Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 53 FRÉTTIR Ráðstefna um græna endurskoðun FÉLAG löggiltra endurskoðenda heldur ráðstefnu um umhverfisend- urskoðun undir yfirskriftinni: Hvers virði er græn endurskoðun? Til- gangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á vaxandi kröfum sem gerð- ar eru til fyrirtækja og stofnana í umhverfis- og mengunarmálum. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel Reykjavík í dag, 23. apríl, kl. 12-17. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að endurskoðendur taki þátt í umhverfisendurskoðun fyrir- tækja, segir í fréttatilkynningu. í sumum löndum, t.d. Danmörku, er umhverfisendurskoðun eða græn endurskoðun lögbundin. Tveir sér- fræðingar starfandi í Danmörku, Henning K. Nielsen, löggiltur endur- skoðandi hjá BDO Scanrevision, og Páll M. Ríkharðsson, umhverfisráð- gjafi hjá Price Waterhouse, munu flytja erindi á ráðstefnunni. Meðal annarra ræðumanna er Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, og Þórhallur Jónasson, gæðastjóri SR- mjöls, sem fjalla um umhverfisstefnu fyrirtækja sinna. Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri umhverfísráðu- neytis, kynnir þær kröfur sem stjórn- völd gera til fyrirtækja varðandi umhverfisvernd og Garðar Ingvars- son, framkvæmdastjóri markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, ijallar um græna endurskoðun sem viðvarandi verk- efni. Ráðstefnustjóri er Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi og formaður FLE. Ráðstefna um mál- efni flóttamanna RAUÐI kross íslands gengst fyrir ráðstefnu um málefni flóttamanna á alþjóðadegi Rauða krossins, fimmtu- daginn 8. maí næstkomandi. Ráð- stefnan hefst í Norræna húsinu kl. 14 að viðstöddum forseta íslands og ráðgert er að henni ljúki kl. 17.15. Jafnframt verður úthlutað rann- sóknarstyrkjum úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Tilgangur ráðstefnfunnar er að draga upp mynd af aðstæðum flóttafólks og fjalla um stuðning hjálparstofnana og stjórnvalda við fólk á flótta. Meðal annars verður fjallað um þann stuðning sem ís- lendingar hafa veitt flóttafólki og stefnu stjórnmálaflokkanna í þeim efnum. Frummælendur verða: Hans Thoolen, forstöðumaður Flótta- mannastofnunar SÞ í Stokkhólmi. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands. Pétur Pétursson félagsmálaráðherra. Zeljka Popovic, úr hópi flóttamann- anna á ísafírði. Að erindum frummælenda lokn- um verða pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa þingflokkanna. HAMRAHLÍÐARKÓRINN er annar tveggja kóra, sem syngja í hátíðarsal MH á sumardaginn fyrsta. Kórarnir við Hamrahlíð syngja inn sumarið SUMARDAGINN fyrsta, fimmtu- daginn 24. apríl, halda kórarnir við Hamrahlíð undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur upp á sum- arkomu með skemmtun í hátíðar- sal Menntaskólans við Hamrahlíð undir heitinu Vorvítamín. Kórfélagar, sem eru í kringum 130 í tveimur kórum, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefj- ast kl. 14:30 en hinir seinni kl. 16:30. Húsið verður opnað kl. 14 og er fólki ráðlagt að koma tímanlega til að fá sæti. Ekkert kostar inn en seldar verða kaffi- veitingar í hléi á milli tónleik- anna. Agóði af sölu veitinga rennur í ferðasjóð Hamrahlíðar- kóranna en kórarnir ætla í söng- ferðir til Kanada og Austurríkis í sumar. I hléinu munu einnig verða ýmsar uppákomur. Á fyrri tónleikunum verða sungin íslensk lög og mótetta eftir Bach en á þeim seinni verða flutt verk frá ýmsum löndum, til að mynda sígaunaijóð Brahms og þjóðlagaútsetningar Bartoks. Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð er nýkominn úr söngferð um Vestfirði. Hélt kórinn 9 tónleika á ýmsum stöðum og vakti söngur hans mikla hrifningu. Samkomur í Kristniboðssalnum Opið hús hjá Garðyrkju- skóla ríkisins NEMENDUR Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða með opið hús sumardaginn fyrsta frá kl. 10-18. Skólinn er á Reykjum í Ölfusi, nánari tiltekið fyrir ofan sundlaug- ina í Hveragerði. í skólanum stunda 40 nemendur á aldrinum 20-40 ára nám á fimm mismun- andi námsbrautum: skrúðgarð- yrkju-, umhverfis-, garðplöntu-, ylræktar- og blómaskreytinga- braut. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hafa skólann opinn annað hvert ár fyrir almenning sumar- daginn fyrsta. Árið 1995 komu um 6.000 gestir í heimsókn. Á þessum árstíma er 1.400 fm garðskáli sem er stór hluti af skólahúsinu allur í blóma. Mörg gróðurhús eru á svæðinu og flest þeirra verða opin. Gestum sem heimsækja skólann þennan dag er boðið að fara ókeyp- is í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði. Opið hús í leikskólum í Seljahverfi born og starfsfólk leikskólanna í Seljahverfi verða með opið hús laugardaginn 26. apríl nk. Þá bjóða börnin vinum og vandamönnum og öllum sem vilja kynna sér starf- semi og menningu leikskólanna í heimsókn. Leikskólarnir fimm í Seljahverfi hafa formlegt samstarf sín á milli. I því felst m.a. samstarf um ýmsa árvissa viðburði, s.s. öskudag, opið hús og sérstaka hátíð í tilefni þjóð- hátíðar. Leiskólarnir verða opnir sem hér segir: Leikskólinn Jöklaborg v/ Jöklasel kl. 9.30-12.30, Leikskól- inn Seljaborg v/Tungusel kl. 10- 13, Leikskólinn Hálsaborg v/Hálsasel kl. 10.30-13.30, Leik- skólinn Hálsakot v/Hálsasel kl. 11- 14 og Leikskólinn Seljakot v/Rangársel kl. 11.30-14.30. Fjársöfnun Hjálparstofnun- ar kirkjunnar UM SUMARMÁL gengst Hjálpar- stofnun kirkjunnar fyrir fjársöfnun undir yfirskriftinni: Sendum þeim sumargjöf. 56.000 gíróseðlar hafa verið sendir út á aldurshópinn 40-75 ára. Þeir eru stílaðir á karla og einhleypar konur, segir í frétta- tilkynningu. Fjárframlögum verður varið til að senda föt sem safnast hafa á áfangastað og til kaupa á öðrum neyðargögnum t.d. orkukexi, heilsu- og skólapökkum, sápu, tjöldum o.fl. sem óskað hefur verið eftir fyrir flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu, Tsjetsjeníu og Angóla. Hitaveitustokk- urinn genginn HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni með rútu frá Hafnarhúsinu kl. 20 og Toppstöðinni við Elliðaárnar kl. 20.20. Gangan hefst við elstu borholu Hitaveitur Reykjavíkur á Reykjum í Mosfellsbæ, gengið niður Varmá og yfir á Hitaveitustokkinn til Reykjavíkur að Úlfarsá. Jón Guð- mundsson á Reykjum slæst í hóp- inn. Stansað verður í brekkunni ofan við gömlu sundlaugina á Ála- fossi og einnig farið í sérstaka heimsókn í tilefni dagsins. Allir eru velkomnir. Djass og þjóðlög 1 Bústaðakirkju DANSKA hljómsveitin Bazaar heldur tónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Blómamessa og tónleikar í Víði- staðakirkju BLÓMAMESSA verður að venju sumardaginn fyrsta í Víðistaða- kirkju kl. 14. Þar mun herra Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup, pred- ika og minnst verður 20 ára afmæl- is sóknarinnar. Systrafélag Víðistaðasóknar verður með sumarkaffi og að lok- inni guðsþjónustu og kl. 16 heldur Kór Víðistaðasóknar tónleika í kirkjunni undir stjórn organistans Úlriks Ólasonar. Flutt verður messa í d dúr op. 86 eftir Dvorak. Undir- leikari verður Guðjón Halldór Ósk- arsson. Djasstónleikar í Þorlákshöfn NORRÆNA félagið í Þorlákshöfn stendur fyrir djasstónleikum í Duggunni í Þorlákshöfn sumardag- inn fyrsta, fímmtudaginn 24. apríl, kl. 20.30. Það er danska djassbandið Bazz- ar sem er á tónleikaferðalagi á ís- landi sem mun spila, en í því eru Peter Bastian, Anders Koppel og Flemming Quist Moller, allt heims- frægir danskir djasstónlistarmenn. ■ AÐALFUNDUR Félags um skjalasljórn verður haldinn mið- vikudaginn 23. apríl kl. 15.30 í Skólabæ að Suðurgötu 26, Reykjavík. Á dagskrá verður skýrsla stjómar, reikningar félags- ins bornir upp til samþykktar, ár- gjald ákveðið, kosning stjórnar og varamanns, kosning tveggja endur- skoðenda og önnur mál. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla íslands, leiða umræður um Mannlíf og skjala- vörslu. Honum til aðstoðar verða Birgir Thorlacius, fyrrum ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðuneyti, og Svava H. Friðgeirsdóttir, bókasafnsfræðingur í Skjalasafni Landsbanka íslands. SAMKOMURÖÐ hefst í kvöld í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Yfirskriftin er: Orð Guðs til þín. Ræðumaður verður Helgi Hróbjartsson kristniboði. Aftur verður samkoma á föstudag og síðan á hveiju kvöldi til sunnudagsins 4. maí. Helgi Hróbjartsson hefur lengi unnið að kristniboði og hjálparstarfí í Afríku, einkum í Eþíópíu. Undan- farin ár hefur kristnum mönnum fjölgað mjög á svæði því sem Helgi hefur starfað á í Suðaustur-Eþíópíu VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um lífeyrismál: „Frelsi í lífeyrismálum og í því hvernig fólk ráðstafar sparnaði sínum tii efri áranna hefur ekki verið mikið hér á landi og er lögnu orðið tíma- bært að auka það. Því mótmælir Vörður, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri, harðlega lífeyris- sjóðsfrumvarpi ríkisstjómarinnar sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta frumvarp er skref aftur á bak og lið- ur í því að auka umsvif lífeyrissjóð- FRESTUR skólafólks, 17 ára og eldra, til að sækja um sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar rennur út þann 30. apríl nk. Líkt og undanfarin ár er á árinu 1997 rekin sérstök vinnumiðlun fyr- ir skólafólk á vegum Reykjavíkur- borgar. Tekið er á móti umsóknum að Engjateigi 11, á eyðublöðum sem þar fást og er umsóknarfrestur, eins og áður sagði, til nk. mánaðarmóta. eins og raunar víðar í landinu og margir söfnuðir verið stofnaðir. Helgi hefur einnig predikað í Nor- egi, Færeyjum og hér heima. Með yfirskriftinni: Orð Guðs tii þín er haft í huga að fagnaðarerind- ið um Jesú Krist eigi erindi til allra manna og að því fylgi varanleg blessun sé því viðtaka veitt, segii fréttatilkynningu. Samkomurnar í Kristniboðssaln- um eru fyrir fólk á öllum aldri. Þar verður mikill almennur söngur. Allir eru velkomnir. anna sem hljóta að teljast næg fyrir. Frumvarpið gengur í berhögg við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og mun færa íslenskt þjóðfélag í átt til stöðnunar og aukinnar miðstýr- ingar. Það er ábyrgðarleysi hjá mönnum sem boða valfrelsi einstakl • ingsins í lífeyrissjóðsmálum að leggja fram frumvarp sem þetta. Með þessari u-beygju á stefnu sinni og undanlátssemi við stóra þrýstihópa gerist rikisstjórnin ótrú- verðug. Það er ekki til þess falliö að almenningur treysti henni.“ Þegar skóla er lokið og umsækjend- ur tilbúnir til vinnu verða þeir að koma til Vinnumiðlunar skólafólks og staðfesta umsóknir sínar, annars falla þær úr gildi. Flest sumarstörf hjá Reykjavíkur- borg eru á vegum Garðyrkjudeildar. íþrótta- og tómstundaráðs, Gatna- málastjóra og veitustofnana. Störfín heíjast að jafnaði um mánaðamótin maí/júní. Mótmæla lífeyris- sjóðafrumvarpi Umsóknarfresti að ljúka hjá Vinnumiðlun skólafólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.