Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 28
MORGUNB LAÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 iiiiasii EKKI komust á leiðarenda. RAUDAlitinnbar^vK^jiökulbrúninawns^^J^n^^ UPPI á jökli skipta menn um föt þar sem þeir standa. iNIN fór fram í guðs- náttúrunni áður en á irunni áður en á var haldið. ilinn allir hjálpariaust FYRIRSÆTURNAR voru hjálpinni fegnar við fataskiptin. HALLDÓR Ásgeirsson kokkur sá til þess að enginn svalt. YVETTE Chesman sér um þáttinn Stylissimo á MTV. Hér mundar hún vélina. Ragnheið- ur Guðnadóttir klæddist 110 ára gömlum peysufötum sem amma hennar á. Afhverju stafar astmi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Af hverju stafar astmi? Getur hann elst af fólki, eða fer hann versnandi? Svar: Astmi er algengur sjúk- dómur um allan heim. í Evrópu er víðast hvar gert ráð fyrir því að allt að 5% barna og 2% fullorðinna séu með þennan sjúkdóm. Astmi er hægfara bólgusjúkdómur í berkjum sem einkennist af hryglu, hósta og öndunarerfíðleikum en öll þessi einkenni eru breytileg eftir tíma sólarhrings og frá degi til dags. Sjúkdómseinkennin hafa einnig tilhneigingu til að versna í köstum og getur sjúklingurinn þá orðið alvarlega veikur, jafnvel lífs- hættulega. í meirihluta tilvika tengist astmi ofnæmi af einhverju tagi en í öðrum tilvikum er ekki nein sýnileg orsök. Ýmslegt getur komið astmakasti af stað og má þar nefna öndunarfærasýkingu, áreynslu, kalt loft, hlátur, sum lyf og ýmis konar ertandi efni eins og reyk, málningarlykt og fleira þess háttar. Um helmingur þeirra bama sem fá astma lagast eða læknast alveg þegar þau eldast en algengast er að astmi sem byrjar á fullorðinsárum verði langvinnur. Astmi og ofnæmi eru ekki beinlín- is ættgeng en hættan á að fá þessa sjúkdóma erfíst að einhverju marki. Á síðustu áratugum hefur al- gengi astma og ofnæmis aukist mikið í hinum vestræna heimi og í löndum þar sem fólk tileinkar sér „vestrænar" lífsvenjur. Þessi aukning er svo mikil að á árunum 1980 til 1987 óx algengi astma um 29% í Bandaríkjunum og á sama tíma hækkaði dánartíðni vegna astma um 31%. Þessa aukningu má rekja aftur til 1970 og senni- lega enn lengra aftur í tímann. Menn hafa lengi velt fyrir sér hugsanlegum orsökum þessarar miklu aukningar og fjölmargar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar í leit að orsakaþáttum. Möguleikarnir sem helst virðast koma til greina eru: 1) Breytt tíðni veiru- og bakteríusýkinga í æsku, 2) breytingar á mataræði og aukefni í matvælum, 3) loft- mengun utanhúss og 4) loftmeng- un innanhúss. Sumir telja lausn þessarar gátu í sjónmáli og þar vegi þyngst loftmengun innan- húss með rykmaura í broddi fylk- ingar. Þegar rætt er um breytingar á algengi sjúkdóma á undanfórnum áratugum, dettur mörgum fyrst í hug að tengja það breytingum á mataræði og umhverfísmengun. Þetta er ofur eðlilegt og í sumum tilfellum er skýringuna eflaust að finna þar. Það hefur hins vegar gengið erfíðlega að skýra aukn- ingu ofnæmis og astma með breyt- tu mataræði og aukinni mengun í náttúrunni. Margir óttuðust að tíðar sýking- ar í bernsku ykju hættuna á astma síðar á ævinni en aukin hætta á veiru- og bakteríusýkingum íylgir stórum fjölskyldum og barnaheim- ilum. Nýlegar rannsóknir í Þýska- landi og Bandaríkjunum benda hins vegar til hins gagnstæða, nefnilega að sýkingar í bemsku geti haft verndandi áhrif. Þetta er þó áreiðanlega ekki einfalt mál og gæti t.d. verið háð aldri barns við íyrstu sýkingu og tegund sýking- ar. Hvernig sem þessu er farið er vandséð að breytingar á sýkingum barna geti skýrt aukna tíðni astma. Á sama tíma og tíðni ofnæmis og astma hefur verið að aukast hafa orðið miklar breytingar á mataræði fólks. Sumir hafa bent á litarefni og efni sem notuð eru til að auka geymsluþol matvæla en þrátt fyrir miklar rannsóknir hef- ur ekki tekist að sanna neitt. í sumum löndum hefur brjóstagjöf verið á undanhaldi og þó að brjóstamjólk sé örugglega hollasta fæða sem barn getur fengið, hefur ekki tekist að tengja þetta við astma. Umhverfísmengun, og þá sér- staklega loftmengun, hefur legið undir grun en þar eru þó ýmis vafamál. Lengi hefur verið vitað að efni eins og m.a. ózon og út- blástur dísilvéla hafa slæm áhrif á öndunarfæri manna. Hins vegar má benda á að loftmengun hefur minnkað verulega á undanfómum áratugum í flestum stórborgum Norður-Evrópu og Norður-Amer- íku og við samanburð á loftmeng- un og astma í ýmsum borgum finnst ekki samband. Ekki er þó hægt að útiloka að verið sé að mæla röng mengandi efni og að áhrif loftmengunar á astma stafi af óþekktum efnum eða efnum sem talin hafa verið óskaðleg. Afar ólíklegt verður þó að telja að loft- mengun skýri aukninguna á astma. Ein af stærstu breytingum á lifnaðarháttum fólks á síðari hluta þessarar aldar er að fólk er meira inni. Flest hús eru vel einangruð og kynt þannig að hitastig er stöðugt og hefur víða farið hækk- andi, og mikið er um bólstruð hús- gögn og gólfteppi. Farið hefur í vöxt að fólk sé með gæludýr eins og hunda og ketti á heimilum sín- um. Ailt þetta skapar hin ákjósan- legustu vaxtarskilyrði fyrir ryk- maura, sem dafna vel í bólum manna og dýra, teppum og bólstr- uðum húsgögnum. Rykmaurar eru áttfætlingar sem eru um 0,3 mm að lengd og glærir þannig að þeir sjást tæplega með berum augum. Tvær tegundir rykmaura eru al- gengar í húsum hér á landi. Komið hefur í ljós að margir hafa ofnæmi fyrir húsryki og ofnæmisvaldinn er oftast að finna i rykmauraskít. I nokkrum rannsóknum, m.a. í Ástralíu, fannst gott samband milli rykmaura og astma. Það sem er enn áhugaverðara er að svo virðist sem mikið af rykmaurum í umhverfi barns í frumbernsku geti aukið hættu á alls kyns of- næmi (m.a. kattaofnæmi) og astma síðar á ævinni. Einnig hefur komið í ijós að astmasjúklingum, a.m.k. sumum, getur batnað mikið ef þeir forðast rykmaura. Færa má rök fyrir því að rykmaurum hafi fjölgað mjög í híbýlum fólks á undanförnum áratugum og að þessi fjölgun eigi stóran þátt í að skýra fjölgun astma- og ofnæm- istilfella. • Lesendur Morgunblaðsins getn spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið erámóti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ísíma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.