Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 14

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarráð Hærri launí unglinga- vinnu BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu starfsmanna- stjóra Reykjavíkurborgar um að laun unglinga í Vinnuskóla borgarinnar hækki um 5% frá síðasta ári en almennir launa- taxtar hafa verið hækkaðir um 4,7% í þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið. Tímakaup 14 ára unglinga í sumar verður kr. 202,57, 15 ára unglingar fá kr. 229,57 og 16 ára unglingar fá kr. 270,08. í erindi starfsmannastjóra til borgarráðs kemur fram að samkvæmt samþykkt Vinnu- skólans er gert ráð fyrir að laun 14 og 15 ára unglinga árið 1997 verði miðuð við 90% af ungiingatöxtum Dagsbrún- ar. Ennfremur hafi sú stefna verið mörkuð að laun 16 ára unglinga hjá skólanum verði miðuð við 90% af byijunar- taxta hjá Dagsbrún en sumar- ið 1997 verði laun þessara ald- urshópa þó samt ekki lægri í krónutölu heldur en var sl. sumar. Þá segir að þar sem kjara- samningar kunni að taka veru- legum breytingum frá einum tíma til annars sé varhugavert að fasttengja launaákvarðanir einstakra hópa^ við tiltekinn kjarasamning. í þeim kjara- samningum _sem gerðir hafa verið við ASÍ hafi lægstu laun hækkað allverulega. Tillaga stjórnar Vinnuskólans hefði í för með sér að laun 14 ára unglinga myndu hækka um 7,27%, laun 15 ára um 9,21% og laun 16 ára um 23,77%. Lagði starfsmannastjóri til að launataxtinn yrði hækkað- ur um 5% frá síðasta ári. 35% frá árinu 1994 Við afgreiðslu tillögunnar ítrekuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýni sjálfstæðismanna á R-listann fyrir að skerða tekjumöguleika unglinga með fækkun dag- vinnustunda og styttri starfs- tíma sem þýddi allt að 35% tekjuskerðingu frá árinu 1994. Verslun Egils Jacobsen lokað Búðin var stofnuð árið 1906 VERSLUNIN Egill Jacobsen við Austurstræti 9 hættir starfsemi á næstunni. Helgi Jacobsen, dóttursonur Hauks Jacobsen, sonar Egils sem setti búðina á fót, segir að fjölskyldan ætli að loka því ekkert sé að gera. Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær verslunin hættir og seg- ir Helgi að lokað verði þegar búið sé að selja það sem hægt er að selja. Margir útlendir kaupmenn hösluðu sér völl í Reykjavík upp úr aldamótum og er verslun Egils Jacobsen sú eina sem eftir er. Helgi segir reksturinn hafa gengið illa undanfarin ár. „Við erum í samkeppni við útlönd, Kringluna og Faxafen. Þetta er lítill markaður og verslunarmið- stöðvar á of mörgum stöðum. Það er of seint að ætla að fara að flikka upp á Austurstræti núna.“ Hann segir ennfremur að gjaldskylda í stöðumæla til sex á daginn og á laugardögum hafi haft áhrif á reksturinn því Is- lendingar kunni ekki að nota bílastæðahús. Þeir vilji leggja bílum sínum fyrir framan versl- anir og ganga beint inn. Morgunblaðið/Ásdís EGILL Jacobsen stofnaði verslun sína árið 1906 og verða innréttingarnar hugsanlega geymdar á Arbæjarsafni. VERSLUN Egils Jacobsen var flutt í Austur- stræti árið 1921. Jens Eyjólfsson teiknaði hús- ið, hið fyrsta hérlendis með steyptu stuðlabergi. Innréttingar á Árbæjarsafn Húsið er í eigu afkomenda Egils Jacobsen, veitingahúsið La primavera er á efri hæðinni og verður sú neðri, þar sem verslunin er í augnablikinu, leigð. Helgi vill ekki greina nán- ar frá áformum um nýtingu hennar. Nokkuð er af gömlum innréttingum í búðinni sem hugsanlega verður farið með á Árbæjarsafn. „Ef ég mætti ráða fengi búðin að lifa þar að ei- lífu,“ segir hann. Daninn Egill Jacobsen var einn útlendra kaupmanna sem hösluðu sér völl í Reykjavík snemma á öldinni og var versl- unin stofnuð árið 1906. Egill Jacobsen var með fyrstu kaup- mönnum til þess að lýsa verslun sína í Ingólfshvoli með rafmagni árið 1915 segir í Sögu Reykja- víkur eftir Guðjón Friðriksson. Árið 1921 flutti verslunin í nýtt hús í Austurstræti sem Jens Eyjólfsson teiknaði. í bók Guðjóns segir ennfrem- ur að verslun Egils Jacobsens sé eitt fárra húsa í Reykjavík með sterkum júgend-einkenn- um, sem lýsir sér í fijálslegri útfærslu á jurtaskrauti. Þar kemur stuðlaberg einnig fram í fyrsta sinn á íslenskri byggingu. Ríkisskattstj óri um dagpeningagreiðslur til maka Tilefni ferðar ræður ákvörðun um skattskyldu SKATTSTJÓRAR geta metið hverju sinni hvort dagpeninga- greiðsla fyrirtækis eða stofnunar vegna ferðar maka starfsmanns verður réttlætt með tilgangi ferðar. Ríkisskattstjóri sagði að skattstjór- ar mætu í hverju tilviki rök viðkom- andi fyrir þessum greiðslum. STYRKURTIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á nœsta skólaári 1997-1998. Veittur verður styrkur að upphæð kr. 500.000.- Verður þetta fimmta úthlutun úr sjóðnum. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Erlendar Einarssonar, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Snorri Olsen ríkisskattstjóri seg- ir að sem dæmi megi nefna að eðlilegt megi telja að maki ráð- herra fylgi honum í opinberri heim- sókn. „Það myndi teljast eðlilegt að utanríkisráðherra tæki maka sinn með í opinbera heimsókn en maður sem fer til Englands að kaupa 100 buxur þarf hugsanlega ekki maka með. Hér þarf alltaf að horfa á tilefni og tilgang ferðar,“ sagði Snorri Olsen. Þetta væri ein- att mat skattstjóra og í sunrum tilvikum væri kannski jafnljóst að maki ráðherra ætti ekki erindi í utanlandsferð ráðherrans. „Sé makinn aðeins að fara með til að halda eiginmanni eða eigin- konu sinni skemmtan í ferðinni þá held ég að menn myndu segja að ekki væri rétt að líta á það sem rekstrarkostnað fyrirtækisins og þá kemur tvennt til greina. Annað- hvort að strika þetta út sem kostn- að hjá fyrirtækinu eða viðurkenna kostnaðinn en meðhöndla dagpen- ingagreiðsluna sem laun á þann sem móttekur greiðsluna,“ segir ríkisskattstjóri. Segir hann að hvort sem í hlut eigi opinber stofnun eða einkafyrir- tæki sé tilgangur ferðar metinn í hvert sinn. Sé ekki talið að ferð maka sé nauðsynleg af hálfu fyrir- tækis eða stofnunar séu dagpen- ingar skattskyldir. Snorri Ölsen segir að menn hafi talið nauðsyn- legt að maki fylgi t.d. sem túlkur í viðskiptaferð. Það geti skattstjór- ar metið í hverju tilviki en þeir taki oft ekki tillit til framan- greindra raka. Hugsanlegt væri þó að sýna fram á að maki sem t.d. væri löggiltur skjalaþýðandi væri fyrirtækinu nauðsynlegur í slíkri ferð ef starfsmaður væri ekki mælandi á tungu viðkomandi lands. Dagpeningar eru skattskyldir og skoðast sem hverjar aðrar tekjur fari þeir fram úr þeim viðmiðunum sem ríkisskattstjóri hefur gefið út og byggir þar á útreikningum ferðakostnaðarnefndar. Upphæð dagpeninga er mishá, fer m.a. eftir því hvort farið er í stuttar ferðir eða til lengri dvalar, til dæmis vegna námskeiða eða eftirlits. Dagpeningar vegna ferða til Svíþjóðar, Bretlands og Sviss eru 181 SDR sem eru kr. 17.624 á dag. Eru 95 SDR, kr. 9.250 ætlað- ar til greiðslu gistikostnaðr og 86 SDR, kr. 8.374 vegna fæðis og aksturs til og frá flugvelli. Ferða- kostnaðarnefnd reiknar út kostnað við dvöl erlendis og eru þeir út- reikningar lagðir til grundvallar útreikningi dagpeninga. Byggir ríkisskattstjóri á þessum útreikn- ingum. Dagpeningar samkvæmt þessari viðmiðun eru ekki tekjuskattskyldir jafnvel þótt þeir séu ekki nýttir til fulls, t.d. hafi menn búið eða borð- að ódýrt á ferð sinni. Sýna verður þó fram á að ferð hafí verið farin, t.d. með því að leggja fram farseðil. Fari greiðslur hins vegar fram úr þessum upphæðum eða sé t.d. gistikostnaður jafnframt greiddur, eins og á við í nokkrum tilvikum æðstu embættismanna, ber að telja það, sem umfram er, sem tekjur til skatts. Slíkt gildir einnig um risnu nema sannanlega sé um kostnað að ræða sem viðkomandi fyrirtæki eða stofnun beri þá að greiða. Laugardalur Næst lægsta til- boði tekið BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgat' um að taka tæplega 60 milljón króna tilboði Ingileifs Jóns- sonar í gerð æfingavallar í Laugardal en tilboð Ingileifs var næst lægst. Sjö tilboð bárust í verkið. í erindi byggingadeildar borgarverkfræðings til Inn- kaupastofnunar kemur fram að S.D.B. ehf. eða Smur- og dekkjaþjónusta Breiðholts, sem stofnuð var í febrúar árið 1996, hafi átt lægsta boð en að fyrirtækið hafi ekki staðið í verktöku sem þessari fyrr. Er því lagt til að tekið verði næst lægsta boði sem er 96,12% af kostnaðaráætlun. Bíll ekki fundist í 5 mánuði RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar í Reykjavík lýsir eftir stolinni fólksbifreið af gerðinni Nissan Cherry ár- gerð 1985, með skráningar- númerinu R-63197. Bifreiðin er grá að lit með svartri rönd eftir endilöngum hliðum að neðan og er vinstri framhurð dælduð. Bifreiðinni var stolið þann 6. desember frá húsi við Reynimel. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst, eða í tæpa fimm mán- uði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.