Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 60

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 60
80 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■i KJARRBLÁMI - Hepatica transsylvanica Skógarblámi (Hepatica nobilis) SUMARIÐ er komið samkvæmt almanakinu og að þessu sinni frusu saman sumar og vetur alls staðar á landinu. Þjóðtrúin segir að það boði gott sumar og auð- vitað hlýtur það að vera rétt. Náttúran er öil að vakna til lífsins. Smávöxnu lauk- blómin eins og krókusar, vetrar- gosi og vorboði hafa sett lit á garð- ana nú um skeið og nú fara fjölæru vorblómin að blómstra hvert í kapp við annað. Skógarblámi er undurfallegt blóm. Hann vex villtur víðs veg- ar á norðurhveli jarðar, meira að segja á Norðurlöndum. Þar er hann mjög dáður, enda með alfyrstu vorblómunum. Norð- menn kalla hann „bláveis", Svíar „blásippa" en Danir tala um bláa anemónu. íslenska nafnið segir okkur mikið um plöntuna, en hún vex einmitt villt í laufskóg- um. Skógarbláminn er af sól- eyjaættinni og náskyldur anemónum og var áður flokkað- ur með þeim og gekk þá undir heitinu Anemone hepatica. Blöð skógarblámans eru mjög þykk og deilast í þijá sepa. Laufið er dökkgrænt og heldur græna litnum allan veturinn, sé hann mildur. Þegar vorar vaxa blómin fyrst fram upp úr gamla lauf- inu. Þá klippa margir það burtu til að blómgunin njóti sín sem best því blómstönglarnir eru svo lágvaxnir, ná aðeins 10-15 cm hæð. Blóm skógarblámans eru fagurblá, eitt á hveijum blóm- stöngli. Blómblöðin eru oftast átta, fræflarnir skjannahvítir, en frævan gulleit. Nýju laufblöð- in fara að vaxa þegar blómgun er að mestu lokið. Þau eru fyrst með fjólubláum blæ en verða síðar dökkgræn. Nafn skógar- blámans vísar eindregið til bláa litarins, en þó er hann til í öðrum litbrigðum, bæði rósrauðum og hvítum lit. Hann er líka til með fylltum blómum, en þá hefur hluti fræflanna um- myndast í blómblöð. Fylltu blómin eru mjög vinsæl og skemmtileg en þar tapast litaandstæð- an milli krónublað- anna og hvítra fræfl- anna. Hér á landi eru fyrst og fremst ræktaðar tvær Hep- atica tegundir, skóg- arblámi eða Hep- atica nobilis og kjarrblámi, sem var líka kallaður ung- versk anemóna, Hepatica transsylvanica. Kjarrbláminn er heldur fyrr á ferðinni en skógar- bláminn og blómin eru stærri og litur þeirra ljósblárri en hjá skógarblámanum. Blöð kjarrblá- mans eru þrísepótt eins og hjá skógarblámanum, jaðrar blað- sepa kjarrblámans eru líka skert- ir en heilir hjá skógarblámanum. Skógarblámi er nægjusamur og virðist ekki gera mjög miklar kröfur til jarðvegsins. Þó er sagt að hann kjósi frekar kalkríkann jarðveg og þar sem hann er skógarbotnsplanta er sjálfsagt best að jarðvegurinn sé frekar léttur í sér og fijór. Skógarbláma má fjölga með sáningu eða skipt- ingu. Reyndar hefur stundum verið varað við skiptingu og sagt að maður eigi ekki einu sinni að reyna að skipta skógarblámanum fyrir besta vin sinn. Skógarblám- inn þroskar fræ hér á landi og oft er mikið af smáplöntum um- hverfis móðurplöntuna, sem auð- velt er að fjarlægja og ala upp annars staðar. Þar sem skógar- bláminn vex villtur sjá maurarnir um dreifingu fræsins. Þeir sækja í olíudropa sem loðir við fræið og draga það því oft langt frá móðurplöntunni. Skógarbiámi og kjarrblámi þola vel umhleypingana sunnan- lands og láta vorhretin ekki mik- ið á sig fá. Blómgun þeirra er frá því um miðjan apríl og tölu- vert fram í maí, allt eftir því hvernig vorar. BLOM VIKUNNAR 352. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir íjm 1 Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Samræmd próf í stærðfræði eða áfallapróf? MÓÐIR barns í 10. bekk hringdi: „Eg verð að segja, að mér létti er ég las Morgun- blaðið í morgun. Að finna það að Morgunblaðið taki virkilega púlsinn, og komi með umfjöllun um sam- ræmdu prófin strax, gerir það að verkum að ég mun verða dyggur áskrifandi í framtíðinni. Sú upplifun að sitja með bamið sitt og þurfa hrein- lega að veita því áfalla- hjálp, eftir að hafa farið í próf, sem varð því ofraun, vitandi það að barnið er ágætlega statt í stærð- fræði og hefur alltaf staðið sig vel, er einkennileg og því þótti mér léttir og stuðningur að því að ijallað skyldi um málið í fjölmiðli. Ég vil einnig færa að- stoðarskólastjóra Víði- staðaskóla sérstakar þakkir fyrir að hafa tekið málstað barnanna í Þjóð- arsálinni, þar sem hann varði börnin. Maður var að velta því fyrir sér hvort verið væri að prófa í stærð- fræði eða að prófa hvernig þau brygðust við áfalli. Ég óttast það að með þessu prófi hafi börnunum verið gefin ástæða til að fá sér bjór og hef ég heyrt að ýmsir skólar á Stór- Reykjavíkursvæðinu ætli að keyra tíundu bekkinga út fyrir borgarmörkin að loknum prófum til að kom- ast hjá því að þau geri það í Austurstrætinu. Hinn almenni borgari er vanmáttugur gagnvart þessu og ég skora á menntamálaráðherra að gera eitthvað í málinu". Breytingar á staðgreiðslu skatta SIGURÐUR hringdi og var hann að velta því fyrir sér hvort fólk hefði eitthvað áttað sig á breytingum sem gerðar hafa verið nýlega á staðgreiðslu skatta svo og breytingum á skatt- leysismörkunum. Hann telur að nú hafi verið farið aftan að fólki með þessar breytingar. Lækkun á staðgreiðslu skatta skili sér ekki nema að hluta í vasa launþega vegna lækkunar skattleysismarkanna. Hann var að velta því fyrir sér hvort forráðamenn launþega hafi verið með í ráðum þegar þetta var sett á. Tapað/fundið Hringur tapaðist MJÓR hringur með rauðum steini tapaðist 12. apríl sl. á leiðinni frá Reykjavík til Hafnarfarðar. Um ættargrip er að ræða og missirinn því sár. Skilvís fínnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 555-4724 og er fundar- launum heitið. Dýrahald Kettlingar ÞRÍR kassavanir, geðprúðir og greindir kettlingar fást gefins á gott heimili. Uppl. í síma 551-7646. Högni með bláa ól týndist HÖGNI, grábröndóttur, með bláa 61, týndist fyrir utan Hamraborgina í Kópavogi miðvikudaginn 23. apríl. Uppl. í síma 898-9510 eða 568-8923. SKAK llmsjön Marjjcir Pétursson STAÐAN kom upp í blind- skák á Melody Amber mót- inu í Mónakó, sem nú er að Ijúka. Búlgarinn Veselin Topalov (2.725) hafði hvítt og átti leik gegn Hollend- ingnum Jeroen Piket (2.640). 27. Rh5! - He4 (Þessi leik- ur lýsir örvæntingu, en svarta staðan var töpuð. Lokin eftir 27. - gxh5 hefðu orðið 28. Dxh5+ - Kg8 29. Bxh7+! Kxh7 30. Bg5+ - Kg8 31. Dg6+ og hvítur vinnur. 28. Rxf6 - Dxf6 29. Bxe4 - dxe4 30. Dg3 - Ha7 31. d5 - Bxdð 32. Hbdl - Df5 33. Db8 - Hb7 34. Df8+ - Ke6 35. Dc8+ - Hd7 36. g4 - Df7 37. Hxd5 og nú loks hafði Piket fengið nóg og gafst upp. Indveijinn Vyswanathan Anand sigraði á mótinu. í dag kl. 19 að íslenskum tíma hefst einvígi Ka- sparovs og ofurtölvu IBM, „Deep Thought1* í New York. Þeir sem aðgang hafa að alnetinu geta fylgst með skákinni um leið og hún er tefld. Einfaldast er að fara á heimasíðu IBM. Slóðin þangað er: http://www.chess.ibm.co- m/ HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji VIÐ íslendingar gefum okkur gjarnan út fyrir að vera miklir enskumenn. Það er oft nefnt sem styrkur ferðaþjónustunnar hvað þjóðin sé vel að sér í a.m.k. einu erlendu tungumáli. Víkverji er samt alltaf jafnhissa á því hvað fyrir- tæki, sem lifa að stórum hluta á ferðamannabransanum, leggja lítið upp úr því að nota rétta og góða ensku. Hér á hann við veitingahús- in. Flest hafa þau til dæmis matseð- il bæði á ensku og íslenzku. Það heyrir til undantekninga ef enskan á matseðlinum er villulaus. Víkveiji sat á Jónatan Livingston mávi fyrir stuttu og fann allt upp í fimm villur í enska heitinu á einum rétti. Kálfa- kjöt var til að mynda kallað „calf“ en ekki veal, eins og enskumælandi þjóðum þætti eðlilegt. Jafnvel á Hótel Holti eru villur í enskunni á mat- og vínseðli. xxx YÍKVERJA þykir það einkenni- legt að vandaðir veitingastað- skrifar... ir, sem bjóða upp á þægilegt um- hverfi, vandaða og fagmannlega þjónustu og frábæran mat, skuli ekki leggja sama metnað í meðferð þeirra tungumála, sem notuð eru til að upplýsa gesti um þjónustuna. Kannski er þetta brotalöm í hótel- og veitinganámi hér á landi. Ætli þar sé nægileg áherzla á tungu- málakunnáttu? xxx /TJ.ATNAMÓT Skólavörðustígs, Njarðargötu og Eiríksgötu hafa verið endurgerð að undan- förnu, legu gatnanna breytt lítið eitt og umhverfið fegrað með hellu- lögn. Víkverja finnst hafa tekizt vel til með þessa framkvæmd. Nú vant- ar bara að áfram sé haldið og búið til myndarlegt torg þarna efst á Skólavörðuholtinu, sem gæti m.a. tengt Hallgrímskirkju, Hnitbjörg og aðrar byggingar við gatnamótin saman í samræmda heild. Það hefur því miður verið trassað alltof lengi að ganga frá nöturlegu umhverfi Hallgrímskirkju. xxx | J.AMAR fyrir dagblöð og fernur eru gagnlegir og nauðsyn- legir. Þeir hafa víða verið settir upp við verzlunarmiðstöðvar í nýrri hverfum og fara víðast ágætlega. Hins vegar virðist ganga illa að finna gámunum heppilegan stað í eldri borgarhverfum. Fernu- og dagblaðagámi fyrir hluta Þing- holtanna hefur til dæmis verið dembt á skakk ofan í eitt af ör- fáum opinberum blómabeðum hverfisins við Bergstaðastræti og þar stingur hann vægast sagt í augu. Víkveija finnst skorta á að umhverfi ámanna í eldri hverfum sé skipulagt og fegrað, þannig að fólk setji sig ekki að óþörfu upp á móti þessum ferlíkjum, sem vissu- lega þjóna mikilvægu hlutverki í þágu umhverfisverndar og endur- vinnslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.