Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 27
Ráðamenn í ESB fagna sigri Verkamannaflokksins
Vona að
Blair verði
samvinnu-
þýðari
Brussel, Bonn, París, Washington. Reuter.
STJÓRNMÁLAMENN í ríkjum Evrópusam-
bandsins (ESB) fögnuðu í gær stórsigri Verka-
mannaflokksins í þingkosningunum á fimmtu-
dag og sögðust vona að ný stjórn undir for-
ystu Tony Blairs yrði samvinnuþýðari en stjórn
Ihaldsflokksins í viðræðunum um samruna
ESB.
Hans van Mierlo, utanríkisráðherra Hol-
lands, sagði að fyrsti fundur Blairs með ieið-
togum annarra aðildarríkja ESB yrði í hol-
lenska bænum Noordwijk 23. maí. Hann sagði
að þótt sjónarmið Verkamannaflokksins væru
í meira samræmi við stefnu annarra ESB-
landa en viðhorf breskra íhaldsmanna í ýmsum
málum gæti reynst erfítt að semja við nýju
stjórnina á öðrum sviðum.
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði
að breskir kjósendur hefðu hafnað sjónarmið-
um breskra íhatdsmanna í Evrópumálunum
og bætti við að stefna, sem byggðist á andúð
á Evrópusambandinu, væri ekki til þess fallin
að afla flokkum atkvæða.
„Kjósendunum geðjaðist ekki að þeirri and-
úð sem einkenndi málflutninginn síðustu daga
og vikur og þetta ætti að vera holl lexía fyrir
alla þá sem vilja afla atkvæða með því að
deila á Evrópusambandið,“ sagði Kohl. „Ég
er viss um að nýja stjórnin áttar sig mjög fljótt
á því að það er ekki Bretlandi í hag að vera
utanveltu í þróuninni í Evrópu."
Upphafið að nýrri vinstribylgju?
Þýskir jafnaðarmenn fögnuðu sigri Verka-
mannaflokksins sem upphafi að nýrri sókn
vinstriflokka í Evrópu og létu í ljós þá von
að þeir myndu einnig komast til valda í kosn-
ingunum í Þýskalandi á næsta ári eftir 16 ár
í stjórnarandstöðu.
Frakkar ganga að kjörborði 25. maí og 1.
júní en sigur Verkamannaflokksins skyggði á
frönsku kosningabaráttuna í gær þar sem
forsíður dagblaðanna voru að mestu lagðar
undir bresku kosningarnar.
Jacques Chirac, forseti Frakklands, sendi
Blair skeyti og kvaðst vonast til þess að geta
rætt við hann í París bráðlega. Franskir sósíal-
istar fögnuðu úrslitunum en Michel Barnier,
Evrópumálaráðherra Frakkalands, sagði að
þeir hefðu ekki enn áttað sig á því að Verka-
mannaflokkurinn hefði sigrað vegna þess að
hann hefði fallið frá „úreltum hugmyndum".
Stjórnarerindrekar ESB-landa í Brussel
voru vongóðir um að Verkamannaflokkurinn
yrði samvinnuþýðari en breskir íhaldsmenn
Reuter
TONY Blair og kona hans, Cherie, að
ganga inn í Downingstræti 10.
og að auðveldara verði að semja við stjórnina
vegna sterkrar stöðu hennar á breska þinginu.
Blair lýsti því yfir fyrir kosningarnar að
hann myndi undirrita félagsmálasáttmála ESB
en líklegt er að hann leggist gegn hugmyndum
um sameiginlega stefnu ESB í utanríkis- og
varnarmálum. Ennfremur er ólíklegt að hann
fórni pundinu fyrir evróið og samþykki aðild
Breta að Efnahags- og myntbandalaginu,
EMU, árið 1999. Hins vegar er búist við að
breska stjórnin verði sveigjanlegri en íhalds-
menn á ýmsum öðrum sviðum.
Leiðtogar Venstre, sem er líklegur til að
mynda mið- og hægristjórn í Danmörku eftir
kosningarnar í september á næsta ári, sögðu
að úrslit bresku kosninganna merktu að erfið-
ara yrði fyrir Dani að hindra aukinn samruna
ESB-landanna.
Lítil áhrif á tengslin við Bandaríkin
Blair fékk heillaóskaskeyti frá Chris Patt-
en, landstjóra Hong Kong, og Tung Chee-
hwa, sem tekur við stjórn nýiendunnar eftir
að hún hverfur undir Kína 1. júlí, en
fréttaskýrendur sögðu að kosningarnar myndu
hafa lítil áhrif á málefni Hong Kong.
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig
ekki um sigur Blairs en talsmaður hans sagði
að forsetinn hefði sýnt kosningunum „mikinn
áhuga“. Fréttaskýrendur telja að ekki verði
miklar breytingar á samskiptum Breta og
Bandaríkjamanna eftir kosningarnar þótt ai-
mennt sé litið á Clinton og Blair sem skoðana-
bræður. Clinton og John Major virtust hins
vegar oft vera algjörar andstæður.
Leiðtogaslagur haf-
inn í Ihaldsflokki
ÍHALDSFLOKKURINN breski er í sárum eftir
úrslit þingkosninganna á flmmtudag þar sem
hann fékk minnsta fýlgi frá árinu 1832. John
Major lýsti þegar yfír því að hann hygðist láta
af forustu í flokknum og um leið gaf Kenneth
Clarke, fráfarandi fjármálaráðherra, kost á sér.
í gærmorgun varð vart þverfótað fyrir
frammámönnum úr íhaldsflokknum, sem voru
reiðubúnir að hlaða Major lofi fyrir frammi-
stöðu hans. Um leið og Major sagði að hann
ætlaði öðrum að Ieiða flokkinn var hins vegar
eins og sápu hefði verið kastað í svínastíu og
ekki var hægt að ná í nokkurn mann.
Það leið hins vegar ekki á löngu áður en
fyrsta leiðtogaefnið kom fram á sjónarsviðið.
Kenneth Clarke hefur löngum verið orðaður
við leiðtogahlutverkið. Daginn fyrir kosning-
amar varaði hann við bræðravígum innan
flokksins ef kosningarnar töpuðust. í gær varð
hann fyrstur til að tilkynna að hann ætlaði að
taka þátt í slagnum.
Þegar hafa nokkrir verið nefndir til sögunn-
ar án þess þó að fengist hafi staðfesting. Þeir
eru Michael Heseltine, sem var varaforsætis-
ráðherra í stjórn Majors, John Redwood, sem
bauð Major birginn fyrir tveimur árum, Micha-
el Howard fráfarandi innanríkisráðherra og
Stephen Dorreil fráfarandi heilbrigðisráðherra.
23% styðja Heseltine
í könnun, sem var gerð þegar kjósendur
gengu af kjörstað, kom í ljós að 23% eru þvi
fylgjandi að Heseltine taki við forustunni, 15%
nefndu Clarke, 8% Redwood og 4% Howard.
Heseltine er svipmikill stjórnmálamaður og
fljótur að hugsa, en það er talinn veikleiki
hans að hann hefur átt við hjartveiki að stríða
og eftir að hún gerði vart við sig þykir hann
ekki jafn kraftmikill og áður.
Tveir fráfarandi ráðherrar, þeir Michael
Portillo varnarmálaráðherra og Malcolm Rif-
kind utanríkisráðherra, sem höfðu þótt líklegir
til að slást um leiðtogastólinn, verða íjarri
góðu gamni því að þeir misstu þingsæti sín.
Norman Lamont, fyrrverandi fjármálaráðherra,
sem vill að Bretar gangi úr Evrópusamband-
inu, hefur einnig augastað á starfínu en er
ekki talinn eiga mikla möguleika.
Erfitt er að spá um það hvernig baráttan
um forustu í íhaldsflokknum mun fara. Það
mun sennilega skýrast um helgina hveijir
blanda sér í slaginn. Clarke er einn af fáum
Evrópusinnum í flokknum og mun því eiga
erfítt uppdráttar, þótt hann geti reyndar bent
á að hin afgerandi andstaða við Evrópubanda-
lagið, sem boðuð var í kosningabaráttunni,
hafí ekki orðið flokknum til framdráttar.
Baráttan milli þessara manna gæti orðið
hatrömm og hafa ýmsir leitt að því getum að
ungur og upprennandi íhaldsmaður, William
Hague, fráfarandi ráðherra málefna Wales,
geti þá laumast upp miðjuna og hrifsað valda-
taumana. Litið hefur verið á Hague sem undra-
barn i breskum stjómmálum allt frá því hann
tróð upp á landsfundi íhaldsflokksins fyrir 20
árum, þá 16 ára gamall, og hermdi eftir Har-
old Wilson, fyrrverandi leiðtoga Verkamanna-
flokksins. Þótt Hague sé efasemdamaður um
Evrópu á hann sér stuðning í öllum örmum
flokksins.
Þurrkaðist út í Skotlandi
Næsta leiðtoga flokksins bíður erfitt verk-
efni. Sundrung hefur ríkt í röðum flokksmanna
og hver höndin verið upp á móti annarri. Sagt
hefur verið að þegar Margaret Thatcher leiddi
íhaldsflokkinn til valda fyrir 18 árum hafi
Bretland verið óstjómhæft, nú sé flokkurinn
óstjómhæfur.
Það mun fara nokkur tími í að sleikja sárin
og sagði Major að hann mundi ekki fara frá
fyrr en síðar til koma í veg fyrir að hrapað
yrði að niðurstöðu þegar flokkurinn væri hvað
viðkvæmastur líkt og Verkamannaflokkurinn
gerði þegar Kinnock fór frá eftir ósigurinn í
kosningunum 1992.
Flokkurinn missti öll þingsæti sín í Skot-
landi og Wales og á nú aðeins fulltrúa á þingi
frá Englandi. London gekk nánast alfarið Verk-
mannaflokknum á hönd. Sjö ráðherrar úr stjóm
Majors misstu sæti sín og er það met í kosning-
um á Bretlandi.
