Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞATTASKIL
í BRETLANDI
KOSNINGAÚRSLITIN í Bretlandi eru ekki óvænt - kann-
anir hafa lengi bent til stórsigurs Verkamannaflokks-
ins - en þau marka engu að síður þáttaskil í brezkum stjórn-
málum. Þau kunna jafnframt að hafa mikilvægar afleiðingar
fyrir Evrópusamstarfið.
Verkamannaflokkurinn hefur aldrei unnið fleiri sæti í
neðri deild brezka þingsins. Sigur hans slær flest annað út;
179 þingsæta meirihluti er meira en jafnvel Margaret Thatch-
er gat státað af eftir sinn stærsta kosningasigur. Þessi árang-
ur er fyrst og fremst persónulegur sigur Tonys Blairs. Á
aðeins þremur árum hefur þessi 43 ára gamli leiðtogi um-
breytt Verkamannaflokknum úr afdönkuðum þjóðnýting-
arflokki í hófsaman og nútímalegan miðjuflokk, sem hefur
fijálst markaðskerfi að leiðarljósi. Þær breytingar, sem gerð-
ar hafa verið á stefnu flokksins í þessu skyni, eru fyrst og
fremst verk Blairs.
Blair hét því í ræðu sinni fyrir utan Downingstræti 10 í
gærmorgun að færa Bretum menntakerfi á heimsmælikvarða
og nútímavæða heilbrigðisþjónustuna. Hann lofaði líka að
vinna með athafnamönnum að því að byggja upp sterkt efna-
hagslíf, sem stæðist alþjóðlega samkeppni. Blair hefur sann-
fært kjósendur um að honum geti tekizt þetta tvennt í senn;
endurskipulagt velferðarkerfið og bætt þjónustu þess án
þess að leggja nýjar byrðar á skattgreiðendur eða skaða
atvinnulíf og ftjálsa samkeppni. Hann hefur nú yfir svo stór-
um þingmeirihluta að ráða að umboð hans til að efna lof-
orðin fer ekki á milii mála.
Framundan eru tveir leiðtogafundir Evrópusambandsins,
í Noordwijk í Hollandi síðar í mánuðinum og í Amsterdam
í næsta mánuði. Þar fær Blair tækifæri til að sýna að Verka-
mannaflokknum geti tekizt betur upp við mótun Evrópu-
stefnu en íhaldsflokknum. Sennilegt er að Blair semji við
leiðtoga annarra aðildarríkja ESB um mörg þau mál, sem
íhaldsflokkurinn hefur neitað að þoka til um þumlung. Þann-
ig hafa líkurnar aukizt á að raunverulegur árangur náist á
ríkjaráðstefnu sambandsins, sem tryggi að það verði í stakk
búið að taka við nýjum aðildarríkjum. Sömuleiðis er nú lík-
legra en áður að Bretland taki upp hinn sameiginlega Evrópu-
gjaldmiðil. Hins vegar er ekki við því að búast að með valda-
töku Verkamannaflokksins sé sérstaða Bretlands innan Evr-
ópusambandsins úr sögunni. Af sögulegum ástæðum munu
Bretar ávallt fara sér hægt í samrunaþróuninni.
Kosningaúrslitin eru hrikaleg niðurlæging fyrir íhalds-
flokkinn, sem hefur ekki beðið annan eins ósigur síðan 1832.
Ljóst er að kjósendur voru orðnir þrejittir á stjórn íhalds-
flokksins, sem setið hefur við völd í 18 ár, og forystusveit
hans hafði fáum afburðamönnum á að skipa. Fjármála- og
kynlífshneyksli ollu miklu um að fólk missti trúna á flokkn-
um en mestum skaða hafa íhaldsmenn þó sennilega valdið
sjálfum sér með sífelldu rifrildi um Evrópumálin. Jafnvel á
síðustu dögum kosningabaráttunnar var flokkurinn þverklof-
inn í afstöðu sinni til sameiginlegs gjaldmiðils.
Vandræði íhaldsflokksins munu halda áfram. Strax á
kosninganóttina voru fulltrúar hægri og vinstri arms hans
farnir að kenna hvorir öðrum um ósigurinn. Það verður þraut-
in þyngri fyrir nýjan leiðtoga, hver sem hann verður, að
sameina flokkinn og gera hann hæfan til stjórnarsetu á ný.
Miðað við hinn djúpstæða ágreining í Evrópumálunum verða
íhaldsmenn að hafa sig alla við, ætli þeir að ógna Blair eft-
ir fimm ár.
