Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LÍFEYRIR LANDSMANNA
Horfið er frá kerfi
gegmtmstreym issjóða
Lífeyrissjóðir
ríkis, sveitarfélaga
og banka
Ríkið, sveitarfélögin, bankar og sparisjóðir
hafa öll unnið að viðamiklum breytingum á
lífeyrissjóðakerfi starfsmanna sinna og taka
breytingamar gildi á þessu og næsta ári.
í umfjöllun Egils Olafssonar og Ragnhildar
Sverrisdóttur kemur fram að breytingamar
á sjóðunum miða allar að því að hverfa frá
_____________gegnumstreymiskerfi yfír í kerfí
sjóðssöfnunar, sem almennu lífeyrissjóðirnir
___________byggja á. Afram verður þó munur
á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og
annarra launamanna.
ífeyriskerfi starfs-
manna ríkisins og
sveitarfélaga og
bankamanna hefur
til skamms tíma
verið byggt upp
með öðrum hætti en lífeyrissjóða-
kerfið á almenna markaðinum. Al-
menna lífeyrissjóðakerfið byggir á
sjóðsmyndun og sjóðurinn ber
ábyrgð á skuldbindingum hans. Líf-
eyrissjóðakerfi opinberra starfs-
manna byggir hins vegar á gegn-
umstreymissjóðum og skuldbind-
ingar þeirra eru á ábyrgð ríkisins
en ekki sjóðanna. Iðgjöldin í opin-
beru sjóðina eru ekki greidd sam-
tímis nema að hluta til, en ríkið
skuldbindur sig til að tryggja sjóðs-
félögum lífeyri þegar þeir þurfa á
honum að halda.
Fram að þessu hafa opinber
gegnumstreymiskerfí verið algeng-
asta lífeyriskerfi í iðnríkjunum.
Þetta kerfi stendur nú frammi fyrir
djúpri kreppu víða um heim sakir
aukins hlutfalls aldraðra og vegna
upphaflegra hönnunargalla. Marg-
ar þjóðir hafa verið eða eru að
hverfa frá gegnumstreymiskerfi
yfir í sjóðssöfnunarkerfi, en slík
breyting hefur víða kostað mikil
átök.
Drög að Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins voru lögð með lögum
um lífeyrissjóð fyrir embættismenn
og ekkjur þeirra frá árinu 1921.
Þessi sjóður starfaði til ársins 1943
þegar Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins var stofnaður. Iðgjalda-
greiðslur í sjóðinn hafa aldrei stað-
ið undir þeim réttindum sem hann
ábyrgist. Astæðan er einföld; rétt-
indin eru mikil en iðgjaldagreiðsl-
urnar hafa verið lágar því að fram
til þessa hafa opinberir starfsmenn
einungis greitt iðgjald af grunn-
launum en ekki heildarlaunum.
Ýmislegt hefur orðið til að gera
stöðu LSR erfiðari en ella. Eitt af
því er að árið 1980 var lögum um
lífeyrissjóðinn brejdt á þann veg
að hluti af raunávöxtun sjóðsins
skyldi varið til að greiða hluta af
lífeyrishækkunum sem launagreið-
endur yrðu ella krafðir um. Þetta
hefur komið í veg fyrir æskilega
sjóðsmyndun og þar með hefur sjóð-
urinn orðið af umtalsverðum vaxta-
tekjum. Frá 1980-1995 hefur þetta
lagaákvæði skert tekjur sjóðsins um
7,3 milljarða. Árið 1995 nam skerð-
ingin 712 milljónum. Þessari reglu
var breytt um síðustu áramót. Auk
þess hefur ávöxtun LSR verið verri
en annarra lífeyrissjóða. Raun-
ávöxtun 1995 var t.d. 5,93%, en
meðalávöxtun SAL-sjóðanna var
7,36%.
í árslok 1995 námu áfallnar
skuldbindingar LSR 123 milljörðum
og þá er miðað við 2% ávöxtun, en
bókfærðar eignir sjóðsins námu
22,2 milljörðum. Rúmlega 100
milljarða vantaði því í sjóðinn til
að hann gæti staðið við skuldbind-
ingar sínar.
