Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 21 Kkciul er rúnigóður, o« ríkukga húinn hílt íneð ðryggið í t'yrirrúnji. Vift kyunum tyær útgáfur á sðrstoku sumarverói l.úSXng 2.0 HLX mcð 147 hu. fitnm strokka og 20 ventlu Franskir sósíalistar kynna stefnuskrá sína Lofa að skapa 700.000 nýstörf Ætla að afnema innflytj endalög'in París. Reuter. FRANSKIR sósíalistar birtu í gær stefnuskrá sína fyrir þingkosning- arnar 25. maí og 1. júní og lofuðu breytingum á efnahagsstefnunni til að skapa 700.000 ný störf án þess að auka ríkisútgjöldin. Þeir sögðust ennfremur ætla að af- nema umdeild innflytjendalög hægristjórnarinnar ef þeir færu með sigur af hólmi í kosningunum. Sósíalistar sögðust styðja áformin um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins, evró, en vilja að efnahagsleg skil- yrði fyrir upptöku hans verði túlk- uð á sveigjanlegan hátt. Stefna bæri að því að öll ríki ESB tækju upp evróið og koma þyrfti á fót sérstakri stjórn sem færi með efnahagsmálin innan sambands- ins. Vinnuvikan stytt í stefnuskránni segir ennfremur að launatengd gjöld verði lækkuð, stefnt verði að því að skapa 700.000 ný störf, þar af 350.000 innan ríkisgeirans, og að vinnuvik- an verði stytt úr 39 stundum í 35 án þess að laun lækki. Ennfremur er lagt til að virðis- aukaskattur á nauðsynjavörur verði lækkaður, svo og húseigna- skattur á lágtekjufólk, en hátekju- skatturinn verði hækkaður. Sósíalistar sögðu að menntamál- in ættu að njóta forgangs við fjár- lagagerðina og gagnrýndu stjórn Aðskilnaðarsinni í Texas gafst upp Reuter LIONEL Jospin kynnir stefnu- skrána. Franskir jafnaðar- menn vilja breyta efnahags- stefnunni til að auka atvinnu án þess að ríkisútgjöld aukist. mið- og hægriflokkanna fyrir að hafa fækkað kennurum. Flokkurinn kvaðst ætla að af- nema umdeild lög, sem sett voru til að stemma stigu við innflutn- ingi fólks úr þriðja heiminum. „Við ætlum að þróa nýjar aðferðir í baráttunni gegn ólöglegum inn- flytjendum og refsa fyrirtækjum sem virða lögin að vettugi,“ sagði í stefnuskránni. „Við hyggjumst koma á samvinnu við ríki sem hlut eiga að máli til stemma stigu við innflytjendastraumnum." Sósíalistar sögðust ennfremur hafna öllum hugmyndum um einkavæðingu þjónustufyrirtækja ríkisins. Bretar úr G7 -hópnum? YVES Thibault de Silguy, sem fer með undir- búning Efna- hags- og mynt- bandalags Evr- ópu (EMU) í framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins (ESB), gaf til kynna í ræðu í Washington fyrr í vikunni að Bretar gætu misst sess sinn í hópi helstu iðnríkja heims yrðu þeir ekki aðiljar að sameiginlegri Evr- ópumynt, evróinu. John Major, fráfarandi forsætis- ráðherra, og eftirmaður hans, Tony Blair, sögðu að hugmyndin væri fráleit og lögðu áherslu á að Bret- land ætti heima með fremstu ríkjum heims án tillits til þess hvort Bretar yrðu með í EMU árið 1999. De Silguy dró í ræðu sinni upp evrópaA Líða ekki hótanir Lúxemborg. Reuter. FIMM ríki Evrópusambandsins, sem ekki studdu tillögu Dana í Mannrétt- indaráði Sameinuðu þjóðanna um fordæmingu á mannréttindabrotum