Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ Prúfhret ag kálgarða á tfiskin Það er ekki óalgengt að við íslend- ingar lendum í geðlægðum á vorin. Eftir að hafa haldið út myrkrið og kuldann er baráttuþrekið við náttúru öflin á þrotum og þegar - loksins - sólin rís erum við orkutæmd og koðnum niður. Súsanna Svavarsdóttir hefur fyr- ir sína parta fundið sitt lyf við mein- semdinni. Lyfíð er matur. VORIÐ hefst á því að páskaliljurnar springa út í garðinum íyrir framan húsið mitt. Stundum líka túlípanar. Svo kemur páskahretið - ekkert endi- lega um páskana - með frostbít og ofankomu. Páskaliljur og túlípanar hverfa eins og hendi væri veifað. Og alltaf er ég jafn viss um að þessi blóm vakni af vetri með ugg og kvíða - jafnvel þótt þau séu dauðleið á vetrinum. Mér fínnst ég vera dálítið eins og þessi blóm. Dauðleið á þessum endalausu vetrum og bíð eftir vor- inu. Svo, einn daginn, er bjartara en hefur verið lengi og maður hoppar og skoppar af kæti; gleymir sér hreint alveg. Hitastigið er gráðunni hærra og maður fer úr einni peysu af þremur - er að vísu áfram í snjó- gallanum til öryggis - og veit að bráðum kemur sá dagur að hægt verði að gefa ullarsokkunum frí í fjóra mánuði. En svo, næsta dag, er maður sleginn í hel. Og veit ekkert hvers vegna. Allt er svart. Tonn af heimi á öxl- unum. Fótunum kippt undan manni. Heimsendir í nánd. Maður verður óbifanlegur á þyngd og hugsar um kjötsúpur og baunasúpur og saltkjöt vetrarins, að ekki sé minnst á jólamatinn - og heldur að það sé ástæðan. Rifjar upp hverja máltíð vetrarins, þar sem maður borðaði of hratt, of mikið, of rangt, með ójafnvægi í fæðusamsetningunni - og heldur að það sé það. Alveg eins og allt hafí sest um kyrrt í kroppn- um. En það er ekki það. Pessi árans mæða, sem er árviss á 2. í vorilmi, á sér allt aðra ástæðu. Petta er gamalt og gróið próf- hret. Attaði mig á því um daginn þegar sonur minn kom og fór að segja mér frá prófunum sem hann færi í núna í maí. Sagði frá þeim, eins og ekkert væri eðlilegra; var lengi að tala um þau. Og á meðan óx inni í mér angist og kvíði. Bara óx og óx og óx - þang- að til ég var fallin í öllu. Var maður ekki bara búinn að hafa prófskrekk á vorin í tugi ára, án þess að vera neitt á leiðinni í próf? Aldrei tekið eftir því að prófin í skóla lífsins eru á öllum árstímum og væri nú nær að kvíða þeim. En mikið rosalega var ég fegin að það var ekki maturinn. Vegna þess að mér fínnst matur alltaf besta meðalið við öllum mín- um meinsemdum; þunglyndi, of- virkni, misvirkni, vanmætti (nei, af- sakið, það er námskeiðið sem ég skrópaði í og á eftir að harma það alla ævi), angist, kvíða, reiði (nei, al- veg rétt, þá þríf ég), tíðarfarinu, aflabrestinum, efnahagsástandinu - og svo áfram listann yfír allt sem gerir lífíð leiðinlegt. 500 g sykurbaunir 500 g ferskur aspas Veiðið upp úr og setjið beint í ís- kalt vatn, til að halda fersleikan- um. Færið síðan yfir í sigti til að láta vatnið renna af grænmetinu 1 bolii belgbaunir, skornar í sneiðar bolli gulrætur, skornar í ræmur og þurrkið síðan með þurrum (langsum) klúti. Geymið suðuvatnið. 2. Hitið 3 msk. af ólívuolíu og smjörið á stórri pönnu, við meðal- hita. Þegar smjörið er farið að 3 msk. ólivuolia 2 msk. ósaltað smjör bolli rauð paprika, skorin í ræmur (langsum) freyða á að bæta rauðu og gulu paprikunni á pönnuna og láta krauma í eina mínútu. Bætið furuhnetunum við og kraumið áfi-am í eina mínútu. Bætið þá bolli gul paprika, skorin í ræmur (langsum) 2 msk. furuhnetur, ristaðar þuirkuðum baununum, aspasin- um, belgbaununum og gulrótun- um út í og hrærið öllu saman þar til blandan er grænmetið er orðið 1 pk. heilhveitispaghetti (500 g) 1 bolli grófraspað hvítkál 2 msk. ferskur, saxaður graslaukur heitt í gegn og gljáð af ol- íu/smjöri. 