John Major, sem nú hverfur úr forsætisráðherraembættinu
eftir tæp sjö stormasöm ár, hefur ekki alltaf notið sannmæl-
is. Hann er dugandi og heiðarlegur stjórnmálamaður og í
raun er það afrek að honum skuli hafa tekizt að halda völd-
um jafnlengi og raun bar vitni miðað við deilurnar í flokki
hans. Það er eftirsjá að Major, nú þegar hann hverfur úr
framlínunni.
Ekki má heldur gleyma hinum gífurlega árangri, sem ríkis-
stjórn íhaldsflokksins hefur náð á átján árum. Með því starfi,
sem Margaret Thatcher hóf og John Major hélt áfram, hef-
ur tekizt að bjarga brezku efnahagslífi frá stöðnun og ríkis-
forsjá. íhaldsmenn juku frelsi og ábyrgð einstaklinga á eig-
in lífi og afkomu, gerðu milljónir manna að eigendum eigin
húsnæðis og hlutafjár í fyrirtækjum, lyftu dauðri hönd aftur-
haldssamrar verkalýðshreyfingar af vinnumarkaðnum og
endurreistu kraftmikið markaðshagkerfi í Bretlandi.
Brezka þjóðin hefur, þrátt fyrir allt, kunnað að meta þéss-
ar breytingar. Tony Blair hefði ekki unnið kosningarnar
nema vegna þess að hann lofaði að rífa ekki niður það, sem
íhaldsmenn hafa byggt upp, heldur að gera skynsamlegar
umbætur á verkum þeirra.
ÞAÐ er áhrifamikið að fylgj-
ast með lýðræðinu að
verki, sérstaklega þegar
milljónir manna sjá til
þess að einum valdhafanum er
sparkað af stóli og öðrum greidd
gatan til valda. Ekkert annað
stjórnarfyrirkomulag getur tryggt
flutning valds með jafn friðsamleg-
um hætti. Franski heimspekingur-
inn Jean Jacques Rousseau sagði
að lýðræðið væri aðeins virkt einn
dag á fimm ára fresti á Bretlandi.
Að þessu sinni tóku Bretar til
óspilltra málanna á lýðræðisdegin-
um sínum. Sólarhring síðar höfðu
valdaskiptin átt sér stað án þess
að blóðdropa væri úthellt, án íra-
fárs, fánaborga og lúðrablásturs,
án skrúðgangna og langra ræðna.
Virðuleg
brottför Majors
Það var virðuleiki yfir John Maj-
or þegar hann gekk síðasta sinni
út úr forsætisráðherrabústaðnum í
Downing-stræti 10 skömmu fyrir
hádegi í gær. Major, sem eitt sinn
var synjað um starf bílstjóra stræt-
isvagna í London, sagði að það
hefðu verið mikil forréttindi að fá
að gegna embætti forsætisráð-
herra, forréttindi, sem féllu fáum í
skaut.
„Ég vona að ég skilji við landið
í betra ásigkomulagi en það var í
þegar ég tók við því,“ sagði hann.
„Ég held að sú stjórn, sem nú tekur
við, fái í hendur bestu efnahagstöl-
ur, sem nokkur stjórn hefur fengið
frá síðari heimsstyijöld.“
Fréttaskýrendur voru á því að það
Vaxmyndum vb
ÞAÐ var ekki aðeins skipt um menn i Downing- staðið innan um ai
stræti 10 í gær, heldur einnig í Vaxmyndasafni í sex ár en nú var I
Madame Tussaud. Þar hefur mynd af John Major Blair sett í staðinr
Raunhæfar aðger
að ná göfugu mar
hlyti að hafa verið erfitt augnablik
fyrir Major að kveðja með þessum
hætti, strax daginn eftir kosningar,
en hann hélt fullkominni stillingu
um leið og hann sagði að nú væri
tími til kominn að einhver annar
tæki_ við flokki sínum.
„Ég hef setið á þingi í 18 ár, setið
í ríkisstjórn í 14 og verið forsætis-
ráðherra í sex og hálft ár,“ sagði
Major. „En þegar tjaldið fellur er
rétt að yfirgefa sviðið og nú ætla
ég að yfirgefa sviðið."
„Góður maður fyrir
hræðilegum flokki“
Það datt hvorki né draup af for-
sætisráðherranum fráfarandi þrátt
fyrir að flokkur hans hefði daginn
áður beðið mesta ósigur frá árinu
1832. Honum tókst meira að segja
að slá á létta strengi þegar hann
baðst afsökunar á því að hafa ekki
tíma til að tala lengur því að hann
ætti stefnumót við drottningu.
Margir fóru lofsamlegum orðum
um það hvað Major hefði staðið
keikur þegar hann kvaddi. Jeffrey
Archer, rithöfundur og íhaldsmað-
ur, sagði að Major hefði sýnt reisn
í ósigri sínum. „Hann er heiðvirður
maður og á mikið lof skil- ______
ið,“ sagði Archer.
Paddy Ashdown, leið-
togi fijálslyndra demó-
krata, sem oft varð fyrir
hvössum árásum Majors á
þingi, sagði að þar færi
Ihaldsmenn biðu mikinn ósigur í kosningunúm
á Bretlandi á fímmtudag og hálfum sólarhring
síðar var Verkamannaflokkurinn kominn til
valda. Karl Blöndal fylgdist með kosningun-
um og stjómarskiptunum í London.
Lofaði
Major fyrir
heiðarleika
„góður
maður fyrir hræðilegum flokki“ og
bætti við: „Hann var nánast ein-
mana í kosningabaráttunni, það hef-
ur verið ótrúlegt að fylgjast með
þessu.“
Stefnumót Majors við drottningu
stóð stutt og á hæla hans fylgdi
Tony Blair. Fyrir utan Bucking-
ham-höll stóð fjöldi manns, en í
mannfjöldanum voru margir ferða-
menn, sem höfðu komið til að fylgj-
ast með vaktaskiptum hallarvarð-
anna og urðu óvænt óbein vitni að
sögulegum stjórnarskiptum.
Öllu meiri mannfjöldi var í Down-
ing-stræti þegar Blair kom á vett-
vang eftir að hafa tekið við forsætis-
ráðherraembættinu af drottningu.
Það er hefð að drottningin spyiji
verðandi forsætisráðherra hvort
hann telji að hann geti myndað
starfhæfa stjórn, en þeirrar spurn-
ingar hefur hún líkast til ekki þurft
að spyija að þessu sinni.
Blair brá út af venju þegar hann
kom að væntanlegum bústað sínum
og í stað þess að láta aka sér upp
að dyrum steig hann ásamt konu
sinni, Cherie Booth lögfræðingi, út
við hliðið, sem stendur við White-
hall.
Þau hjónin tóku þar í hendur
stuðningsmanna og
starfsmanna og nokkrir
gripu um eiginkonu Bla-
irs, sem hyggst halda
áfram störfum þrátt fyrir
frama eiginmannsins, og
kysstu hana á kinnina.
„Ég ætla að byija á því að lofa
John Major fyrir heiðarleika hans
og reisn,“ sagði Blair. „Ég stend
hér fyrir utan Downing-stræti og
veit hvaða ábyrgð er lögð á herðar
muhum
tkar
það
landi,“ sagði Blair. „Við
vinna fyrir þjóðina alla.“
Síðan bætti hann við: „Oþ
stjóm ætti alltaf að snúast um
að þjóna almenningi... Ég mun hota
þau gildi, sem alltaf hafa verið mitt
leiðarljós. Þetta verður stjórn ráun-
hæfra aðgerða til að ná göfugum
markmiðum.“
Frjálslyndir og
Verkamannaflokkurinn studdu
hvor annan
419
Verkamannaflokkurinn vann
þingsæti og hefur aldrei áður verið
jafn sterkur á þingi. Fæstir spáðu því
að munurinn yrði svona mikill ogfylg-
ismunurinn, 14%, hefði samkvæmt
tölfræði ekki átt að duga til að ná
þessum stóra meirihluta. Kjósendur
sýndu hins vegar kænsku í
kosningunum og hvað eftir
annað lögðust stuðnings-
menn fijálslyndra demó-
krata á sveif með frambjóð-
anda Verkamannaflokksins
Lögðu:
gegni
'flokl
mer.
Hann hét því að stjórn sín mundi
endui’vekja traust Breta og trú á
stjórnkerfið og stjórnmál í landi
sínu. „Sigurinn var umboð til að
koma hlutum í verk í þessu landi,
gera það, sem þarf að gera í þessu
ef það mætti verða til að steypa fram-
bjóðanda íhaldsflokksins.
Þessu var reyndar oft öfugt varið
enda tvöfaldaði flokkur fijálslyndra
demókrata sætafjölda sinn á þingi
og gott betur. Er þetta mikill sigur
fyrir flokkinn. Paddy Ashdown, leið-
togi flokksins, hafði spáð því fyrir
kosningarnar að eitthvað óvænt
myndi gerast en enginn sá fyrir að
hann ynni 46 sæti. Ekki er að sjá
fyrir hvaða áhrif þetta hefur en þó
er víst að þetta mun þrýsta á Verka-
-i