Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 54

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 54
. 54 LAUGARDAGUR 3, MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN FRÉTTIR Hinn almenni bænadagnr Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátt- töku félags Snæfellinga og Hnapp- dæla. Sr. Sigurður Pálsson prédik- ar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. ; BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku lögreglu- manna og fjölskyldna þeirra. Ræðumaður Stefán Skarphéðins- son sýslumaður í Borgarnesi. Lög- reglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti Pavel Smid. Pálmi Matthfasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Ferming, altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Fermd verður Jóhanna Jóhannsdóttir, Dverghamri 24, Vestmannaeyjum. Karlakór Reykjavíkur syngur við messuna, stjórnandi Friðrik Krist- insson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Eftir messu verður , aðalfundur Safnaðarfélags Dóm- kirkjunnar. Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Guðmundur Ósk- ar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinþjarnarson. Ein- söngur Jóhanna Linnet. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Lok barna- starfsins. Sr. Karl Sigurbjörnsson. KIRKJA heyrnarlausra: Guðsþjón- usta kl. 14. Táknmálskórinn og raddtúlkur. Sr. Miyako Þórðarson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 1. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm- as Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Svala Sigríður Thomsen, djákni, prédikar. Organisti Jón Stefáns- son. Einsöngur Þóra S. Guð- mundsdóttir. Kl. 13 vorhátíð sunnudagaskólans, ungbarna- morgna, foreldramorgna og æsku- lýðsfélags. Kl. 20.30 sumarfagnað- ur orgelsjóðs. Opið hús. LAUGARNESKIRKJA: Vegna messuferðar kórs, organista og sóknarprests fellur guðsþjónusta niður. Bent er á guðsþjónustu í Áskirkju kl. 14. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Vorferð barnastarfsins: Farið til Þingvalla, grillað og leikið. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11. Börn yngri en 6 ára séu í fylgd fullorðinna. Komið til baka um kl. 15. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónsta kl. 11. Athugið breyttan tíma. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Viera Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 11. Athugið breyttan tíma. Ferma verða Borghildur Gunnarsdóttir, Hlaðhömrum 34 og Hjalti Thomas Ólason, Tómasarhaga 51. Organisti er Violeta Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. Allir velkomnir. Manasek. Barnastarf á sama tíma. Eftir messu talar Arnþór Helgason um kristnihald í Kína. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Kristín G. Jóns- dóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta í lok barnastarfs kl. 11. Barnakórinn syngur. Brottför í vorferðalag barnastarfsins frá kirkjunni kl. 13. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Fá- skrúðsfirðingar verða með messu kl. 14. Prestur sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Organisti Kjartan Ólafsson. Einsöngvarar Elín Ósk Óskarsdóttir og Alda Ingibergs- dóttir. Konur úr Rangæingakórn- um leiða safnaðarsöng. Drengja- kór Lækjarskóla syngur lög eftir Fáskrúðsfirðinga undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Fáskrúðsfirð- ingarlesa ritningartexta. Kaffihlað- borð í safnaðarheimili að messu lokinni. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ágúst Einarsson, þjónar. Alt- arisganga. Sunnudagaskólinn hætti sl. sunnudag. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- messuferð til Eyrarbakka. Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl. 10. Barnaguðsþjónusta í Eyrar- bakkakirkju kl. 11. Barnakór Graf- arvogskirkju syngur. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á veitingar og farið í leiki. Komið heim um kl. 15. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. íris Kristjáns- dóttir þjónar. Yngri kór Digranes- skóla syngur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. (Ath. breyttan tíma). Kirkju- kór Setbergsprestakalls í Grundar- firði kemur í heimsókn ásamt org- anista og sr. Karli V. Matthíassyni sem prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kirkjukórar Setbergsprestakalls og Kópavogs- kirkju syngja við undirleik organist- anna Friðriks Vignis Stefánssonar og Arnar Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sigurbjörn Sveinsson læknir prédikar. Félagar úr æskulýðsfé- laginu Sela flytja dagskrá. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Messa kl. 11. Athugið breyttan tíma. Fermd verða Borghildur Gunnarsdóttir, Hlaðhömrum 34 og Hjalti Thomas Ólason, Tómasarhaga 51. Organ- isti er Violeta Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Sunnudag: Messur kl. 10.30, kl. 14, kl. 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugar- dag og virka daga messa kl. 7.15 á þýsku. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. HVITASUNNUKIRKJAN Ffladelf- i'a: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maðurVörðurTraustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartan- lega velkomnir. KRISTNIBOÐSSALURINN, Háa- leitisbraut 58: „Orð Guðs til þín." Almennur bænadagnr kirkjunnar Samkoma í kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, talar. Mikill söngur. Allir velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík, Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Engin samkoma verður á morgun en Kvenfélagið verður með kaffi- sölu kl. 15-18 á sama stað. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæna- stund sunnudag kl. 19.30. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Elsabet Daníelsdóttir talar. MOSFELLSKIRKJA: í dag kl. 10.30 flytur dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, síðara erindi sitt um trúar- líf í safnaðarheimilinu. Umræður, fyrirspurnir og léttur hádegisverð- ur á eftir. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Á morgun sunnudag verð- ur guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an tíma. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarson, prédik- ar. Kór Vídalínskirkju syngur. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Leikskólabörn og fjöl- skyldur þeirra sérstaklega velkom- in. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja kirkj- una. Séra Sighvatur Birgir Emils- son, 50 ára fermingarbarn, prédik- ar. Organisti Natalía Chow. Prest- ur sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigríðar Ásu Sigurðar- dóttur. 40 og 50 ára fermingarhóp- ar mæta til kirkju. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Einar Eyjólfsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Aldursmisrétti og aldursfordómar. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Aðalsafnaðarfund- ur að athöfn lokinni. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Að- alsafnaðarfundur kl. 14. ÚTSKÁLAKIRKJA: Kirkjuskóli og foreldrastund kl. 13. Önundur Björnsson. SELFOSSKIRKJA: Tónleikar verða í dag, laugardag, kl. 16. Barnakór Selfosskirkju og kór Snælands- skóla úr Kópavogi syngja. Á morg- un sunnudag, fermingarmessa kl. 10.30. Ath. breyttan messutíma. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Al- menn guðsþjónusta kl. 11. Kór Laugarneskirkju og kór Landa- kirkju þjóna við messuna ásamt organistum sínum, Gunnari Gunn- arssyni og Guðmundi H. Guðjóns- syni. Prestar Landakirkju þjóna fyrir altari en sóknarprestur Laug- arneskirkju, sr. Ólafur Jóhannsson, prédikar. Barnasamvera í safnað- arheimili í umsjá Svanhildar Gísla- dóttur meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Messu dagsins út- varpað á ÚVaff (FM 104). Gospel- gleði að vori kl. 20.30. Síðasta poppmessa vetrarins. Hljómsveit- in Prelátar leiðir sönginn og barna- kórinn Litlir lærisveinar kemur fram ásamt hljómsveit og kynnir lög af væntanlegum geisladiski undir stjórn Helgu Jónsdóttur. Unglingar úr KFUM og K flytja bænir og ritningarlestra. Messan verður tekin upp á myndband og sjónvarpað á Fjölsýn þriðjudags- kvöldið 6. maí. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Björn Jónsson. Á FIMMTA sunnudegi eftir páska hefur kirkjan hugleitt sérstaklega ákveðið málefni og prestar rætt um það af stól og bænir borið það uppi. Kallast dagurinn almennur bæna- dagur kirkjunnar, segir í frétt frá Biskupsstofu. „í ár er hugað að kristnum arfi aldirnar allar, sem Kristur hefur verið lofaður á þessu landi, sem mun vera hið eina á jörðinni, þar sem Kristi hefur verið lotið allt frá því hinn fyrsti maður steig fæti sín- um hér á foldu. Er þetta gert með tilliti til þess að senn styttist í það að þúsund ára kristnitöku verður sérstaklega minnst árið 2000. En auk þess, sem kristnihald og