Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 21 ERLENT Kalt vor í Bosníu Reuter ÍBÚAR Sarajevoborgar beijast á móti hríðarbyl í gamla borgar- hlutanum í gær. Vorið hefur verið með eindæmum hryssings- legt og kalt, að sögn veðurfræð- inga raunar hið kaldasta í 100 ár í borginni. Maríjúana gert upptækt í San Francisco San Francisco. Reuter. BANDARÍSKA lyfjaeftirlitið réðst á mánudag inn í klúbb í San Franc- isco, þar sem krabbameins- og al- næmissjúklingar geta keypt marijú- ana, og gerði upptækar 331 kannabisplöntu og ræktunarbúnað. Ákvörðunin um að selja megi sjúklingum marijúana í Kaliforníu brýtur í bága við alríkislög og er sögð notuð sem skálkaskjól til að selja eiturlyf. Talsmaður lyíjaeftirlitsins segir að fengin hafí verið leitarheimild í einum af fimm klúbbum sem selja megi marjúana og þar hafi fundist „heil marijúanaverksmiðja". Lyfjaeftirlitið segist fýlgja alrík- islögum, hvað sem lögum ríkjanna líði og samkvæmt þeim sé sala og framleiðsla eiturlyfja bönnuð. Fjöldamorðingjans í Belgíu enn leitað Virðist vera í eins konar táknleik Brussel. Reuter. BELGÍSKA lögreglan er þeirrar skoðunar, að fjöldamorðinginn, sem skilið hefur eftir ruslapoka með lík- amsleifum úr konum á nokkrum stöðum í bænum Mons, telji sig vera í einhvers konar táknleik. Eru sér- fræðingar lögreglunnar að reyna að gera sér grein fyrir manninum og geta sér til um hans næstu skref. Það, sem lögreglan hefur í hönd- unum, bendir til, að maðurinn sé menntaður, úthugsaður morðingi, sem þekki vel til í Mons, og hugsan- lega eru honum einhvers konar trú- mál ofarlega í huga. Frá 22. mars sl. hefur lögreglan fundið 15 ruslapoka með 30 líkams- hlutum, þar á meðal höndum, fótum, fótleggjum, þjóhnöppum og hand- leggjum, eitt höfuð og einn útlima- og höfuðlausan líkama. Talið er, að líkamshlutirnir séu af fjórum og hugsanlega sex konum en DNA- Talinn vera menntaður og úthugsaður morðingi rannsókn á þeim mun taka nokkra mánuði. Ruslapokarnir fundust á fjórum stöðum í borginni og bera þeir nöfn, sem hugsanlega eru táknræn fyrir morðingjann, eða Kvíðastræti, Inn- leggs- eða Skráningarstræti, Haturs- fljót og stræti, sem heitir eftir heilög- um Symphorien, frönskum dýrlingi frá því á þriðju öld. Var hann háls- höggvinn og eru bein hans geymd sem helgur dómur í nálægri kirkju. Lögreglan er einnig að kanna frá- sagnir um, að kaþólskur félagsskap- ur, sem kenndur var við Jóhannes hálshöggna eða Jóhannes skírara og fylgdi dauðadæmdum mönnum til aftökustaðar á miðöldum, hafí oft gengið um eitt þessara stræta. Er félagsskapurinn enn við lýði en stundar nú almennt hjálparstarf við fanga. „Það er augljóst, að morðinginn er mjög kunnugur öllu hér í Mons, hann er afar nákvæmur og á í ein- hveijum erfiðleikum þegar konur eru annars vegar,“ sagði Didier Vanreus- el, talsmaður saksóknarans í Mons. Þótt líkamshlutimir hafí verið skornir af mikilli nákvæmni er ekki talið, að maðurinn sé læknismennt- aður og verið er að kanna hvort rekja megi dauða franskrar vændiskonu, sem fannst í poka í Hatursfljóti í júlí í fyrra, til hans einnig. Ekki er talið útilokað, að maðurinn sé franskur en Mons er aðeins í 20 km fjarlægð frá frönsku landamærunum. á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila íýrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11. Símbréf569 11 10. Netfang augl@mbl.is w t þú ynnir 44 mltljónir | VíkiiuMlnHÁinuf K I N -G A Lfni Til mikils að vinna! AUa midvikudaga fyrirkl. 16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.