Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 48

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 48
48 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JON HALLDOR HANNESSON + Jón Halldór Hannesson fæddist í Reykjavík 22. maí 1952. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 27. apríl síðastliðinn. Hann var heim- spekingur að mennt, kennari og rak ferðaþjónustu ásamt konu sinni Guðrúnu. Foreldr- ar hans eru Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra, f. 20.10.1922, og Kar- in Waag Hjálmarsdóttir, f. 16.8. 1926. Systkini Jóns Hall- dórs eru Hjálmar _Waag, f. 5.4. 1946, kvæntur Onnu Birgis, María Inga, f. 30.5. 1950, gift Ólafi Georgssyni, Jakob Bragi, f. 5.9. 1956, kvæntur Guðrúnu Eyþórsdóttur, Kristín Hanna, f. 5.9. 1956, gift Páli Torfa Önundar- syni, Karin Elísa- bet, f. 1.1. 1960, og Guðmundur Hann- es, f. 25.3. 1965. Jón Halldór kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Andrésdóttur, f. 13.5. 1953, hinn 18.8. 1973. Þau eignuðust þrjá syni: Andrés Inga, f. 16.8.1979, Hannes Bjartmar, f.13.3. 1983, og Einar Pétur, f. 14.2. 1994. Útför Jóns Halldórs verður gerð frá Kotstrandarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég hitti Jón Halldór mág minn fyrst var hann tíu ára. Tæpum þrjátíu og fimm árum síðar er hann allur, langt um aldur fram, öllum sem þekktu hann harmdauði. Erf- íðri baráttu hans við krabbamein er lokið, æðrulausri baráttu sem um tíma leit út fyrir að myndi gefa fullan bata. Kínverski spekingurinn Konfús- íus taldi örlögin ákvarðast af óum- flýjanlegum lögmálum sem enginn gæti breytt og íslenska orðtakið að enginn megi sköpum renna minnir á þá hugsun. Þótt við vitum að eitt sinn skuli hver deyja og ástvinir syrgi ávallt þá sem hverfa yfir móð- una miklu er enn átakanlegra að kveðja nákomna sem eru ungir og í blóma lífsins. Jón Halldór hefði orðið fjörutíu og fimm ára eftir nokkrar vikur en á þeim árum auðnaðist honum að lifa viðburðaríku og heillandi lífi. Hann var fyrirmyndarmaður og hugsjónamaður. Hann ræktaði stöð- ugt sjálfan sig og umhverfi sitt. Manneskjurnar í umhverfi Jóns Haildórs voru betri eftir kynni af honum og mannræktarstarfi hans. Hann ræktaði einnig garðinn sinn í eiginlegri merkingu, eins og sjá má t.d. í tijágróðri að Hjarðarbóli. Hann var fallegur maður og líf hans fagurt. Ég trúi því og treysti að góður Guð sjái fyrir okkur og gefi okkur öllum að lokum tækifæri til gleðilegra endurfunda síðar. Árið 1970-1971 tókum við hjónin að okkur að reka heimilið að Álf- hólsvegi 28 í Kópavogi sameiginlega fyrir pkkur og þijú systkini Hjálm- ars. Ég á margar góðar minningar frá þeim tíma, ekki síst frá umræð- um á ýmsum tímum sólarhringsins í eldhúsinu. Þá þegar var Jón Hall- dór heimspekilega þenkjandi, fylg- inn sjálfum sér en alltaf sanngjarn. Hann hafði búið í Þýskalandi, Eng- landi, Rússlandi og ferðast víða og bjó að þeirri reynslu. Margt var um að vera eins og gengur og gerist á menntaskólaárunum. Mér er einnig minnisstætt hvernig hann þolinmóð- ur og natinn eyddi frístundum í að framkalla og stækka ljósmyndir, m.a af ungri konu sem ég átti eftir að kynnast síðar. Jón Halldór og Gunna voru einmitt að byija að vera saman á þessum tíma. Eftir stúdentspróf frá MH 1972 kenndu þau einn vetur við Hafra- lækjarskóla í S. Þingeyjarsýslu, lögðu fyrir eins og þeim var unnt og fóru svo að loknu brúðkaupi til náms í Skotlandi. Þau luku bæði prófum frá Stirling-háskóla, hann í heimspeki en hún í sálarfræði. Næstu árin kenndu þau við Þela- • merkurskóla við Eyjafjörð og Grunnskólann á Stokkseyri, auk þess sem þau voru við nám í Sviss í innhverfri íhugun og þýddu saman bókina Hoil er hugarró, sem út kom 1978. Bæði luku þau prófum frá HÍ í uppeldis- og kennslufræðum 1981. Þótt ekki gæfust tækifæri til að hittast jafnoft og áður héldu vina- bönd ávallt og alltaf var jafngaman að hitta mág minn að Hjarðarbóli eða á öðrum stöðum og ræða um lífið og tilveruna og er mér sérstak- lega minnisstæð heimsókn þeirra til okkar í Brussel 1978. Þau hófu bæði kennslu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1981, Jón Halldór sem einn aðalstærðfræði- kennari skólans, en sögðu þeim stöðum lausum fyrir tæpum áratug að þau sneru sér alveg að því að reka Hjarðarból undir Ingólfsfjalli í Ölfusi sem gististað fyrir ferða- menn, en sá rekstur var orðinn nokkuð umfangsmikill. Eftir að þau hættu kennslu á Selfossi urðu um- svifin í ferðamálageiranum æ meiri. Að Hjarðarbóli er nú risinn sannkall- aður draumastaður. Jón Halldór skipulagði ferðir með erlenda ferða- menn um allt Suðurland og víðar. Hann var sami hugsjónamaðurinn í ferðamálunum og öðru og sá fyrir sér allskonar möguleika og vinkla á hlutunum, sem öðrum yfirsást. Hann sá m.a. fyrir sér framtíðar- möguleika í sérstaklega auglýstum vistvænum ferðum fyrir erlenda ferðamenn til íslands. Hann lét skipuleggja lóðir fyrir umhverfis- væn íbúðarhús við Hjarðarból og honum auðnaðist fyrir síðustu jól að flytja með fjölskyldu sinni inn í fyrsta alvistvæna húsið, sem reist hefur verið á íslandi. Það er skipu- lagt samkvæmt ævafornum Sthap- atya Veda fræðum en nokkur hús sem eingöngu eru byggð úr vistvæn- um efnum eru að rísa í Þýskalandi og víðar. Forn speki og framtíðarsýn sameinuðust í nýja einbýlishúsinu að Hjarðarbóli. Jón Halldór heimsótti okkur tvisvar til Bonn þegar ferðamanna- „vertíðum" að Hjarðarbóli var lokið, annað skiptið með alla ijölskylduna, og urðu þar fagnaðarfundir, eins og ávallt. Aldrei þreyttist hann á að fræða okkur um forn indversk Veda fræðin og lífsspekina sem hann tileinkaði sér og miðlaði öðr- um, en hann kenndi um áraraðir innhverfa íhugun og skrifaði um hana greinar í blöð og tímarit. Hef ég hitt fjölmarga nemendur hans sem fundu og kunnu að meta mann- kosti Jóns Halldórs. Hugsjónum sínum fann Jón Hall- dór m.a. stað í Náttúrulagaflokkn- um, en þar var hann í forystu svo sem alþjóð sá og heyrði fyrir síð- ustu alþingiskosningar. Hann var einmitt að kynna sér starfsemi þýska Náttúrulagaflokksins þegar hann kom í seinna skiptið í heim- sókn til okkar í Bonn fyrir fáum árum. Sl. sumar þegar svo leit út sem aðgerð gegn sjúkdóminum hefði unnið bug á honum hittumst við hjá syni mínum í Brussel. Þar tók Jón Halldór þátt í alþjóðlegum fundi samtaka Náttúrulagaflokka og eins og alltaf af lífi og sál. Eftir fund sátum við saman langt fram á nótt og ræddum m.a. hin ýmsu trúarbrögð og hvernig lifa ætti í samræmi við náttúrulögmálin. Fyrir jólin kom því miður í ljós að sjúkdómurinn hafði ekki verið kveðinn niður. Við kvöddum Jón Halldór í janúar sl. að Hjarðarbóli. Hann vissi hvert stefndi og mætti örlögum sínum af stakri hugprýði og enn var hann þá að miðla okkur af hugsjónum sínum og hugmynd- um. í mági mínum blönduðust saman eiginleikar úr báðum ættum, svo sem róleg yfirvegun og ótrúleg af- köst og dugnaður, og ræktaði hann þá og aðra jákvæða þætti með sér. Hann miðlaði öðrum af þekkingu sinni og visku. Fyrir það þakka ijöl- margir Islendingar. Þar var mikið verk óunnið. Ekki hvarflaði það að mér, að ég gæti skrifað kveðjuorð um vin minn og mág án þess að svilkona mín Guðrún Andrésdóttir tengdist flestu, sem skrifað yrði. Þau hjónin voru svo einhuga og samrýnd að blómið var eitt, en ekki tvö. Þau urðu ástfangin í menntaskóla og blómstruðu saman, prýddu og styrktu hvort annað í öllu. Elsku Gunna mín, Andrés Ingi, Hannes Bjartmar og Einar Pétur, Hannes og Karin og aðrir ættingjar og vinir Jóns Halldórs: Ég sendi ykkur mínar einlægustu samúðar- kveðjur héðan frá Kína og bið Guð um að styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Látum jákvætt lífsvið- horf Jóns Halldórs vera okkur leið- arljós í hveiju því sem við tökum okkur fyrir hendur í framtíðinni. Blessuð sé minning Jóns Halldórs Hannessonar. Anna Birgis. Þegar dauðinn leggur 44 ára mann að velli breytist líf þeirra sem þekktu hann og máttleysi og tóm- leiki taka völd. Enginn er samur því hluti eigin lífs er horfinn; skarð er fyrir skildi. Þannig leið mér þeg- ar mágur minn, Jón Halldór Hann- esson, dó þ. 27. apríl úr krabba- meini frá hálfloknu ævistarfi. Hafði hann þó líklega skilað meira verki en ætlast er til af okkur flestum. Jón Halldór var einn sjö barna hjón- anna Karinar Waag Hjálmarsdóttur og Hannesar Jónssonar, sendiherra. Fjölþjóðlegur að uppeldi lærði hann þó sem barn að meta íslenska rækt- un og búfénað innan girðinga með vináttu við og í sumarstörfum hjá Geir í Eskihlíð í Kópavogi en þeir voru mestu mátar og aldursmunur skipti engu. Jón kynntist í mennta- skóla konu sinni Guðrúnu Andrés- dóttur og hafa þau verið óaðskiljan- leg síðan, fullkomlega samhent í lífsstíl og starfi. Hennar spor og sonanna þriggja, - Andrésar Inga 17 ára, Hannesar Bjartmars 14 ára og Einars Péturs 3 ára -, eru því þung þessa dagana. Jón Halldór lauk prófi í trúar- bragðafræði og heimspeki og Guð- rún í sálarfræði frá skoskum há- skóla. Lögðu þau jafnframt stund á indverska dulspeki og var Jón eftir það einn helsti frumkvöðull innhverfrar íhugunar á íslandi. Áherslan var á sjálfsstjórn og fátt virtist vera veraldlegt í þeim ind- versku fræðum sem Jón stundaði. Samkvæmt þeim kenningum taldi Jón að því fleiri sem myndu temja sér rósemd hugans og líf í samræmi við lögmál náttúrunnar, því fleiri myndu njóta hagsældar. Sú trú sannaðist í það minnsta á honum sjálfum því á síðustu árum hafði þessi óvenjulegi námsferill og stjórnunarfræði gert hann að ferða- þjónustujöfri í Ölfusinu. Eftir nokk- urra ára störf við kennslu í fram- haldsskólum spratt úr þessum bak- grunni orka og þrek til þess að heíja búskap og ræktun að Hjarðar- bóli í Ölfusi. í framhaldi af því hófst á sama stað uppbygging sjálfstæðr- ar ferðaþjónustu, ferðaskrifstofu og gistihúsrekstur fyrir erlenda ferða- menn. Á síðasta ári voru líklega á fjórða þúsund gistinætur og skipu- lagðar ferðir útlendinga að sumar- lagi á vegum þeirra hjóna. Sú starf- semi byggir á sjálfstæðum föstum viðskiptasamböndum við breska fuglaskoðara, vísindaferðum fyrir skólafólk, skipulögðum ferðum með ítali á lakkskóm og ferðum um ís- land með aðra Evrópubúa í öðruvísi ævintýraleit. Ævistarf Jón Halldórs er sjáanlegt því þótt hann sé farinn stendur eftir starfsemi hans og sömuleiðis er ásýnd Ölfussins breytt eftir jarðvist hans þar því ekki ein- ungis var hugurinn ræktaður heldur einnig umhverfið. Nú er að spretta upp sjáanlegur trjágróður, - skjól- garðar -, meðfram öllum túnum sem tilheyra bænum hans. Og sum- ir nágrannar hans hafa tekið upp siði hans. Rétt fyrir síðustu jól flutti fjölskyldan inn í nýtt, glæsilegt hús, sem þau höfðu byggt úr nátt- úruvænum efniviði samkvæmt forn- indverskum staðli, en nokkrum dög- um áður hafði komið í ljós að Jón var dauðvona. Flutningurinn var því tregablandinn og síðustu mán- uðirnir voru öllum erfiðir. Mestan þann tíma gat Jón þó dvalið heima og aðeins viku fyrir andlátið var sonur hans, Hannes Bjartmar, fermdur í Kotstrandarkirkju. Gladdi það Jón mikið að fá að lifa þann dag þótt orkan væri þrotin en fáum dögum fyrir andlátið sagði hann við mig „þú veist ekki hvað ég er feg- inn að þetta er að verða búið“. Og nú, 13 dögum eftir fermingu sonar síns, er Jón jarðsunginn frá sömu kirkju. Hann lifir þó áfram í minn- ingu okkar hinna sem áttum gleði- og ánægjustundir með honum, Gunnu og drengjunum, en ég og kona mín senda þeim okkar inniieg- ustu samúðarkveðjur. Páll Torfi Ónundarson. Með söknuði og þakklæti kveð ég þig nú, elsku Jón Halldór. Eng- inn veit hvers vegna þú í blóma lífs þíns fékkst kallið mikla svona langt um aldur fram. Minningarnar eru margar og þær streyma. Hvað það var gott að vera samferða þér, bróð- ir, í uppvextinum. Oft svifum við í okkar eigin veröld, kunnum nefni- lega að töfra fram ævintýri, ímynd- unaraflið óþrjótandi, leikurinn alls- ráðandi. Síðar var svo ótal margt sem þú vildir koma í verk, varst með göfug- ar framtíðaráætlanir, í eðli þínu brautryðjandi, framfarasinni og framkvæmdamaður. Þú lifðir í eins miklu samræmi við þá lífsýn sem þér fannst stærst og þér framast var unnt. Hafðir að leiðarljósi virðingu fyrir allri sköp- uninni og möguleikum mannsins. Sýndir hugrekki og þor, hikaðir ekki við að fara ótroðnar slóðir trúr eigin sannfæringu. Fórst jafnvel á móti straumnum, ávallt einlægur og yfirvegaður. Gunna stóð styrk þér við hlið, samheiji á öllum sviðum og var samband ykkar einstakt. Af mikilli hugsjón og ást skópuð þig saman yndislegt heimili og vinnustað ykkar á Hjarðarbóli í Ölfusi. Hafðu þökk, elsku bróðir, fyrir samfylgdina, góðu stundirnar og ljúfu minningarnar. Minningin um þig lifir innra með mér. Elsku Gunna, Andres Ingi, Hann- es Bjartmar og Einar Pétur, mig skortir orð sem ná yfir það sem ég vildi tjá um missi ykkar. Megi góð- ur guð blessa ykkur öll og gefa ykkur styrk í sorginni. María Inga. Náfrændi og góður vinur er fallinn frá. Hannes og Karen attu heima í sama raðhúsi og við á Álfhólsvegin- um þegar við krakkarnir vorum öll að vaxa úr grasi. Þegar þau voru á íslandi var mikill samgangur milli heimilanna. Sem smástelpa var ég í pössun hjá Karen, þegar mamma þurfti að fara út á vinnumarkaðinn. Þangað var gott að koma daglega í morgunteið og var þetta góð leið til að tengjast frændfólkinu. Jón Hall- dór var óvenju þroskaður og yfirveg- aður strax sem krakki. Þegar ég var átta ára hlakkaði ég ósköp til að verða tíu og verða fullþroska eins og mér fannst hann vera. Sem unglingar voru Jón Halldór og Maja heima þegar ijölskyldan var erlendis vegna starfa Hannesar. Þá áttum við ánægjulegar samveru- stundir þegar þau skruppu yfir í kvöldmat. Á þessum árum var Jón Halldór orðinn góður myndasmiður og var honum fimmtán ára falin myndataka þegar ég var fermd og þar er hver mynd vel heppnuð. Strax á menntaskólaárunum tengdust Jón Halldór og Gunna. Síð- an er sjaldgæft að maður heyri minnst á annað án þess að þau séu bæði nefnd í sömu andránni. Hún féll vel inn í fjölskylduna og Jón og Gunna hafa alltaf verið mjög ætt- rækin. Það hefur alltaf verið svo stutt fyrir þau að skreppa í bæinn þegar eitthvað er um að vera í fjöl- skyldunni. Þau fóru út til náms, öðluðust góða menntun og urðu kennarar úti á landi, settust svo að í Ölfusinu og kenndu á Selfossi. Smám saman byggðu þau upp mikla ferðaþjónustu að Hjarðarbóli og þá varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna mikið með Jóni Halldóri. Það var létt að teikna fyrir hann, hvort sem það var að breyta kálfahúsi í ferðaþjónustu eða teikna nýtt íbúðarhús. Dugnað- urinn og framtakssemin voru í fyrir- rúmi í fari Jóns Halldórs, hann var alltaf fljótur að skilja teikningar og verksvitið gott. Jón og Gunna stund- uðu innhverfa íhugun og hafði það ekki aðeins áhrif á þeirra innri mann heldur einnig allt í umhverfi þeirra, sífellt var leitað betri leiða. Ánægjulegasta samstarfsverkefni okkar, sem því miður varð það síð- asta í þessu lífi, var að hanna lítið íbúðahverfi og íbúðarhús fyrir Jón og Gunnu og strákana. Til grund- vallar voru lögð Sthapatya Veda- fræði, sem eru háþróuð forn ind- versk fræði. Þar er áhersla lögð á aðkomu úr austri að hverfi og húsi, innra og ytra fyrirkomulag tekur mið af sólaráttum og byggingarefni eru náttúruleg. Jón vann ötullega í leit að bestu efnum og komst í tengsl við góð fyrirtæki sem sinna um- hverfisvænum byggingum. Strax í upphafi þeirrar vinnu spurði ég Jón hvort hann væri að ofgera sér. Það var í fyrsta sinn sem mér virtist hann þreyttur. Því miður var ekki aðeins um þreytu að ræða, heldur alvarleg veikindi. Þegar veikindin heijuðu á komu upp vangaveltur um að byggja við eldra húsið þeirra, en hann lét ekki deigan síga og fjöl- skyldan flutti inn í nýtt hús fyrir síðustu jól. Það var samhent stórflölskylda sem þar tók höndum saman um flutninga, en djúp sorg var innra með öllum. Skömmu áður hafði Jón fengið þann úrskurð að læknismeð- ferð hefði ekki skilað tilætluðum árangri. Hann vann af miklum styrk fyrir lífi sínu, hann vildi fá meiri tíma til að takast á við veikindin, en var samt raunsær. Hann kveið ekki dauðanum, heldur erfiðri sjúk- dómslegu og því að geta ekki verið hér með fjölskyldu sinni. Um síðustu helgi dreymdi mig, þar sem ég var stödd í Vínarborg, að við Jón Hall- dór vorum svo glöð að vinna að húsinu þeirra, allt gekk svo vel. Daginn eftir fékk ég þær fréttir að hann hefði fengið hvíldina þá um nóttina. Það er mesta gæfa hvers manns að hafa góðan lífsförunaut og eign- ast heilbrigð börn. Jón Halldór var mjög lánsamur og allir hafa dáðst að styrk Gunnu gegnum erfið veik- indi hans. Elsku Gunna, megir þú varðveita þann styrk vel svo þú get- ir áfram stutt strákana í gegnum sorg ykkar. Hildigunnur Haraldsdóttir. í dag kveðjum við vin okkar, Jón á Hjarðarbóli, langt um aldur fram, svo ótímabært, svo óraunhæft, svo sárt. Það er sannarlega oft erfitt að sætta sig við staðreyndir lífsins. Árið 1981 fluttu Jón og Guðrún að Hjarðarbóli þá starfandi kennarar við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Fljótlega myndaðist kunningsskapur milli okkar, en eftir því sem árunum Ijölgaði varð kunningsskapurinn að vináttu, vináttu sem varð sterkari með hveijum deginum sem leið. Jón og Guðrún hættu kennslu og hófu uppbyggingu á Hjarðarbóli fyr- ir innhverfa íhugun sem var eitt af mörgum hugðarefnum Jóns. Síðar þróaðist starfsemin í þjónustu við erlenda ferðamenn. Þau hjón byggðu þetta upp og ráku af framsýni, yfir- vegun og látleysi. Fyrir jólin flutti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.