Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 59
BREF TIL BLAÐSINS
Hjartað og kærleikurinn
Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni:
HJARTAÐ er brunnurinn, en kær-
leikurinn er vatnið sem veitt er úr
brunninum. Þeim mun dýpri sem
brunnurinn er, þeim mun meiri
kærleika getur maðurinn veitt.
Hjartað er dýpsti staður hugans
sem gerir aðra ánægða. Hjartað
og kærleikurinn er tilfinningaleg
þrá er leitast eftir að gera aðra
hamingjusama.
Sannur kærleikur er uppruni
og tilgangur alls lífsins. Hjartað
er styrkurinn og krafturinn til að
elska og finna einhvern til að
elska. Guðs vilji er að sannur
kærleikur og hugsjónir hans
margfaldist meðal manna. Guð
hefur allan kraftinn og styrkinn
til að elska, en hann þarfnast
mannsins til að geta tekið við
kærleikanum og sett hann í fram-
kvæmd.
Guð finnur til mikillar gleði í
hjarta sínu er hann finnur einhvern
er getur gefið og tekið við sönnum
kærleika.
Guð elskar hvern og einn ein-
stakling og gleðst yfir því þegar
hans elskuðu margfalda síðan
kærleikann á milli sín. Sannur
kærleikur er að taka á sig ábyrgð
fyrir aðra og veita öðrum hjálp.
Hjartað og kærleikurinn eru
grundvallar eðlisþættir Guðs.
Kristin trú og önnur trúarbrögð
segja að við séum öll börn Guðs.
Það þýðir að mannkynið er ein
stór fjölskylda og að við erum öll
bræður og systur.
Hvers vegna eru þjáningar hans
ekki okkar þjáningar? Hvers vegna
er vilji hans ekki okkar vilji? Hvers
vegna er vinna hans ekki okkar
vinna?
Guð sem foreldri alls mannkyns
finnur til með öllu fólki er þjáist.
Rétt eins og foreldrar finna til með
börnum sínum er þjást. Við mann-
fólkið ættum því að leitast eftir
að hugga og hughreysta Guð með
því að elska öll börnin hans.
Öll trúarbrögð er hafa kærleik-
ann að leiðarljósi auðvelda mannin-
um að nálgast Guð og eru því eins
og tæki Guðs til að kenna mann-
fólkinu umburðarlyndi, miskunn-
semi, samúð, umhyggju og kær-
leika milli Guðs og manna.
Því miður þá hefur maðurinn
byggt upp annað tæki (bókstafstrú)
er hefur það markmið að traðka á ;
öðrum trúarbrögðum með þröng- ,
sýni, fjandskap, yfirgangi og hatri
milli Guðs og manna. Hvers vegna i
er það að við mennirnir höfum ekki \
byggt upp meira umburðarlyndi
milli trúarbragða en raun ber vitni?
Ein aðalástæðan fýrir því er vegna
vanþekkingar og skorts á kærleika.
Það eina afl er getur bæði sam-
einað allt mannfólkið og byggt frið
á jörðu er sannur kærleikur. Þess ,
vegna verðum við að virkja kær-
leikann hjá öllum trúarbrögðum. J
Því aðeins á þeim grundvelli er ;
hægt að byggja frið á jörðu.
ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON !
formaður Samstarfsnefndar trúfélaga !
fyrir heimsfriði, Hörðalandi 6.
Frá Pétrí Einarssyni:
EIRÍKUR á Stöð 2 sagðist í sjón-
varpsþætti nýlega hafa verslað í
Hagkaupi fyrir 3.600 kr. og fengið
15 punkta, að mér skilst, áleiðis í
39.000 punkta sem hann þarf til
þess að komast ókeypis með Flug-
leiðum hf. til Parísar. í þættinum
var einnig framkvæmdastjóri
punktakortsins. Hann mótmælti
ekki frásögn Eiríks svo ég tek full-
yrðingar hans góðar og gildar.
