Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 19 VIÐSKIPTI Góð afkoma Póst- og símamálastofnunar á síðasta starfsári hennar Hagnaðurínn nam 2,1 milljarði kr. áríð 1996 PÓSTUR OG SÍMI Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur 13.089,8 11.141,8 +17,5% Rekstrarqjöld 11.128,8 10.093,6 +10.3% Hagnaður fyrir fjármagnshreyfinga 1.960,9 1.048,2 +87,1% Fjármunatekiur 121,1 26,3 +360.5% Hagnaður ársins 2.082,1 1.074,6 +93,8% Efnahagsreikningur 3i.des. 1996 1995 Breyt. I Eígn/r: \ Veltufjármunir Milljónir króna Fastaf jármunir 4.591,3 14.106,4 2.717,3 13.549,3 +69,0% +4,1% Eignir samtals 18.697,6 16.266,6 +14,9% I Sku/dir op eiQiO fé: \ 2.308,7 1.008,6 +128,9% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 553,5 795,0 ■30,4% Eigið fé 9.835,5 5.065,7 +94.2% Skuldir og eigið fé samtals 18.697,6 16.266,6 +14,9% Kennitölur 1996 1995 Veltufé frá rekstri 4.293,5 3,370,9 +27,4% HAGNAÐUR Pósts og síma nam tæplega 2,1 milljarði króna í fyrra en var 1,1 milljarður árið 1995. Af hagnaði greiddi fyrirtækið 860 millj- ónir króna í ríkissjóð líkt og árið á undan. í ársskýrslu Pósts og síma kemur fram að ein helsta skýringin á þess- ari góðu afkomu sé sú að verið er að taka upp nýja aðferð við að reikn- ingsfæra símatekjur og að í þetta sinn komi inn tekjur af símanotkun sem nær yfir lengra tímabil en venju- lega tólf mánuði. Þessi breyting ein sér leiðir af sér að 1.045 milljónum króna hærri tekjur bókfærast árið 1996 en annars hefði verið. Á móti koma áhrif af því að í fyrsta sinn er áfallið orlof starfsmanna bókað til gjalda en það nam 245 milljónum og útistandandi kröfur afskrifaðar í sem nemur 280 milljónum. Nettó áhrif af öllum þessum breytingum ■ eru þau að hagnaður er 520 milljón- um króna hærri en annars hefði verið. í erindi Guðmundar Björnssonar, forstjóra Pósts og síma hf., á aðal- fundi félagsins sem haldinn var í gær kom m.a. fram að rekstrartekj- ur Pósts og síma árið 1996 voru án fjármunatekna 13,1 milljarður króna, sem er 17,5% hækkun frá fyrra ári. Þar af voru tekjur af síma- þjónustu 10,4 milljarðar en tekjur af póstþjónustu 2,7 milljarðar. „Þessi aukning tekna er að verulegu leyti tilkomin vegna breyttrar tekju- færslu á símaþjónustu og er núna miðað við raunverulega notkun á árinu í stað reikningsútgáfu eins og verið hefur. Áhrif þessarar tekju- aukningar nema 1.045,7 milljónum króna.“ Rekstrargjöld, eftir afskriftir, en án íjármagnsgjalda, námu 11,1 milljarði króna sem er 10,3% hækk- un milli ára. Hærri rekstrargjöld 1996 skýrast að miklu leyti af bók- uðu áföllnu orlofi upp á 245 milljón- ir króna og ýmsar afskriftir, sem j rekja má beint til breytingar á rekstrarformi fyrirtækisins í hlutafé- lag, námu 280 milljónum króna. Eigið fé Pósts og síma hf. 11,3 milljarðar Á aðalfundinum staðfesti Halldór Blöndal, samgönguráðherra og handhafi alls hlutaijár Pósts og síma hf., endanlegan stofnefnahagsreikn- ing félagsins sem miðaður er við 1. janúar 1997 en þar hefur verið tek- ið tillit til endanlegs uppgjörs á Póst- og símamálastofnun um síðustu ára- mót. Niðurstaðan er sú að eigið fé hækkar frá því sem gert var ráð fyrir á stofnfundi félagsins og verð- ur rúmir 11,3 milljarðar króna. Þar af verði 75% af eigin fé fært sem hlutafé og það verði rúmir 8,5 millj- arðar króna en afgangurinn eða 25%, 2,8 milljarðar, verði fært sem varasjóður félagsins. Áætlað er að halli af rekstri póst- þjónustunnar hafi verið u.