyldi vera við hvorn þeirra. Tillögurnar voru felldar á Alþingi í gær. I svari viðskiptaráðherra við fyr- irspumum Jóhönnu segir ennfrem- ur að aðild Seðlabankans að stjóm- um Verðbréfaþings íslands og Fisk- veiðisjóðs orki tvímælis, þar sem bankaeftirlitið sem fylgist með þessum stofnunum lýtur yfírstjóm bankastjómar og bankaráðs Seðla- bankans. ©[LMDD© MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá BYKO. Verkfallið á Vestfjörðum Komið í veg fyrir löndun VERKFALLSVERÐIR Verkalýðs- félagsins Baldurs á ísafirði komu í gær í veg fyrir að iandað yrði úr Skógafossi, skipi Eimskipafélagsins. Umboðsmaður Eimskips á ísafirði ætlaði sjálfur að stýra gámalyftara og losa gáma af þilfari skipsins en verkfallsverðir mættu á 8 einkabíl- um og króuðu lyftarann af á hafnar- bakkanum. Um tíma stóð í stappi milli manna á staðnum og vildu hvorugir láta sinn hlut en að sögn Karitasar Páls- dóttur, starfsmanns Verkalýðsfé- lagsins Baldurs, leystist málið fyrir milligöngu Sjómannafélags Reykja- víkur sem kom beiðni til skipveija um borð um að ekki yrði gengið í störf verkfallsmanna. Skömmu síðar fór Skógafoss frá Isafírði án þess að losa eða taka þar gáma. Að sögn Karitasar Pálsdóttur var einnig gerð tilraun til verkfallsbrots á Þingeyri í gær þegar reyna átti að landa 10-11 tonnum af iðnaðar- rækju úr Framnesinu. Hætt var við það og er rækjan í frosti um borð. Morgunblaðið/Kári Þór GÁMALYFTARANUM var ekið þétt að bíl eins verkfallsvarðarins á Isafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.