Morgunblaðið - 03.05.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 47
EIRÍKUR JÓNAS
GÍSLASON
+ Eiríkur Jónas
Gíslason fædd-
ist í Naustakoti á
Vatnsleysuströnd
9. ágúst 1920. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 20.
apríl síðastliðinn
og fór útför hans
frara frá Kópa-
vogskirkju 28.
apríl.
Kæri mágur.
Nú þegar þú ert
farinn, leita minning-
arnar fram, af nógu er að taka.
Ég minnist þess að hafa orðið
svolítið afbrýðisöm þegar einhver
karlmaður var búinn að ná í hana
stóru systur mína, en afstaða mín
breyttist þegar ég kynntist
manninum. Nokkrum árum seinna
buðuð þið Þorgerður pabba og
mömmu í bíltúr til Akureyrar.
Upphaflega átti ég nú ekki að
fara með, en hún mágkona þín
var svo eymdarleg að þú vor-
kenndir henni og ákvaðst að taka
hana með þér, ábyggilega til mik-
ils óhagræðis. En ferðin sú var
mér (sem þá hafði lítið farið) al-
veg ógleymanleg. Árin liðu og
þegar ég var uppkomin dvaldist
ég í mörg ár á heimili ykkar hjóna.
Þá skildi ég enn betur hvað ég
átti góðan mág. Þið voruð sam-
hent í því hjónin að koma fram
við mig eins og þetta væri mitt
eigið heimili. Gott dæmi um það
var að brúðkaupsveislan okkar
Jóns var haldin á heimilinu og þú,
mágur sæll, vildir enga borgun
hafa fyrir það sem keypt var. Enn
liðu árin og þótt ég væri farin að
búa annars staðar gerði ég mig
áfram nokkuð heimakomna á
Kársnesbrautinni, eins og maður
kallaði gjarnan heimilið. Ekki
minnkaði samgangurinn við það
að yngstu börnin ykkar og eldri
börnin mín eru á svipuðum aldri
og voru samrýnd í leik og starfi.
Þær voru þónokkrar vorferðirnar
ykkar Þorgerðar með þau öll aust-
ur í sveitina. Hugurinn reikar til
góðra samverustunda í Fossgerði
þegar við vorum þar mörg saman-
komin. Og mörg
handverkin liggja eft-
ir þig í Fossgerði sem
gera dvölina þar enn
notalegri. En einna
efst í huga mér er
hvað þú varst einstak-
lega dagfarsprúður og
traustur maður.
Hafðu þökk fýrir
allt.
Elsku systir, við
biðjum góðan Guð að
styðja þig og þína.
Ragnhildur og
fjölskylda.
Mig langar til að kveðja Jónas
með nokkrum orðum. Reyndar
fínnst mér erfitt að átta mig á því
að hann sé virkilega allur. Mér
finnst erfitt að koma hugsunum
mínum í orð og ætla því að vitna
í orð hins kunna sálmaskálds
Valdimars Briem:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og ailt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Það fer vel á því að minnast
Jónasar í bundnu máli vegna þess
hve hann var víðlesinn og kunni
mikið af kvæðum.
Ég kom 15 ára inn á heimili
þeirra frænku og var strax tekið
eins og ég hefði alltaf verið þar.
Enda leit ég á þetta heimili sem
mitt annað heimili næstu sex árin.
Allan þennan tíma man ég ekki
eftir að Jónas breytti mikið skapi,
alltaf jafn notalegur. Hann var
ekki fyrirferðarmikill á sínu heim-
ili en alltaf sýnilegur, þótt hann
ynni oft langdvölum að heiman við
að brúa ár landsins.
Nú í dag er ég einn af þeim fjöl-
mörgu heimagöngum sem alltaf
mæti reglulega á þetta lífsglaða
heimili.
Aldrei man ég eftir að hann
setti alvarlega ofan í við mig né
aðra, en alla tíð hvatti hann sitt
fólk til mennta og sjálfstæðis í
orði og verki.