þ.b. 838 milljónir króna árið 1996. í ræðu Péturs Reimarssonar, stjórnarfor- manns Pósts og síma hf., á aðalfund- inum kom fram að tapið af póstþjón- ustunni stafar af ýmsum ástæðum, m.a. því að hjá póstinum vinnur margt starfsfólk og að lífeyrisskuld- bindingar vegna áunninna réttinda hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins hafa lagst þungt á reksturinn. Um þessar skuldbindingar hefur nú verið samið. En í kjölfar breytingar á eignarformi Pósts og síma náðist samkomulag við stjórnvöld um end- anlegt uppgjör á lífeyrisskuldbind- ingum vegna starfsmanna félagsins og greiðsluform. Gefin eru út veð- skuldabréf að nafnverði 6 milljarðar með jöfnum mánaðarlegum afborg- unum til næstu 25 ára. „Eins mun á næstunni áfram verða unnið að hagræðingu í póstinum eins og kost- ur er. Það er þó markmið póstsins að halda uppi fullkominni þjónustu en eins og allir vita hefur hún batn- að mikið á undanförnum árum. Það er þó mín skoðun að pósturinn hafi að nokkru liðið fyrir sambýlið við símann og að vitneskjan um að síma- þjónustan muni standa undir tap- rekstrinum hafi haft áhrif á gjald- skrár póstsins og einnig að nokkru slævt hvatann til hagræðingar. Það er ljóst að pósturinn mun á næstu árum búa við einkarétt á stóru sviði póstþjónustunnar andstætt því sem á við um símann sem búa mun við samkeppni á öllum sviðum. Það er því að mínu mati eðlilegt að starf- semi félagsins verði skipt í tvennt.“ Hlutafé í símahluta selt? Pétur segir það mat sitt að verði póstur og sími aðskildir og þegar öllum verður orðið heimilt að reka símaþjónustu hér á landi hljóti að koma til skoðunar hvort ekki sé eðli- legt að ríkið selji á almennum mark- aði einhvern hlut sinn í símafyrir- tækinu. „Það er sú þróun sem orðið hefur í langflestum löndum í kring- um okkur. Þannig finnst mér eðlilegt að á næstu misserum verði starfs- mönnum og símnotendum gefinn Arlegt gjald fyrir svæðisnetfang á alnetinu Ítalíu og Albaníu. France Telecom hyggst undirrita bráðlega. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur á næstu mánuðum komið á fót neti 28 nýrra skráningarstöðva TLD netfanga, sem dreifast jafnt í öllum heimsálfum. Alnetssnotendur, sem vilja opna ný vefsetur, geta sent umsóknir til þessara stöðva. Skráningargjald NSl hefur verið 100 dollarar. kostur á að eignast hlut í símafyrir- tækinu." Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að við undirbúning að frumvarpinu um stofnun Pósts og síma hf. hafi komið fram sterkur vilji innan Póst- og símamálastofn- unarinnar að skipta félaginu upp í tvennt. „Ég tel að við verðum að gera okkur grein fyrir því hvaða hagræði og hvaða ókostir fylgja því að fullur aðskilnaður verði gerður á milli þessara tveggja reksturssviða. Að þeim sökum mun ég fela stjórn Pósts og síma að gera nú þegar áætlanir um skiptingu félagsins í tvö félög og láta fara fram nauðsynleg möt í því sambandi. Gera tillögur um skiptingu eigna og skuldbindinga með það fyrir augum að af þeirri skiptingu geti orðið." London. ÁLVERÐ fer hækkandi, þar sem framboð er minna en eftirspurn, að sögn Wall Street Journal Europe. Þriggja mánaða framvirkt verð hækkaði um 30 dollara í 1.628 doll- ara á málmmarkaðnum í London 29. apríl, þar sem birgðir höfðu minnkað um rúmlega 18.000 tonn á einni viku. Til voru 805.000 tonna birgðir og höfðu þær minnkað um 125.000 tonn síðan í ársbyijun. Álverð hefur hækkað um 25% úr 1.305 dollurum í október þegar það var lægst. Sérfræðingur brezks fyrirtækis á sviði málmviðskiptafyrirtækisins Rudolf Wolff í London talar um sölutregðu og segir að tonn af áli seljist á yfii’verði, sem sé 55 dollur- um hærra en skráð verð á málm- markaði Lundúna. Auk þess sem notkun áls er mik- il kaupa fjárfestingarsjóðir birgðir. Því er spáð að álverð muni hækka í 1.750 dollara tonnið að meðaltali á þessu ári úr 1.625 dollurum á fyrsta ársfjórðungi og 1.537 dollur- um 1996. Gert er ráð fyrir um 2.000 Tap Euro Disney eykst París. Reuter. EURO DISNEY segir að tap fyrirtækisins fyrri hluta frjár- hagsársins 1996/97 hafi auk- ist, þar sem auknar tekjur af Disneyland skemmtigarðinum í París hafi ekki náð að vega á móti auknum fjármagns- kostnaði. Tapið nam 210 milljónum franka eða 36 milljónum doil- ara á sex mánuðum til marz- loka en var 169 milljónir fyrri hluta Qárhagsársins 1995/96. Þessi lakari afkoma er fyrsta niðursveiflan eftir meira en tveggja ára bata. Búizt hafði verið við auknum fjár- magnskostnaði, því að Euro Disney tók á sig greiðslur sem fallið hafði verið frá í bili þeg- ar samkomulag náðist um skuldbreytingu 1994 til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði gjaldþrota vegna mikillar skuldabyrði. Að gjöldunum frátöldum rúmlega tvöfölduðust tekjur Euro Disney í 120 milljónir franka úr 58 milljónum af sölu upp á 2,17 milljarða franka. Gestum fjölgaði um 12,5%, hótelgestum fjölgaði einnig og eyðsla þeirra jókst. Walt Disney Co. á 39% í Euro Disney og framtíð fyrir- tækisins er ekki lengur í hættu. Nýlega var haldið upp á fimm ára afmæli skemmti- garðsins og er hann orðinn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu. Gera Volvo og Renault aðra tilraun? París. Reuter. BROTTFÖR Volvo-forstjórans Sörens Gyll, aðalandstæðings sameiningar fyrirtækisins og Renault, hefur haft í för með sér vangaveltur um hvort Ren- ault og Volvo muni gera aðra tilraun til samvinnu. Slíkur möguleiki hefði verið óhugsandi þar til nú fyrir skömmu vegna mikillar beiskju síðan upp úr viðræðum slitnaði fyrir þremur og hálfu ári. Sænskir hluthafar gerðu uppreisn gegn fyrirhuguðu bandalagi. dollara hámarksverði á þriðja árs- fjórðungi samkvæmt spá brezka fyrirtækisins, Rudolf Wolff. Fulltrúi ráðgjafafyrirtækisins Anthony Bird Assoiciates segir að á undanförnum mánuðum hafi ekki tekizt að mæta aukinni eftirspurn og spáir því að eftirspurn eftir áli muni aukast um 4,5% í ár og 7% á næsta ári. Hann telur að skortur á áli sé stundarfyrirbæri, þar sem afkasta- geta sé að aukast. Þegar ónýtt ál- ver verði aftur tekin í notkun muni komast á jafnvægi er muni vara út þetta ár. Þó telur hann að framleiðsla í heiminum muni ekki aukast nógu mikið til að hægt verði að anna eftirspurn, því að álver í löndum eins og Kanada þurfi að fá að minnsta kosti 1.565 dollara fyrir tonnið til að fá fyrir kostnaði og skila hagnaði. Því segir hann að horfur séu á“„alvarlegum birgða- skorti", sem geti leitt til þess að verðið hækki í yfir 2.200 dollara tonnið 1998 og 1999. Alþjóðasamningur um svæðisnetföng Genf. Reuter. * FYRIRTÆKI og stofnanir hafa komið nýju skipulagi á skráningu netfanga á alnetinu þrátt fyrir efa- semdir í Bandaríkjunum og Evrópu- sambandslöndum. Fimmtíu og sex aðilar undirrituðu og 27 lofuðu að undirrita síðar sam- komulag um að koma á fót hinu nýja kerfi, sem sagt er að muni tryggja alnetinu „sjálfstjórn" og leiða til samkeppni í ábatasömum viðskiptum með svæðisnetföng." Með samkomulaginu á að koma lagi á úthlutun svokallaðra TLD (Top Level Domainj-svæðisnetfanga og binda enda á einokun Network Solutions Inc (NSI) í Bandaríkjunum á almennum TLD heitum, .com, .org og .net, með því að búa til sjö til viðbótar, til dæmis .store fyrir vef- setur verzlana og .nom fyrir vefsetur einstaklinga. Þriggja daga ráðstefna Viljayfirlýsingin var undirrituð í lok þriggja daga ráðstefnu, sem for- seti alnetsfélagsins Internet Society, Don Heath, kvað mjög velheppnaða. Fundurinn var haldin að tilhlutan tveggja stofnana Sameinuðu þjóð- anna í Genf, sem láta hina nýju tækni mikið til sín taka, íjarskipta- sambandsins ITU og alþjóðlegu hug- verkasamtakanna WIPO. Þessar stofnanir munu gera út um deilu- mál, sem upp kunna að koma. Bandarískir embættismenn hafa tekið fram að þörf sé á meiri undir- búningi og ráðfæringum áður en áætluninni verði hrundið í fram- kvæmd. Svipaðar skoðanir komu fram á ráðstefnunni. Heath, einn af frumkvöðlum al- netsins, sagði á blaðamannafundi að ríkisstofnanir hlytu að taka vark- ára afstöðu. Hann kvaðst þó telja að samkomulagið mundi að lokum hljóta samþykki Bandaríkjastjórnar. Eitt þeirra fyrirtækja sem styðja hið nýja kerfi, MCI Communications Inc, sagði að fyrirætlunin mundi tryggja að sjálfstjórn alnetsins mundi halda í við örar framfarir í viðskiptum og tækni. Meðal annarra fyrirtækja sem undirrituðu samkomulagið eru U.S. Digital Cbrp og fjarskiptafyrirtæki ýmissa landca, til dæmis Svíþjóðar, Meiri eftirspurn hækkar álverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.