Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KOLBEINN INGÓLFSSON + Kolbeinn Ing- ólfsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1935. Hann lést á Landspítalanum 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. maí. Allt of sjaldan hug- leiðum við á lífsleiðinni _ , hvað góðir vinir og samstarfsmenn eru okkur mikilsverðir og hafa í raun mikil áhrif á allt líf okkar. Þegar þeir hverfa yfir móðuna miklu, eig- um við aðeins endurskinið af birtu minninganna og við fyllumst þakk- læti fyrir samfylgdina. Kolbeinn Ingólfsson er horfinn. Ég hlýt að setja á blað nokkur þakk- arorð fyrir samstarf það er við átt- um síðastliðin níu ár, hann sem gjaldkeri aðalstjórnar Ármanns og ég sem formaður þeirrar sömu stjórnar. Kolbeinn var þekktastur fyrir störf sín hjá Veiði- og sportvörubúð- -*• inni Vesturvör, fyrst sem starfs- maður en síðan sem eigandi ásamt syni sínum Ingólfi frá 1992. Kolbeinn Ingólfsson starfaði mik- ið að félagsmálum. Hann var þeim eiginleikum gæddur að hafa áhuga á hverri þeirri íþrótt eða tómstunda- iðkun sem var í umræðunni þá stundina, en tranaði sér hins vegar aldrei fram með sitt aðaláhugamál, sem var veiðimennska. Hann var virkur félagi í Veiðifélaginu Straumum og Veiðifélaginu Ár- menn. Ég kann engar veiðisögur af Kolbeini. Þó reyndi ég að þýfga hann um slíkar á góðum stundum en án árangurs. Svör voru engin en augnaráðið varð fjarrænt og svipurinn feiminn, það var eins og hann bæðist afsökunar á að hafa einhvern tíma sett í góða veiði og staðið öðrum framar. Kolbeinn var mikill íþróttaunn- andi. Á árum áður vann hann mik- ið uppbyggingarstarf fyrir skíða- deild Víkings og hafði umsjón með skíðaskála þeirra Víkinga í Sleggju- beinsskarði. En eitt íþróttafélag dugði Kolbeini ekki. Um tíma starf- aði hann fyrir Lyftingadeild Ár- manns og árið 1982 var hann kos- — inn í aðalstjórn Ármanns sem gjald- keri. Samstarf okkar Kolbeins i aðalstjórn Ármanns var með ein- dæmum gott. Við töluðum, eins og sagt er, sama íþróttatungumálið um íþróttir og félagsmál. Oft var mjög ánægjulegt að fylgjast með stjóm- unarstarfi Kolbeins. Hann reyndi ávallt að gera öllum íþróttagreinum jafnhátt undir höfði. Slíkt gat verið mjög vandasamt verk, því innan vébanda Ármanns eru iðkaðar níu íþróttagreinar, hver með sína stjóm sem vildi eðlilega koma sínum mál- efnum sem best á framfæri. En Kolbeinn var fæddur „diplomat" og átti auðvelt með að jafna ágreining manna á milli, oft með því að ganga tf sjálfur í verkin og gefa fordæmi sem minnti á þau gömlu gildi sem íþróttafrömuðir horfmna kynslóða boðuðu. Öll störf sín fýrir íþrótta- hreyfinguna vann Kolbeinn í sjálf- boðavinnu án þess að ætlast til umbunar á nokkum hátt. Með Kolbeini í Vesturröst höfum við Ármenningar ekki aðeins misst góðan félaga og gjaldkera. Við höf- um misst okkar megin afgreiðslu- stofnun, sem kytra Kolbeins var baka til í Vesturröst við Laugaveg. Þar leysti Kolbeinn margan vanda Hi okkar félaga og þar gátu menn gengið að honum vísum öllum stundum dagsins með erindi sín. Fyrir starfsemi íþróttafélags er slík þjónusta mikilvæg og aldrei var við henni amast en líklegt verður að teljast, að þessi þjónusta hafi trufl- að verslunarrekstur