Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á aðalfundi SIF Virða ekki leikreglur sem settar hafa verið Morgunblaðið/Heimir Harðarson „MÖRG helztu umræðuefni í ís- lenzkum sjávarútvegi í dag lúta að því að menn eru ekki að virða þær leikreglur, sem settar hafa verið. Þeir eru að ganga á svig við sett lög og reglugerðir og eðlilega hlýtur það að varpa mjög sérstöku ljósi á það, sem fram fer innan sjávarút- vegsins," sagði Þorsteinn Pálsson sjavarútvegsráðherra á aðalfundi SÍF í gær. Engin bót Þorsteinn sagði að þetta ætti ekki endilega frekar við um sjávarútveg- inn en aðrar atvinnugreinar, en vissulega væri þetta vandamál í of ríkum mæli innan útvegsins. Hann nefndi þtjú dæmi, sem verið hafa í umræðunni að undanfömu; reglur um öryggi fiskiskipa, búnað þeirra og skráningu áhafnar, brottkast á físki og löndun framhjá vigt og þátt- töku sjómanna í kvótakaupum. Þorsteinn sagði, að nýleg könnun á því hvort farið væri að settum reglum um öryggisbúnað skipa og fleira því tengdu, sýndi að engin bót hefði orðið á frá könnun, sem gerð var fyrir tveimur árum, þrátt fyrir að niðurstöðumar þá hefðu verið uggvænlegar. Þessar reglur væru settar að kröfu sjómanna og útvegsmanna til að tryggja öryggi sjófarenda. Þessar sömu reglur væru síðan hunzaðar af sjómönnum og útgerðarmönnum og fyrir því fyndist engin afsökun. Þá sagði Þorsteinn að bann við að fleygja fiski og landa framhjá vigt væri grundvallaratriði í físk- veiðistjórnuninni og ábyrgri um- gengni um aðlindina. „Við heyrum frásagnir um það, og stundum tröllasögur, að fiski sé fleygt og landað sé framhjá vigt. Hvetjir eru það, sem segja frá því? Það eru sjó- menn og útvegsmenn. Hvetjir eru það, sem fleygja fískinum og landa framhjá? Það eru sjómenn og út- vegsmenn,“ sagði Þorsteinn og sagði að engin gild rök væru fyrir þvi að svona væri að verki staðið. Grefur undan áliti sj ávarútvegsins Loks sagði sjávarútvegsráðherra að talað væri um að algengt væri að sjómenn væru látnir taka þátt í kvótakaupum, þótt svo væri bannað með lögum, stutt með kjarasamn- ingum og dómsniðurstöðum. Þó menn hefðu uppi ýmis rök fyrir því að standa svona að verki, afsakaði það á engan hátt að lög væru brot- in. „Það grefur undan áliti sjávarút- vegsins ef það verður almennur misbrestur á því að farið sé að lög- um og reglum,“ sagði Þorsteinn Pálsson. ■ 117 milijóna hagnaður/20 Hnúfubakar við Húsavík TVEIR hnúfubakar sáust um Vi sjómílu utan við höfnina á Húsa- vík í fyrrakvöld, en hnúfubakar eru mjög sjaldséðir á þessum slóðum og óalgengt að þeir geri vart við sig inni á fjörðum. Vöktu hnúfubakarnir óskipta athygli . þeirra sem sáu þá leika listir sín- ar í veðurblíðunni í fyrrakvöld. Endurtek- in bilun í tölvukerfi banka TÖLVUKERFI banka og sparisjóða datt út um tuttugu mínútna skeið í gærmorgun, af sömu orsökum og leiddu til þess að kerfíð var óvirkt á miðvikudag. Síðdegis í gær varð svipaðra truflana vart. Afgreiðslukerfi banka- og spari- sjóða voru ekki beinlínutengd þessar 20 mínútur meðan tölvukerfíð var bilað og að viðbættu miklu álagi á þjónustustofnanirnar leiddi bilunin til að afgreiðsla banka- og spari- sjóða gekk hægt fyrir sig í gær og mynduðust víða langar biðraðir af þeim sökum. Mikið álag er ávallt fyrstu daga maímánaðar. Vandræði fyrir korthafa Helgi H. Steingrímsson forstjóri Reiknistofu bankanna segir að erfítt hafí verið að koma við öðru en bráðabirgðalagfæringum á kerfínu meðan það var í fullri notkun, en vonir standi til að viðgerð takist um helgina. „Um fjórðungur debetkorthafa gat ekki notað kort sín vegna þess- arar bilunar í gær, aðallega undir kvöldið, auk þess sem þjónustusímar og hraðbankar voru óvirkir fram til klukkan 19. Við vonum að okkur takist að komast fyrir þessar bilanir í dag og á morgun, en hugsanlegt er að ein- hverra erfiðieika verði vart í af- greiðslu korta um