Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 21
ERLENT
Kalt vor í Bosníu
Reuter
ÍBÚAR Sarajevoborgar beijast
á móti hríðarbyl í gamla borgar-
hlutanum í gær. Vorið hefur
verið með eindæmum hryssings-
legt og kalt, að sögn veðurfræð-
inga raunar hið kaldasta í 100
ár í borginni.
Maríjúana gert
upptækt í San
Francisco
San Francisco. Reuter.
BANDARÍSKA lyfjaeftirlitið réðst
á mánudag inn í klúbb í San Franc-
isco, þar sem krabbameins- og al-
næmissjúklingar geta keypt marijú-
ana, og gerði upptækar 331
kannabisplöntu og ræktunarbúnað.
Ákvörðunin um að selja megi
sjúklingum marijúana í Kaliforníu
brýtur í bága við alríkislög og er
sögð notuð sem skálkaskjól til að
selja eiturlyf.
Talsmaður lyíjaeftirlitsins segir
að fengin hafí verið leitarheimild í
einum af fimm klúbbum sem selja
megi marjúana og þar hafi fundist
„heil marijúanaverksmiðja".
Lyfjaeftirlitið segist fýlgja alrík-
islögum, hvað sem lögum ríkjanna
líði og samkvæmt þeim sé sala og
framleiðsla eiturlyfja bönnuð.
Fjöldamorðingjans í Belgíu enn leitað
Virðist vera í
eins konar táknleik
Brussel. Reuter.
BELGÍSKA lögreglan er þeirrar
skoðunar, að fjöldamorðinginn, sem
skilið hefur eftir ruslapoka með lík-
amsleifum úr konum á nokkrum
stöðum í bænum Mons, telji sig vera
í einhvers konar táknleik. Eru sér-
fræðingar lögreglunnar að reyna að
gera sér grein fyrir manninum og
geta sér til um hans næstu skref.
Það, sem lögreglan hefur í hönd-
unum, bendir til, að maðurinn sé
menntaður, úthugsaður morðingi,
sem þekki vel til í Mons, og hugsan-
lega eru honum einhvers konar trú-
mál ofarlega í huga.
Frá 22. mars sl. hefur lögreglan
fundið 15 ruslapoka með 30 líkams-
hlutum, þar á meðal höndum, fótum,
fótleggjum, þjóhnöppum og hand-
leggjum, eitt höfuð og einn útlima-
og höfuðlausan líkama. Talið er, að
líkamshlutirnir séu af fjórum og
hugsanlega sex konum en DNA-
Talinn vera
menntaður og
úthugsaður
morðingi
rannsókn á þeim mun taka nokkra
mánuði.
Ruslapokarnir fundust á fjórum
stöðum í borginni og bera þeir nöfn,
sem hugsanlega eru táknræn fyrir
morðingjann, eða Kvíðastræti, Inn-
leggs- eða Skráningarstræti, Haturs-
fljót og stræti, sem heitir eftir heilög-
um Symphorien, frönskum dýrlingi
frá því á þriðju öld. Var hann háls-
höggvinn og eru bein hans geymd
sem helgur dómur í nálægri kirkju.
Lögreglan er einnig að kanna frá-
sagnir um, að kaþólskur félagsskap-
ur, sem kenndur var við Jóhannes
hálshöggna eða Jóhannes skírara og
fylgdi dauðadæmdum mönnum til
aftökustaðar á miðöldum, hafí oft
gengið um eitt þessara stræta. Er
félagsskapurinn enn við lýði en
stundar nú almennt hjálparstarf við
fanga.
„Það er augljóst, að morðinginn
er mjög kunnugur öllu hér í Mons,
hann er afar nákvæmur og á í ein-
hveijum erfiðleikum þegar konur eru
annars vegar,“ sagði Didier Vanreus-
el, talsmaður saksóknarans í Mons.
Þótt líkamshlutimir hafí verið
skornir af mikilli nákvæmni er ekki
talið, að maðurinn sé læknismennt-
aður og verið er að kanna hvort rekja
megi dauða franskrar vændiskonu,
sem fannst í poka í Hatursfljóti í júlí
í fyrra, til hans einnig. Ekki er talið
útilokað, að maðurinn sé franskur
en Mons er aðeins í 20 km fjarlægð
frá frönsku landamærunum.
á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum
sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem
eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila íýrir kl. 12 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 569 11 11. Símbréf569 11 10. Netfang augl@mbl.is
w
t
þú ynnir 44 mltljónir
| VíkiiuMlnHÁinuf
K I N -G A
Lfni
Til mikils að vinna!
AUa midvikudaga fyrirkl. 16.00