Fiokkurinn missti 190 þingsæti, þremur
meira en Winston Churchill í kosningunum
1945. Síðast þegar flokkurinn missti svo mörg
sæti var árið 1906 þegar 211 þingmenn hans
féllu af þingi.
Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir
missti David Mellor, sem á sínum tima varð
að segja af sér ráðherradómi vegna kynlífs-
hneykslis, þingsæti sitt, en gat þó huggað sig
við að James Goldsmith, auðkýfingur og leið-
togi Þjóðaratkvæðaflokksins, komst varla á
blað í sama kjördæmi. David Hamilton, sem
var staðinn að því að þiggja fé fyrir að bera
fram •fyrirspurnir á þingi, tapaði einnig. Martin
Bell, fyrrverandi stríðsfréttari breska sjón-
varpsins, BBC, ákvað að steypa sér út í pólitík
í mótmælaskyni við spillingu í breskum stjóm-
málum og felldi Hamilton.
„Þekki ekki að tapa“
Margaret Thatcher, sem var forsætisráð-
herra frá 1979 þar til Major tók við 1992,
sagði að eftir ósigur íhaldsmanna í kosningun-
um 1974 hefði flokkurinn verið endurreistur
frá gmnni, sett fram ný stefna, sem hefði ver-
ið hleypt í framkvæmd eftir kosningasigurinn
1979, og Bretlandi hefði verið gerbreytt. Nú
stæði Bretland betur en nokkm sinni fyrr í
sögunni, en flokkurinn þyrfti að hefja uppbygg-
ingarstarf. Hún sagði einnig að hún mundi
ekki koma nálægt leiðtogaslagnum, til þess
hefði hún farið í lávarðadeildina.
„Ég sárvorkenni þeim sem töpuðu," bætti
Thatcher við og gat ekki stillt sig um að snúa
hnífnum í sárinu: „Það er reynsla, sem ég þekki
ekki.“
Verðandi leiðtogi Hong Kong í sjónvarpsviðtali
____STEINAR WAAGE______
SKÓVERSLUN \
Segir enga hættu á
blóðsúthellingum
Hong Kong. Reuter.
TUNG Chee-hwa, verðandi leiðtogi
Hong Kong, lýsti því yfir í fyrra-
kvöld að ekki myndi koma til blóðs-
úthellinga í Hong Kong eins og á
Torgi hins himneska friðar árið
1989 eftir að breska nýlendan
hverfur aftur undir Kína 1. júlí.
Forystumenn lýðræðissinna í Hong
Kong fögnuðu þessum ummælum
en sögðu að þau væru ekki í sam-
ræmi við þau áform Tungs að
skerða rétt íbúanna til að halda
mótmælafundi.
Tung lýsti þessu yfir í frétta-
þætti ABC-sjónvarpsins í Banda-
rikjunum. Tung var spurður hvort
mótmæli í Hong Kong gætu leitt
tii blóðsúthellinga eins og á Torgi
hins himneska friðar í Peking og
hann svaraði: „Nei, það getur ekki
gerst hér. Það mun ekki gerast og
ég læt það ekki viðgangast."
„Mótmæli eru þáttur í menningu
okkar,“ bætti Tung við. „Mönnum
verður leyft að mótmæla eins og
þeir vilja, en ég vona að þeir geri
það í samræmi við lög Hong Kong.“
Fá „inikla sjálfstjórn"
Martin Lee, leiðtogi Lýðræðis-
flokksins í Hong Kong, sagði yfir-
lýsinguna ánægjulega en bætti við
að hún samræmdist ekki áformum
Tungs um skert þegnréttindi.
Kínverska þingið hefur lýst því
yfir að núverandi lög Hong Kong
um fundafrelsi verði ekki í gildi
þegar nýlendan verður aftur hluti
af Kína og Tung hefur m.a. lagt
til að fá þurfi leyfi frá lögreglunni
til að halda mótmælafundi. Flokkar
lýðræðissinna, lögfræðingar, mann-
réttindahreyfingar og kirkjur hafa
mótmælt þessum áformum og
stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkj-
unum hafa einnig gagnrýnt þau.
Áformin njóta hins vegar stuðnings
ýmissa frammámanna í atvinnu- og
viðskiptalífi Hong Kong, auk flokka
og verkalýðsfélaga, sem eru hlynnt
stjórninni í Peking.
Qian Qichen, utanríkisráðherra
Kína, var í Washington og lét svo
um mælt að Hong Kong fengi
„mikla sjálfstjórn, meðal annars
framkvæmdavald, löggjafarvald og
óháð dómsvald".
Domus Medica - 551 8519
Tilboð á löngum
laugardegi
Teg. 1928
Verð nú 1.795
Verð áður 2.995
Litir: Svartur, brúnn
Stærð. 36-41
EMM
LEÐUR
Opið frá 10-16 í dag
Mikið úrval af sumarskóm á alla jjölskylduna
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
V___________________J