3. Sjóðið spaghettíið í salt- vatni og einni msk. olíu. Setjið salt 4 msk. fínt söxuð persilja Ferskur parmesanostur, rifinn yfir í lokin 1. Sjóðið vatn (með salti) í stórum potti. Setjið eina tegund í einu - sykurbaunir, aspas, belg- baunir og gulrætur í sjóðandi vatnið til að mýkja það (2-3 mín.), það síðan í fat (sem hefur verið hitað) og hellið grænmetinu á pönnunni yfir. Blandið vel, bætið við salti eftir smekk og blandið aftur. Setjið þetta síðan á diska og stráið persilju og parmesa- nosti yfir. Og hvað eldar maður til að hysja sig upp í örlitlá sólarglennu? Eitthvað suðrænt. Pasta? Já, en ekki hvítt. Það minnir bara á snjóinn (sem er nú dálítið non-hvít- ur hér) og vetrargrámann. Það verð- ur að vera brúnt pasta, enda er það bragðbetra. Fara upp í Yggdrasil að kaupa pasta. Krakkarnir borða ekki pasta í skrúfum og skeljum og slauf- um - svo það verður að vera spag- hettí. Hafa hvað með því? Eitthvað litríkt; rautt og gult og grænt og alla vega. Eitthvað sem lít- ur rosalega fjöi-ugt út. Ekki kjöt. Pað er brúnt. Ljótt á brúnu pasta, jafnvel þótt maður malli tómatjukki út í það. Allir á heimilinu orðnir svo leiðii- á hakki með tómötum, hvítlauk, basil, oregano og öllum þessum klassísku ítölsku kryddum. Töluvert mörg hökk á tilboðsverði búin að renna í gegnum meltingarfærin í vetur. Og nú fer grænmetið að birtast á tilboð- um. Guði sé lof. Pess vegna þyifti sumarið að vera lengra en veturinn. Og svo rýkur maður út í búð og verslar í sitt ekta fína vorpasta. Bara það grænmeti sem fæst fer- skast hverju sinni - en þetta er best: (Við getum bara kallað það Pasta Primavera, því það hefur ilm og bragð af vori). Heim hjá mér þykir mjög gott að hafa gróf smábrauð - en ekki með smjöri, heldur blöndu af olíu/bals- amediki, með piparblöndu og dijon sinnepi út í; u.þ.b. átta msk. olía, tólf msk. balsamedik, tsk. piparblanda og 1 tsk. sinnep; hræra vel saman. Þegar þessi kálgarður er kominn á diskinn, léttist nú á manni brúnin. Hann er svo litríkur. Og þegar hann er kominn í bumbuna, er eins og sjálft vorið streymi út í blóðrásina með öllum sínum óbærilega létt- leika... Við erum jú þung þjóð, ekki satt? Draumar og ferðalög DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Ljósmynd/Kristján Kiistjánsson í FRAMANDI landi draums á völluin vitundar. MARGIR eiga sér draum um ferð til framandi landa þar sem tíminn hefur annað gildi og umhverfíð er næstum ójarðneskt í framandleik sínum; þar sem siðir, tungutak og venjur eru svo fjarri manni að mað- ur líður í andakt gegnum þriggja vikna sumarferð og kemur endur- nærður, fullur skynhrifa og galop- inn fyrir nýjum flötum á gömlum gildum. Ferðin til draumalandsins um merkur ókunnra svæða vitund- arinnar er einnig ferð til fjár. Að sjá í draumkíki fyrri líf sálarinnar til að dýpka skilning sinn á tilver- unni, að svífa á vængjum draums- ins til innsýnar í framtíð eða þramma draumbrekkur nútíðar svo morgundagurinn beri ávöxt. Draumaferðir eiga sér margar or- sakir og skýringar, þær geta verið sálnaflakk um rúm og tíma í ýms- um persónulegum tilgangi, vitund- arferðir til þroska og skilnings eða björgunarferðir sjálfsins til vanda- mála líðandi stundar. í þessum ferðum notum við ýmsar gerðir far- artækja til að túlka tilgang ferðar- innar, þróun okkar og þroska. Þessi farartæki geta bæði verið persónu- leg tákn og sameiginleg öðrum, sem dæmi nota margir flugvélar á sálnaflakki til tengingar við aðrar sálir en í persónulegum ferðum er stuðst