Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 15 Samræð- ur um málefni karla REYNIR - ráðgjafastofa á Akureyri efnir til samræðu- stunda með körlum um efni sem þeim eru sérlega hugleik- in fögur kvöld í maí og er yfirskrift þeirra „Karlar um karla“. Erindin verða flutt í Deiglunni. Karlmennska og kynlíf er heiti á erindi sem Arnar Sverr- isson sálfræðingur flytur næstkomandi þriðjudags- kvöld, 6. maí kl. 21. Ásþór Ragnarsson flytur erindi sem hann nefnir „Með lífið í lúkunum. Staða karla í nútíma samfélagi" mánudags- kvöldið 12. maí. Már V. Magn- ússon sálfræðingur flytur er- indi um feður þriðjudags- kvöldið 20. maí og Kristján M. Magnússon sálfræðingur flytur síðasta erindið í þessari röð en það nefnist „Karlinn í vinnunni“. Um næstu helgi, 10. og 11. maí verður boðið upp á karla- námskeiðið „Skynjaðu styrk þinn“ á Akureyri, en það er fyrir karla sem hafa áhuga á að ræða eigin stöðu í tilver- unni og taka dýpri þátt í um- ræðunni um stöðu karla. Þetta er þriðja árið í röð sem nám- skeiðið er haldið, skráning og nánari upplýsingar fást hjá Reyni-ráðgjafastofu. Vortónleikar og lögreglu- messa V ORTÓNLEIKAR lögreglu- kórsins verða á laugardag, 3. maí í Akureyrarkirkju og hefj- ast þeir kl. 14. Með kórnum kemur fram gestakór sem er Karlakór Dalvíkur. Aðgangs- eyrir er 500 krónur. Lögreglukórinn og lög- reglumenn standa einnig fyrir messu í Akureyrarkirkju á sunnudag, 4. maí og hefst hún kl. 14. Stjórnandi lögreglu- kórsins er Guðlaugur Viktors- son, en undirleik annast Pavel Smid. Kórinn annast söng í messunni og leiðir safnaðar- söng. Fluttir verða dúettar og sunginn einsöngur. Löreglu- menn á Akureyri annast lestur. Mælt með Ingólfi BÆJARRÁÐ leggur til að Ing- ólfur Ármannsson skóla- og menningarfulltrúi Akureyrar- bæjar verði ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra félags- og frístundasviðs Akureyrarbæj- ar. Alls sóttu 6 um starfið. Einn umsækjenda fór þess á leit að afgreiðslu umsókna yrði frest- að af sérstökum ástæðum en bæjarráð gat ekki orðið við þeirri ósk og mælti með að Ingófli yrði veitt staðan. Vortónleikar píanódeildar VORTÓNLEIKAR píanódeild- ar Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í dag, laug- ardaginn 3. maí kl. 14 á sal skólans. Fram koma bæði yngri og eldri nemendur og leika fjölbreytta efnisskrá. Allir eru velkomnir. Úrskurður skipulags ríkisins vegna Borgar- o g Dalsbrautar Fallist á lagningnna með nokkrum skilyrðum SKIPULAG ríkisins hefur lokið frummati á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar lagningur Borgarbrautar og Dalsbrautar á Akureyri, en tæknideild bæjarins vann mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Fallist er á lagningu Borgar- brautar og Dalsbrautar með nokkr- um skilyrðum, m.a. að reistur verði hljóðtálmi norðan Borgarbrautar, frá Hlíðarbraut að Glerárgili um leið og vegurinn verður lagður. Komi í ljós að hávaðamengun frá umferð um þessar götur fari yfir leyfileg viðmiðunarmörk á íbúðar- svæðum þarf að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða. Þá er það skil- yrði sett að haft verði samráð við Minjasafnið á Akureyri vegna forn- leifaskráningar sem fyrirhuguð er nú í sumar og einnig að haft verði samráð við Náttúruvernd ríkisins um val á efnistökustað, jarðefnis- nám og frágang námusvæða og vegfláa. Vegaframkvæmdir sem um er að ræða eru í tveimur hlutum, Borg- arbraut sem verður 1.450 metrar að lengd og