Áfallnar skuldbindingar Lífeyris-
sjóðs hjúkrunarkvenna, Lífeyris-
sjóðs alþingismanna og Lífeyris-
sjóðs ráðherra námu samtals 16
milljörðum. Á móti koma eignir
Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna upp
á 3,4 milljarða, en lífeyrissjóðir al-
þingismanna og ráðherra eiga eng-
ar eignir.
Halli á sjódum
sveitarfélaga og banka
íu sveitarfélög reka
lífeyrissjóði í eigin
nafni, Reykjavík,
Kópavogur, Hafn-
arfjörður, Akur-
eyri, Akranes,
Keflavík, Húsavík, Neskaupstaður
og Vestmannaeyjar. Starfsmenn
annarra sveitarfélaga greiða í Líf-
eyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Áfallnar skuldbindingar þessara níu
sjóða námu í árslok 1995 22 millj-
örðum króna. Eignir sjóðanna námu
5 milljörðum.
Flestir bankar á íslandi hafa
fram á síðustu ár verið í eigu ríkis-
ins og þess vegna hefur lífeyris-
sjóðakerfí bankamanna verið svipað
lífeyrissjóðakerfí opinberra starfs-
manna. Nú eru starfandi Eftir-
launasjóður Landsbanka og Seðla-
banka, Eftirlaunasjóður Búnaðar-
banka og Eftirlaunasjóður íslands-
banka hf. Ennfremur er starfandi
Eftirlaunasjóður starfsmanna Ut-
vegsbanka, en hann_ tekur ekki
lengur við iðgjöldum. í árslok 1996
námu skuldbindingar Eftirlauna-
sjóðs Landsbankans og Seðlabank-
ans 10,9 milljörðum, en eignir hans
6,5 milljörðum. Heildarskuldbind-
ingar Eftirlaunasjóðs Búnaðar-
bankans námu 3,5 milljörðum en
eignir 2 milljörðum. Búnaðarbank-
inn hefur að fullu lagt til hliðar fjár-
hæð sem upp á vantar að hrein eign
sjóðsins dugi fyrir skuldbindingum.
Stofnanir sem standa Eftirlauna-
sjóði Landsbankans og Seðlabank-
ans hafa árlega lagt til hliðar fjár-
hæð vegna skuldbindinga sjóðsins
og um næstu áramót verður að
fullu náð jafnvægi milli eigna og
skuldbindinga sjóðsins.
Breytingar geróar
Að undanförnu hafa allir opin-
beru gegnumstreymissjóðirnir und;
irbúið breytingar á sjóðunum. Á
síðasta ári voru samþykkt ný lög
um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis-
ins og Lífeyrissjóð hjúkrunar-
kvenna, sem nú heitir Lífeyrissjóður
hjúkrunarfræðinga og tóku lögin
gildi um síðustu áramót. íslands-
banki gerði breytingar á lífeyris-
málum sinna starfsmanna 1. janúar
1994 og aðrir bankar samþykktu
breytingar á reglugerð sjóðanna í
vetur. Sveitarfélögin eru að und-
irbúa breytingar hjá sér í samstarfi
við BSRB. Á vegum Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga hefur verið
starfandi nefnd sem leggur til að
sveitarfélögin stofni sameiginlega
einn lífeyrissjóð sem taki til starfa
um næstu áramót. Innan BSRB
hefur verið meiri áhugi á þeirri leið
að sveitarfélögin öll gerist aðilar
að LSR. Nýlega náðu sveitarfélögin
og BSRB samkomulagi um að báð-
ar þessar leiðir og aðrar sem til
greina koma verði skoðaðar í sér-
stakri nefnd. Hún á að skila niður-
stöðum í október.
Þegar þessar breytingar verða
allar komnar til framkvæmda verð-
ur allt lífeyrissjóðakerfi lands-
manna orðið kerfi sem byggist á
sjóðsmyndun ef undan eru skildir
lífeyrissjóðir alþingismanna og ráð-
herra. Breytingar á þeim hafa verið
skoðaðar lauslega af hálfu forsætis-
nefndar Alþingis, en framhald
málsins er óráðið.
