Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 49
MINNINGAR
fjölskyldan í nýtt hús sem var byggt
úr nátttúruvænum efnum. Naut Jón
þess að geta verið þar síðustu mán-
uðina með Gunnu og drengjunum
sínum. Jón var bjartsýnismaður og
ræddum við oft í gamni og alvöru
uppbyggingu fyrirtækja okkar, þá
voru vandamálin ekki vandamál.
Það var gott að vera í návist Jóns.
Hann var hæglátur og yfirvegaður
en alltaf stutt í brosið og glettina.
Hann gaf okkur vináttu, góð ráð op
ljúfar stundir. Fyrir það viljum við
flölskyldan á Efstalandi þakka. Það
er dýrmætt að eiga trausta og sanna
vini á lífsleiðinni.
Ferðin austur á Skeiðarárssand,
sem við fórum með þeim hjónum í
janúar, verður geymd í minninga-
skríninu. Þangað fór Jón oft með
ferðahópa sína og þar þekkti hann
nánast hvern bæ og fjallstind. Feg-
urð landsins og stórbrotin náttúra
voru honum hugleikin enda mikill
náttúruunnandi.
Jón trúði á verðug málefni. Við
vonum að hugsjónir hans fái að lifa
áfram. Eitt er víst, við munum sakna
Jóns, en við látum brosið hans ljúfa
lifa í hjarta okkar.
Gunnu og drengjunum, sem hafa
misst svo mikið, og öðrum ástvinum
vottum við djúpa samúð.
Björn og Svava.
Kær félagi og vinur, Jón Halldór
Hannesson, er látinn langt um aldur
fram. Við vottum þeim Guðrúnu og
drengjunum hans sem honum þótti
svo vænt um ásamt öðrum ástvinum
okkar dýpstu samúð.
Jón bjó yfir mörgum fágætum
hæfileikum og eiginleikum, margir
eiga eftir að minnast hans, fremstum
meðal jafningja á hveiju því sviði
sem hann kaus sér. Hann var mikill
námsmaður í skóla, afburða kennari
og sem ferðabóndi skipulagði hann
ferðir og annaðist um mikinn fjölda
erlendra ferðamanna á ári hveiju
eftir að hann kaus sér þann vett-
vang. Síðasta takmark Jóns var að
ná að vera viðstaddur fermingu son-
ar síns þrátt fyrir að í ljósi sjúkdóms
hans hygðu læknar honum ekki svo
langan tíma. Það tókst honum, eins
og flest annað sem hann setti sér í
lífinu, aðeins fáum dögum áður en
hann var kallaður á vit ráðgátunnar
miklu.
Vandamál voru Jóni ekki hindr-
anir eins og við flest upplifum þau,
heldur viðfangsefni til að leysa.
„Ekki hægt“ var ekki til í orðaforða
hans, hann lét aldrei aðra tala úr
sér eða segja sér að fyrirætlanir eða
viðfangsefni hans væru óyfirstígan-
leg. Ekki var það þó af þijósku eða
þrákelkni heldur einfaldiega vegna
þess að vandamál uxu honum ekki
í augum. Ramminn sem við flest
höfum sett um hið mögulega var
ekki til fyrir Jóni. Það frelsi hans
grundvallaði ríkulegan árangur hans
á öllum sviðum.
Ekki er langt síðan Jón sagði
okkur að af því sem hann áorkaði í
lífinu væri, fyrir utan drengina hans
þijá, aðeins eitt sem skipti hann
raunverulegu máli: stofnun og
stefna Náttúrulagaflokks íslands
vorið 1995. Jón hafði allt til að bera
til að geta nánast gengið inn á Al-
þingi hefði hann kosið að fara hinar
hefðbundnu leiðir stjórnmálanna.
Vinsældir, menntun, árangur, staða
í lífinu og stór fjölskylda farsælla
embættis- og stjórnmálamanna er
hin örugga uppskrift að beinu braut-
inni á þing. Það var því mörgum
ráðgáta þegar Jón kaus ekki aðeins
að fara að fjallabaki heldur að ryðja
nýja braut og stofna Náttúrulaga-
flokk íslands. Trúlega halda jafnvel
sumir að Jón hafi ekki náð markmið-
um sínum með því framtaki. Því er
öðru nær.
Til að skilja tilgang og markmið
Jóns með stofnun og framboði Nátt-
úrulagaflokks íslands vorið 1995 ber
að hafa í huga afstöðu Jóns til „hins
mögulega“ og djúpa sýn hans á
hvernig við flest höfum myndað
óbrotgjarnan ramma sem skiiur
skýrt að, hvað er hægt og hvað er
ekki hægt. Eins er okkur farið og
fílnum: það hvarflar ekki að fílnum
að hann geti slitið reipið sem hann
er tjóðraður með, því hann hefur
verið bundinn með sama hætti allt
frá því hann var ungi. Staurinn og
reipið er áfram markalínan um frelsi
fílsins þótt hann sé fullorðinn og
rammur að afli.
Þetta var Jóni ljósara en flestum.
Markmið hans með stofnun Náttúru-
lagaflokksins þetta vor var því að
heij'a þá vinnu að víkka ramma „hins
mögulega" í hugum kjósenda. Að
leggja fram þær nýju upplýsingar
sem vísindamenn við þekktustu há-
skóla um allan heim hafa verið að
staðfesta um hvernig við getum
raunverulega skapað himnaríki á
jörð, upplýsingar sem við höfum
ekki haft tíma til að innbyrða og
finna stað innan rammans um hið
mögulega og stjórnmálamenn okkar
hafa ekki haft kjark til að snerta
við. Þetta gerði Jón samstarfsfólki
sínu strax ljóst.
Tilgangur Jóns með framboði
Náttúrulagaflokksins þetta vor var
ekki að sigra heldur að leyfa okkur
að melta „hið ótrúlega" áður en við
yrðum aftur eftir heilt kjörtímabil
að máta svo einfaldar en ótrúlegar
lausnir að rammanum okkar. Allt
gekk það eftir eins og Jón bjóst við
fyrirfram og fylgið varð nákvæm-
lega það sem hann spáði í upphafi.
Það eina sem kom honum á óvart
var að fá ekki tækifæri í kosninga-
sjónvarpi allra landsmanna til að
kynna stefnu og málstað hins nýja
stjórnmálaafls.
Kjarkur Jóns, að ryðja þessa erf-
iðu braut og allur sá fjöldi dyggra
vina og stuðningsmanna sem tiibún-
ir voru að ljá honum stuðning og
nafn sitt á lista um allt land með
nánast engum fyrirvara, var einstök
upplifun. Fáir vita það að þegar ljóst
var að Ríkissjónvarpið synjaði Nátt-
úrulagaflokknum um þátttöku í
kosningasjónvarpinu á þeim forsend-
um að flokkurinn byði aðeins fram
í Reykjavík gekk Jón snarlega til
þess verks að koma á framboði í
öllum kjördæmum þó aðeins vika
væri til stefnu þar til framboðsfrest-
ur rynni út.
Það tókst.
Þegar ljóst var að þrátt fyrir það
synjaði Sjónvarpið enn um aðgang
var þó ákveðið að takmarka kosn-
ingaútgerðina við það svæði sem
hægt væri að sinna frá Reykjavík.
A vettvangi stjórnmálafræði er
Albert Guðmundsson talinn hafa
unnið mikið afrek með því að koma
á framboði um allt land með aðeins
viku fyrirvara. Jón Halldór Hannes-
son vann í raun sama þrekvirki.
Því miður verður Jón ekki hér á
meðal okkar til að fylgja eftir mál-
stað Náttúrulagaflokksins en ég spái
því að af því fræi sem hann sáði
vaxi mikið tré með mikinn og góðan
ávöxt sem við öll og börn okkar eig-
um eftir að fá að njóta. Þannig er
þó farið mestu og sterkustu tijám
jarðar að þau vaxa hægt.
Guð blessi þig, Jón minn, hvar sem
þú ert. Drottinn hefur kallað þig til
nýrra verka en mikið hefur legið við
fyrst hann þurfti svo gildan liðs-
mann.
Guð blessi líka Guðrúnu og dreng-
ina þína í sorginni.
Helgi Jóhann Hauksson,
Aðalheiður Einarsdóttir.
Niðdimm þoka
dagurinn fæðist dimmur og hljóður
draumurinn verður aldrei til:
náköld þöp á Núpufjöllum
og nótt sem kemur um hádegisbil.
(Matthías Johannessen.)
Enn skulu bundnir slíkir helskór
sem endast skulu til Valhallar. Á
þann verknað munu nú margir
leggja gjörva hönd. Því sá maður
er notið hefur ástar og virðingar
samferðamanna sinna; honum er vís
mörg hjálparhöndin, jafnvel út yfir
gröf og dauða.
Látinn er æskuvinur, langt um
aldur fram. Jón Halldór Hannesson
náði aldrei að fylla sitt fertugasta
og fimmta aldursár hér á jörðu.
Æskuvinur gengur ekki lengur um
grýtta stigu. Hann hýsa nú aðrar
vistarverur, e.t.v. bjartir salir, e.t.v.
eitthvað það völdunarhús sem okkur
er ekki auðið að sækja heim í þessu
lífí.
Dagar minninganna fara í hönd;
hið gengna verður raunverulegra,
áþreifanlegra en fyrr, öðlast styrk
sinn og kynngikraft af vitneskjunni
um að hið liðna snýr aldrei aftur.
Nema ef vera skyldi í einhverri grun-
aðri hringrás þar sem allt endurtek-
ur sig í sífellu. Leikendurnir í því
hringleikahúsi eru þó að líkindum
aldrei þeir sömu.
Jón Halldór kom tíu ára gamali
frá Englandi. Hafði þá búið þar, í
Þýskalandi og víðar, vegna starfa
föður síns í utanríkisþjónustunni.
Við urðum bekkjarbræður í Kópa-
vogsskóla og strax vildarvinir. Mér,
heimalingnum í Kópavoginum,
fannst fas þessa nýliða í bekknum
órætt og spennandi; erlendi hreim-
urinn: „Ha, hvað sagðirðu?" tilsvör-
in, þegar hann skildi ekki alls kostar
og ýmsir nýir, framandlegir leikir
sem hann hafði lært af „tannlausa
ljóninu". Þetta voru gullaldartímar
þeirrar kynslóðar er ég kýs að kalla
„síðblómakynslóðina", þeirrar er
kunni lög og ljóð Pink Fioyd, Doors,
Led Zeppelin og annarra hálfguða,
líkt og aldamótakynslóðin kunni
þjóðsöng Matthíasar Jochumssonar
og ljóðmál Hannesar Hafstein.
Vikulega röltum við á bókasafnið
í Kópavogi þar sem engir minni
menn en Jón úr Vör og Þorsteinn
frá Hamri tóku okkur grænjöxlunum
af virðuleika en hlýleika.
Ég tók að jafnaði tíu bækur, sem
ég las á þremur dögum, en Jón
Haildór valdi þann kostinn að treysta
dómgreind vinar síns og valdi í
næstu heimsókn þær tvær, þijár
bækur sem vinurinn mælti með. Mér
varð það ekki ljós fyrr en löngu
seinna á ævinni þvílík vinnuhagræð-
ing og skynsemi fólst í þessari ráð-
stöfun; af hans hálfu. Leiksvæðin
voru sandgryfjurnar, Lundarsvæðið
í Fossvoginum og svo vitaskuld Álf-
hólsvegurinn endilangur, en þar
bjuggum við báðir.
Hin innri leiksvæði voru gjörvöllur
alheimurinn, lífsgáturnar þurfti að
bijóta til mergjar, allt frá atferli litlu
gulu hænunnar til dýpstu og snún-
ustu raka Lao-Tse. Allt var í heimin-
um hverfult og spennandi. Þessi ár
liðu líkt og hendi væri veifað;
kannski var það líka þannig, að
hendi hafi verið veifað. Seint verð
ég maðurinn til að svara því.
Leiðir skildu. Jón Halldór fór í
Hlíðardalsskóla og lauk þaðan iands-
prófi, síðar lauk hann stúdentsprófi
frá MH og loks BA-prófi í heim-
speki og trúarbragðafræði frá Skot-
landi.
Ungur kynntist hann konu sinni,
Guðrúnu Andrésdóttur, og bæði voru
þau um árabil starfandi kennarar á
framhaldsskólastigi. Síðar bjuggu
þau á Hjarðarbóli í Ölfusi og starf-
ræktu þar ferðaþjónustu bænda,
ásamt því að stunda jarðrækt. Ekki
síður ræktuðu þau hugann með
margra ára ástundum innhverfrar
íhugunar. Varð þeim þriggja barna
auðið.
Jarðneskt iífshlaup er á enda
runnið. En menjar þess umlykja
okkur, við stígum sífellt í þau spor
sem það skildi eftir. Stundum syrgj-
andi, stundum vongóð. Að lokum
skal þakkað. Fyrir allt.
Það gula opnast.
Eins og kynlegt blóm það gula.
Ég horfi eins og Janus, pðinn Janus.
Vindar og straumar slaga, spegiltré.
(Baldur Óskarsson.)
Lárus Már Björnsson.
0 Fleiri minningargreinar um
Jón Hnlldór Hannesson bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
Sérfræðingar
í blómaskreytinnum
\iö óll tækifæri
mblómaverkstæði I
INNA. I
Skólavörðustíg 12,
a horni Hergstaðastradis,
smii 551 9090
t
Elskuleg móðir okkar og amma,
ANNA KAREN KRISTENSEN,
áður til heimili á Kópavogsbraut 1b,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 1. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Jónsson,
Gísti Steinar Jónsson
Anna Jóna Árnadóttir.
+
Elskuleg systir min,
SONYA RODHAL JENSEN,
Hyttulunden 16,
2660 Brönby Strand,
Danmörku,
er látin.
Jónína Sísí Bender.
Okkar ástkæri,
JÓN HALLDÓR HANNESSON,
Hjarðarbóli,
Ölfusi,
sem andaðist sunnudaginn 27. apríl, verður
jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju laugardaginn
3. maí kl. 13.30.
Guðrún Andrésdóttir,
Andrés Ingi Jónsson,
Hannes Bjartmar Jónsson,
Einar Pétur Jónsson
og aðrir ástvinir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
RAGNARS FRIÐRIKSSONAR,
Suðurgötu 15-17,
Keflavtk,
sem lést þann 17. apríl sl.
Guð blessi ykkur öll.
Ásdís Guðbrandsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar sonar míns og
föður okkar,
MAGNÚSAR GUÐBERGSSONAR
frá Húsatóftum,
Garði.
Magnþóra Þórarinsdóttir,
Harpa Mjöll Magnúsdóttir,
Guðbergur Magnússon,
Guðmundur Magnússon,
Sindri Már Magnússon,
Sólrún Anna Magnúsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna
andláts og útfarar móður okkar og systur,
SIGURVEIGAR ÞÓRU
KRISTMANNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2-S á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Agnar Jónsson, Erla Jónsdóttir,
Þórný Jónsdóttir, Jónína Jónsdóttir,
Magnús Þór Jónsson, Huld Kristmannsdóttir
og fjölskyldur.