Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 13

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 13 FRÉTTIR Borgarstjóri kynnti sér stjórnsýslu og borgarstofnanir 1 Bandaríkjunum Reynt að ná víðtækri sátt um markmið til lengri tíma FERÐIN til Bandaríkjanna var í boði Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna og kynnti borgarstjóri sér stjórnsýslu og rekstur borgarstofn- ana í nokkrum borgum í mismun- andi hlutum Bandaríkjanna. Endur- skipulagning á stjórnsýslu Reykja- víkur og borgarstofnunum sem nú fer fram byggist að miklu leyti á hugmyndum sem eiga rætur í Bandaríkjunum og sem reyndar hafa verið þar frá því um 1990. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, hefur undanfarin ár sinnt því fyrir Clinton-stjórnina sem nefnt er „reinventing government", eða end- urskilgreining stjórnsýslunnar og byggist á svonefndri árangursstjórn- un. Ingibjörg segir að þessar hug- myndir séu viðbrögð við breyttum aðstæðum. „Það er stöðugt verið að leggja fleiri skyldur á borgirnar með lögum, án þess þó að tekjustofninn sé stækkaður. Það þarf líka að að- lagast þeirri breytingu að ekki er lengut' verið að stjórna vexti. Þess vegna þarf að endurskipuleggja stjórnsýsluna og finna aðferðir til að nýta peningana betur.“ Mælanleg markmið og langtímasýn Samkvæmt aðferðum þeim sem beitt er í Bandaríkjunum eru sett ákveðin markmið fyrir borgina sem heild. „Markmiðin eru til nokkuð langs tíma og menn reyna að ná sem víðtækastri sátt um þau,“ segir Ingi- björg. „Hverri stofnun og deild er sett ákveðin stefna til framtíðar. Þær setja sér síðan markmið sem eru mælanleg. Verkefnunum er for- gangsraðað og Qárhagsáætlunin tekur mið af því. Sumar deildir fá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fór fyrir skömmu til Bandaríkjanna til að kynna sér stjómsýslu og borgarstofnanir þar og hugmyndir um endurskipulagningu. Ingibjörg sagði Helga Þorsteinssyni að Reykvíkingar væru á réttri leið en að þeir ættu töluvert eftir til að ná Bandaríkja- mönnum í þessari þróun. aukningu, aðrar fá nið- urskurð, eftir því hversu mikilvægar þær eru fyrir þessa sameig- inlegu sýn og markmið. Þannig tengist sterkt saman langtímasýn, mælanleg markmið og fjárhagsáætlun. Ingibjörg segir að áhersla sé lögð á sam- anburð við aðrar borgir til að meta árangurinn. „Kannað er hvað ein- stakir liðir, til dæmis sorphirða, kosti hjá öðr- um borgum, og spurt: Er dýrara eða ódýrara hjá okkur? Stöndum við okkur vel eða illa? Þar sem hlutirnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir móta langtímasýn fyrir borgina og mælanleg markmið fyrir stofnan- irnar. Stofnanir borgar- innar eiga einmitt núna að vera að vinna í því að fmna þessi mælan- legu markið, hvað við getum mælt og hvernig. Þetta verður síðan eitt- hvað sem allir geta séð og borið saman, jafnt yfirmenn borgarinnar, stjórnmálamenn og borgarbúar.“ Peningar mælikvarði mikilvægis eru dýrari er auðvitað leitað leiða til að ná sömu niðurstöðu og hjá þeim sem best standa.“ Ingibjörg segir að Reykvíkingar séu að feta sig inn á þetta ferli. „Við byijuðum með rammafjárhagsá- ætlun þessa árs og erum núna að Ingibjörg segir að hingað til hafi verið tilhneiging að horfa á peninga- þáttinn einan í stjórnsýslunni. „Stefnan hefur verið sú að veita meiri peninga til þess málaflokks sem leggja á áherslu á án þess að við áttum okkur alltaf á því hvort verið sé að ná árangri með peningun- um eða ekki. Það er viðtekið viðhorf í allri stjórnmálaumræðu hér að mælikvarðinn á það hvort maður vill gera vel við málaflokk er hversu miklir peningar fara inn.“ Bandaríkjamenn komnir lengra Ingibjörg segir að reynsla sín af ferðinni sé að Reykvíkingar séu á réttri leið en eigi þó talsvert eftir. „í bandarísku borgunum var byijað á þessu nokkru fyrr en hér, eða um 1990. Borgin Philadelphia, sem ég heimsótti, var til dæmis á barmi gjaldþrots um 1991 en nú hefur tek- ist að ná tökum á fjármálunum og borgin á afgang. Borgin Phoenix í Arizona, sem ég heimsótti einnig, er enn lengra komin og hefur fengið sérstaka viðurkenningu fyrir árang- urinn.“ Ingibjörg segir að reynsla banda- rísku borganna sé að endurskipu- lagningin sé þróun en ekki endurbót sem sé fullsköpuð í fyrstu andrá. Hana þarf stöðugt að betrumbæta. „Margt frá Bandaríkjunum er ekki hægt að yfirfæra á ísland því verkaskipting milli mismunandi stjórnsýslustiga er önnur þar í landi og stjómsýslustigin eru fleiri. Vanda- málin eru þó að miklu leyti sameigin- leg flestum borgum á Vesturlöndum. Borgirnar sem ég heimsótti í Banda- ríkjunum voru mjög mismunandi, sumum var stýrt af demókrötum og öðrum af repúblikönum, sums staðar voru starfsmenn borganna í sterkum verkalýðsfélögum, annars staðar voru þau varla til og margt fleira skildi að. En alls staðar var unnið að endurskipulagningu samkvæmt þessum hugmyndum." Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson Mandarín- endur í Álftafirði TVÆR mandarínendur, karl- fuglar, fundust um 20. apríl í Alftafirði og er myndin tekin 27. apríl. Utbreiðslusvæði Mandarín- anda er austast í Asíu, Japan og innfluttur stofn á Bretlandseyj- um (um 1.000 pör í Bretlandi). Þeir fuglar sem sjást hér á landi eru vafalaust allir úr breska stofninum. Mandarínendur munu fyrst hafa sést hér á landi 18.-21. maí 1988 við Setberg í Hornafirði, tveir karl- fuglar. 10. maí 1990 fannst einn karlfugl við Lindarbrekku í Beru- firði, einn karlfugl sást 1. maí 1991 á Seyðisfirði og annar karlfugl 8.-9. maí 1994 í Skeijafirði í Reykjavík. A.m.k. þrír af þessum eldri fuglum hafa verið skotnir og jafnvel fleiri. Það er því ósk fuglaá- hugamanna að þessir tveir fuglar verði látnir í friði svo að sem flest- ir geti fengið að njóta fegurðar þeirra. Fuglarnir eru mjög gæfir og því auðvelt að skoða þá af stuttu færi. Ef við settum enn eina fjarstýringu í Renault Mégane Berline gætir þú sent hann einan út í búð. Renault Mégane 5 dyra. Ríkulega búinn og einstaklega öruggur. Loftpuðar fyrir ökumann og farþega. Öryggisbelti með strekkjara og höggdeyfi. Rafdrifnar rúður, fjarstýrð samlæsing á hurðum og skottloki, aflstýri, útvarp með fjarstýringu, snúningshraðamælir, þokuljós o.m.fl. Verö frá 1.338.000 kr ARGUS & ORKIN /SÍA BL294

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.