Kolbeins tals- vert. En Kolbeinn var ekki mikill * auðhyggjumaður. Hann hafði gam- an af félagsstörfum og ekki var séð að hann sæi eftir þeim tíma sem hann varði til þeirra mála og því síður vandasömu og krefj- andi starfi sem gjald- keri Ármanns í 15 ár. Við Ármenningar stöndum í mikilli þakk- arskuld við Kolbein Ingólfsson. Við send- um börnum hans, þeim Sigríði, Þorbjörgu, Ing- ólfi og Ingibjörgu, mökum þeirra og böm- um innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að blessa minningu þessa drengskaparmanns. Grímur Valdimarsson, formaður Ármanns. Kæri Kolli, frændi og vinur, ég minnist þín með hlýhug og virðingu. Leiðir okkar lágu fyrst saman 1954, en við unnum báðir hjá Eim- skipafélagi íslands. Þá, strax við þau kynni, fórum við að veiða sam- an og gerðum það næstum sam- fellt yfir 20 ár. Einnig lékum við saman í hljómsveit í mörg ár og nú áttum við margar stundir saman í Frímúrarareglunni. Ég minnist þess ætíð þegar við veiddum saman í Norðurá, mörg sumur samfellt, þó sérstaklega eins sumars. Þá veiddum við saman og Maggú (Magnús Bergsson), við veiddum oftast hlið við hlið. Það var 9. júlí, sól og heiðríkja, fallegt vatn og mikill lax, og samfelldar tökur í þrjá daga. Við vitum það þrír að þarna voru mörg met sleg- in. Þetta haggaði þér ekki, Kolli, þú varst alltaf jafn rólegur, mikl- aðist ekki, gerðir gaman að, enda einstakur húmoristi. Kurteisari veiðimanni hef ég ekki kynnst. Því miður fækkaði okkar sam- verustundum, og til þess voru ástæður, en fundum okkar bar sam- an að nýju í Frímúrarareglunni, en við starfið þar lagðir þú mikla alúð. Þegar fundum þínum fækkaði hjá reglunni fór mig að gruna að eitthvað væri að, en mig grunaði ekki að það væri svo alvarlegt og hvað brátt og óvænt þú varst kvaddur. Veikindin barstu af æðruleysi, vildir ekki um þau tala þótt þú værir máttfarinn og tekinn á síð- ustu fundum. Þá var stutt í í glettni og gamansemi því þú áttir svo auð- velt með að sjá það spaugilega við alla hluti. Þú ert kvaddur með hlýhug og ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Haukur Sveinbjarnarson. Því elfan - hún er æskuveröld hans. Öll ástúð sú, er bindur drengsins hjarta við yndisleik og auðn síns fagra lands, á upptök sín við fljótið tunglskinsbjarta. í hyljum þess hann þekkir sérhvern stein, hann þekkir öll þess hæðardrög og slakka og ber í minni sérhvert gras og grein, sem grænum armi vefur fljótsins bakka. Og lítill drenpr heldur heim á leið - En hægt hann fer og lítur oft til baka. í sál hans hrynur ennþá elfan breið og urriðar í lypum hjartans vaka. Og frá þeim söng hann sofnar kvöldin löng svo sæll af því hann veit, að allar nætur mun fljótið halda áfram sínum söng í sál hans þangað til hann rís á fætur. Þetta ljóð Tómasar Guðmunds- sonar kemur í huga minn þegar góður veiðifélagi og heimilisvinur, Kolbeinn Ingólfsson, kaupmaður í Vesturröst, er kvaddur hinstu kveðju. Þótt ég hafi kannast við Kolla frá barnsaldri lágu leiðir okk- ar virkilega saman fyrir um tveimur áratugum og leiddu til góðrar vin- áttu. Kolli opnaði mér þá sýn inn í heim fluguveiða á stöng. Það varð til þess að ég gerðist félagi í Ár- mönnum eins og hann og starfaði með honum í fræðslunefnd. Kolli var góður veiðifélagi, frá- bær flugukastari sem unun var að horfa á, kunni manna best að lesa straum ánna sem hann veiddi í og náði þar af leiðandi oft frábærum árangri við veiðar. Eins og stendur í ljóðinu: „Því elfan hún er æskuveröld hans.