Punktaævintýrið vefst fyrir mér.
Mér virðist að baki hvers punkts
standi 240 krónur og því sé far-
gjaldið til Parísar verðlagt á 93.600
kr. Ósköp er það dýrt vegna þess
að mér sýndist Ferðamiðstöð Aust-
urlands vera að auglýsa það sama
á 26.000 eða nær fjórum sinnum
ódýrara. Eiga ekki Flugleiðir hf.
megnið af því fyrirtæki? Nú, ef til
vill er punktaferðin íburðarmeiri,
kannski Saga Class, hver veit?
Ekki öfunda ég Eirík af fyrirhug-
uðu ferðalagi hans, þó mér þyki
gaman að koma til Parísar, vegna
þess að ég sé ekki betur en að hann
verði að fara 2.600 ferðir í Hag-
kaup og versla fyrir níu milljónir
þijúhundruð og sextíu þúsund krón-
ur til þess að komast í þessa ævin-
týraferð. Varla eru þau Kata og
hann svo þurftafrek?
Eiríkur metur auðvitað afslátt-
inn mikils sem hann fær með
punktunum. Það hlyti ég einnig
að gera, en bíddu grafkyrr; hvað
er hann mikill? Jú, 93.600 af
9.360.000. Nú dámar mér ekki,
eitt prósent. Þetta getur ekki verið
eða hvað? Og ef ég fer með Ferð-
amiðstöð Austurlands fyrir kr.
26.000 útleggst afslátturinn vera
0,25% eða er hann kannski enginn?
Því skrifa ég ofangreint að orðið
fargjaldafrumskógur hefur verið
þokukennt hugtak í hugum al-
mennings. Það er ekki fyrir einn
mann að skilja vegna hvers far-
gjald kostar eitt í dag og annað á
morgun og það sem verra er; það
eru margar upphæðir í gangi sama
daginn, til sama staðar með sömu
flugvél. Sjálfur þurfti ég að fara
til Parísar í febrúar síðastliðnum
en vissi ekki hvað ég yrði lengi.
Að lokinni töluverðri eftirgrennsl-
an var þetta ljóst: Lægsta fargjald
var innan við 30 þúsund krónur
en ekki fyrr en í sumar. Næsta
fargjald var 46 þúsund krónur en
gilti til mánaðar ferðar. Hið þriðja,
vegna annarrar leiðar, var 63 þús-
und krónur eða fram og til baka
um 120 þúsund krónur og hið
fjórða vegna beggja leiða var um
96 þúsund krónur. Ekki þarf að
taka fram að allt var þetta með
sama íslenska flugfélaginu.
Hvaða lögmál valda þessum
mikla mismun? Eru það flókin vís-
indaleg, eðlisfræðileg lögmál flugs-
ins? Eða er það ef til vill aðeins
gömul og úrelt bandarísk hagfræði-
kenning, sem fjallar einkum um það
hvernig kreista má mest fé út úr
viðskiptavininum án þess að gera
hann ofsareiðan eða hann hætti að
versla. Þessi kenning fjallar um það
að þeir sem eru í þörf greiði mest
en þeir sem enga þjónustu þurfa
eru seiddir til viðskipta á verði sem
gefur minnstan hagnað en þó næg-
an. Kenningin gerir einnig ráð fyrir
að flugfélagið hafi á sínum snærum
flinkan fjölmiðlamann sem svarar
hugsanlegri gagnrýni með snörpum
fullyrðingum. Hans hlutverk er að
viðhalda trúverðugleik fyrirtækis-
ins með öllum ráðum.
Hvers vegna heldur fyrirtækið
Flugleiðir hf., óskabarn þjóðarinn-
ar, dauðahaldi í þessa úreltu aðferð
og hefur hóp manna á launum til
þess að viðhalda henni? Er það
vegna þess að félagið hefur um 80%
af fólksflutningum milli íslands og
annarra landa og hefur því fákeppn-
isaðstöðu til þess að kreista sem
mest út úr samlöndum sínum í far-
gjöldum.