við sjálfstæð tákn svo sem reiðhjól. Draumar lesenda I draumi „Dúnsýar" sem er ferðadraumur eru mjög persónuleg tákn á ferðinni. Þar notar hún Harley Davidson mótorhjól og svartan lit til að spegla hug sinn en svartur litur er ein af mítum karl- mannlegra eiginleika. I draumum „Sunnu“ birtast aðrir svartir eigin- leikar sem vísa til mítunnar um vald svarta litarins. Draumur „Dúnsýar" Mig dreymdi að ég ásamt fleira fólki var að fara í hópferð á stórum mótorhjólum. Þessi hjól voru frekar gamaldags og mjög stór Harley Da- vidson hjól líkt og lögreglan notar. Mér fannst þau fullstór en réð samt við þau. Svo sé ég ný hjól kolsvört og talsvert minni, mér fannst þau passleg. Þeim fylgdu svört arm- bandsúr með 4 tökkum. Einnig fylg- du þeim nýir svartir skór. Eg fann skó nr. 39, sem smellpössuðu. Svo sá ég risastóra skó sem mér fannst passa á sambýliskonu mína. Kona sem stjórnaði hópnum sagði að hjól- ið væri 1/2 Harley D. Þetta hjól var mjög fullkomið, með gleri og rúðu- þurrku. Næst var ég í eldhúsi á ein- hverjum veitingastað í hvítum síð- um kjól. Ég sá þjónana safna vínaf- göngum úr glösum, ein þjónustu- stúlkan var orðin mjög drukkin og fannst mér ég vara hana við að hún gæti misst vinnuna. Mér fannst ég og einhver karl, sem var með hönd- ina á öxlinni á mér, labba fram í sal- inn. Eg hugsaði að nú héldi sambýla mín að hann væri að reyna við mig. Ég settist við borð og það var farið að spila gömlu dansana og fólkið ruddist út á gólfíð. Enginn bauð mér upp en ég sá að fermingarbróðir minn kom í áttina til mín en þegar ég leit aftur á hann var þetta pabbi hans (hann er dáinn). Svo var ég aft- ur komin á hjólin að fara þriðju ferðina með einhverjum sem voru ragir. Ég ætlaði að velja mér hjálm en þá voru engir eftir sem pössuðu og þegar ég ætlaði að taka eitt af nýju hjólunum 8 mátti það ekki. Ég lét mér það lynda og tók gamla tor- færuskellinöðru sem var ein eftir, þetta var drusla. Ráðning Þessi draumur lýsir skeiði í lífí þínu (lífsferð) sem á upptök sín fyr- ir allnokkru (gamaldags hjól), skeiðið virðist blandast tilfínning- um bundnum kynhlutverki sem hafa blundað lengi (gömlu hjólin sem hópurinn hóf ferðina á, en hóp- urinn er ýmsir eiginleikar þínir). Þessar tilfínningar fá skyndilega útrás í athöfnum og lífi (minni hjól- in sem pössuðu, skórnir og númer (ár) þeirra ásamt úrinu með fjóru tökkunum segja að skeiðið sé bund- ið snöggum skiptingum og standi enn yfir). Framhaldið á veitinga- húsinu lýsir hugsunum þínum um hlutverk þitt og efasemdum um ágæti þess (þjónustufólkið (þú) safnar saman leifum annarra og ein verður drukkin (hefur ekki stjórn á málunum), einhver karl er Animus þinn og leiðbeinandi um drauminn. Það að enginn býður þér upp árétt- ar efann og minningar um annað líf (fermingarbróðir og látinn faðir) sækja á. I þriðju ferðinni (síðasta hluta skeiðsins) stendur þú allt í einu ein (ferð með einhverjum sem voru ragir) um erfíðar ákvarðanir, því það sem hentaði þér áður (hjól- ið og skórnir sem pössuðu) hentar ekki lengur (hjálmarnir passa ekki, hjólin 8 (ár?) eru ekki á lausu). Lokin tala um tilraun þína til að gera gott úr því sem komið er. Draumar „Sunnu“ Veturinn 1995: Ég lá í rúminu mínu og komst ekki upp úr því, það var frekar bjart og ég fann að ég var að vakna. Skyndilega sá ég og fann svartar verur sem líktust skuggum vera að þreifa á húsgögn- unum mínum. Þær voru eitthvað að þreifa á fataskápnum mínum og fóru svo að útvarpinu, ég fann að ég gat ekkert gert. Veturinn 1996: Aftur ligg ég í rúminu mínu og er að spjalla við gamlan mann sem situr í sófanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.