Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 69

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 69 MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVAR-SJÓNVARP [■: LAUGARDAGSMYIMDIR SJÓIMVARPSSTÖÐVANNA 1 Sjónvarpið ►22.35 Kavanagh málaflutningsmaður ver meintan brennuvarg í Kavanagh lögmaður: Skipsbruninn (Kavanagh Q.C.: The Burning Deck, 1996). John Thavv er ævinlega aufúsugestur og saka- málamyndir þessarar syrpu eru frambærileg afþreying. Leikstjóri Charles Beeson. Sjónvarpið ►23.55 Colin Friels er sannfærandi sem veikgeðja breskur sendierindreki í allra handa vand- ræðum, bæði starfslegum og per- sónulegum; í nýfrjálsu Afríkuríki í myndinni Öðlingur í Afríku (A Good Man In Africa, 1994). Þeir sem les- ið hafa samnefnda bók Williams Boyd munu ekki vera hrifnir af þess- ari myndgerð Bruce Beresford en ein og sér er hún yfirleitt skemmti- leg. Sean Connery fer þó fyrir lítið I í aukahlutverki. ★ ★ ★ Stöð 2 ►15 .00 Enginn sem ég þekki hefur séð gamanmyndina Stælar (Bad Attitudes, 1992) en markhópur hennar mun undir tvi- tugu. Fimm ungir laumufarþegar í þotu kljást við aulalega glæpona sem ræna henni. Leikarar heita m.a. Ethan Randall, Jack Evans og Rie- hard Gilliland. Leikstjórinn heitir Alan Myerson. Stöð 2 ^21.05 Warren Beatty og I Buck Henry leikstýra sjálfum sér m.a. í frekar slappri rómantískri dellugamanmynd Guð getur beðið (Heaven Can Wait, 1978). Beatty er ruðningskappi sem deyr og fer til himna án þess að hans tími hafi verið kominn og er því sendur aftur til jarðar en í röngum líkama. Þessa endurgerð Here Comes Mr. Jordan (1941) vantar hugmyndaflug og sjarma en hún er þó ekki til teljandi leiðinda. ★★% Stöð 2 ►22.50 Margir gagnrýn- endur urðu til að sparka í erótísku sakamálamyndina Jade (1995), kannski vegna þess að þeim finnst Joe Eszterhas handritshöfundur á of háu kaupi. Flétta hans um rann- AI Pacino var tilnefndur til Oscarsverðlauna fyrir leik sinn sem Serpico - hér í dulargervi. Einn gegn öllum SERPICO (1973, Stöð 2 ►0.25) er ein af þessum raunsæislegu og sannsögulegu löggumyndum sem spruttu upp á 8. áratugnum; The French Connection er annað dæmi. A1 Pacino er sterkur í titilhlutverki löggu í New York, sem er öðru vísi en hinar löggumar. Hann lítur öðru vísi út og hegðar sér öðra vísi. Hann er til dæmis heiðarlegur í starfi á meðan spilling og mútuþægni geisar í kringum hann. Og það kann ekki góðri lukku að stýra. Myndin er hrá og ofbeldisfull og heldur löng, en ávallt spennandi. Sidney Lumet leik- stjóri leiddi svipað viðfangsefni enn betur til lykta átta áram síðar í Prince Of The City. ★ ★ ★ sókn einbeittrar löggu (David Car- uso) á hroðalegum dauðdaga þekkts lögfræðings er ekki framleg en hún dugir William Friedkin leikstjóra til að skila sinni harðsnúnustu afþrey- ingu í mörg ár, með bráðvel sviðsett- um eltingaleik að hætti leikstjóra French Connection. Linda Fiorentino og Chazz Palminteri liggja undir grun m.a. ★ ★ ★ Stöð 2 ►0.25 - Sjá umfjöllun í ramma. Sýn ►22.00 ►Ævintýramyndin Shogun Mayeda (Journey OfHon- or, 1991) segir frá átökum jap- anskra stríðsherra árið 1602 og mun byggð á sögulegum heimildum. Martin og Potter segja þessa mynd klisjukennda en ásjálega. Þau gefa ★ ★ (af fímm mögulegum). Leik- stjóri Gordon Hessler en í aðalhlut- verkum eru Sho Kosugi, Christopher Lee og John Rhys-Davies. Árni Þórarinsson • • Ograndi kvennaverk ^ ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð helgpið verkum kvenna verður haldin í fimmta skipta í Boston um mánaðamót maí-júní. Kvik- •nyndirnar sem verða sýndar í ár Þykja djarfari og meira ögrandi en undanfarin ár. Meðal myndanna sem sýndar verða er nýjasta mynd Yvonne Rainer, „Murder and Murder“, en hún fjallar um miðaldra lesbíur og brjóstakrabbamein. Einnig verður frumsýnd mynd Maureen Fole, „Home Before Dark“, sem fjallar um viðbrögð 11 ára stúlku við sjálfsmorðstilraun móður hennar. Jafnframt verður hin umdeilda mynd Lynne Stopkewich, „Kissed", sýnd. A hátíðinni verður dreifingar- fyrirtækið Women Make Movies heiðrað sérstaklega, en það hefur starfað í 25 ár og sinnir eingöngu dreifingu á myndum kvenna. Einnig verður minning tveggja kvenna sem voru frumherjar í kvikmyndagerð heiðruð. Sýnd verður kanadísk heimild- armynd um Alice Guy-Blache sem nefnist „The Lost Garden: The Life and Cinema of Alice Guy- Blache". Hin franska Alice Guy- Blache, sem stofnaði m.a. sitt eigið kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkj- unum á ferli sínum, er talin fyrsta konan sem starfaði sem kvik- myndaleikstjóri. Jafnframt verður sýnd endurgerð á mynd frá árinu 1929 með Dolores Del Rio í aðal- hlutverkinu. Myndin heitir „Evangeline" og byggist á kvæði Henry Wadsworth Longfellow. Vinnið gegn fíla- penslum og bólum m 1' / silicol skin sittcol skin Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fyigja. Fæst í flestum apótekum. Brúðhjón Allur borðbúnaóur Glæsileg gjafavard Briidai hjdna listar XcMr/)'K\y\\ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. ___STEINAR WAAGE____ SKÓVERSLUN Sumarskór á bömin í miklu úrvali Verð 995,- Litir: Rautt, hvítt, blátt. Stærð: 20-27 Teg. maxi PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE SKOVERSIUN $ SÍMl 551 8519 ^ STEINAR WAAGE SKOVERSIUN SÍMI 568 9212 1- ? i s a i, n * U 1- _______ • ÞÚ KEMST VELÁFRAM - á Discovery Diesel Glæsilegur og rúmgóður farkostur, með slaglanga og mjúka gormafjöðrun sem er ein sú besta sem í boði er. Komið og skoðið vel útbúinn Discovery Diesel í sýningar- sal okkar Suðurlandsbraut 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.