Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 55
Islandsmót
í samkvæm-
isdönsum
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í sam-
kvæmisdönsum með grunnaðferð fer
fram um næstu helgi þann 3. og 4.
maí. Keppt er í fjölmörgum aldurs-
flokkum í a, b, c og d-riðlum. Einn-
ig er boðið upp á keppni með ftjálsri
aðferð.
Keppnin fer fram í íþróttahúsinu
við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst
kl. 12 á laugardaginn en húsið verð-
ur opnað kl. 11 og forsala að-
göngumiða hefst kl. 10.30. Á sunnu-
daginn hefst keppni kl. 14 og verður
húsið opnað kl. 13 og forsala að-
göngumiða hefst kl. 12.30.
Það er keppnisráð Dansráðs ís-
lands og Dansíþróttasamband ís-
lands sem stendur að þessari keppni.
Dómarar keppninnar verða 5, þrir
frá Englandi, einn frá Þýskalandi
og einn frá Danmörku.
Eins og fyrr segir er keppt í fj'öl-
mörgum aldursflokkum og eru
yngstu keppendurnir ekki orðnir 7
ára.
Norræna húsið
Sendikennari
ræðir um
vígaferli á
þjóðveldisöld
FYRIRLESTUR í fyrirlestraröðinni
Orkanens oje verður í fundarsal
Norræna hússins sunnudaginn 4.
maí kl. 16. Þar er Jon Hoyer, sendi-
kennari í dönsku við Háskóla ís-
lands, sem heldur fyririesturinn og
nefnir hann: Gleymda sagan -
hvernig komist var hjá borgarastríði
á íslandi á þjóðveldisöld. Þar fjallar
hann um þær deilur og vígaferli sem
ríktu á þjóðveldisöld á íslandi.
Jon Hoyer hefur nýlega sent frá
sér elleftu skáldsögu sína sem heitir
yDen glemte historie". Hún gerist á
Islandi á þjóðveldisöld og byggist á
sögulegum atburðum.
Jon Hoyer er mag.art í bók-
menntafræðum frá Kaupmanna-
hafnarháskóla. Hann hefur verið
sendikennari við Háskóla íslands frá
1996.
Opið hús Sam-
vinnuháskólans
á Bifröst
SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst
verður með opið hús í dag, laugar-
daginn 3. maí. Opna húsið hefst kl.
13 og stendur til kl. 16. Gestum
verða sýnd húsakynni og aðstaða.
Kennarar og nemendur taka á móti
gestum, leiða þá um húsakynnin og
kynna starfsemina. Kaffisala verður
í höndum nemendafélagsins. Sýning
verður á hugmyndum sem bárust í
samkeppni um nýtt merki skólans.
Hátíðarsamkoma hefst á sal kl.
16. Þar verða flutt ávörp og tónlist.
Þá verða afhent verðlaun fyrir hug-
myndasamkeppnina um merki. Og
fleira verður á dagskrá. Skólinn er
öllum opinn, gömlum nemendum á
Bifröst, umsækjendum um skólavist
í haust og öðrum velunnurum.
Karlakór
Reykjavíkur í
Dómkirkjunni
KARLAKÓR Reykjavíkur syngur við
messu í Dómkirkjunni á morgun kl.
11 undir stjórn Friðriks S. Kristins-
sonar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
predikar og þjónar fyrir altari.
Efitr messuna verður aðalfundur
Safnaðarfélags Dómkirkjunnar
haldinn í Safnaðarheimilinu í Lækj-
argötu 14a. Barnasamkoma verður
í Dómkirkjunni kl. 13. Við messuna
verður fermd Jóhanna Jóhannsdótt-
ir, Dverghamri 24, Vestmannaeyj-
um.
