Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 58
»8 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
>
Dýraglens
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
THI5 15 HOU)
IT 15,
MR.PRINCIPAL..
Það er þannig sem
það er, herra
skólastjóri...
MALF TME KIP5 IN
OUR CLA55 CAN'T
REAP.ANDMALF
CAM’T MULTIPLV6X8..
Helmingurinn af
krökkunumí okkar
bekk kann ekki að
lesa, og helmingur-
inn kann ekki að
NONE OF THEM EVER
HEARP OF B05NIA,
ANP COULDN'T TELL
VOU U)H0 WROTE "HAMLET"
Enginn af þeim hefur
nokkru sinni heyrt
Bosniu nefnda á nafn,
og gæti ekki sagt þér
hver skrifaði „Hamlet“
I TALKED/ what p
TO THE HE 5AV
PRINCIPALJ A0OUT
SIR- /THEROOF
Ég talaöi við skóla-
stjórann, herra ...
Hvað sagði hann um
þaklekann?
Ég gleymdi að
nefna hann ...
margfalda 6x8 ...
BREF
ITL BLAÐSEMS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Færni fyrir lífið
með Lions
Frá Aldísi Yngvadóttur:
ENN á ný er runnin upp fyrsta
helgin í maí. Á þeim laugardegi
hefur Lionshreyfingin á íslandi
haldið vímuvarnadag undanfarin ár,
og sem fyrr sel-
ur hreyfingin
um þessa helgi
túlipanamerkið
sem landsmenn
eru farnir að
þekkja. Megin-
markmið með
sölu merkis
vímuvarna-
dagsins er að afla fjár til að standa
straum af kostnaði vegna Lions-
Quest verkefnisins. Verkefnið er
unnið í samstarfi við Námsgagna-
stofnun. Fjölmargir nemendur, for-
eldrar og kennarar þekkja til Lions-
Quest námsefnisins; Að ná tökum
á tilverunni. Þeir skipta nú tugum
þúsunda úr þessum hópi sem hafa
kynnst því í gegnum grunnskóla-
starf.
Með Lions-Quest námsefninu
sköpuðust nýir möguleikar til að
kenna 12—14 ára grunnskólanem-
endur lífsleikni. Alþjóða heil-
brigðismálastofnunin skilgreinir
lífsleikni sem hæfileika til að sýna
jákvæða hegðun og aðlögunar-
hæfni sem gerir okkur kleift að
kljást á árangursríkan hátt við
áskoranir og kröfur í daglegu lífi.
Kennsla í lífsleikni er mjög mikil-
vægur liður í forvarnastarfi meðal
barna og unglinga.
En hver er þessi jákvæða hegðun
og leikni eða færni sem skiptir svo
miklu máli svo að börnin okkar
spjari sig í alvöru lífsins? I stuttu
máli: Færni í samskiptum og sam-
vinnu; sjálfsvitund; að byggja upp
sjálfstraust, sjálfsaga og ábyrgðar-
tilfínningu; að skilja eigin tilfinning-
ar og hafa stjórn á þeim; að leysa
vandamál og taka skynsamlegar
ákvarðanir; gagnrýnin hugsun; að
greina og standast neikvæð áhrif
og þrýsing frá jafnöldrum; að setja
sér markmið og ná þeim og ráð við
álag og streitu.
Það verður æ ljósara hve mikil-
vægt er að vinna markvisst með
ofangreinda þætti í öllu starfi með
börnum og unglingum. Byija þarf
strax í leikskólanum. Halda síðan
áfram alla tíu bekkina í grunn-
skóla. Framhaldsskólinn þarf líka
að leggja sitt af mörkum á þessu
sviði. Samvinna við foreldra er
lykilatriði í þessu sem og öðru
skóla- og uppeldisstarfi.
Lionsklúbbar um allt land halda
nú vímuvarnadag, hver með sínu
sniði að vanda. Lionsfélagar hafa
ávallt mætt velvilja í sjálfboða-
starfi sínu. Með liðsinni lands-
manna hefur Lionshreyfingin get-
að sl. átta ár kostað hundruð kenn-
ara á námskeið til þjálfunar í
kennslu Lions-Quest; Að ná tökum
á tilverunni.
Tökum þátt í vímuvarnadegi
Lions með því að kaupa túlipana-
merkið. Sýnum viljann í verki.
Færni fyrir lífið með Lions-Quest.
ALDÍS YNGVADÓTTIR,
verkefnisstjóri Lions-Quest og
félagi í Lionsklúbbnum Kaldá.
Þingmaður óskast
Frá Andrési Andréssyni og Önnu
F. Gunnarsdóttur:
ÞAÐ er svo bágt að standa í stað/
og mönnunum munar/ annaðhvort
aftur á bak/ ellegar nokkuð á leið.
Þessi orð þjóðskáldsins Jónasar
Hallgrímssonar koma í huga okkar
þessa daganna þegar nýtt frumvarp
til laga um skyldutryggingu lífeyr-
isréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
liggur fyrir Alþingi. Það var skiln-
ingur okkar sem sjálfstæðismanna
að hlutverk kjörinna fulltrúa okkar
væri að vinna að framgangi sjálf-
stæðisstefnunnar eins og hún birtist
á samþykktum landsfundar, æðstu
samkundu Sjálfstæðisflokksins. Það
þarf ekki að ríkja einhugur um hvað
felst í sjálfstæðisstefnunni. Flokkur-
inn er stór og hefur hingað til rúm-
að mörg sjónarmið. Það má enda-
laust deila um útfærslu og hraða
tiltekinna mála eða hve langt eigi
að ganga. Allt hefur sinn hraða,
allt hefur sinn tíma. Það er ekki
hægt að stilla einstökum þingmönn-
um upp til sakbendingar þótt skoð-
anir þeirra samræmist ekki megin-
línum flokksins á einstökum sviðum
eða víkja frá flokkssamþykktum.
Þingmenn eru fyrst og fremst
bundnir samvisku sinni og stjórnar-
skrá í störfum sínum.
Um hvað er deilt í
lífeyrismálum?
í landsfundarsamþykktum síð-
asta haust var samþykkt ályktun
um lífeyrismál. Stefnan sem þar er
mörkuð er afdráttarlaus; aukið
frelsi í lífeyrismálum. Einstaklingar
eiga að hafa frelsi til að velja á
milli lífeyrissjóða. Samkeppni milli
sjóðanna er aðeins af hinu góða.
Það er stjórnendum þeirra nauðsyn-
legt aðhald. Áhrif sjóðsfélaga þarf
einnig að auka. Það skýtur skökku
við í ljósi þessarar samþykktar og
fyrri samþykkta flokksins að stíga
nú skrefið aftur á bak í þessum
málum. Stefna flokksins næst ekki
öll fram í einu, því er hægt að sýna
skilning. Það er hins vegar óveij-
andi að vikið sé jafn gróflega af
leið og lífeyrisfrumvarpið gerir ráð
fyrir. Þau réttindi sem þó voru
tryggð félögum í séreignarsjóðum
á nú að skerða. Þessa sjóði, sem
eru kjörinn stökkpallur fyrir frekari
framfarir í lífeyrismálum, á nú að
dæma af. Er þingmönnum okkar
siðferðilega stætt á að samþykkja
þessa afturför? Er eðlilegt að þing-
menn láti undan óeðlilegum þrýst-
ingi hagsmunaaðila atvinnu- og
verkalýðsrekenda? Holl áminning
felst í orðum skáldsins sem að ofan
er getið. Það er óskandi að þing-
menn hafi þau í huga þegar kemur
að því að greiða atkvæði um lífeyr-
issjóðsfrumvarp ríkisstjórnarinnar.
ANDRÉS ANDRÉSSON,
ritari Sjálfstæðisfélags Grafarvogs,
ANNA F. GUNNARSDÓTTIR,
formaður Sjálfstæðisfélags
Grafarvogs.
AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.