Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
98. TBL. 85. ÁRG.
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Verkamannaflokkurinn vann 419 þingsæti af 659 og hefur aldrei áður verið jafn sterkur á þingi
Hef fengið umboð til að knýja
fram eitt Bretland og sameinað
London. Morgunblaðið, Reuter.
YFIRBURÐASIGUR Verkamannaflokksins í þingkosningunum á Bretlandi
gefur Tony Blair, nýjum forsætisráðherra landsins, rúmt svigrúm til að-
gerða. Meirihluti flokksins á þingi er mjög mikill, eða 179 þingmenn, þann-
ig að Blair mun eiga auðveldara með að fara sínu fram en forveri hans,
John Major, sem aðeins hafði nauman meirihluta á þingi og var oft og tíðum
í gíslingu einstakra þingmanna. Blair sagði áður en hann gekk inn í Down-
ingstræti 10 að úrslit kosninganna hefðu veitt sér umboð til að koma á
einingu í bresku þjóðfélagi. Umboð til að knýja fram eitt Bretland og
sameinað. Hann sagði að markmið nýrrar stjórnar yrðu að bæta skólakerf-
ið þannig að menntun yrði ekki aðeins handa hinum fáu, heldur fjöldan-
um, ríkisstjórnin þyrfti að muna að flokkur hennar bjó til heilbrigðiskerf-
ið, hún myndi starfa með frammámönnum viðskiptalífsins til að búa efna-
hagslífínu góða framtíð og hún ætti ávallt að þjóna almenningi.
Refsar
sér fyrir
gægjur
Tókýó. Reuter.
JAPANSKUR borgarstjóri
kvaðst í gær ætla að lækka
laun sín um helming næsta
hálfa árið fyrir að hafa gægst
inn í baðherbergi kvenna.
Yiochiro Iono, borgarstjóri
Kitakata, sagðist þannig ætla
að refsa sjálfum sér fyrir að
hafa horft á tuttugu konur
baða sig á hressingarhæli sem
borgin rekur. Borgarstjórinn,
sem er 72 ára, var í opinberri
skoðunarferð á hressingarhæl-
inu þegar það var opnað í liðn-
um mánuði, gekk inn í búnings-
herbergi og gægðist inn í bað-
herbergið í gegnum glerhurð.
Hættaá
ferðum við
Arlanda
TVÆR SAS-flugvélar voru hárs-
breidd frá því að skella saman við
Arlanda-flugvöllinn í Stokkhólmi.
Voru aðeins um 30 metrar á milli
þeirra en reglur um aðskilnað loftf-
ara kveða á um fímm kílómetra bil.
Olle Sundin, yfirflugumferðarstjóri
á Arlanda, segir að öryggisreglur
hafi verið gróflega brotnar og sé
atvikið litið mjög alvarlegum augum.
Þota af gerðinni DC-9 var að
koma úr flugi frá Ábo með 84 far-
þega um borð en er hún átti að lenda
var Fokker-flugvél með níu farþega
á leið til Karlstad að hefja flug á
annarri braut.
Flugmenn DC-þotunnar hættu við
lendingu og hugðust gera aðra lend-
ingartilraun með þeim afleiðingum
að Fokker-flugvélin nálgaðist óð-
fluga. Flugumferðarstjóri sá hvert
stefndi og skipaði flugmönnum
beggja flugvéla að sveigja til að þær
skyllu ekki saman.
Ástæður atviksins í fyrradag eru
að öðru leyti óljósar en formleg rann-
sókn hefst nk. mánudag og verður
hún í höndum rannsóknarnefndar
flugslysa.
Verkamannaflokkurinn vann 419
þingsæti af 659, bætti við sig 146
og hefur aldrei áður verið jafn sterk-
ur á þingi. Stjórnmálamenn í ríkjum
Evrópusambandsins (ESB) fögnuðu
sigrinum og sögðust vona að ný
stjórn undir forystu Tony Blairs
yrði samvinnuþýðari en stjórn
Ihaldsflokksins í viðræðunum um
samruna ESB. Blair lýsti því yfir
fyrir kosningarnar að hann myndi
undirrita félagsmálasáttmála ESB
en líklegt er að hann leggist gegn
hugmyndum um sameiginlega
stefnu ESB í utanríkis- og varnar-
málum. Ennfremur er ólíklegt að
hann fórni pundinu fyrir evróið og
samþykki aðild Breta að Efnahags-
og myntbandalaginu, EMU, árið
1999.
Blair sagðist hafa með sigrinum
fengið umboð til að koma hlutum í
verk. „Þetta verður stjórn raun-
hæfra aðgerða til að ná göfugum
markmiðum."
I innsta kjarna
Tony Blair skipaði í gær í sjö
mikilvægustu ráðherrastólana í
stjórn sinni. Aðstoðarforsætisráð-
herra verður John Prescott, sem
kom hingað til lands í þorskastríðinu
um miðjan áttunda áratuginn, og
brá sér um borð í íslenskt varðskip.