Þegar ég nú kveð Jónas sem
nánast gekk mér í föðurstað og
ævinlega reyndi að brúa bilið,
bæði milli kynslóða og fjölskyldna,
þakka ég fýrir allar góðu minning-
amar sem ég á um hann.
Þorgerði frænku og hennar
fólki sendi ég mínar samúðar-
kveðjur.
Siggerður Ólöf
Sigurðardóttir.
Kæri Jónas frændi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Okkur langar að skrifa þér fá-
einar línur og minnast liðinna
stunda. Við vorum heppnar að eiga
þessa fjölskyldu að, jafn samhent
og góð og hún er.
Þegar við ásamt mömmu bjugg-
um hjá ömmu og afa í Nausta-
koti, þá varst þú kletturinn og allt-
af til staðar.
Við munum vel þegar þið Þor-
gerður komuð í heimsókn og við
fengum að keyra hann Gísla í kerru
um túnið í Naustakoti. Hvað það
var skemmtilegt.
Alltaf munum við muna eftir
Jónsmessuhátíðum í Naustakoti.
Gönguferðum þar sem þú varst
leiðsögumaður. Þú þekktir öll ör-
nefni og sögur um staði og fólk.
Reiptogin sem þú stjórnaðir af
röggsemi.
Við vitum að þú verður með
okkur á Jónsmessuhátíðum í fram-
tíðinni og brosir.
Elsku frændi. Við þökkum þér
fyrir samveruna og góðu minning-
arnar.
Þínar frænkur.
Sólveig Jónasdóttir,
Ósk Ásgeirsdóttir.
NIKULÁS
BRYNJÓLFSSON
+ Nikulás Már
Brynjólfsson
fæddist á Akranesi
9. september 1936.
Hann lést á Land-
spítalanum 12.
apríl síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Keflavík-
urkirkju 22. apríl.
Við Nikulás Már
Brynjólfsson hittumst
fyrst þegar eiginkon-
ur okkar kynntu okk-
ur fyrir á fjórða tug
ára, en eiginleg kynni hófust ekki
fyrr en nokkrum árum síðar þegar
auðveldara varð um samskipti,
báðar fyölskyldur komnar með bíla
og ferðalög þar með meiri. Á
fyrstu árum kynna okkar bjuggu
þau Þórarna á Akranesi þaðan
sem hann stundaði sjó, en síðar
fluttu þau til Keflavíkur þar sem
þau bjuggu síðan. Hann var á
sjónum frá Keflavík um tíma en
fór í land fyrir langa löngu og
vann þá við smíðar, bæði skipa-
smíðar og liúsasmíðar, síðustu
árin hjá hernum á Keflavíkurflug-
velli.
Nikulás var mikill áhugamaður
um ættfræði og kunni
glögg skil á ættum
flestra kunningja
sinna. Hann las mikið
af þessum fræðum og
var ákaflega minnug-
ur og glöggur á frá-
sagnir um menn og
málefni og var þá
nokkuð sama hvort
viðkomandi var uppi á
síðustu öld eða nú til
dags. Hann hafði fast
mótaðar skoðanir um
menn og málefni þar
sem hann mat af sann-
girni það sem um var
fjallað, en undir niðri glitti alltaf
í spaug og góðmennsku. Já, hvað
er maðurinn án þeirra eiginleika
að sjá hið spaugilega jafnframt því
að láta gott af sér leiða á sem flest-
um sviðum?
Það birti alltaf yfir þegar Nikul-
ás birtist, börn og unglingar sóttu
að honum því hann hafði einstakt
lag á að laða þau að sér. Slíkt er
einkenni þeirra sem eru öðlingar,
enda sannmæli að Nikulás hafi
verið „drengur góður“, en dýpra
tek ég ekki í árinni í mannlýsing-
um.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
þegar fundum okkar bar saman
og var glatt á hjalla þegar þau
Nikulás og Lóa komu í heimsókn.
