Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 39 ERLEND HLUTABREF Dow Jones, 2. maí. 1 VERÐ HREYF. NEW YORK Dow Jones Ind 6997,8 t 0.3% S&PComposite 802,8 t 0,3% Allied Signal Inc 73,5 t 1,6% Alumin Coof Amer.. 69,4 t 0,2% Amer Express Co.... 66,8 t 1.3% AT & T Corp 33,9 t 1.5% Bethlehem Steel 8,5 t 1.5% Boeing Co 99,4 l 0,5% Caterpillar Inc 90,5 t 1,0% Chevron Corp 68,0 t 0,6% Coca Cola Co 63,0 t 0.6% Walt Disney Co 81,0 í 0,2% Du Pont 105,5 f 0,8% Eastman KodakCo.. 81,3 í 1,8% Exxon Corp 54,9 í 0,9% Gen Electric Co 111.3 t 0.8% Gen Motors Corp .... 56,8 i 0,9% Goodyear 53,3 t 1,2% Intl Bus Machine 160,9 t 0.2% Intl Paper 42,4 t 1,2% McDonalds Corp 52,8 i 0.5% Merck & Co Inc 90,4 t 0,1% Minnesota Mining... 87,6 t 0,6% MorganJ P&Co 101,4 0.0% Philip Morris 39,4 t 1,0% Procter&Gamble.... 126,1 t 1,0% Sears Roebuck 48,3 0.0% Texaco Inc 104,0 0,0% Union CarbideCp... 49,0 1,3% United Tech 75,9 0,0% Westinghouse Elec . 16,9 i 0,7% Woolworth Corp 20,6 0,0% AppleComputer 2180,0 0,0% Compaq Computer. 88,5 t 1,3% Chase Manhattan ... 93,8 i 0,1% ChryslerCorp 29,4 í 2,5% Citicorp 112,9 1 1.4% Digital Equipment.... 30,5 : 0,4% Ford MotorCo 34,1 i 1,8% Hewlett Packard 53,1 0,0% LONDON FTSE 100 Index 0,0 100,% Barclays Bank 1143,0 0.3% British Airways 687,0 i 1.6% British Petroleum 68,0 t 0,7% British Telecom 935,0 i 0.5% Glaxo Wellcome 1195,0 t 0,2% Grand Metrop 513,5 i 0,3% Marks& Spencer.... 494,0 ! 0,4% Pearson 713,8 i 0.1% Royal&Sun All 487,5 t 0,1% ShellTran&Trad 1076,0 ] 0,7% EMI Group 1232,5 f 0,1% Unilever 1655,0 t 1,9% FRANKFURT DT Aktien Index 3491,1 t 1.6% Adidas AG 180,0 i 0,3% AllianzAGhldg 334,0 i 0,6% BASFAG 68,1 f 1,9% Bay Mot Werke 1461,0 t 3,0% Commerzbank AG... 46,6 t 0,4% Daimler-Benz 131,7 t 2,4 % Deutsche Bank AG.. 91,3 i 0,1% Dresdner Bank 56,0 t 1,0% FPB Holdings AG 325,0 í 2,4% Hoechst AG 67,7 i 0.5% Karstadt AG 516,0 i 0,6% Lufthansa 24.6 t 1.9% MANAG 495,5 i 0.7% Mannesmann 680,0 i 0,1% IG Farben Liquid 1,9 f 2,1% Preussag LW 435,5 i 2,0% Schering 169,4 t 2.0% Siemens AG 94,8 f 1,0% Thyssen AG 380,2 t 0,7% Veba AG 89,4 t 0,2% Viag AG 773,0 f 0.4% Volkswagen AG 1157,0 t 5,1% TOKYO Nikkei 225 Index 19514,8 t 1,2% Asahi Glass 1170,0 t 0.9% Tky Mitsub. bank ... 2080,0 f 3,5% Canon 3170,0 ; 4,6% Dai-lchi Kangyo 1410,0 t 0.7% Hitachi 1230,0 t 1.7% Japan Airlines 507,0 t 0.2% Matsushita E IND. .. 2150,0 t 3,9% Mitsubishi HVY 820,0 * 1,3% Mitsui 980,0 i 0,6% Nec 1590,0 t 1.3% Nikon 1830,0 t 1.1% PioneerElect 2330,0 t 2,6% SanyoElec 500,0 t 2.9% Sharp 1650,0 t 0,6% Sony 9360,0 t 1,1% Sumitomo Bank 1490,0 0,0% Toyota Motor 3810,0 t 3,5% KAUPMANNAHÖFN Bourse Index 156,8 t 0,4% Novo Nordisk 654,3 i 0,1% Finans Gefion 136,0 i 0,7% Den Danske Bank... 585,5 t 1,8% Sophus Berend B ... 814,0 t 0,8% ISS Int.Serv.Syst 195,0 0.0% Danisco 390,0 t 0,5% Unidanmark 331,0 t 0.6% DS Svendborg 300000,0 0,0% Carlsberg A 412.4 i 0.0% DS1912 B . 