FRÉTTIR
EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN f/ / / L/ //////>//M/Á/ MÁÁ/Á/ í Dublln, írlandi, 3. maí 1997 Land Heiti lags //WWWWWWWWWWWWWWWWWwWWW////4M/<$ Röð
1. Kýpur Manan Mou
2. Tyrkland Dinle
3. Noregur San Francisco
4. Austurríki
5. írland Mysterious Woman
6. Slóvenía Zbudi se
7. Sviss Dentro di me
8. Holland Niemand heeft nog tijd
9. Ítalía Fiumi di Parole
10. Spánn Sin Rencor
11. Þýskaland Zeit
12. Pólland Ale Jestem
13. Eistland Keelatud Maa
14. Bosnía-Herz. Goodbye
15. Portúgal Antes do Adeus
16. Svíþjóð Bara Hon Alskar Mej
17. Grikkland Dance
18. Malta Let Me Fly
19. Ungverjal. Miért kell, hogy elmenj?
20. Rússland Primadonna
21. Danmörk Stemmen i mit liv
22. Frakkland Sentiments, Songes
23. Króatía Probudi me
24. Bretland Love Shine a Light
25. ÍSLAND Minn hinsti dans
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld
sonar, Minn hinsti dans. Þetta er í tólfta
sinn sem ísland tekur þátt í þessari keppni,
í fyrra með laginu Sjúbídú, sem lenti í 12.
sæti.
Sextán manns skipa íslensku dómnefnd-
ina og eru átta af þeim fólk sem tengist
tónlistargeiranum beint, en hinir átta eru
venjulegir leikmenn. Jafnt er skipt á milli
kynja og aldurshópa í dómnefndinni og þá
á landsbyggðin sína fulltrúa. Kynnir í Sjón-
varpinu í kvöld verður Jakob Frímann
Magnússon.
BEIN útsending frá Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva sem haldin er í
Dyflinni á írlandi hefst kl. 19 í kvöld og
segir Eyjólfur Valdimarsson framkvæmda-
stjóri tæknideildar Sjónvarpsins að verk-
fall rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma
muni ekki hafa áhrif á útsendinguna nema
svo ólíklega vildi til að bilun yrði í búnaði.
En dagskráin kemur um búnað sem er í
umsjá Pósts og síma.
AIIs taka 25 lönd þátt í keppninni að
þessu sinni og er talið að um þrjú hundruð
*
Islenska lagið
er flutt síðast
milljónir Evrópubúa fylgistmeð henni í
beinni útsendingu. Fulltrúi íslands, Páll
Oskar Hjálmtýsson, mun koma síðastur
fram og flytja lag sitt og Trausta Haralds-
Nýr meðeigandi
að Hárnýju
ÞÓRDÍS Helgadóttir sem verið hefur
eigandi hársnyrtistofunnar Hárný í
Kópavogi, hefur selt Hrafnhildi Arn-
ardóttur helmingshluta í fyrirtækinu.
Hrafnhildur og Þórdís munu því reka
stofuna saman. Hrafnhildur starfaði
áður á hársnyrtistofunni Brúsk á
Höfðabakka. Hárný flutti í nýtt hús-
næði á síðsta ári, á Nýbýlaveg 28.
Auk Þórdísar og Hrafnhildar starfa
þar Ragnhildur, Sigrún og Rut Erla
og er starfsfólkið á myndinni.
Gospelgleði
í Landakirkju
NÚ stendur fyrir dyrum síðasta
poppmessa vetrarins í Landakirkju,
og þar mun ríkja sannkölluð gospel-
og vorstemmning, segir í fréttatil-
kynningu.
Hljómsveitin Prelátar leikur og
Barnakór Landakirkju, Litlir læri-
sveinar, syngur með hljómsveit und-
ir stjórn Helgu Jónsdóttur. Nú stend-
ur yfir lokaundirbúningur fyrir upp-
töku á geisladiski sem kemur út á
vegum safnaðarins í haust. Ungling-
ar úr KFUM og K munu flytja ritn-
ingarlestra og bænir en prestar
Landakirkju flytja guðspjall og
spjalla við söfnuðinn um trúargleði.
Messan verður tekin upp á mynd-
band og á þriðjudagskvöldið kemur,
þann 6. maí, verður henni sjónvarp-
að á Eyjastöðinni Fjölsýn.
Kópavogskirkja
Heimsókn frá
Grundarfirði
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Kópa-
vogskirkju sunnudaginn 4. maí kl.
14 þar sem kirkjukórar Setbergs-
prestakalls í Grundarfirði og Kópa-
vogskirkju syngja saman en einnig
hvor í sínu lagi.
Sr. Karl V. Matthíasson predikar
og þjónar fyrir altari ásamt sóknar-
presti Kópavogskirkju. Organistarn-
ir Friðrik Vignir Stefánsson og Örn
Falkner leika á orgel kirkjunnar og
stjórna söng.