“ Ég veit að uppáhaldslaxveiðiá Kolla var Grímsá í Borgarfírði. Þar kom hann fyrst til veiða ungur drengur með föður sínum. í hyljum Grímsár þekkti hann sérhvern stein og þar setti Kolli met sem seint verður slegið, en það var að veiða stærsta laxinn úr ánni fímm ár í röð. Áratuga reynsla kenndi honum hvar stóru fossbúarnir hreiðruðu um sig. Fræg er sagan við Grímsá um árið þegar farið var að leita að Kolla því hann skilaði sér ekki í matinn á réttum tíma um kvöldið. Þegar komið var að honum eftir hróp og köll neðst í Svartastokk sat hann rólegur og brosti, því stöngin var í boga og línan strekkt. Ekki hefði ég vogað mér að trufla vin minn við slíkar aðstæður, enda reyndist þessi höfðingi 24 pund og prýðir nú vegg í Vesturröst. Já, ég þakka honum fýrir margar ánægjulegar samverustundir í Brennunni og Hlíðarvatni, Þverá og Kjarrá. Minningamar um þessar ferðir munu ylja mér um hjartaræt- umar í framtíðinni. Kolbeinn Grímsson, Þorsteinn Þorsteinsson og frú hafa beðið mig um kveðjur til hans. Þeir vinir hans þakka honum með hlýhug áratuga vináttu og tryggð. Á kveðjustund þakka Ármenn honum vel unnin störf fýrir félagið. Hann, eins og siðareglur okkar segja, ræddi af háttvísi um veiði- bráð, fór með gát að öllu lífi, naut vem sinnar á veiðistað og deildi veiðigleði með félögum sínum. Við veiðistað skildi hann ekki eftir nema sporin sín. En orðspor hans mun lifa. Við hjónin og framangreindir vinir hans sendum bömum hans og tengdabörnum, systur og barna- bömum innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Stefán Hjaltested og fjölskylda. Það er komið sumar á ný, sá tími er veiðimenn landsins fara að gera veiðigræjumar tilbúnar fyrir sumar í ár. En Kolbeinn Ingólfsson, sem hefur liðsinnt viðskiptavinum sínum í Vesturröst með miklum sóma í mörg ár, hefur kvatt okkur allt of fljótt eftir að hafa glímt við erfíð veikindi. Þau voru ekki mörg sporin, sem ég hafði tekið í fluguveiðinni, þegar ég fékk að kynnast Kolbeini Ingólfs- syni, verslunarstjóra og eiganda Vesturrastar til margra ára. Ég man þegar ég kom inn á heimili hans við Bústaðaveginn í fýrstu skiptin, þar sem var jafnan margt um manninn. Menn sátu í góðu yfirlæti og hnýttu flugur, ræddu um veiðistaði og fræddu hver annan um bestu veið- iaðferðir á hveijum stað. Fyrir byrj- anda eins og mig var ómetanlegt að fá að kynnast slíkum mannskap og ég tók strax eftir að Kolbeinn var sem eins konar foringi. Seinna starfaði ég í nokkur ár með Kolbeini og Ingó, syni hans, í Vesturröst, og sá tími var mér lærdómsríkur. Þar fékk ég að kynnast honum Kolla mínum vel. Fróðleikur hans um veiði og allt sem því tengist var stórkost- legur. Kolbeinn var traustur maður heim að sækja, og því fengu margir við- skiptavinir Vesturrastar að kynnast. Það var nánast sama hvað menn báðu hann um, ef hann hafði ekki hlutinn við höndina, þá gátu menn gengið að þeim hlut vísum daginn eftir. Hann lagði mikinn metnað í verslun sína, sem og viðskiptavinina og það var stundum aðdáunarvert að fylgjast með honum þegar ein- hveijum þurfti að bjarga með ein- hvem hlut fyrir veiðitúrinn. Enginn vafí er á að Kolbeinn var einn færasti fluguveiðimaður lands- ins og það er varla til það vatn eða á í íslenskri náttúra sem hann hefur ekki komið nálægt með stöng sinni. Við Grímsá var hann á sínum heima- slóðum og þaðan átti hann líklega SVEINN KJARTANSSON + Sveinn Kjart- ansson fæddist á Seli í Grímsnesi 26. janúar 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þórunn Björnsdóttir bónda á Galtaiæk í Bisk- upstungum Björns- sonar og Kjartan Vigfússon Ás- mundssonar bónda frá Stóruvöllum í Bárðardal Bene- diktssonar. Þau fluttu að Seli árið 1902 og bjuggu þar þangað til synir þeirra tóku við búi og síðar son- ardóttir. Sveinn ólst upp á Seli í faðmi fjölskyldunnar. Hann naut hefðbundinnar skólagöngu þeirra tíma í barnaskólanum á Ég á eina minning, sem mér er kær: í morgundýrð vafínn okkar bær og á stéttinni stendur hann hljóður, hann horfír til austurs þar ársól ris, nú er mín sveit eins og Paradís. Ó, hvað þú, Guð, ert góður. Ég á þessa minning, hún er mér kær. Og ennþá er vor og þekjan grær og ilmar á leiðinu iága. Ég veit að hjá honum er blítt og bjart og bærinn hans færður í vorsins skart í eilífðar himninum háa. (0. Kr.) Sveinn okkar er horfinn í eilífðar- himininn háa, og minningarnar streyma fram. Allt mitt líf hafa hann Minniborg. Hann átti alla tið heimili á Seli, en stundaði margvísleg störf utan heimilis á sín- um yngri árum. Síð- ar gerðist hann bóndi á Seli í félagi við Árna bróður sinn og hans fjöl- skyldu, til dauða- dags. Systkini Sveins voru: Guð- rún, f. 2. júní 1899, d. 11. janúar 1991; Ólafur, f. 11. apríl 1902, d. 29. apríl 1991; Björn, f. 26. júlí 1905, d. 9. september 1989; Árni, f. 17. febrúar 1910, d. 27. desember 1985; Sveinn var ógiftur og barnlaus. Útför hans verður gerð frá Skálholtskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Mosfelli. og systkini hans verið hluti af til- veru minni og nátengdur æskuheim- ili okkar beggja. Gott var að alast upp hjá þessu góða fólki sem var samtaka í því að gera ætíð sitt besta og mátti ekki vamm sitt vita. Sveinn var ein- staklega grandvar maður. Ef hann heyrði einhveijum hallmælt færði hann ævinlega málin til betri vegar. Hann var mikill náttúraunnandi. Fuglar eiga sér friðland á jörð hans, virðing er borin fyrir öllu lífi. Jörðin geislar frá sér þeirri umhyggju, sem ættin hefur sýnt henni í hartnær heila öld. Sveinn var gætinn og góð- ur bóndi. Kindurnar vora persónu- legir vinir hans, svo vel aldar og sínar bestu minningar, og landaði þar mörgum glæsifískunum. Mér er minnisstætt atvik frá því að ég var við veiðar í Kjarrá í Borg- arfírði fyrir nokkram áram í hópi góðra manna. Laxinn var tregur til að taka og langt liðið á kvöld á öðram degi. Menn ræddu um hvað best væri að bjóða laxinum daginn eftir. En svo tóku menn eftir að einn af okkur hafði ekki skilað sér í hús, og hver var það annar en Kolbeinn. Þegar við hugðumst gá að honum seint um kvöldið í myrkr- inu heyrðum við fótatak hans og sáum hann svo koma gangandi í átt að húsinu. Um leið og hann spurði hvort maturinn