212000,0 0.0% Jyske Bank 520,0 0.8% OSLÓ OsloTotallndex 1089,5 i 0,3% Norsk Hydro 340,5 i 1.9% Bergesen B 149,0 t 0,7% Hafslund B 39,3 0,0% Kvaerner A 353,0 i 0,3% Saga Petroleum B... 113,0 i 1.7% Orkla B 555,0 t 0,7% Elkem 135,0 i 1,1% STOKKHÓLMUR Stokkholm Index .... 2687,6 t 1,8% Astra AB 320,5 1 0,2% Electrolux 90,5 0,0% Ericson Telefon 78,5 t 12,1% ABBABA 97,0 t 1.6% Sandvik A 27,3 í 6,8% VolvoA25SEK 54,0 t 5,9% Svensk Handelsb... 55,5 0,0% Stora Kopparberg... 109,0 t 0.5% Verö allra markaða er í dollurum. VERÐ: Verð hluts klukkan 16.00 í gær. HREYFING: Verö- breyting frá deginum áður. Heimild: DowJones ] Strengur lif ■ i Viðskiptavinir SVR ráða ferðinni Bætt þjónusta á síðasta hausti svo EINS og viðskiptavinum SVR og fleirum er kunnugt voru gerðar talsverðar breytingar á leiðakerfi SVR um miðjan ágúst síðastliðinn. Meginmarkmið þeirra breytinga var að laga kerfið sem best að almennum ferðaþörfum borg- arbúa. Þótt stuðst væri við kannan- ir á ferðaþörfum fólks í borginni og ábendingar frá viðskiptavinum var fyrirfram gert ráð fyrir því að einhveijir hnökrar kæmu í ljós þegar farið væri að reyna á breyt- ingarnar. Því var ákveðið að safna ábendingum viðskiptavina í vetur og fylgjast með virkni kerfisins í því skyni að lagfæra það sem bet- ur mætti fara. Það tekur alltaf nokkurn tíma að safna nægilegum gögnum og vinna síðan úr þeim tillögur að betri þjónustu. Tillög- urnar þarf síðan að skoða vel inn- an fyrirtækisins áður en hægt er að ganga endanlega frá breyting- um. Viðbrögð viðskiptavina Fyrstu vikurnar eftir að breyt- ingarnar tóku gildi barst mikið af ábendingum. Fljótlega kom í ljós að flestir höfðu athugasemdir við Við breytingarnar 15. --------------------j,------ maí, segir Lilja Olafs- dóttir, er verið að taka tillit til óska viðskipta- vina og ábendinga starfsmanna. sömu atriði og þau voru ekki mörg. Mikið var um jákvæð viðbrögð sem staðfestir að fyrir flesta var verið að bæta þjónustuna. Meðal helstu ábendinga voru kvartanir frá Sjúkrahúsi Reykja- víkur og íbúum við Sléttuveg, sem töldu sér betur þjónað með leið 3 en með leið 5, eldri borgurum við Bólstaðarhlíð, þar sem biðstöð var lengra frá húsinu en áður og kvartanir vegna lengri göngu frá biðstöð við Fossvogskapellu. Þá kom fram að íbúar í norðurhverf- um borgarinnar óskuðu eftir betri tengingu við Kringlusvæðið, svip- að og hringleiðirnar veittu áður. Einnig komu í ljós auknar umferð- artafir í miðborginni sem hefur sett stóran hluta vagna úr áætlun um miðbik dagsins, auk þess að of knappur tími hafði verið áætl- aður til aksturs á leiðum 6 og 14. Eins og alltaf þegar eitthvað breytist þurfa starfsmenn tíma til að aðlagast því. Sú nýbreytni að dreifa ferðum vagna betur þannig að sem jafn- ast sé á milli ferða á fjölförnustu stöðum borgarinnar hefur mælst mjög vel fyrir. Einnig hefur sá háttur að láta vagna mætast á skiptistöðvum hlotið mjög góðar viðtökur og hafa viðskiptavinir verið fljótir að tileinka sér þá auknu ferðatíðni sem skapaðist við það í austurhverfunum á álagstímum. Tímatöflur leiða eru stilltar saman þannig að kerfið myndi eina heild. Leiðakerfið metið A virkum degi aka vagnar SVR tæplega 18 þúsund km. Á álags- tímum eru a.m.k. 62 vagnar sam- tímis á götunum og farþegar eru allt að 30 þúsund á dag þegar flest er. Það tekur nokkurn tíma að safna saman öllum ábendingum, fá reynslu af breyttum leiðum og mæla stundvísi á ýmsum tímum dags. Þegar gögn liggja fyrir þarf að vinna upp breytingartillögur og fara vandlega yfir áhrif þeirra á kerfið í heild. Breytingar eru sjaldnast afmarkaðar við einn stað heldur hafa þær keðjuverk- andi áhrif víða í leiða- kerfinu. í janúar voru fyrstu tillögur að breytingum kynntar. Þær fengu vandlega umfjöllun innan og utan fyrirtækisins og voru lagaðar sem best að þeim athugasemd- um sem fram komu. Brugðist við óskum viðskiptavina Við breytingar sem gerðar verða 15. maí er fyrst og fremst verið að taka tillit til óska viðskiptavin- anna og ábendinga starfsmanna. Tímatöflur eru rýmkaðar á flestum leiðum til að halda betur áætlun á álagstímum og minnka álag á vagnstjóra. Borgarráð hefur sam- Lilja Ólafsdóttir þykkt breytingar á skipulagi umferðar í miðborginni sem eiga að leysa þann umferð- arhnút sem nú er mik- inn hluta dagsins í Hafnarstræti og á Hverfisgötu og á það stuðla að aukinni stundvísi vagnanna. Af breytingum á einstökum leiðum má nefna að leið 3 mun aka að Sléttuvegi og Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Hún mun einnig hætta að aka Hvassa- leiti vegna óska íbúa þar. Það skapar tíma til að aka Bólstaðarhlíð, sem mjög hefur ver- ið óskað eftir. Leið 5 hættir að aka að Sléttuvegi en í stað þess lengist leiðin að Listabraut. Þar með er komin bein leið úr norðurhluta borgarinnar, Kleppsholti, Vogum og Heimum að Kringlusvæðinu. Leið 14 mun aka í Borgarhverfi og leið 115 mun aka í Engja- hverfi. Ný leið, sem verður nr. 9, mun tengja Ártúnsstöðina við at- hafnasvæði meðfram Sæbraut að Kirkjusandi á álagstímum morgna og síðdegis. SVR er þjónustufyrirtæki Hlutverk SVR er að annast al- menningssamgöngur í borginni. Stefna fyrirtækisins er að almenn- ingssamgöngur séu ákjósanlegur ferðamáti. Þjónustan er fyrir borg- arbúa og gesti borgarinnar og allt starf fyrirtækisins á að miðast við að vera í þeirra þágu. Samt er það svo að ekki er unnt að verða við öllum óskum sem fram koma, þar sem þær eru mjög mismunandi og í mörgum tilvikum er það þannig að það sem einum hentar best er öðrum óþægilegt. Leiðakerfi al-. menningssamgangna er því sniðið að almennum þörfum fremur en séróskum. Leiðakerfi SVR er í stöðugri þróun til að falla sem best að ferða- þörfumm í borginni og breytingu byggðar. Best