í Kína, hyggjast þrátt fyrir þá af- stöðu sína gera kínverskum stjórn- völdum ljóst að þau muni ekki þola að Kína beiti aðgerðum gegn ESB- ríkjunum, sem studdu tillöguna. Hótanir og þvinganir Kína gagn- vart Danmörku og Hollandi (sem er nú í forsæti ráðherraráðs ESB) Kínverja Fort Davis. Reuter. EINN af forsvarsmönnum vopn- aðra samtaka, sem kalla sig Lýð- veldið Texas og vilja aðskilnað frá Bandaríkjunum, gafst í gær upp fyrir lögreglunni en hún hefur set- ið um bækistöðvar samtakanna í sex daga. Robert Scheidt, sem fer með öryggismál í samtökunum, gafst upp og var handtekinn en áður hafði lögreglan flutt hann til bæki- stöðvanna og látið hann lausan í skiptum fyrir tvo gísla. Scheidt og fimm aðrir félagar í samtökun- um, þar á meðal leiðtogi þeirra, Richard McLaren, eiga ákærur yfir höfði sér og þar á meðal fyrir mannrán. Lögreglan gerði McLaren og félögum hans þann kost einan á fimmtudag að gefast upp en sam- tökin, sem voru stofnuð 1995, telja, að innlimun Texas í Banda- ríkin 1845 hafi verið ólögleg. Texas var sjálfstætt ríki í níu ár eftir að hafa rifið sig frá Mexíkó 1836. mynd af þremur helstu iðnveld- um heims, G3, sem myndu Ieysa G7 af hólmi. í G3 yrðu Bandaríkin, Japan og Evr- ópusambandið. Hann sagði að þegar Bandaríkjadoll- ari, japanska jenið og evróið yrðu sterkustu gjaldmiðlarnir yrðu Evr- ópuríkin að tala einni röddu. Major sagði að það sem de Silguy væri að gefa í skyn væri „fáránlegt og hrokafullt“ og bætti við: „Lond- on er einn helsti fjármálakjarni heimsins og verður það áfram. Sú tillaga að ESB taki yfir að vera málsvari efnahagsstefnu aðiljanna að sameiginlegri mynt er einmitt hætta af því tagi, sem ég hef verið að benda á.“ voru til umræðu á fundi utanríkis- ráðherra ríkja ESB fyrr í vikunni. Fram kom að Kínveijar hafa aflýst heimsóknum danskra embættis- manna til Kína og beitt Dani ýmsum öðrum þrýstingi. ESB-ríkin fimm, sem ekki studdu tillögu Dana, voru Þýzkaland, Frakkland, Spánn, Ítalía og Grikk- land. Ríkin lofuðu bandamönnum sínum að taka málið upp við kín- versk stjórnvöld. ORX\ OG AFTUR RYGGI er yfirskrift stórsýningu ístraktors á nýjum Fiat og Alfa Romeo sem eru sannkallaðar akandi líftryggingar með ABS hemlalæsivörn, bílbelta- strekkjara, og öryggisloftpúða sem SERKYNNINC IVECO BJORGUNAR- . SVEITARBIL A 38"DEKKJUM BRAVO3 DYRA EUR0 TECH VÖRUBILL ME0 EAT0N HALF- SJALFSKIPTINGU DAILY HAÞEKJUBIL BRAVA5 DYRA Við hvetjum þig til að koma og reynsluaka bílunum sem valdir voru bilar ársins í Evrópu árið 1996 og tengið hafa lof fyrir frábáerá hönnun,\öryggi, aksturs- eigmleika og snerpu CINQUECENTO \,\spo#r/HG Eyðslugrannur smábíll, mcð öryggisloft- púða, bílbcltastrekkjara, krumpusvæði og bjálka í hurðum. Útvarp/segulband, sainlæsingar, Fiat"Code"þjófavörn, samlita stuðara, lcðurklætt stýri o.fl. Alfa Romeo 146 er akandi dœmi um framúr- skarandi hönnun, einfaldleika, kraft og öryggi. Við bjóðum örfáa Alfa Rorneo 146 á sérstöku kynningarverðil Istraktor SMIÐSBÚÐ 2, GARÐABÆ •SÍMI: 565 65 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.