helgina. Kortafyr- irtækin geta hins vegar gripið til varaleiða og því reiknum við með að erfiðleikar verði í lágmarki og að þeir valdi viðskiptavinum sem minnstum óþægindum," segir Helgi. Reuter Hinsti dansinn Úrskurður umhverfisráðuneytis vegna breytinga á Hafnarstræti 20 Ákvörðun byggingarnefndar hefur verið felld úr gildi UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað að fella úr gildi ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur frá 14. nóvember 1996 um veitingu leyfis til breytinga sem gerðár hafa verið á miðrými hússins Hafnar- strætis 20 og breytingu á inngöngu- leiðum í austurhluta hússins. Úrskurðurinn er undirritaður af Þorsteini Pálssyni dómsmálaráð- herra sem forsætisráðherra fól að fara með málið og úrskurða í því. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra ákvað að víkja sæti við meðferð málsins þar sem félagið Skúlagarður, sem er að hluta í eigu Framsóknarflokksins, átti stóran hlut í húsinu er ákvörðun var tekin um breytingarnar. Umræddar breytingar voru ný- lega gerðar á 1. hæð Hafnarstrætis 20 og var biðstöð fyrir farþega Strætisvagna Reykjavíkur þá stækkuð. Breytingarnar voru sam- þykktar á húsfélagsfundi í lok júlí í fyrra þrátt fyrir mótmæli Valdi- mars Jóhannessonar, eiganda hluta húsnæðisins á 1. hæð hússins, þar sem söluturn var rekinn þar til breytingarnar áttu sér stað. Valdi- mar kærði breytingarnar á húsinu m.a. á þeim forsendum að sam- þykkt húsfélagsins standist ekki lög. Borgin færi húsnæðið til sama vegar og greiði tjón Valdimar sagði í samtali við Morg- unblaðið að í kjölfar úrskurðar umhverfisráðuneytisins myndi hann í samráði við lögfæðing sinn krefj- ast þess að Reykjavíkurborg færi húsnæðið til sama vegar og það var áður og bæti honum jafnframt það tjón sem hann hafí orðið fyrir í kjöl- far breytinganna. „Ég hef orðið fyrir miklu tjóni bæði við að reka málið gegn borg- inni og eins hef ég orðið af tæplega milljón króna leigutekjum út af þessu. Ég hlýt að krefjast þess að borgin bæti mér það tjón,“ sagði Valdimar. Hann sagði að breytingarnar á húsnæðinu hefðu kippt grundvellin- um undan rekstri söluturnsins sem hefði verið hætt, en því hefði auk þess valdið það að Strætisvagnar Reykjavíkur hefðu hlaðið undir rekstur annars söluturns í húsinu. Ákvæða fjöleignarhúsalaga ekki gætt við leyfisveitingu Í úrskurði umhverfisráðuneytis- ins kemur m.a. fram að ráðuneytið líti svo á að ekki hafi verið gætt ákvæða fjöleignarhúsalaga við veit- ingu byggingarleyfísins, auk þess sem í byggingarlögum komi fram að byggingarleyfi veiti ekki heimild til framkvæmda sem brjóti í bága við skipulag og ákvæði laga og reglugerða um rétt annarra. Samkvæmt þessu verði niður- staðan sú að byggingarnefnd hafí verið óheimilt að veita byggingar- leyfi fyrir breytingum á miðrými hússins og ennfremur að óheimilt hafi verið að leyfa breytingu á inn- gönguleiðum í austurenda hússins. æfður PÁLL Óskar Hjálmtýsson, fulltrúi íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1997 sem fer fram í kvöld, æfði í gær flutning lags síns, Minn hinsti dans, ásamt hópi dansara á sviði keppnishall- arinnar í Dyflinni. Fulltrúar 25 þjóða taka þátt í keppninni að þessu sinni. Yfir 650 gestir sóttu móttöku íslenska keppnisliðsins á skemmtistaðnum Rumours á mið- vikudagskvöld og þykir veislan hafa heppnast vel. Páll Óskar hefur vakið talsverða athygli hjá fjölmiðlum ytra og meðal annars verið rætt við hann um þátttöku hans í „dragsýningum", en í veislu Islendinganna kom hann m.a. fram í gervi söngkonunnar Dönu sem vann söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva árið 1970. ■ AtkvæðaseðilI/55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 98. tölublað (03.05.1997)
https://timarit.is/issue/129471

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

98. tölublað (03.05.1997)

Aðgerðir: