Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 54
. 54 LAUGARDAGUR 3, MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN FRÉTTIR Hinn almenni bænadagnr Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátt- töku félags Snæfellinga og Hnapp- dæla. Sr. Sigurður Pálsson prédik- ar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. ; BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku lögreglu- manna og fjölskyldna þeirra. Ræðumaður Stefán Skarphéðins- son sýslumaður í Borgarnesi. Lög- reglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti Pavel Smid. Pálmi Matthfasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Ferming, altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Fermd verður Jóhanna Jóhannsdóttir, Dverghamri 24, Vestmannaeyjum. Karlakór Reykjavíkur syngur við messuna, stjórnandi Friðrik Krist- insson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Eftir messu verður , aðalfundur Safnaðarfélags Dóm- kirkjunnar. Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Guðmundur Ósk- ar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinþjarnarson. Ein- söngur Jóhanna Linnet. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Lok barna- starfsins. Sr. Karl Sigurbjörnsson. KIRKJA heyrnarlausra: Guðsþjón- usta kl. 14. Táknmálskórinn og raddtúlkur. Sr. Miyako Þórðarson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 1. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm- as Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Svala Sigríður Thomsen, djákni, prédikar. Organisti Jón Stefáns- son. Einsöngur Þóra S. Guð- mundsdóttir. Kl. 13 vorhátíð sunnudagaskólans, ungbarna- morgna, foreldramorgna og æsku- lýðsfélags. Kl. 20.30 sumarfagnað- ur orgelsjóðs. Opið hús. LAUGARNESKIRKJA: Vegna messuferðar kórs, organista og sóknarprests fellur guðsþjónusta niður. Bent er á guðsþjónustu í Áskirkju kl. 14. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Vorferð barnastarfsins: Farið til Þingvalla, grillað og leikið. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11. Börn yngri en 6 ára séu í fylgd fullorðinna. Komið til baka um kl. 15. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónsta kl. 11. Athugið breyttan tíma. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Viera Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 11. Athugið breyttan tíma. Ferma verða Borghildur Gunnarsdóttir, Hlaðhömrum 34 og Hjalti Thomas Ólason, Tómasarhaga 51. Organisti er Violeta Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. Allir velkomnir. Manasek. Barnastarf á sama tíma. Eftir messu talar Arnþór Helgason um kristnihald í Kína. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Kristín G. Jóns- dóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta í lok barnastarfs kl. 11. Barnakórinn syngur. Brottför í vorferðalag barnastarfsins frá kirkjunni kl. 13. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Fá- skrúðsfirðingar verða með messu kl. 14. Prestur sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Organisti Kjartan Ólafsson. Einsöngvarar Elín Ósk Óskarsdóttir og Alda Ingibergs- dóttir. Konur úr Rangæingakórn- um leiða safnaðarsöng. Drengja- kór Lækjarskóla syngur lög eftir Fáskrúðsfirðinga undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Fáskrúðsfirð- ingarlesa ritningartexta. Kaffihlað- borð í safnaðarheimili að messu lokinni. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ágúst Einarsson, þjónar. Alt- arisganga. Sunnudagaskólinn hætti sl. sunnudag. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- messuferð til Eyrarbakka. Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl. 10. Barnaguðsþjónusta í Eyrar- bakkakirkju kl. 11. Barnakór Graf- arvogskirkju syngur. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á veitingar og farið í leiki. Komið heim um kl. 15. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. íris Kristjáns- dóttir þjónar. Yngri kór Digranes- skóla syngur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. (Ath. breyttan tíma). Kirkju- kór Setbergsprestakalls í Grundar- firði kemur í heimsókn ásamt org- anista og sr. Karli V. Matthíassyni sem prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kirkjukórar Setbergsprestakalls og Kópavogs- kirkju syngja við undirleik organist- anna Friðriks Vignis Stefánssonar og Arnar Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sigurbjörn Sveinsson læknir prédikar. Félagar úr æskulýðsfé- laginu Sela flytja dagskrá. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Messa kl. 11. Athugið breyttan tíma. Fermd verða Borghildur Gunnarsdóttir, Hlaðhömrum 34 og Hjalti Thomas Ólason, Tómasarhaga 51. Organ- isti er Violeta Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Sunnudag: Messur kl. 10.30, kl. 14, kl. 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugar- dag og virka daga messa kl. 7.15 á þýsku. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. HVITASUNNUKIRKJAN Ffladelf- i'a: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maðurVörðurTraustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartan- lega velkomnir. KRISTNIBOÐSSALURINN, Háa- leitisbraut 58: „Orð Guðs til þín." Almennur bænadagnr kirkjunnar Samkoma í kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, talar. Mikill söngur. Allir velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík, Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Engin samkoma verður á morgun en Kvenfélagið verður með kaffi- sölu kl. 15-18 á sama stað. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæna- stund sunnudag kl. 19.30. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Elsabet Daníelsdóttir talar. MOSFELLSKIRKJA: í dag kl. 10.30 flytur dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, síðara erindi sitt um trúar- líf í safnaðarheimilinu. Umræður, fyrirspurnir og léttur hádegisverð- ur á eftir. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Á morgun sunnudag verð- ur guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an tíma. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarson, prédik- ar. Kór Vídalínskirkju syngur. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Leikskólabörn og fjöl- skyldur þeirra sérstaklega velkom- in. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja kirkj- una. Séra Sighvatur Birgir Emils- son, 50 ára fermingarbarn, prédik- ar. Organisti Natalía Chow. Prest- ur sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigríðar Ásu Sigurðar- dóttur. 40 og 50 ára fermingarhóp- ar mæta til kirkju. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Einar Eyjólfsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Aldursmisrétti og aldursfordómar. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Aðalsafnaðarfund- ur að athöfn lokinni. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Að- alsafnaðarfundur kl. 14. ÚTSKÁLAKIRKJA: Kirkjuskóli og foreldrastund kl. 13. Önundur Björnsson. SELFOSSKIRKJA: Tónleikar verða í dag, laugardag, kl. 16. Barnakór Selfosskirkju og kór Snælands- skóla úr Kópavogi syngja. Á morg- un sunnudag, fermingarmessa kl. 10.30. Ath. breyttan messutíma. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Al- menn guðsþjónusta kl. 11. Kór Laugarneskirkju og kór Landa- kirkju þjóna við messuna ásamt organistum sínum, Gunnari Gunn- arssyni og Guðmundi H. Guðjóns- syni. Prestar Landakirkju þjóna fyrir altari en sóknarprestur Laug- arneskirkju, sr. Ólafur Jóhannsson, prédikar. Barnasamvera í safnað- arheimili í umsjá Svanhildar Gísla- dóttur meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Messu dagsins út- varpað á ÚVaff (FM 104). Gospel- gleði að vori kl. 20.30. Síðasta poppmessa vetrarins. Hljómsveit- in Prelátar leiðir sönginn og barna- kórinn Litlir lærisveinar kemur fram ásamt hljómsveit og kynnir lög af væntanlegum geisladiski undir stjórn Helgu Jónsdóttur. Unglingar úr KFUM og K flytja bænir og ritningarlestra. Messan verður tekin upp á myndband og sjónvarpað á Fjölsýn þriðjudags- kvöldið 6. maí. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Björn Jónsson. Á FIMMTA sunnudegi eftir páska hefur kirkjan hugleitt sérstaklega ákveðið málefni og prestar rætt um það af stól og bænir borið það uppi. Kallast dagurinn almennur bæna- dagur kirkjunnar, segir í frétt frá Biskupsstofu. „í ár er hugað að kristnum arfi aldirnar allar, sem Kristur hefur verið lofaður á þessu landi, sem mun vera hið eina á jörðinni, þar sem Kristi hefur verið lotið allt frá því hinn fyrsti maður steig fæti sín- um hér á foldu. Er þetta gert með tilliti til þess að senn styttist í það að þúsund ára kristnitöku verður sérstaklega minnst árið 2000. En auk þess, sem kristnihald og kristinn arfur hér á