Fræðslukvöld
fyrir aðstand-
endur fatlaðra
FFA-Fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur, heldur fræðslukvöld um
kynþroska, kynfræðslu og unglings-
árin, mánudaginn 5. maí nk. kl. 20
hjá Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22.
Jóhann Thoroddsen, sálfræðing-
ur, mun fjalla um kynþroska og
hugsanlega erfiðleika sem tengjast
kynþroska.
Frá Öskjuhlíðarskóla koma Jó-
hann Kristjánsson kennari, Björk
Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur
og María Þorleifsdóttir, félagsráð-
gjafi og munu þau segja stuttlega
frá hvernig kynfræðslu til nemenda
skójans er háttað.
Á eftir verða fyrirspurnir, umræð-
ur og kaffi. Kaffigjald er 300 kr.
Fræðslukvöld þetta er ætlað að-
standendum fatlaðra. Skráning þátt-
töku er á skrifstofu Þroskahjálpar.
Flóamarkaður
dýravina hættir
FLÓAMARKAÐUR dýravina í
Hafnarstræti 17, kjallara, er að
missa húsnæði sitt og mun því hætta
starfsemi. Allar vörur verða seldar
á 100 krónur. Opið er þessa viku á
venjulegum tíma: mánudegi, þriðju-
degi og miðvikudegi klukkan 14-18.
Flóamarkaður dýravina hefur
starfað síðan 1978 og síðan 1980 í
kjallarnum að Hafnarstræti 17.
Ágóða hefur verið varið til dýra-
verndar innanlands og utan, segir í
fréttatilkynningu.
Afmælishátíð
BT-tölva
FYRIRTÆKIÐ BT-tölvur á tveggja
ára afmæli um þessar mundir og í
tilefni þess verður afmælishátíð laug-
ardaginn 3. maí í verslun fyrirtækis-
ins á Grensásvegi 3 í Reykjavík.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
BT-tölvum verður hægt að festa
kaup á tölvubúnaði með afslætti,
keppt verður í tölvuleikjum og kynnt
gerð tölvutónlistar, auk þess sem
grillað verður á staðnum og gefnar
pizzur, ís og sælgæti.
Síðasta kvik-
myndasýning
í bíósal MÍR
á þessu vori
SÍÐASTA kvikmyndasýning MÍR á
þessu vori verður í bíósalnum,
Vatnsstíg 10, sunnudaginn 4. maí
kl. 16. Sýnd verður heimildarkvik-
mynd um Mikhaíl Romm (1901-
1971), einn fremsta og frægasta
kvikmyndagerðarmann Sovétríkj-
anna um miðbik þessarar aldar.
Myndin var á sýningarskrá MÍR
fyrir áramót en var ekki sýnd af
óviðráðanlegum orsökum. Kvik-
myndin um Romm er með skýringum
á ensku. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Basar og kaffi-
sala í Sunnuhlíð
VORBASAR verður haldinn í Dag-
dvöld Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut
1, laugardaginn 3. maí kl. 14.
Þar verða seldir ýmsir munir,
heimabakaðar kökur og lukkupokar.
Kaffisala verður í matsal þjónustu-
kjarna og heimabakað meðlæti á
boðstólum.
Allur ágóði rennur til styrktar
starfsemi Dagdvalar þar sem aldnir
Kópavogsbúar dvelja daglangt og
njóta ýmiss konar þjónustu.
LEIÐRÉTT
Sautján sjávarútvegsfyrirtæki1
ÞAU mistök urðu við uppsetningu á
töflu um afkomu 17 sjávarútvegsfyr-
irtækja 1992-96 í Viðskipti/At-
vinnulíf á fimmtudag að Búlands-
tindi hf. var eignað hlutfall hagnað-
ar og veltu Arness hf. fyrir árin
1992 og 1993. Hið rétta er að hlut-
fall Árness hf. var -7,7% árið 1992
og -22% árið 1993. Hlutfall hagnað-
ar af veltu Búlandstinds árið 1993
var 0,8%. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Rangur prósentuútreikningui-
í FRÉTT um fækkun umferðarslysa
á Reykjanesbraut sl. fimmtudag var
prósentuútreikningur rangur. Fækk-
un slysa var 53,3% frá desember-
byijun 1996 til marsloka 1997 miðað
við sama tíma ári áður, 22,3% færri
en tveimur árum áður og 66,7%
færri en þremur árum áður.