Menn hafa ekki verið sammála
um hvernig ætti að breyta lífeyris-
kerfi opinberra starfsmanna. Marg-
ir hafa lagt áherslu á að það þurfi
að samræma lífeyrisréttindi opin-
berra starfsmanna lífeyrisréttind-
um annarra launamanna. í þessari
umræðu hafa opinberir starfsmenn
lagt áherslu á að lífeyrisréttindi
þeirra séu hluti af launakjörum og
þeir muni aldrei sætta sig við skerð-
ingu á þeim.
Segja má að breytingar á Lífeyr-
issjóði starfsmanna Vestmanna-
eyjabæjar hafi verið nokkur próf-
steinn á þær breytingar sem stjórn-
völd vildu gera. Lífeyrissjóðurinn
stendur afar illa og námu skuld-
bindingar hans í árslok 1994 520
milljónum, en eignir 80 milljónum.
Þá var sjóðnum lokað fyrir nýjum
félögum og þeim vísað á aðra lífeyr-
issjóði. Starfsmenn greiddu í þá
10% iðgjald af heildarlaunum, en
Lífeyrissjóður Vestmannaeyjarbæj-
ar tekur eingöngu við iðgjöldum af
grunnlaunum. Lífeyrisréttindi sem
hann veitir sjóðsfélögum eru hins
vegar mun betri en sjóða á almenna
markaðinum. Þetta var gert þrátt
fyrir kröftug mótmæli samtaka
opinberra starfsmanna.
LSR lokað fyrir nýjum
starfsmönnum
tjórnvöld treystu
sér ekki til að fara
þessa leið við breyt-
ingar á LSR. Sjóðn-
um var að vísu lok-
að fyrir nýjum fé-
lögum um síðustu áramót, en jafn-
framt var stofnuð ný deild við sjóð-
inn sem tekur við þeim. í þessa
deild greiða starfsmenn 4% iðgjald
af heildarlaunum, en vinnuveitand-
inn greiðir á móti 11,5% iðgjald,
en ekki 6% eins og vinnuveitendur
á almenna markaðinum. Ríkið ber
áfram ábyrgð á sjóðnum eins og
áður og mun hækka sinn hluta af
iðgjaldinu ef í ljós kemur að sjóður-
inn á ekki fyrir skuldbindingum sín-
um.
LSR hefur nú verið skipt í tvær
deildir A-deild, sem tekur við ið-
gjöldum nýrra starfsmanna ríkisins
og B-deild, sem tekur við iðgjöldum
starfsmanna ríkisins sem ráðnir
voru fyrir 31. desember 1996.
Gamlir starfsmenn geta þó fært sig
yfir í A-deildina ef þeir vilja, en þá
ákvörðun verða þeir að taka fyrir
1. desember nk. Enn sem komið
er hafa fáir starfsmenn valið. Um
næstu mánaðamót fá allir félagar
í LSR yfirlit yfir áunnin lífeyrisrétt-
indi sín. Á grundvelli þeirra upplýs-
inga má búast við að starfsmenn
ríkisins taki ákvörðun. Almennt er
búist við að þeir sem yngri eru sjái
sér frekar hag í því að færa sig yfir
í A-deildina en hinir sem eru eldri.
Meginmunurinn á deildunum er
sá að A-deildin byggir á sjóðssöfn-
un, en B-deildin verður áfram gegn-
umstreymissjóður. Ríkið og aðrir
launagreiðendur sem eiga aðild að
LSR greiða því sinn hluta af iðgjald-
inu í A-deildina að fullu strax í
upphafi. Skuldbindingar ríkisins við
B-deildina verða hins vegar greidd-
ar á næstu 40 árum um leið og
sjóðsfélagar taka út sinn lífeyri.
Rétt er að benda á að stór hópur
manna starfar á mörkum opinbera
vinnumarkaðarins og hins einka-
rekna og greiðir hann í opinberu
sjóðina. í LSR greiða t.d. starfs-
menn rúmlega 50 sveitarfélaga,
starfsmenn samtaka sveitarfélaga,
starfsmenn stéttarfélaga opinberra
starfsmanna, starfsmenn líknarfé-
laga, sjálfseignarstofnana o.fl.
