Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVAR-SJÓNVARP
MYNPBONP
Of ótrúverðugt
Sú fyrrverandi
(The Ex)
Spcnnumynd
★
Framleiðandi: American World
Pictures. Leikstjóri: Mark L.
Lester. Handritshöfundar: Larry
Cohen og John Lut. Tónlist: Paul
J. Zaza. Aðalhlutverk: Yancy
Butler, Suzy Amis og Nick Manc-
uso. 90 min. Bandaríkin. Ex & Oh
Prod./Myndform 1997. Útgáfu-
dagur: 22. apríl. Myndin er bönnuð
börnum yngri en 16 ára.
DAVID er í hamingjusömu
hjónabandi með annarri konu sinni.
Hann heldur fyrra hjónabandinu
leyndu, þar sem hann var þá í eitur-
lyfjum og öðru rugli. Sú fyrrver-
andi birtist á svæðið og fer að
eyðileggja nýtt líf hans og snúa
fjölskyldunni gegn honum með
ýmsum lygum. Fyrrverandi eigin-
konan er mjög
ósannfærandi
persónuleiki.
Hún er geðveika
týpan sem ráfaði
á milli lélegra
spennumynda
fyrir tugum ára,
þar sem enga
dýpt eða ástæðu
veikindanna er
að finna. Hún vill bara hefna sín,
drepa, og gerir það án þess að
hugsa sig um. Myndin er ansi illa
leikin, sérstaklega er aðalleikkon-
an léleg. Hún setur upp illgjarna
glottið og hlær að vonda verkinu
sem hún hefur framið. HA, HA,
HA!! Myndin verður þar af leiðandi
ansi brosleg oft á tíðum. Það held-
ur manni fyrir framan skjáinn til
loka myndarinnar, og getur hún
því kallast ágætis afþreying.
Hildur Loftsdóttir
MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU
Staðgengillinn
(The Substitute)k 'h
Lækjargata
(River Street)~k k 'h
Svarti sauðurinn
(Biack Sheep)-k k
Snert af hinu illa
(Touch byEvii)-k 'h
Undur og stórmerki
(Phenomenon)'k k 'h
Einstirni
(Lone Starjk kkk
Skemmdarverk
(Sabotage)k 'h
Einleikur
(Solo)k'h
Aðferð Antoniu
(Antonia’s Line)k k k 'h
í morðhug
(The Limbic Region)k
Framandi þjóð
(Aiien Nation)
Keðjuverkun
(Chain Reaction)k k
Beint í mark
(Dead Ahead)k k
Jarðarförin
(The Funeral)k k
Fræknar stúlkur
í fjársjóðsleit
(Goid Diggers: The Secret
of Bear Mountain)k k 'h
'^cíey
dir Þriggjarétta
matseðill
(mszep—
taverð
kr. 2000
''/rafíffl
Súpa eöa salat
emmm-
Léttsteiktur lamhavöðvi
eða
kjúklingabringa með
villisveppasósu
eða
fiskfang dagsins
cða
grænmelisiasagne
—mtmm—
Ilnctumousse
cða
kaffi og sætindi
haHið innifaíið
Borðapantanir sími 551-9636
Vinnuþjarkurinn
GlennClose
BANDARÍSKA leikkonan Glenn
Close er afkastamikil um þessar
mundir. íslenskir bíógestir hafa get-
að séð hana í tveimur kvikmyndum
að undanförnu, sem hina illu Cruellu
De Vil í Disney-myndinni „101 Dal-
matians“, og sem hina harðgerðu
forsetafrú Mörshu Dale í mynd Tim
Burtons „Mars Attacks!". Væntan-
legar með Close eru síðan tvær kvik-
myndir, „Paradise Road“ og „Air
Force One“.
Close, sem er þekkt fyrir hlutverk
í kvikmyndum eins og „The World
According to Garp“, „The Big Chill“,
„The Natural", „Fatal Attraction*1,
og „Dangerous Liaisons“, leikur ekki
eingöngu í kvikmyndum heldur einn-
ig á sviði. Nú síðast var hún í hlut-
verki Normu Desmond í söngleikja-
útgáfu á „Sunset Boulevard".
Close fékk Tony-verðlaun fyrir
túlkun sína á Desmond en hún hefur
áður fengið Tony-verðlaun fyrir
„The Real Thing“ og „Death and the
Maiden". Close hefur fimm sinnum
verið útnefnd til Emmy-verðlauna
og vann fyrir hlutverk sitt í sjón-
varpsmyndinni „Serving in Silence:
The Margarethe Cammermeyer
Story“. Hún hefur einnig verið út-
nefnd fjórum sinnum til Oskarsverð-
launa en hefur ekki enn hreppt stytt-
una eftirsóttu.
í fangabúðum
Þegar tökum á „Mars Attacks!"
lauk flaug Close til Malaysiu og lék
í mynd Bruce Beresford „Paradise
Road“. í myndinni fer Close með
hlutverk Adrienne Pargiter, breskrar
konu sem lendir í fangabúðum Jap-
ana í seinni heimsstyijöld. Saga
Adrienne er byggð á lífsreynslu konu
CLOSE er fjölhæf leikkona,
að undanförnu hefur hún leik-
ið í tveimur gamanmyndum,
tveimur dramatískum kvik-
myndum, og einum spennu-
trylli.
að nafni Nora Chambers sem lenti
í höndum Japana þegar hún reyndi
að komast frá Singapore á stríðsár-
unum.
Close ákvað að taka að sér hlut-
verkið eftir að hafa lesið handritið
einu sinni. Hún segir að leikkonur
fái ekki oft tækifæri til þess að leika
í jafnsterkri sögu þar sem allar aðl-
persónurnar eru kvenkyns, en með
Close í „Paradise Road“ eru m.a.
Pauline Collins, Julianna Margulies
og Frances McDormand.
Þegar samstarfinu með Bruce
Beresford var að ljúka fékk Close
símbréf frá vini sínum, Cristopher
Reeve, þar sem hann bað hana um
að leika í sjónvarpsmynd sem hann
ætlaði að leikstýra. Myndin sem
GLENN Close í hlutverki sínu
í „Dangerous Liaisons".
heitir „In the Gloaming" var frum-
sýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni 20.
apríl sl. í myndinni leikur Close
móður ungs manns sem snýr aftur
heim þegar hann er dauðvona.
Eftir þessa vinnutörn tók Close
sér ekki frí heldur skellti sér beint
í upptökur á spennutryllinum „Air
Force One“ sem verður frumsýnd í
sumar. Close leikur varaforseta
Bandaríkjanna en Harrison Ford fer
með hlutverk forsetans. í myndinni
reynir talsvert á varaforsetann þeg-
ar flugvél forsetans er rænt með
honum sjálfum og fjölskyldu hans
innanborðs.
Eftir fímm mynda vinnumaraþon
ákvað Close loksins að fara í frí með
10 ára dóttur sinni, Annie, og sam-
býlismanni sínum, Stephen Beers.
Hvað hún gerir næst er óráðið. Gam-
anmynd, dramatísk mynd eða
spennutryllir? Allt kemur til greina.
Kobbi kviðristir snýr aftur
KOBBI kviðristir er viðfangsefni
tveggja kvikmynda sem eru í
vinnslu. Bræðurnir Allen og
Albert Hughes eru að vinna
að grimmri og grárri frá-
sögn af raðmorðingjanum
víðfræga, á meðan Universal
er að framleiða ástarsögu
hefur morð Jack the
Ripper í bakgrunni.
Mynd Universal ber
titilinn „Whitechapel"
og með aðalhlutverk-
in í henni fara
Patrick Bergin og
Gabrielle Anwar.
Bergin leikur
rannsóknarlög-
reglumann hjá
Scotland Yard sem
verður ástfanginn
af gleðikonu (Anw-
ar) þegar hann
vinnur að rann-
sókn Kobba-
morðanna.
Annað sann-
sögulegt mál,
nær okkur í tíma,
hefur gripið hug kvik-
myndagerðarmanna.
Það er saga írsku blaða-
konunnar Veronicu Gu-
erin sem var myrt á síð-
asta ári þegar hún rann-
sakaði starfsemi eitur-
lyfjasala á írlandi. Di-
sney-fyrirtækið er með
mynd um hana í vinnsiu,
og írski leiksljórinn
Michael Sheridan hef-
ur einnig í hyggju að
segja frá síðustu dög-
um Guerin í kvik-
mynd. Winona Ryd-
er, Gwyneth
Paltrow, og Elisa-
beth Shue hafa
allar verið
orðaðar við
aðalhlutverk-
ið.
GABRIELLE Anwar
er að leika í mynd
um morðingjann
illræmda, Kobba
kviðristi.
TOM Cruise í hlutverki sínu
í „Jerry Maguire“.
Cruise og
Crowe
saman á ný
EFTIR velgengni „Jerry Maguire"
ætla Tom Cruise og Cameron Crowe
að leiða saman hesta sína á ný.
Þeir félagar hafa í hyggju að kvik-
mynda ævisögu hljómplötuframleið-
andans Phils Spectors, og hafa feng-
ið Spector sjálfan til samstarfs.
Ef fólk áttar sig ekki á því hver
þessi Spector er þá var hann frum-
herji á sviði upptökutækni og þróaði
stíl sem nefnist hljómveggur eða
„Wall of Sound" á engilsaxnesku.
Spector framleiddi m.a. hljómplötur
tónlistarmanna eins og Tinu Tumer
(þegar hún var með Ike), The Right-
eous Brothers, Bítlanna, og Johns
Lennon. Spector bar einnig ábyrgð
á nokkrum stelpugrúppum eins og
The Ronettes, The Crystals, og The
Ramones.
Crowe mun að sjálfsögðu leik-
stýra og Cruise leika Spector. í
Bandaríkjunum þar sem mikið er
pælt í kynþáttum þykir Cruise ekki
nógu gyðingslegur í útliti til þess
að vera sannfærandi Spector. Auk
þess er Cruise holdtekning Holly-
woodstjömunnar en Spector New
York-búi í húð og hár. Það mun því
reyna á leikhæfileika Cruise ef hann
á að heilla landsmenn sína eins, og
í „Jerry Maguire".