Það er auðvelt að reikna út rekst-
ur flugvélar. Ekki flóknara en að
reikna rekstur einkabifreiðar.
Reiknilíkön vegna flugreksturs
sýna hverjum sem hafa vill að flug-
fargjöld Islendinga í áætlunarflugi
milli íslands og annarra landa eru
of há, enda eingöngu grundvölluð
á kenningunni um hámörkun gróð-
ans en ekki þörf landsmanna á að
komast milli landa á þægilegan,
öruggan og einfaldan máta. Nú-
tímaflugfélag í samkeppni reynir
af öllum mætti að lækka fargjöld
sín án þess það bitni á öryggi. Flug-
félag nútímans viðhefur ekki stétta-
skiptingu á farþegum. Fargjald
milli staða er alltaf eitt og ekki
bundið furðuskilyrðum fræðikenn-
ingarinnar. Allir eru á sama lága
fargjaldinu og farmiðar hafa sömu
virkni og peningaseðlar, að sumu
leyti. Þ.e. þeir taka gildi við fram-
vísun nokkurn veginn eins og stræt-
isvagnamiðar. Reyndar eru flugfar-
miðar orðnir mjög einfaldir og ekki
mikið flóknari en miðar með stræt-
isvagni. Nútímaflugfélagið einbeitir
sér að lægstu fargjöldum fyrir alla
farþega, hraðri afgreiðslu á flug-
völlum og lágmarksþjónustu um
borð. Brottfarar- og komutímar eru
einnig mjög sveigjanlegir og góður
möguleiki á breytingum sé fylgt
ákveðnum reglum.
Ágætu forráðamenn Flugleiða
hf., er ekki kominn timi til að hætta
þessum skollaleik með fargjöld?
Gleyma punktaleikjum, Saga Class
og gamaldags lúxus. Skipta um
stíl áður en samkeppni, sem þið
getið ekki staðist, kemur að utan?
PÉTUR EINARSSON,
fyrrv. flugmálastjóri.
werzalitr í glugga
SÓLBEKKIR b.
fyrirliggjandi vatn
SENDUM í PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRÍMSSON &CO
I Ármúla 29 • Reykjavlk • Slmi 553 8640
afslátt af öllum húsgögnum verslunarinnar
laugardag og
sunnudag
BRAVA 1,6 SX 5. DYRA
Tveir loftpúðar, ABS hemlalæsivörn,
samtals 220.000 kr. eru innifalin í verðinu
RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR:
• ABS hemlalæsivörn
• 2. öryggisloftbúöar
• Bílbeltastrckkjarar
• Vél 1Q3 liestöfl
• Fiat Code þjóvavörn
• VökvastýrKJ
• Samlæsingar
• Litaðar rúöur
• Útvarp/segulband
• Miöjustokkur
• Snúningshraöamælir
• Aöalljós með 2. parabólum
• Hiti í afturrúðu
• Afturrúöuþurrka mcð töf
• Jiafdrifnar rúður að framan
• Samlitir stuðarar
•Hæðarstilling á stýri og
ökumannssæti og m.fl.
Isfraktor
SMIÐSBÚÐ 2, GARÐABÆ* SÍMI: 565 65 80
i um útáii
verið leiðandi verslun með húsgögn þar sem verð, ending
og gæði hafa farið saman. í tilefni af 35 ára afmæli okkar
bjóðum við nú gott úrval af borðstofusettum, sófasettum,
hornsófum, hvíldarstólum, rúmum og mörgu fleira.á
ótrúlegu verði!
Trodfull búd
af nýjum vörum!
Opið
laugardag 10.00 -17.00
sunnudag 14.00 -17.00
Hjá okkur eru Vísa- og
Euro-raðsamnlngar
ávísun á staðgreiðslu
:
pm: