Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 57
Merkjasala
og hlaup
hjá Lions
ÁRLEG merkjasala Lions-hreyfing-
arinnar verður nú um helgina, 3.
og 4. maí. Auk merkjasölunnar
standa Lionsklúbbar víða um land
fyrir ýmsum skemmtunum og uppá-
komum.
Lions-hreyfingin hefur selt merki
sín undanfarin 10 ár, en ágóði af
sölunni rennur til að styrkja verk-
efni hreyfingarinnar í skólum, „Að
ná tökum á tilverunni“.
Til að vekja athygli á baráttu
Lions-hreyfingarinnar gegn vímu-
efnanotkun standa Lions-klúbbar
víða um land fyrir ýmsum uppá-
komum um helgina. í Hafnarfirði
verður t.d. skemmtun á Víðistaða-
túni, sem Lionsklúbbur Hafnar-
Ijarðar, Lionsklúbburinn Kaldá og
Lionsklúbburinn Ásbjörn skipu-
leggja. Þar hefst víðavangshlaup
skólanna klukkan 13 í dag, en upp-
hitun fyrir fjölskylduhlaup hefst kl.
13.30 og leggja Hafnfirðingar á
öllum aldri af stað í hlaupið kl. 14.
í Reykjavík verður haldin
skemmtun fyrir merkjasölubörn
Lions í fjölskyldugarðínum í
Laugardal kl. 15-18 á laugardag.
Fjölmargir Lionsklúbbar skipu-
leggja uppákomur heima í héraði.
Á Seyðisfirði verður t.d. keppt í
hlaupi í aldursflokkunum 0-6 ára,
6-8 ára og 8-12 ára. Það er þó
viðbúið að yngsti hópurinn þurfí
aðstoð til að komast á leiðarenda,
svo hlaupið á Seyðisfirði verði fjöl-
skylduhlaup eins og víða annars
staðar.
-----» ♦-4-----
Fulltrúaþing
Kennarasam-
bandsins
ÁTTUNDA fulltrúaþing Kennara-
sambands íslands verður haldið á
Hótel Loftleiðum dagana 3. til 6.
maí nk. Þingið verður sett í dag,
laugardaginn 3. maí, kl. 13.
Áð lokinni setningarræðu for-
manns munu menntamálaráðherra,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga og forystumenn annarra
stéttarfélaga ávarpa þingið.
Fyrir þinginu liggja tillögur um
brejdingar á lögum sambandsins
og skólastefnu ásamt tillögum um
sameiningu kennarafélaganna. Þá
verða rædd kjara- og réttindamál
ásamt öðrum hagsmunamálum fé-
lagsmanna Kennarasambands ís-
lands og annarra launamanna.
Á þinginu fer fram kjör for-
manns, varaformanns og nýrrar
stjórnar^ og nefnda Kennarasam-
bands íslands. Þingið sitja 112
kjörnir fulltrúar _ auk stjórnar
Kennarasambands íslands.
OPIÐ OLL KVÖLD
VIKUNNARTILKL 21.00
HRINGBRAUT 1 19, -VIÐ JL HÚSJÐ.
Opið alla
daga vikunnar
9-22
GblYFJA
Lágmúla 5
Slmi 533 2300
FRÉTTIR
Vorkaffi í
Hússtjórnar-
skólanum
í TILEFNI vorkomu verður kaffi-
samsæti í Hússtjórnarskólanum í
Reykjavík, Sólvallagötu 12, sunnu-
daginn 4. maí nk. milli kl. 14 og 17.
Boðið verður upp á heitar vöfflur
og kaffi fyrir 300 kr. og rennur
allur ágóði í lautarferðarsjóð nem-
enda. Sýndar verða hannyrðir verð-
andi húsmæðra og einnig verður
boðið upp á nokkra skemmtun.
Hússtjórnarskólinn var stofnaður
1942 og er enn í sama húsi á Sól-
vallagötunni.
FRÁ lautarferð Hússtjórnarskólans í Reykjavík árið 1961
Kompusala í
Kolaportinu
KOMPUSALA á vegum stuðnings-
aðila skólabarna á Indlandi í gegn-
um Hjálparstofnun kirkjunnar verð-
ur í Kolaportinu 3. og 4. maí nk.
Hagnaði af sölunni verður varið til
þess að kaupa borð og stóla fyrir
börnin.
Báða dagana verður sýnt mynd-
band frá ferð þangað í fyrra og
sjást þar glögglega aðstæður barn-
anna og þættir úr daglegu lífi
þeirra. Gestir eru velkomnir að
kynna sér starfið en forsvarsmenn
kompusölunnar munu bjóða upplýs-
ingaefni og svara spurningum.
Við val á salernispappír hættir okkur um of til að láta
verðið ráða kaupunum. Það er oftast á kostnað þægind-
anna því þegar upp er staðið snýst málið um gæði.
Lotus er þægilegur og endingargóður salernispappír.
Hann er mýkri og sterkari en aðrar ódýrari tegundir og er
því drýgri fýrir vikið.
Prófaðu Lotus