Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK yr-fi Hagnaður Pósts og síma nam 2,1 milljarði 1996 Net bætt fyrir forsetann NETAGERÐ Fiskiðjusamlags Húsavíkur var einn viðkomustaða Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Islands, og Guðrúnar Katrín- ar Þorbergsdóttur í heimsókn þeirra til Suður-Þingeyjarsýslu í gær. Kári Jónasson netagerðar- meistari og samstarfsmenn hans sýndu þeim handbragðið við und- irleik tveggja harmoníkuleikara sem spiluðu sjómannalög. Mikið var um tónlist, söng og góðan mat á þessum fyrsta degi heim- sóknar forsetahjónanna sem stendur fram á sunnudag. ■ Góðar/4 Morgunblaðið/Ásdís gegn sam- keppnisráði HAGNAÐUR Pósts og síma nam tæplega 2,1 milljarði króna í fyrra samanborið við 1,1 milljarðs hagnað árið 1995. Af hagnaði greiddi fyrir- tækið 860 milljónir króna í ríkissjóð líkt og árið á undan. í ársskýrslu Pósts og síma kemur fram að ein heista skýringin á þess- ari góðu afkomu sé sú að verið er að taka upp nýja aðferð við að reikningsfæra símatekjur og að í þetta sinn komi inn tekjur af síma- notkun sem nær yfir lengra tímabil en venjulega tólf mánuði. Þessi breyting ein sér leiðir af sér að Litun gjaldfijálsrar olíu og olíugjald í stað þungaskatts Kostnaður olíufélag- anna 60 milljónir á ári ÁÆTLAÐ er að kostnaður olíufélag- anna þriggja vegna litunar gjald- fijálsrar olíu og innheimtu olíugjalds á gjaldskylda olíu geti í upphafí num- ið 270 milljónum króna og síðan allt að 60 milljónum króna á ári eftir það. Þetta kemur fram í umsögn Skeljungs hf. um frumvarp ríkis- stjómarinnar, sem felur í sér að tek- ið verði upp olíugjald í stað þunga- skatts, en Skeljungur hf. leggur ein- dregið til að málinu verði frestað og frumvarpið undirbúið frekar. í umsögn Skeljungs hf. sem beint er til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur m.a. fram að félagið telji frumvarpið heldur vanbúið og samráð við þá aðila sem ætlað er að annast framkvæmd litunar olíu og innheimtu alls olíugjaldsins skorti að flestu leyti. Er m.a. lagt til að skipuð verði nefnd sérfræðinga af hálfu fjármálaráðuneytisins og rikis- skattstjóra annars vegar og olíufé- laganna hins vegar sem falið verði að undirbúa lagafrumvarp sem lægi fyrir eigi síðar en 1. desember næst- komandi. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nefndin hefði ekki enn tek- ið frumvarpið til umfjöllunar. Tíminn til þess væri orðinn naumur og hann gæti ekkert um það sagt hvort mál- ið yrði afgreitt frá Alþingi í vor. 1.045 milljónum króna hærri tekjur bókfærast árið 1996 en annars hefði verið. Á móti koma áhrif af því að í fyrsta sinn er áfallið orlof starfs- manna bókað til gjalda en það nam 245 milljónum og útistandandi kröf- ur afskrifaðar sem nemur 280 millj- ónum. Nettó áhrif af öllum þessum breytingum eru þau að hagnaður er 520 milljónum króna hærri en annars hefði verið. Málshöfðun gegn samkeppnisráði Samkeppnisráð úrskurðaði rétt fyrir áramótin síðustu að póstþjón- ustan skuli aðskilja rekstur einka- réttarþjónustu og þeirrar þjónustu sem veitt er í samkeppni við aðra. Kveðið var á um fjárhagslegan og eins um stjórnunarlegan aðskilnað. Póstur og sími hf. áfrýjaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála sem staðfesti úrskurð sam- keppnisráðs hvað þetta varðar. Að sögn Péturs Reimarssonar, stjómarformanns Pósts og síma hf., var samþykkt á fundi stjómar Pósts og síma hf. í gær að höfða fyrir dómstólum mál á hendur þess- um aðilum í því skyni fyrst og fremst að fá ákvæðinu um stjórnun- arlegan aðskilnað hnekkt en að mati þeirra lögfræðinga sem félagið hefur leitað til gengur samkeppnis- ráð lengra en lög heimila með ákvæðum sínum um stjórnunarleg- an aðskilnað. ■ Hagnaður/18 Mál höfðað Framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna Flóttí út á almennan markað og úr landí BIRGIR Björn Siguijónsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna, segir að farið sé að bera í auknum mæli á flótta háskóla- menntaðra starfsmanna sem starfa hjá ríkinu út á almenna vinnumarkaðinn eða til starfa í öðrum löndum. „Ríkið á greinilega undir högg að sækja með að manna ákveðin störf þar sem það á í samkeppni við almenna vinnumarkaðinn. Þar er meðal annars um að ræða störf verk- og tæknifræðinga, arkitekta, viðskiptafræðinga, lögfræðinga og fleiri störf að því tagi. Nú þegar hjól eru farin að snúast verður þama eftirspurn sem býr til ákveðna samkeppni,“ segir hann. Birgir Björn segir að starfsmenn samtakanna verði einnig áþreifan- lega varir við aukinn flótta starfs- manna úr landi og sú þróun sé jafnvel enn alvarlegri. Þar sé bæði um það að ræða að fólk sem er erlendis við nám skili sér ekki heim og töluvert sé um að starfsmenn séu að leita sér starfa í öðrum lönd- um. Fólk að gefast upp á að bíða „Þetta tengist því að margir hafa aflað sér menntunar erlendis og þekkja bæði það menningarum- hverfi og vinnumarkað sem þar er. Fólk er bara að gefast upp á að bíða eftir að eitthvað fari að ger- ast í kjaramálum þess,“ segir hann. „Eg held að ef menn endurskoða ekki starfsmannastefnu og launa- pólitík ríkisins til að bregðast við þessum aðstæðum getum við lent í mjög slæmu ástandi,“ segir Birg- ir Björn. Ríkið þarf að finna lausn Aðeins tvö af 25 aðildarfélögum BHM hafa náð kjarasamningum við viðsemjendur sína en viðræður fjölmargra félaga eru í gangi þessa dagana. „Ríkið þarf að fínna lausn á því hvernig það geti tekið á svona þenslu í launakerfi sem virkar. Ég held að fj ármálaráðherra hafi verið meðal þeirra sem hafa bent á að það launakerfi sem við búum við er ósveigjanlegt og geti hvorki brugðist við þegar illa gengur eða ef vel árar. Ef svo er þá erum við sammála honum um það,“ segir Birgir Björn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Flutningabíll á hliðina GÁMAFLUTNINGABIFREIÐ með tengivagni valt um klukkan 17.30 í gær við Höfðabakkabrú í Reykjavík, þegar ökumaður hennar tók beygju inn á brúna frá Vesturlandsvegi. Á tengi- vagninum var fjörutíu feta gám- ur sem innihélt steypuklump og hluta af byggingarkrana. Nokkrar skemmdir urðu á bíln- um en engin meiðsli urðu á fólki. Grunur leikur á að ekið hafi ver- ið í beygjuna á of miklum hraða. Rúmum klukkutima síðar, eða klukkan 18.54, urðu talsverðar skemmdir á strætisvagni er jeppabifreið ók aftan á hann við Höfðabakka. Um allharðan árekstur var að ræða en fólk varð ekki fyrir meiðslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.