Morgunblaðið - 03.05.1997, Side 22

Morgunblaðið - 03.05.1997, Side 22
22 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Albright ræðir NATO í Moskvu Segja „ákveðnum árangri“ náð Moskvu. Reuter. „ÁKVEÐINN árangur" náðist í við- ræðum Madelaine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og ráða- manna í Moskvu um stækkun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) sam- kvæmt yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í gær, þegar Albright hélt heim á leið úr heimsókn sinni í Kreml. Ekki var greint frá neinum smá- atriðum í yfirlýsingunni. „Ákveðinn árangur náðist í viðræðunum um málefni varðandi undirbúning sam- komulagstextans þar sem kveðið verður á um hvernig samskiptum Rússlands og NATO verður hátt- Rýmingarsala - rýmingarsala Stórkostleg verðlækkun. Opið í dag á löngum laugardegi, kl. 10-17 Barnastígur, Skólavörðustig 8. að,“ sagði Gennady Tarasov, tals- maður rússneska utanríkisráðu- neytisins. Þetta var í annað sinn á skömm- um tíma, sem Albright fundaði með Jevgení Prímakov, rússneskum starfsbróður sínum, í þeim tilgangi að draga úr áhyggjum Rússa vegna fyrirhugaðrar stækkunar NATO. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sem fer með yfirumsjón við- ræðna bandalagsins við Rússa, mun hitta Prímakov 6. maí nk. Stefnt er að því, að samkomulag NATO við Rússland verði undirritað ekki síðar en 27. maí. ANC vill sak- aruppgjöf Jóhannesarborg. Reuter. BÚIST er við að allir forystumenn Afríska þjóðarráðsins (ANC) á ár- unum 1961-94 óski eftir sakar- uppgjöf hjá sannleiks- og sátta- nefndinni svokölluðu í Suður-Afr- íku, að sögn suður-afríska dag- blaðsins Business Day í gær. Business Day sagði að forystu- menn flokksins væru að leggja drög að yfirlýsingu þar sem þeir viður- kenndu að þeir bæru ábyrgð á að- gerðum flokksbræðra sinna í vopn- aðri baráttu þeirra gegn aðskilnað- arstefnunni. Á meðal þeirra, sem væru líklegir til að biðja um sakar- uppgjöf, væru nokkrir ráðherrar. „Dimmblá“ og Kasparov mætast í dag skák N e w Y o r k SEX SKÁKA EINVÍGI 3.-11. maí. Sá keppandi sigrar sem fyrr hlýtur þrjá vinninga. í DAG hefst annað einvígi Garrí Kasparovs og stórtölvunnar Dimmbláu (Deep Blue) í New York. Það er óhætt að fullyrða að fyrra einvígi sem haldið var fyrir ári hafi vakið heimsathygli ekki síst eftir óvæntan sigur tölvunnar í fyrstu einvígisskákinni. Það var raunar í fyrsta skipti sem heims- meistari í skák tapar fyrir tölvu þar sem teflt er með hefðbundnum umhugsunartíma. Annmarkar tölvunnar komu hins vegar í ljós sem á einvígið leið og með einföld- um og rökréttum áætlunum komu yfirburðir Kasparovs vel í ljós og hann sigraði í einvíginu 4-2. Eftir sigurinn viðurkenndi Kasparov að styrkleiki andstæð- ingsins hefði komið sér á óvart og sagði jafnframt að að öllum líkindum væri hann síðasti mann- legi heimsmeistarinn í skák sem gæti státað af yfirburðum gegn tölvum. Víst er að áhuginn er mjög mikill fyrir einvíginu og gríðarleg auglýsing fyrir skáklist- ina. Þannig er álitið að heimasíður IBM hafí verið heimsóttar fimm milljón sinnum á meðan síðasta einvígi stóð og á tímabili fraus kerfið vegna atgangsins. Verð- laun eru einnig rausnarleg á skák- Kasparov legan mælikvarða að minnsta kosti, þannig fær sigurvegarinn í einvíginu um 50 milljónir króna og sá sem tapar um 30 milljónir. Dimmblá kemur verulega end- urbætt til leiks frá síðasta einvígi og á auðvitað fátt sameiginlegt með venjulegum einkatölvum. Dimmblá er 32 skiptistöðva IBM RS/6000 SP tölva með nýjum P2SC örgjörvum, þ.e. hún er samsett úr 32 sjálfstæðum tölv- um sem hver um sig vinna á 8 sérhönnuðum skákörgjörvum. Samtals vegur tölvan 1,4 tonn. Reiknigetan hefur tvöfaldast frá síðasta einvígi og nú getur tölvan rannsakað 200 milljón ólíkar stöður á sekúndu, en til saman- burðar rannsakar Kasparov þijár stöður á sekúndu í sínum útreikn- ingum. Þegar til einvígisins kemur mun aukin reiknigeta Dimmbláu varla skipta sköpum enda voru yfir- burðir hennar á því sviði miklir fyrir. Það er hins vegar lykilatriði hvernig tekist hefur að bæta skákskilninginn almennt hjá tölv- unni. Skilningur á samspili tafl- mannanna á taflborðinu er hluti af því starfi, að innilokaður biskup er lakari en biskup í ógnandi stöðu o.s.frv. Bandaríski stórmeistarinn Joel Benjamin var ráðgjafi í því starfi og verður fróðlegt að sjá hvernig tekist hefur að bæta úr þeim vanköntum hjá tölvunni. Fyrirfram hiýtur heimsmeistar- inn Garrí Kasparov, sem nú er 34 ára og hefur borið ægishjálm yfir aðra skákmenn síðastliðin tólf ár, að teljast sigurstranglegur í einvíginu. Hann hefur verið sig- ursæll að undanförnu og undir- búið sig vel fyrir einvígið. Það er hins vegar ástæðulaust að af- skrifa Dimmbláu fyrirfram, tölvan vakti athygli um alla heimsbyggð í einvíginu fyrir ári og ástæðu- laust að ætla annað en einvígið verði spennandi nú sem þá. Garrí Kasparov hefur hvítt í fyrstu skákinni, sem verður tefld í dag. Morgunblaðið mun að sjálf- sögðu verða með fréttir af einvíg- inu og einnig er hægt að fylgjast með einvíginu á Internetinu, net- fangið er http://www. chess.ibm.com/ Karl Þorsteins Verið velkomin á sýningu Rauða kross íslands um málefni fólks á flótta á annarri hæð Kringlunnar dagana 3. -7. maí. öýningin er haldin í tilefni af alþjóðadegi Rauða krossins 8. maí og fieðingardegi Svisslendingsins Henry Dunant, 8. maí. Hann átti frumkvœði að stofnun hreyfingarinnar 1863. sýning í Kringlunni + RAUÐI KROSS ÍSIANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.