kristinn arfur hér á heimaslóðum er skoðaður, er vakin athygli á því, að fimmtíu ár eru frá stofnun Lút- erska heimssambandsins. En það gerðist í Svíþjóð árið 1949, að full- trúar víðs vegar að komu saman Ný raðganga Ferðafélags ís- lands o g Útivist- ar um Reykja- veginn FERÐAFÉLAG íslands og Útivist stóðu sameiginlega að raðgöngu á síðasta ári til að kynna Reykjaveg- inn, gönguleiðina nýju í óbyggðum milli Reykjanesvita og Þingvalla. Þetta samstarf mæltist vel fyrir og var þátttaka sú mesta sem verið hefur í raðgöngum félaganna, segir í fréttatilkynningu. í ferðaáætlun félaganna fyrir árið 1997 var ákveðið að endurtaka rað- gönguna en ganga öfugt við það sem var í fyrra og byrja á Þingvöllum en enda á Reykjanesvita, jafnframt eru áfangar styttir og ferðum fjölgað en sú tilhögun gerir gönguna að- gengilegri. Vegna þess hve mikill fjöldi tók þátt í hverjum áfanga þró- aðist nýtt fyrirkomulag, þannig að hægt var að velja um mismunandi gönguhraða og verður reynt að fylgja því eftir í þessari raðgöngu eftir því sem tök eru á. Fyrsti áfangi raðgöngunnar verð- ur á sunnudaginn 4. maí og er brott- för kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöð- inni sunnanverðri og Mörkinni 6. Stansað verður við Kaupfélagið Mosfellsbæ. Kynningarverð, 500 kr., er í þessum fyrsta áfanga en verður annars 1.000 kr. í hinum áföngun- um. Sætaferðir verða frá Keflavík frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur kl. 9.45. Laugardaginn 3. maí kl. 14-16 verða fararstjórar við Íslandslíkanið í Tjarnarsal Ráðhússins og kynna leiðina. Vorsýning í Gjábakka EINS og undanfarin ár verða eldri borgarar í Kópavogi með sýningu á handunnum listmunum í Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi. til þess að styrkja samstöðu og auka starfið með því að bindast þessari einingu lúterskra kirkna. Islenska þjóðkirkjan var meðal þeirra kirkna sem stofnuðu Lút- erska heimssambandið og voru flestir fulltrúarnir frá hinum vest- ræna heimi. Nú hefur aftur á móti sú breyting orðið að lúterskar kirkj- ur í Afríku og Asíu eru orðnar margar og lútersku fólki hefur fjölgað í þessum heimsálfum,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Lúterska heimssambandið minn- ist afmælis síns á þingi sínu í Hong Kong í júlí í sumar en hvetur einn- ig aðildarkirkjur til þess að minnast þessara tímamóta og gerir Þjóð- kirkjan það bæði nú á almennum bænadegi sínum og síðan á presta- stefnu í júní, en hún verður haldin á Akureyri. Þá hefa einnig verið haldin málþing um Lúter og kenn- ingar hans. Að þessu sinni verður vorsýningin opnuð laugardaginn 3. maí kl. 16 og verður opin til kl. 19. Sunnudag- inn 4. maí verður opnað kl. 14 og verður opið til kl. 18. „Vikivakahóp- urinn“ sem æft hefur í Gjábakka undir stjórn Sigurbjargar Jóh. Þórð- ardóttur sýnir á laugardeginum við opnunina hvernig forfeður okkar og mæður skemmtu sér við dans og söng. Á vorsýningunni verða um 80 sýnendur og þar getur að líta margt fagurra muna. Vöfflukaffi verður á opnunartíma báða dagana. Aðgangur er án endurgjalds og öll- um heimill. Fj ölskylduhátíð í Laugardals- höll FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt félagsmiðstöðvum á vegum Reykjavíkurborgar standa að fjölskylduhátíð í Laugardalshöil sunnudaginn 4. maí nk. undir yfir- skriftinni: Sumarhátíð 1997. Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. koma fram landsþekktir skemmti- kraftar. Dagskrá verður annars eft- irfarandi: Skólahljómsveit Grafar- vogs leikur við móttöku gesta, ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, leikþáttur leikhópsins Snúður og Snælda, Laddi með gam- anmál, Þórarinn Eldjárn með upp- lestur, þjóðdansar barna á vegum Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Kór Félags eldri borgara syngur, Kvennakór Félags eldri borgara ásamt Þóru Þórisdóttir syngur, Egill Olafsson syngur einn með kór FEB og í hléi kemur fram Tónhornið frá Gerðubergi. Eftir hlé verður Nýi tónlistarskól- inn með atriði úr Meyjarskemm- unni, Spaugstofan verður með gam- anþátt og Árni Johnsen syngur og fær fólkið með. Síðan verður stiginn dans um óákveðinn tíma við undirleik hljóm- sveitar Arngríms í Gerðubergi og mun Ragnar Bjarnason taka lagið með þeim og halda stemmningunni uppi. Reykjavegurinn Þingvellir aö Reykjanesvita Reykjanes viti ngile Nýleib sem tengííeid 20 km

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.