heimaslóðum er skoðaður, er vakin athygli á því, að fimmtíu ár eru frá stofnun Lút- erska heimssambandsins. En það gerðist í Svíþjóð árið 1949, að full- trúar víðs vegar að komu saman Ný raðganga Ferðafélags ís- lands o g Útivist- ar um Reykja- veginn FERÐAFÉLAG íslands og Útivist stóðu sameiginlega að raðgöngu á síðasta ári til að kynna Reykjaveg- inn, gönguleiðina nýju í óbyggðum milli Reykjanesvita og Þingvalla. Þetta samstarf mæltist vel fyrir og var þátttaka sú mesta sem verið hefur í raðgöngum félaganna, segir í fréttatilkynningu. í ferðaáætlun félaganna fyrir árið 1997 var ákveðið að endurtaka rað- gönguna en ganga öfugt við það sem var í fyrra og byrja á Þingvöllum en enda á Reykjanesvita, jafnframt eru áfangar styttir og ferðum fjölgað en sú tilhögun gerir gönguna að- gengilegri. Vegna þess hve mikill fjöldi tók þátt í hverjum áfanga þró- aðist nýtt fyrirkomulag, þannig að hægt var að velja um mismunandi gönguhraða og verður reynt að fylgja því eftir í þessari raðgöngu eftir því sem tök eru á. Fyrsti áfangi raðgöngunnar verð- ur á sunnudaginn 4. maí og er brott- för kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöð- inni sunnanverðri og Mörkinni 6. Stansað verður við Kaupfélagið Mosfellsbæ. Kynningarverð, 500 kr., er í þessum fyrsta áfanga en verður annars 1.000 kr. í hinum áföngun- um. Sætaferðir verða frá Keflavík frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur kl. 9.45. Laugardaginn 3. maí kl. 14-16 verða fararstjórar við Íslandslíkanið í Tjarnarsal Ráðhússins og kynna leiðina. Vorsýning í Gjábakka EINS og undanfarin ár verða eldri borgarar í Kópavogi með sýningu á handunnum listmunum í Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi. til þess að styrkja samstöðu og auka starfið með því að bindast þessari einingu lúterskra kirkna. Islenska þjóðkirkjan var meðal þeirra kirkna sem stofnuðu Lút- erska heimssambandið og voru flestir fulltrúarnir frá hinum vest- ræna heimi. Nú hefur aftur á móti sú breyting orðið að lúterskar kirkj- ur í Afríku og Asíu eru orðnar margar og lútersku fólki hefur fjölgað í þessum heimsálfum,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Lúterska heimssambandið minn- ist afmælis síns á þingi sínu í Hong Kong í júlí í sumar en hvetur einn- ig aðildarkirkjur til þess að minnast þessara tímamóta og gerir Þjóð- kirkjan það bæði nú á almennum bænadegi sínum og síðan á presta- stefnu í júní, en hún verður haldin á Akureyri. Þá hefa einnig verið haldin málþing um Lúter og kenn- ingar hans. Að þessu sinni verður vorsýningin opnuð laugardaginn 3. maí kl. 16 og verður opin til kl. 19. Sunnudag- inn 4. maí verður opnað kl. 14 og verður opið til kl. 18. „Vikivakahóp- urinn“ sem æft hefur í Gjábakka undir stjórn Sigurbjargar Jóh. Þórð- ardóttur sýnir á laugardeginum við opnunina hvernig forfeður okkar og mæður skemmtu sér við dans og söng. Á vorsýningunni verða um 80 sýnendur og þar getur að líta margt fagurra muna. Vöfflukaffi verður á opnunartíma báða dagana. Aðgangur er án endurgjalds og öll- um heimill. Fj ölskylduhátíð í Laugardals- höll FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt félagsmiðstöðvum á vegum Reykjavíkurborgar standa að fjölskylduhátíð í Laugardalshöil sunnudaginn 4. maí nk. undir yfir- skriftinni: Sumarhátíð 1997. Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. koma fram landsþekktir skemmti- kraftar. Dagskrá verður annars eft- irfarandi: Skólahljómsveit Grafar- vogs leikur við móttöku gesta, ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, leikþáttur leikhópsins Snúður og Snælda, Laddi með gam- anmál, Þórarinn Eldjárn með upp- lestur, þjóðdansar barna á vegum Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Kór Félags eldri borgara syngur, Kvennakór Félags eldri borgara ásamt Þóru Þórisdóttir syngur, Egill Olafsson syngur einn með kór FEB og í hléi kemur fram Tónhornið frá Gerðubergi. Eftir hlé verður Nýi tónlistarskól- inn með atriði úr Meyjarskemm- unni, Spaugstofan verður með gam- anþátt og Árni Johnsen syngur og fær fólkið með. Síðan verður stiginn dans um óákveðinn tíma við undirleik hljóm- sveitar Arngríms í Gerðubergi og mun Ragnar Bjarnason taka lagið með þeim og halda stemmningunni uppi. Reykjavegurinn Þingvellir aö Reykjanesvita Reykjanes viti ngile Nýleib sem tengííeid 20 km
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.