Við breytinguna á LSR í fyrra
voru gerðar minniháttar breytingar
á reglum B-deildarinnar, en í meg-
inatriðum eru þær óbreyttar frá því
sem áður var. Réttindin sem A-
deildin veitir eru hins vegar sniðin
að réttindum almennu lífeyrissjóð-
anna. Réttindin eru þó talsvert
meiri sem sést best á því að iðgjald-
ið í A-deildina er 15,5%, en iðgjald-
ið í almennu sjóðina 10%.
í fyrsta lagi geta menn hafið
töku lífeyris 65 ára í LSR, en í al-
mennu sjóðunum 67 eða 70 ára. I
öðru lagi vinna þeir sem eru í A-
deildinni sér inn 1,9% lífeyrisrétt
af föstum launum heíji þeir töku
lífeyris 65 ára. Félagar í almennu
sjóðunum vinna sér flestir inn 1,4%
lífeyrisrétt fari þeir á eftirlaun 67
ára. í þriðja lagi er makalífeyrir í
A-deildinni greiddur þangað til
yngsta barn er 22 ára, en almennu
sjóðirnir miða við 18 ára aldur.
Munur á réttindum í A-deildinni
og B-deildinni er sá helstur að ör-
orkulífeyrisréttur er mun meiri í
A-deildinni. Örorkulífeyrir starfs-
manna í B-deild er rýr og miðast
einungis við áunninn ellilífeyrisrétt
þegar örorkan kemur til. Maður í
B-deild sem verður öryrki á unga
aldri býr þvj við mjög lélegan ör-
orkulífeyri. Á móti gefur B-deiIdin
betri makalífeyri en A-deildin, sem
sníður sinn makalífeyri að réttind-
um almennu sjóðanna. Maki sjóðs-
félaga í B-deild fær makalífeyri til
æviloka, sem nemur helmingi af
áunnum lífeyrisrétti + 20% af við-
miðunarlaunum. A-deildin veitir
hins vegar full makalífeyrisréttindi
í 3 ár og hálf í tvö ár. Makalífeyrir
er 50% af örorkulífeyri, en örorku-
lífeyririnn er eins og hjá almennu
sjóðunum miðaður við þann lífeyri
sem viðkomandi hefði fengið ef
hann hefði greitt í sjóðina til 65
ára aldurs.
Bankamenn greiða
í séreignarsjóði
ankarnir ætla sér
að fara nokkuð
aðra leið en ríkið
við breytingar á líf-
eyriskerfi þeirra.
Ríkisbankarnir
hafa nú ákveðið að fara sömu leið
og íslandsbanki ákvað að fara árið
1993. Eftirlaunasjóði starfsmanna
íslandsbanka hf. var lokað fyrir
nýjum starfsmönnum 1. janúar
1994. Starfsmenn sem voru ráðnir
eftir þann tíma greiða 4% iðgjald í
Lífeyrissjóð verslunarmanna. Is-
landsbanki greiðir 6% til viðbótar í
sjóðinn, en auk þess greiðir hann
7% iðgjald í séreignarsjóð ALVÍB.
Iðgjaldið er því samtals 17% og þar
af fara 10% í samtryggingarsjóð
og 7% í séreignarsjóð. Eldri starfs-
menn geta ekki fært sig yfir í nýja
kerfið og greiða áfram í Eftirlauna-
sjóð starfsmanna íslandsbanka hf.
Þetta þýðir að sá sjóður mun hætta
starfsemi eftir nokkra áratugi þeg-
ar allir núverandi starfsmenn hans
hafa tekið út sinn lífeyri.
í byijun þessa árs náði Samband
íslenskra bankamanna samkomu-
lagi við Landsbanka og Búnaðar-
banka að gera samskonar breytingu
á lífeyrissjóðum bankanna. Banka-
menn hafa ekki staðfest samkomu-
lagið enn sem komið er, en ætla
að skoða vissa þætti þess betur.
Stefnt er að því að nýja kerfíð taki
til starfa um næstu áramót í tengsl-
um við hlutafjárvæðingu bankanna.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að
allir eldri starfsmenn bankanna
geti valið um hvort þeir greiða ið-
gjöld eftir gamla eða nýja kerfinu.
I reglugerð Eftirlaunasjóðs Lands-
banka og Seðlabanka er gert ráð