Ekki spilltu synirnir sem voru
hæfilegir ólátabelgir, í það
minnsta á sínum fyrstu árum og
náðu afbragðs sambandi við börn
gestgjafanna. Við minnumst
kátínunnar í börnunum þegar Nik-
ulás og Lóa komu í roki og rign-
ingu og tjölduðu á stofugólfinu til
að bregðast ekki vonum drengj-
anna um að fá að sofa í tjaldi.
Þegar heimsóknir stóðu yfir hvort
heldur að þau komu austur að
Selfossi eða að við fórum til Kefla-
víkur þá var nóg að gera, ganga
um nágrennið eða niðri við sjó og
svo bara að sitja og spjalla um
lífið og tilveruna. Nú er þetta allt
liðin tíð. Gleðigjafinn Nikulás
kemur ekki aftur og við getum
ekki lengur hlakkað til næstu
funda við hann hvort sem er í
Keflavík eða á Selfossi. Nú hefur
vinurinn kvatt þennan heim. Þá
kemur hin eilífa spurning hvort
eitthvað taki við „að baki tímans
tjalda“. Um það fullyrði ég ekki,
en verði svo þá veit ég að Nikulás
mun verða í fremstu línu vina
minna að draga mig upp úr flæð-
armáli eilífðarinnar og koma mér
á þurrt land. Þá verður glatt á
hjalla og um margt að spjalla,
spurningin er bara hversu langt
verður þangað til. Við Fanney og
börn okkar þökkum Nikulási Má
áratuga vináttu og vottum ástvin-
um hans innilega samúð.
Hergeir Kristgeirsson.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ARNBERGUR GÍSLASON
frá Vinaminni,
í Borgarfirði Eystra,
nú sfðast til heimilis á Garðvangi Garði,
lést 30. apríl.
Guðný S. Arnbergsdóttir,
Margrét L. Arnbergsdóttir,
Grétar G. Arnbergsson,
Jóhanna Arnbergsdóttir,
Gfsli Arnbergsson,
Friðbjörg 6. Arnbergsdóttir,
Rúnar Ágúst Arnbergsson,
Ægir B. Bessason,
Sigurður Magnússon,
Salóme Jónsdóttir,
Jón Hallvarðsson,
Lovfsa Þórðardóttir,
Sævar Ólafsson,
Ragnheiður Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Valgarður Stefánsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
Ásdfs Sigurjónsdóttir,
Guðlaugur Valgarðsson, Guðrún H. Stefánsdóttir,
Lárus Valgarðsson, Sesselja Ólafsdóttir,
Valgerður R. Valgarðsdóttir.
+
Elskulegur bróðir og frændi,
séra JÓHANN S. HLÍÐAR,
lést í Landspítalanum aðfararnótt 1. maí.
Guðbrandur Hlfðar,
Guðrún Hlfðar,
Brynja Hlíðar,
Hildigunnur Hlíðar,
Jónfna Vilborg Hlfðar,
Sigrfður Hlíðar,
Herder Andersson,
Jean Jensen,
Birgir Dagfinnsson,
Reynir Aðalsteinsson,
Karl Jeppesen.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og iang-
amma,
RANNVEIG HELGADÓTTIR,
Óðinsgötu 2,
Reykjavfk,
lést á Grensásdeildinni 1. maí síðastliðinn.
Kristín Sveinbjörnsdóttir,
Úlfar Sveinbjörnsson, Kristín Steingrfmsdóttir,
Helgi Sveinbjörnsson, Hóimfríður Björg Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg frænka okkar,
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
kaupkona,
frá Stóra-Hofi,
lést fimmtudaginn 1. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Hauksdóttir,
Þurfður Hauksdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SÆMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Brekku,
Hveragerði,
verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju í dag, 3. maí, kl. 14.00.
Helga Dfs Sæmundsdóttir, Ragnar Gunnarsson,
Gerður Sæmundsdóttir, Berndt Grönqvist
og barnabörn.