liggur frá gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar upp með Glerá að Hlíðarbraut, en smíð- aðar verða tvær samsíða brýr þar sem Borgarbraut liggur yfir Glerá. Dalsbraut verður 780 metrar að lengd og liggur frá Borgarbraut að núverandi gatnamótum Dalsbraut- ar að Akurgerði. Töluverð áhrif á landslag Vegirnir munu liggja yfir svæði sem þegar er raskað af mannavöld- um og eru ekki taldir hafa veruleg áhrif á gróður og dýralíf á svæð- inu. Töluverð áhrif verða hins vegar á landslag vegna sprenginga og fyllinga við vegstæðin. Einnig mun lagning brúar yfir Glerá hafa mót- andi áhrif á ásýnd Glerárgils sem er á Náttúruminjaská, en reynt verður að takmarka sjónræn áhrif mannvirkja og rask í gilinu með því að velja brúarstæðið þar sem gilið er þröngt. Engar menningar- minjar eru þekktar á framkvæmda- svæðinu en fornleifaskráning er fyrirhuguð í sumar. Hávaði frá Borgarbraut mun lítil- lega fara yfir viðmiðunarmörk mengunarvarnareglugerðar við íbúðarhús sunnan Bakkahlíðar eftir gildistíma Aðalskipulags Akureyrar 1990-2010 og kom fram athuga- semd við það á kynningartímanum. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna því hann er kynntur viðkomandi. Brúðkaups- sýning BRÚÐKAUPSSÝNING verð- ur í Blómavali á Akureyri um næstu helgi, 3. og 4. maí, en að henni stendur Blómaval ásamt fimmtán öðrum fyrir- tækjum sem öll eiga það sam- eiginlegt að tengjast brúð- kaupi og undirbúningi þess á einhvern hátt. Sýningin stend- ur frá kl. 10 til 21 báða dag- ana. Blómaskreytingafólk Blómavals sýnir brúðarvendi og blómaskreytingar, sýndir verða skreyttir brúðarbílar og tertur, brúðkaupsferðir og hót- el verða kynnt, einnig fatnað- ur, förðun, hárgreiðsla og skart sem hæfir brúðhjónum og gestum þeirra, en sú kynn- ing fer fram frá kl. 14 til 16 báða dagana. Sýningargestum býðst kaffi og brúðartertusneið á kynn- ingarverði Café Turnsins, veit- ingastaðar Blómavals. Tilvon- andi brúðhjón lenda í lukku- potti brúðhjóna sem dregið verður úr 1. september næst- komandi. Messur AKUREYRARKIRKJA: Almennur bænadagur á morgun, sunnudag, messað kl. 14, altarisganga. Kven- félag Akureyrarkirkju verður með veitingar í safnaðarheimilinu eftir messu. Fundur æskulýðsfélagsins í kapellu kl. 17 samadag. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánu- dagskvöld. Mömmumorgunn í safn- aðarheimili kl. 10 til 12 á miðviku- dag, guðsþjónusta á uppstigningar- dag, 8. maí, dag aldraðra. Kvenfélag kirkjunnar verður með kaffiveitingar í safnaðarheimili eftir messu. GLERÁRKIRKJA: Vortónleikar Kórs Glerárkirkju kl. 15 á morgun. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 um kvöldið. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning, safnaðarsamkoma, ræðumaður John Beynon frá Bret- landi kl. 11. Almenn samkoma kl. 20, ræðumaður John Beynon. (Ath breyttan tíma.) Andlegar þjálfunar- búðir miðvikudag kl. 20.30, ungl- ingasamkoma á föstudag kl. 20.30. Mikill söngur, allir velkomnir. Bæna- stundir frá kl. 6-7 mánudags-, mið- vikudags- og föstudagsmorgna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli fellur niður á morgun vegna ferðar Krakkaklúbbsins á Hólavatn. Almenn samkoma kl. 20 á sunnudag, Miriam Óskarsdóttir syngur og talar frá orði Guðs. Heim- ilasambandið kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. Allir velkomnir. KFUM og K, Sunnuhlíð; Bæna- stund kl. 20 á sunnudag, 4. maí, verið velkomin. SJÓNARHÆÐ: Almenn sam- koma kl. 17 á morgun, sunnudaginn 4. maí. Unglingafundur kl. 20.30 á föstudag, 9. maí. SEKESUPÉfl DISERO EN ŒRéMICA --iU— iaí ,1-iU Æ ítt Stórböfda 17 vlð Cullinbrú, sími 567 4*44 Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Bangsi fékk að fara með MIKIL þátttaka var í 1. maí hlaupi Greifans en þar var keppt í ýmsum flokkum, barna og full- orðinna. Kolbrún fór með pabba sínum í hlaupið, lögreglumannin- um Jóni Valdimarssyni. Og auð- vitað fékk bangsi að fljóta með. LltLA HÚSIÐ VERSLUN MED KRISTILEGAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefni Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 Simi 462 4301 • Slrandgiitu 13a • Akureyri Proskahjálp á Norðurlandi-ey Fundur verður mánudaginn 5. maí kl. 20.00 á Hótel KEA. Á fundinn kemur Valgerður Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, og deildarstjórar Ráðgjafa- og atvinnumáladeildar. Stjórnin. Þingflokkur jafnaðarmanna Samræða um auðlindir Islands ÞINGFLOKKURj Jafnaðarmanna efnir til samræðu um auðlindir Is- lands á veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri, laugardaginn 3. maí. Fjallað verður um nýtingu auðlind- anna og hlutdeild almennings í þeim, en yfirskrift samræðunnar er Auðlindir íslands - sameign allra eða séreign fárra. Stendur hún yfir frá kl. 14 til 17 og taka þátt m.a. þingmenn jafnaðar- manna og gestir, Guðbrandur Sig- urðsson framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, Ómar Ragnarsson, fréttamaður, Þorvald- ur Gylfason, prófessor, Þorkell Helgason, orkumálastjóri, Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Þorsteinn Sigurðs- son, lektor við Háskólann á Akur- eyri. Jón Baldvin Hannibalsson og Svanfríður Jónasdóttir halda morgunfund á Dalvík á laugardag, 3. maí og Ágúst Einarsson, Rann- veig Guðmundsdóttir og Sighvatur Björgvinsson verða á morgunfundi í Ólafsfirði sama dag. Opinn fundur Almennur og opinn stjórnmála- fundur verður haldinn í húsakynn- um Jafnaðarmannafélags Eyja- fjarðar að Skipagötu 12 kl. 15 á sunnudag, 4. maí. Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðu- flokksins fjallar um komandi kosn- ingar og samstarf jafnaðarmanna, en áður en fundurinn verður hald- inn verður tekin afstaða til bréfs frá Alþýðubandalaginu á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum um sameiginlegt framboð í næstu bæjarstjórnarkosningum. Bæjarmálafundur Mánudaginn 5. maí kl. 20.30 í Kaupangi. Rætt verður um stefnumörkun í tómstundamálum. Allir velkomnir. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins. Myndlistaskólinn á Akureyri auglysir inntöku ny'rra nemenda fyrir skólaárið 1997 98 F0RNAMSDEILD. Tilgangur fornámsdeildar er aö veita nemendum alhliða undirbúningsmenntun f myndlistum. í deildinni fer fram listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám í sárnámsdeildum. Námstími er eitt ár. MÁLUNARDEILD. Nám í málunardeild er þriggja ára sárhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Námstími þrjú ár. GRAFÍSK HÖNNUN. í grafískri hönnun er lögð sérstök áhersla á nýja tækni án þess áð missa sjónar á þeim grunni sem gdð hönnun grundvallast á, Námstfmi þjrjú ár. Umsóknarfrestur um skólavist er til 22. maí. Allar nánari upplysingar veittar í síma 462 4958 Heimasíða.: http://rvik.ismennt.is/-hvh Netfang.: myndak@ismennt.is Hyndlistaskólinn á Akureyri Kaupvangsstræti 16 Pósthólf 39 602 Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.