er þó að halda breyt- ingum í lágmarki því það tekur sinn tíma fyrir viðskiptavini og starfsfólk að aðlagast þeim. Þær breytingar sem gerðar eru nú í vor eru ekki miklar, en þeim er ætlað að bæta almennt stundvísi vagna og laga þjónustuna betur að þörf- um einstakra hópa. Góða ferð með strætó! Höfundur erforstjóri SVR. . Vj ISLENSKT MAL Fram á grímu frflega vel fljóðið situr að drekka. Oðarvímu úti tel, endann rímu svo eg fel. (Ármannsrímur.) HÉR kom stafhenduætt III, stikluvik, mjög algengur rímna- háttur, þarna þríhend. Höfundur er Jón lærði Guðmundsson (1574-1658). Hann var fróðleiks- maður, en ekki sérlega gott skáld, þó margt kvæði hann. Trú á gald- ur og fomeskju gerði honum lífíð oft erfitt. Tökum svo hérna með síðasta (IV.) fiokk stafhenduætt- ar, það er valstýft: Fer á múrinn fífu týr sem fyrir býr, spyr hver eigi eggjastýrir öldu dýr. (Bernótusrúnur.) Þetta er gríðarlega dýrt: val- stýfa, frumsneidd og stímuð. Höf- undur er Magnús Jónsson í Magn- ússkógum (1763-1840). Hann var góður bóndi og smiður og þvílík- ur höfuðsmaður í rímnagerð, að fáir ortu meira en hann á þessum tíma, ef frá eru skildir Guðmund- ur Bergþórsson og Ami á Okrum. Af Magnúsi var kominn Snom Hjartarson stórskáld. ★ Svo áratugum skiptir hafa þau íslensk böm verið fleiri sem hljóta meira en eitt nafn. Árin 1921-50 var jafnræði milli einnefna og fleirnefna. Þegar 60-70% barna eru fleirnefnd, er enn ríkari ástæða en fyrr til þess að gaum- gæfa hversu með skuli fara. Meðan tvínefni voru alger nýlunda, var stundum reynt að til- greina bæði nöfn fóður, þegar barn var skráð, svo sem: „Guðrún Axel Friðriksdóttir" eða „Jón Jóh[ann] Pétursson". Fyrst þegar ég sá þetta, hélt ég að barnið hefði heitið Jón Jóhann, en það reyndist vera faðirinn sem hét Jó- hann Pétur. Þetta gat því verið villandi. En svo seint sem 1872 bókar sr. Páll Jónsson á Völlum skýrt og greinilega: „Guðrún Jó- hanna Sigurjóns Kristinsdóttir". Faðir hennar hét Sigurjón Ki'ist- inn [Alexandersson] og gegndi Umsjónarmaður Gísli Jónsson 899. þáttur nafninu Sigurjón. En þannig fór að menn völdu annað (eitt) af nöfnum fóður eða móður að kenna sig við. Þannig varð t.d. sonur Jó- hanns Péturs annað hvort Jó- hannsson eða Pétursson. En það var tvennt annað sem ég ætlaði að minnast á: 1) Skýlaus er sú krafa að beygja bæði (öll) nöfn fleirnefnds fólks. Það má alls ekki nota síð- ara nafn óbeygt eins og viðurnefni eða ættarnafn. Dæmi: Heimili Jóns Arnars Magnússonar, ekki Jóns *Arnar Magnússonar. Kona Jóns Baldvins Halldórssonar, ekki Jóns *Baldvin Halldórsson- ar. Ef kona heitir Gunnur Ösp, tölum við um börn Gunnar Aspar, enda þótt það hljómi eins og þekkt mannsnafn. Þarna dugir enginn undansláttur. Við tölum því um velgengni Dagnýjar Ýrar. Kvenheitið Ýr er ævafornt og beygist eins og Sigríður, engan veginn öðruvísi. Því segjum við_að Guðmundur sé giftur Þórdísi Ýri. Á sama hátt er Jón giftur eða kvæntur Sigurlín Hildi. [Umsjón- armaður sér ekkert athugavert við að karlar séu giftir. Sögnin að gifta er leidd af gefa, og hjón gef- ast hvort öðru. Aftur á móti geng- ur oftast nær ekki að konur kvænist, því að kvænast er dreg- ið af kván=kona.] 2) Framburðurinn. Ég man eftir því, þegar Vesturfararnir eftir Moberg voru í sjónvarpinu. Þá sagði Liv Ullman jafnan við bónda sinn [Max von Sydow]: „Karloskar“ í einni bunu, það var þríliður,---. Ólukkuframburður þessi er að laumast inn í íslensku. Við eigum tvímælalaust að leggja þunga áherslu (ris) á fyrsta at- kvæði beggja (allra) nafna, það er að segja Jón Ingi, ——, ekki *Jón- ingi, eins og þetta sé þrflið- ur í brag. Það skiptir líka máli að við heyrum hvort maðurinn heiti Geir Finnur eða Geirfinnur, og hvort mærin heitir Rós Jóna eða *Rósjóna. Og ekki dugir að segja að vel hafi gengið hjá „Jónarnari" í stað Jóni Arnari. Borist hefur mér eftirfarandi bréf frá Svanberg K. Jakobssyni í Reykjavík. Þótti mér það miklu betur fengið en ófengið og þakka bréfritara kærlega: „Kæri Gísli. Þakka þér marga góða þætti og þarfa um íslenskt mál á síðum Morgunblaðsins. Á skrifstofunni, þar sem ég vinn, eni þeir ljósrit- aðir og eru skyldulesning allra sem koma nálægt íslensku máli. Mig langar til að gera athuga- semd við ábendingu sem fram kom í 896. þætti um orðið „bögg- ur“. Bent var á að þetta orð væri slanguryrði tölvumanna, sótt í enska orðið „bug“ sem notað er um villur og galla í forritum. Það er örugglega rétt að orðið er þannig til komið, en margir vita kannski ekki að þetta orð er til í íslensku máli. Þess er getið bæði í Orðabók Menningarsjóðs og ís- lenskri orðsifjabók Ásgeirs Blön- dals Magnússonar og merkir „mein, skaði“ samkvæmt þeim báðum, en talið fomt mál eða úr- elt. Hví ekki að veita þessu góða og gamla orði uppreisn? Það fer vel í munni, er til í málinu og merkir auk þess nákvæmlega það sem það á að lýsa, þ.e. meini eða skaða. Mætti þá vel búa til hið ágætasta máltæki og segja á tölvumannamáli: „Oft fylgir bögg- ur forriti", samanber að „oft fylg- ir böggull skammrifí“. Kær kveðja.“ Vilfríður vestan kvað: í karganum Kristófer þryxnast, kýmar í grænkunni yxnast, öll hugsunin fer út úr hausnum á mér, og hnattspymur Eyja-Jöns kikksnast. [„Limerick [is] a popular form of short, humorous verse, often nonsensical and frequently ribald." (Encyclopædia Britann- ica). Það er svo að skilja: Limrur eru vinsæl gerð stuttra gaman- vísna, oft tóm vitleysa og ósjald- an klúrar.] Lítilræði úr skólanum: Strákur kemur of seint og er víttur harðlega. „Pabbi djöfull gleymdi að vekja mig,“ sagði læri- sveinninn. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 98. tölublað (03.05.1997)
https://timarit.is/issue/129471

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

98. tölublað (03.05.1997)

Aðgerðir: