Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3.MAÍ 1997 53
Kántríkeppni, silfurskór
og- Hermannsbikarinn
Morgunblaðið/Kristinn
GUNNAR Þór Pálsson og Bryndís Símonardóttir fengu silfurskóna
til varðveizlu í eitt ár, fyrir góðan fótaburð í Innanskólakeppni
Danssmiðju Hermanns Ragnars, hér dansa þau tangó með tilþrifum.
KÁNTRÍKEPPNIN setti skemmtilegan svip á daginn, hér stígur
sporin hópurinn Súkkulaðiflipp.
PANS
íþróttahúsið
á Scltjarnarncsi
INNANSKÓLAKEPPNI
DANSSMIÐJU HERMANNS
RAGNARS
Danssmiðja Hermanns Ragnars hélt
sina árlegu iimanskólakeppni i
Iþróttahúsinu á Seltjaniamesi sl.
laugardag. Var margt keppenda og
áhorfenda samankomið og skemmtu
allir sér hið bezta.
INNANSKÓLAKEPPNIR eru
orðnar sjaldséðar hér á landi og
er það miður, að mínu mati. Þó
er haldin á hverju ári innanskóla-
keppni í Danssmiðju Hermanns
Ragnars. Innanskólakeppnir eru
mjög skemmtilegar og hafa yfir
sér hátíðlegan blæ og er andrúms-
loftið mjög aflappað og skemmti-
legt. Svo var einnig nú síðastliðinn
laugardag, en innanskólakeppni
Danssmiðju Hermanns Ragnars
var haldin þá, í íþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi. Keppt var í fjöl-
mörgum aldursflokkum, bæði í a-
og b- riðlum, eins var keppt í
kántrydönsum eða línudönsum í
fyrsta skipti á íslandi.
Keppnin hófst á því að keppend-
ur marseruðu inn á gólfið og að
því loknu var spilað ávarp og
kveðja, til keppenda og áhorfenda,
Morgunblaðið/Hjörtur Hjartarson
HERMANNSBIKARINN hlutu
Hrafn Hjartarson og Helga
Bjömsdóttir, hér em þau ásamt
frú Unni Amgrímsdóttur.
frá Hermanni Ragnari Stefánssyni
danskennara og stcfnanda skól-
ans. I þessari keppni er m.a
keppt um Hermannsbikar-
inn og silfurskóna, lista-
smíð Sigurðar Stein-
þórssonar gullsmiðs í
Gulli og silfri, en þessa
dýrgripi gáfu þau hjón-
in Hermann Ragnar
og frú Unnur Arn-
grímsdóttir. Her-
mannsbikarinn
er veittur því pari
* sem hefur flest
stig úr báðum
greinum saman-
lagt, en silfurskórnir
eru veittir þeim herra
og þeirri dömu sem
þykja hafa beztan
fótaburð.
Fyrst voru dansað-
ir samkvæmisdansar
og var byijað á stand-
arddönsunum og 7
ára og yngri í b-riðli
dönsuðu skósmíða-
dans og svensk
maskerade, sem var
mjög skemmtilegt
innskot í þessa
keppni, sem ann-
ars var mjög
skemmtileg á að
horfa og gekk
mjög vel fyrir
sig í alla staði.
Þá var komið að
kántríkeppn-
inni. Sex lið mættu til leiks, 4 úr
Danssmiðju Hermanns Ragnars,
eitt frá Kúrekanum og eitt úr
Dansskóla Sigurðar Hákonarson-
ar. og stóðu þau sig með stakri
prýði. Kántríkeppnin, setti ákaf-
lega skemmtilegan svip á daginn
og braut hann svolítið upp. Liðin
voru vel æfð og dönsuðu yfirleitt
mjög líflega og skemmtilega
dansa. í fyrsta sæti var hópurinn
Dollur í pörtum, frá Danssmiðju
Hermanns Ragnars, sem dansaði
við mjög skemmtilegt lag með
hinni barmmiklu söngkonu Dolly
Parton.
Að kántrýkeppninni lokinni var
komið að seinni hluta samkvæmis-
dansakeppninnar og voru þá dans-
aðir suður-amerískir dansar. Það
var líf og fjör á gólfinu og kraftur
í keppendum, sem stóðu sig allir
mjög vel. Það voru yngstu kepp-
endurnir sem hófu leikinn og svo
var haldið uppávið, í dansi med
grunnaðferð upp í 35 ára og eldri
og svo tók keppni í dansi með
fijálsri aðferð við, sem lauk svo á
keppni 16 ára og eldri.
I lokin voru svo verðlaunin af-
hent og fara úrslitin hér á eftir og
fengu öll úrslitapör verðlaunapen-
SIGURVEGARAR í flokki Börn I, Björn Ingi
Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir.
ing og bakpoka eða stuttermabol
frá Islandsbanka. Silfurskóna hlutu
þau Gunnar Þór Pálsson og Bryn-
dís Símonardóttir og varðveita þau
silfurskóna í eitt ár. Einnig fengu
þau dansskó frá Diamond og Freed
skóumboðinu á íslandi, en Her-
mannsbikarinn hlutu í ár þau Hrafn
Hjartarson og Helga Björnsdóttir
og þáðu þau bikarinn úr hönd frú
Unnar Arngrímsdóttur.
Dagurinn gekk vel fyrir sig og
held ég að allir hafi farið sáttir úr
húsi.
Jóhann Gunnar Arnarsson
ÚRSLIT
7 ára og yngri, b-riðill
1. Jökull Örlygsson og Vilborg Guðjónsdóttir
2. Kristjana Sara Cassada og Briet Hjaltalín
3. Elías Ingi Elíasson og Ásta Hrafnhildardóttir
4. Ragnar Árni Ólafsson og Laufey Haraldsdóttir
7 ára og yngri, a-riðill
1. Karl Bernburg og Margrét Ríkharðsdóttir
2. Arnar Már Einarsson og Lilja Harðardóttir
3. Elísabet H. Erlendsdóttir og Guðný R. Ámundad.
4. Guðrún B. Stefánsdóttir og Guðríður Jónsdóttir
Börn I, b-riðill
1. Ingi V. Guðmundsson og María Carraco
2. Aðalsteinn Kjartanss. og Guðrún H. Sváfnisd.
3. Friðjón Gróuson og Karen Einarsdóttir
4. Anita Tara Helgadóttir og Kristín Jónsdóttir
5. Amar Jan Jónsson og Margrét I. Jónsdóttir
Börn I, a-riðill
1. Bjöm Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir
2. Elías Þór Sigfússon og Ásrún Agústsdóttir
3. Eyþór S. Þorbjömsson og Erla B. Kristjánsdóttir '
4. Jakob Þ. Grétarsson og Anna B. Guðjónsdóttir
5. Kolfinna Hlöðversdóttir og María Hlöðversdóttir
6. Gunnar Torft Hannesson og Sara Waage
Börn II, b-riðill
1. Eyrún Hafsteinsdóttir og Ingunn Anna Jónsdóttir
2. Elín Hlöðversdóttir og Guðlaug Jónsdóttir
3. Ingibjörg Sverrisd. og Tinna Hrund Kristinsd.
4. Elsa Valdimarsdóttir og Guðbjörg Ólafsdóttir
5. Rannveig E. Erlingsd. og Barbara R. Bergþórsd.
6. Þóra Rós Guðbjartsdóttir og Silja Heiðdal
7. Björn V. Magnúss. og Bergrós K. Jóhannesd.
8. Hulda Gunnarsdóttir og Lára Rut Davíðsdóttir
Börn II, a-riðill
1. Hrafn Hjartarson og Helga Bjömsdóttir
2. Gunnar Kristjánsson og Hólmfriður Björnsdóttir
3. Sigurður Ragnar Arnarsson og Sandra Espesen
4. Atli Heimisson og Ásdís Geirsdóttir
5. Sigurður Traustason og Guðrún Þorsteinsdóttir
6. Haukur Amgrimsson og Ásrún Árnadóttir
7. Bjami Geir Einarsson og Ebba Sif Möller
Unglingar, b-riðill
1. Guðjón Jónsson og Elín María Jónsdóttir
2. Theodór Jónsson og Sigurlín Ellý Sigvaldadóttir
Unglingar, a-riðill
1. Gunnar Þór Pálsson og Bryndis Símonardóttir
2. Páll Kristjánsson og Steinunn Þ. Sigurðardóttir
3. Hannes Þór Egilsson og Hrund Ólafsdóttir
4. Hannes Þ. Þorvaldsson og Jóna G. Arthursdóttir
Fullorðnir
1. Halldór Guðmundsson og Helga Hallgrímsdóttir
2. Ragnar Jónsson og Eva Jónsdóttir
3. Jón F. Þórarinsson og Matthildur Guðmundsd.
4. Sigurður Steingrimsson og Margrét Sigurðard.
Áhugamenn, f-riðill
1. Ámi Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir
2. Brynjar Ö. Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir
3. Hjörtur Hjartarson og Elín B. Skarphéðinsdóttir
í kántrýkeppninni sigraði hópur-
inn Dollur í pörtum en hann skipa:
Hrönn, Jóhanna, Kristinn, Elva,
Gunnhildur.
mÁBimf ! ji< vik i, LumeRjx fuihjhusgjiæna
^ón
ef s°gu
Kr. 3 1.400
Kr. 44.600
Kr. 36.300
Kr. 23.200
Suðurlandsbraut 22 Sími 553 601 I