Hann verður einnig ráðherra um-
hverfismála, samgangna og skipu-
lagsmála. Gordon Brown, 46 ára,
gamall vinur en einnig keppinautur
Blairs í forystu flokksins, verður
fjármálaráðherra. Robin Cook, 51
árs, verður utanríkisráðherra. David
Blunkett fer með menntamál í hinni
nýju ríkisstjórn. Hann hefur verið
blindur frá fæðingu. Margaret Bec-
ker var eina konan á meðal þeirra
sem fengu staðfestan ráðherradóm
í gær, en hún mun fara með við-
skiptamál í nýju stjórninni.
Reuter
TONY Blair á leið inn í Downingstræti 10 ásamt eiginkonu sinni,
Cherie, og börnum þeirra þremur. Blair er yngsti forsætisráð-
herra Breta frá því Robert Banks Jenkinson, annar jarl af Liver-
pool, var við völd 1812-27 en hann varð 42 ára á kjördag.
Virðuieiki
Það var virðuleiki yfir John Major
þegar hann gekk síðasta sinni út
úr Downingstræti 10 skömmu fyrir
hádegi í gær. Major, sem eitt sinn
var synjað um starf bílstjóra strætis-
vagna í London, sagði að það hefðu
verið mikil forréttindi að fá að gegna
embætti forsætisráðherra, forrétt-
indi, sem féllu fáum í skaut.
„Eg vona að ég skilji við landið
í betra ásigkomulagi en það var í
þegar ég tók við því,“ sagði hann.
„Ég held að sú stjórn, sem nú tekur
við, fái í hendur bestu efnahagstöl-
ur, sem nokkur stjórn hefur fengið
frá síðari heimsstyijöld."
Fréttaskýrendur voru á því að það
hlyti að hafa verið erfitt augnablik
fyrir Major að kveðja með þessum
hætti, strax daginn eftir kosningar,
en hann hélt fullkominni stillingu
um leið og hann sagði að nú væri
tími til kominn að einhver annar
tæki við flokki sínum.
„Ég hef setið á þingi 1 18 ár,
setið í ríkisstjórn í 14 og verið for-
sætisráðherra í sex og hálft ár,“
sagði Major. „En þegar tjaldið fellur
er rétt að yfírgefa sviðið og nú
ætla ég að yfirgefa sviðið.“
Ihaldsflokkurinn galt afhroð,
hlaut 165 þingmenn, tapaði 178
sætum og voru sjö ráðherrar meðal
þeirra sem misstu þingsæti. Saman
fór þráin um breytingar og jafn-
framt refsuðu kjósendur íhalds-
mönnum fyrir djúpstæð innan-
flokksátök um Evrópumálin, svikin
skattaloforð og röð hneykslismála.
Þingmönnum Ftjálslyndra demó-
krata fjölgaði úr 20 í 46. Kjörsókn
var 71,3% og hefur ekki verið minni
eftir stríð.
Metfjöldi kvenna
Metfjöldi kvenna heldur nú inn-
reið sína í neðri deild breska þings-
ins, sem Bretar sjálfír kalla gjarnan
„móður allra þjóðþinga". Með stór-
sigri Verkamannaflokksins ijölgar
kvenþingmönnum úr 62 í 120. Þar
sem heildarijöldi þingsæta er 659
verður breska þingið þó eftir sem
áður mikið karlasamfélag. 101
hinna 120 nýju kvenþingmanna
voru frambjóðendur Verkamanna-
flokksins.
■ Kosið í Bretlandi/26, 27, 36, 37.
Kabila óttaðist ísbriótinn
Washington. Reuter.
LAURENT Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna
í Zaire, sagðist í gærkvöldi hafa hætt við að
fara til fundar við Mobutu Sese Seko forseta
Zaire um borð í suður-afríska ísbrjótnum Out-
eniqua af öryggisástæðum.
Margt þótti benda til þess í gær, að ekkert
yrði af fyrirhuguðum viðræðum leiðtoga stríð-
andi fylkinga í Zaire um borð í ísbijótnum við
Kongóstrendur.
Mobutu kom fimm tímum of seint um borð
í ísbrjótinn. Hafði hann ekki krafta til að ganga
upp 31 tröppu stiga og varð að bíða meðan
reist var brú til að aka honum um borð.
Kabila hætti á síðustu stundu við að fara
um borð í ísbijótinn. Hann sagðist hafa óttast
um öryggi sitt um borð. „Enginn sagði mér
neitt um hveijir væru þar, hvað þar ætti að
fara fram. Og nú er í ljós komið að forseti
Kongó var um borð, en allir vita að hann er
vinur Mobutus," sagði Kabila. Hann kvaðst
geta hugsað sér að fara til skips í dag, en
ætlunin var að aðstoðarforseti Suður-Afríku,
Thabo Mbeki, færi til fundar við hann í Lú-
anda í gærkvöldi til að skýra honum frá örygg-
isráðstöfunum um borð i ísbijótnum. Ætlunin
var að Mbeki fylgdi Kabila til skips.
John Dinger, talsmaður suður-afríska utan-
ríkisráðuneytisins, sagði að reynt yrði að koma
fundi Mobutus og Kabila á um helgina.