væri tilbúinn lagði hann frá sér stöngina og fjóra væna laxa, og skildi ekkert í því hvers vegna við hefðum haft áhyggjur af honum. Ég hafði sjálf- ur fengið lax fyrr um daginn, en sá var tekinn á devon flugu. Seinna um nóttina þegar menn bjuggust til svefns kallaði hann á mig þar sem hann sat inni í herbergi og las í bók. Hann spjallaði við mig í dá- góðan tíma og vildi endilega að ég setti í lax daginn eftir, en hann átti að taka flugu! Hann tók upp flugubox, sýndi mér leynivopn sín og lét mig fá nokkrar flugur sem ég skyldi reyna daginn eftir. Svona er Kolbeini best lýst. Hann var náttúrabarn, og hans áhugamál var fluguveiði. Leyndardómur fluguveiðimannsins liggur hjá hon- um sjálfum og Kolbeinn átti svo sannarlega sína leyndardóma, og það var einmitt það sem hann kenndi mér, að það sem þú lærir og uppskerð við veiðistað þinn, er þinn eigin leyndardómur. Nú hefur þú haldið á aðrar slóð- ir, Kolli minn, og ég efast ekki um að þér líði vel. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allar samverastundirnar, hvort sem í búðinni eða utan hennar. Þú reynd- ist mér alltaf vel og ég mun aldrei gleyma þér. Ég votta ykkur, börnum hans, aðstandendum og vinum, dýpstu samúð og bið Guð um að styrkja ykkur á erfiðum tímum. Megi minn- ing Kolbeins Ingólfssonar lifa. Arnar Hjaltested. hamingjusamar, að þær virtust bros- andi, þegar litið var yfir hópinn. Ef hann komst ekki hjá að ganga í heyinu við gegningar, fór hann úr skónum til að óhreinka það ekki. Snyrtimennskan var honum í blóð borin. Sveinn hafði mikið dálæti á mis- litu fé. Hann hafði unun af að horfa á skrautlegu lömbin sín „bera snoppu að blómsturtopp" á vorin. Hann virtist fá hugboð, ef hætta steðjaði að hinum ferfættu vinum hans og tókst þá oft að bjarga þeim úr skurðum og öðram hættum á síð- ustu stundu. Sveinn var mikill vormaður. Það er táknrænt að hann skyldi andast á sumardaginn fyrsta, þegar nátt- úran er að vakna til lífsins. Sveinn hafði yndi af góðum bókum og ferða- lögum og unni fagurri tónlist. Sér- staklega voru ættjarðarljóðin honum hugleikin. Fyrsta minning mín um Svein tengist tónlistinni. Þá var hann ungur maður og hafði keypt sér grammófón, en þannig nefndust hljómflutningstæki í þá daga. Hann brást vel við beiðni barnsins um að spila, og gömlu góðu lögin hljómuðu um baðstofuna á Seli. Seinna fékk hann sér munnhörpu sem hann lék á sér og öðrum til ánægju. Sveinn náði 84 ára aldri. Hann var sívinnandi við bústörfin þar til heilsan bilaði á síðasta ári. en hug- urinn var áfram bundinn við Sel og allt starfið þar. Mörg góð ráð gaf hann Þórunni bróðurdóttur sinni sem nú hefur tekið við búi á Seli. Sveinn átti erfitt með að trúa því, að hann kæmist ekki heim aftur. Mikill söknuður sækir að okkur og Sel er ekki samt og áður. Sveinn var yngsta barn foreldra sinna og það síðasta sem kveður þetta jarðlíf. Við þökkum fyrir líf þeirra allra og samgleðjumst Sveini að vera laus frá sárþjáðum líkama. Guð blessi og varðveiti sál hans að eilífu. Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 98. tölublað (03.05.1997)
https://timarit.is/issue/129471

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

98. tölublað (03.05.1997)

Aðgerðir: