Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERIIMU
Veltufé frá rekstri SIF
hækkaði um 14% í fyrra
117 milljóna hagnaður varð af starfsemi SIF árið 1996
AFKOMA og uppbyggingarstarf
Sölusambands íslenskra fiskfram-
leiðenda hf. (SÍF) var árangursríkt
á sl. ári, en 1996 var fjórða ár fyrir-
tækisins eftir að því var breytt úr
sölusamtökum í almenningshlutafé-
lag. SÍF og dótturfélög þess seldu
alls 34 þúsund tonn af sjávaráfurð-
um árið 1996 en inni í þeirri tonna-
tölu eru ekki meðtalin innbyrðis
viðskipti þeirra í milli. Þetta koma
fram á aðalfundi félagsins.s em
haldinn var í gær.
Á árinu 1996 var heildarvelta
SÍF samstæðunnar 10.305 milljónir
króna samanborið við 9.474 m.kr.
árið áður. Aukning í heildarveltu
milli ára var 9% en hagnaður eftir
reiknaða skatta 117 m.kr. saman-
borið við 169 m.kr. árið 1995. Þrátt
fyrir að hagnaður lækkaði á milli
ára jókst veltufé frá rekstri úr 230
milljónum króna árið 1995 í 263
m.kr. í fyrra.
Eiginfjárhlutfall
hækkaði um 24,5%
Arðsemi eiginfjár var 9% í fyrra
á móti 20% árið 1995. Eigið fé SÍF
hækkaði úr 827 milljónum króna í
árslok 1995 í 1.295 m.kr. í árslok
1996. Skýring hækkunarinnar er
aukning á hlutafé SÍF ásamt hagn-
aði á sl. ári. Veltufjárhlutfall félags-
ins var 1,19 í lok 1996 og hafði
þá hækkað úr 1,09 árið áður. Eig-
infjárhlutfall var 24,5% í árslok
1996 og hækkaði úr 18,9% frá ár-
inu á undan.
Rekstur móðurfélags 1996
Sala SÍF hf. árið 1996 var 28.700
tonn samanborið við 25.800 tonn
1995, sem er 11,2% aukning milli
ára. Útflutningur SÍF í fyrra dreifð-
ist til 17 landa víða um heim. Mest
var flutt út til Portúgals eða 25%
af heildarútflutningnum. Næst kom
Frakkland með 24%, Ítalía með
14%, Spánn með 9% og Kanada
með 8%. Til annarra viðskiptalanda
fóru tuttugu af hundraði útflutn-
ingsins. í fyrra flutti SÍF út 51%
af saltfiskafurðum landsmanna í
magni talið.
Skilaverð til framleiðenda
Endanlegt skilaverð til framleið-
enda sem hlutfall af endanlegu sölu-
verði afurða hélt áfram að hækka
á milli ára. Skilaverðið hefur í heild
hækkað um 4% frá árinu 1993, þar
af um 0,11% milli áranna 1995 og
1996. Þessi skilaverðshækkun náð-
ist m.a. með lækkun útflutnings-
kostnaðar og aukinni hagkvæmni á
ýmsums sviðum rekstursins. I krón-
um talið þýddi hækkunin í fyrra
um 300 milljónir króna á ársgrund-
velli til framleiðenda, þ.e.a.s. ef það
er borið saman við hlutfall skila-
verðs á árinu 1993. Það er ljóst,
miðað við útkomu SÍF, að árið 1996
hafi verið framleiðendum tiitölulega
hagstætt samanborið við árið 1995.
Nord Morue s.a.
Gagngerum endurbótum á Nord
Morue verksmiðjunni í Frakklandi
lauk á sl. ári og er hún nú einhver
fullkomnasta sinnar tegundar í
Evrópu. Hún mætir öllum ströng-
ustu kröfum ESB, sem gerðar eru
til matvælafyrirtækja í Evrópu.
Þrátt fyrir röskun á starfsemi vegna
endurbóta, hækkaði velta Nord
Morue úr 3.471 milljón króna í
3.544 m.kr. eða um 2,1%. Heildar-
magn seldra afurða hækkaði úr
10.200 tonnum í 10.500 tonn eða
um rúm 3%. Hagnaður árasins var
6,9 milljónir króna samanborið við
5,6 m.kr. árið áður. Af heildarveltu
Nord Morue fer um 40% á innan-
landsmarkað Frakklands, mest í
stór- og rismarkaði, en 60% fram-
leiðslunnar dreifist til 25 landa um
allan heim.
Mar-Nor a.s.
Starfsemi dótturfyrirtækis SÍF í
Noregi var endurskipulögð í fyrra
til að mæta auknum umsvifum og
markaðsstarfsemi. Heildarveltan
fór úr 71 milljón króna árið 1995
í 673 milljónir í fyrra. Heildarút-
flutningur var rúmlega 3.500 tonn
á sl. ári, sem dreifðist til 9 landa.
Helstu markaðir Mar-Nor eru
Frakkland, Kanada, Portúgal og
Ítalía. Tæplega tveggja milljóna
króna tap varð af rekstrinum sem
að uppistöðu má rekja til stofn-
kostnaðar og endurskipulagningar.
Union Islandis s.a.
Einn mikilvægasti saltfískmark-
aður íslendinga í gegnum tíðina er
Spánn og eftir að sérleyfið til salt-
fisksölu var afnumið hefur sam-
keppnin fyrir SÍF verið mest á þeim
markaði. Árið 1994 stofnaði SÍF
hlutafélg með Copseco s.a., sem var
einn helsti viðskiptavinur félagsins
um árabil. Fljótlega kom í ljós að
hagsmunir og áherslur eigenda fóru
ekki vel saman, sem varð til þess
að félaginu var slitið í fyrra og SÍF
endurreisti Union Islandica s.a. í
Barcelona. Starfsmenn Union
Islandia eru alls um 20 manns,
bæði íslendingar og Spánverjar, en
fyrirtækið leggur mesta áherslu á
Katalóníu og N-Spán. Starfsemin
hefur farið vel af stað og haldið
verður áfram á þeirri braut sem nú
hefur verið mörkuð á Spánarmark-
aði í næstu framtíð.
Icebrit Ltd.
í fyrra var samþykkt að kaupa
40% hlut í breska fyrirtækinu Ice-
brit, en tilgangur kaupanna er að
tryggja betri aðgang að þekkingu
og viðskiptasamböndum með fryst-
an Rússafisk og Kyrrahafsþorsk
fyrir frumvinnslu hjá Nord Morue.
Áuk þess fæst virkara og betra
samband við ferskfiskmarkaðina í
Hull og Grimsby. Icebrit, sem skil-
aði 4 milljóna króna hagnaði í fyrra,
er hlutdeildarfyrirtæki og er því
ekki hluti samstæðu SÍF, en aftur
á móti virkur hlekkur í heildarstarf-
seminni.
La Bacladera
Gunnar Örn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri SÍF, fjallaði á fund-
inum meðal annars um deilurnar
vegna spænsku saltfiskverksmiðj-
unnar Lc Bacladera. SÍF taldi sig
hafa fest kaup á verksmiðjunni en
hún var síðan selt norsku fyrir-
tæki. „SÍF hefur uppi kröfur um
riftun þessara kaupa, þar sem fyrir
liggur að forsvarsmenn Tromsfisk
voru ekki í góðri trú, þegar þeir
keyptu bréfin sen er að mati lög-
fræðinga SÍF grundvallarforsenda
þess að þeir geti haldið bréfunum
og að samningar þeirra haldi. Gerð
er ráð fyrir að niðurstaða fáist í
þessu máli á næstu mánuðum.
Hvernig sem málið fer, hefur það
ekki fjárhagsleg áhrif á SÍF hf.“
Framleiðendur á árinu 1996
SÍF hf. seldi saltfisk- og skreiðar-
afurðir á árinu 1996 fyrir 135 fram-
leiðendur borið saman við 162 árið
1995. Stærsti framleiðandinn var á
árinu Borgey hf. með um 2.900
tonn. Aðrir framleiðendur sem seldu
meira en 1000 tonn voru Stakkavík
hf., Vísir hf., Nesfiskur hf., Sjávar-
fiskur hf., Vinnslustöðin hf., Valde-
mar hf. og Fiskanes hf. Þessi átta
fyrirtæki framleiddu um 51,7% af
heildarframleiðslu ársins. Þá má
geta þess að 50 stærstu framleið-
endurnir framleiddu 95,7% af heild-
armagninu en hinir 85 þar af leið-
andi 4,3%. Þróunin hefur verið sú
að framleiðendum í saltfiskvinnsl-
unni hefur fækkað á undangengn-
um árum, en þeir sem eftir eru og
halda uppi framleiðslunni eru
öflugri en áður. Með auknum þorsk-
kvóta sem vænta má á næstu árum
er hugsanlegt að framleiðendum
muni fjölga aftur.
Hlutfall útborgnunar-
verðs til framleiðenda
100% innan SÍF
° 1993 1994 1995 1996
, BLABAUKI
BRUÐKAUP
í blíðu & stríðu
Vel skipulagður undirbúningur er forsenda vel lieppnaðs
brúðkaups og ánægjulegra minninga, en um 3.500
einstaklingar ganga árlega í hjónaband hér á landi.
í blaðaukanum BRUÐKAUP
í blíðu & stríðu verður Qallað
um undirbúninginn fyrir
brúðkaiqiið og veisluna, svo sem
boðskortin, liringavalið,
brúðarvendi og aðrar
brúðkarqpsskreytingar.
Vikið verður að tisku í
brúðaríatnaði og hárgreiðslu-
meistarar geía línmia í
brúðargreiðslum ársins.
Birtar verða gimilegar
xqjpskriítiraðpinnaniat, tertum
og ýmsum heitum réttrnn.
Rœtt verður við verðandi
brúðhjón hjón sem haía verið
gift til fyilda ára, auk viðtala \ið
fólk af landsbyggðinni og víðar.
Þá verða brúðkaupsferðir
slcoðaðar, innanlands sem utan.
Stmnudaginn 18. maí
Skflafbestur augtýsingapantana er (il kl. 12.00 mánndaginn
12. maí.
Allar nánarl upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110.
■ kjarni málsins!