Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 15

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 15 Samræð- ur um málefni karla REYNIR - ráðgjafastofa á Akureyri efnir til samræðu- stunda með körlum um efni sem þeim eru sérlega hugleik- in fögur kvöld í maí og er yfirskrift þeirra „Karlar um karla“. Erindin verða flutt í Deiglunni. Karlmennska og kynlíf er heiti á erindi sem Arnar Sverr- isson sálfræðingur flytur næstkomandi þriðjudags- kvöld, 6. maí kl. 21. Ásþór Ragnarsson flytur erindi sem hann nefnir „Með lífið í lúkunum. Staða karla í nútíma samfélagi" mánudags- kvöldið 12. maí. Már V. Magn- ússon sálfræðingur flytur er- indi um feður þriðjudags- kvöldið 20. maí og Kristján M. Magnússon sálfræðingur flytur síðasta erindið í þessari röð en það nefnist „Karlinn í vinnunni“. Um næstu helgi, 10. og 11. maí verður boðið upp á karla- námskeiðið „Skynjaðu styrk þinn“ á Akureyri, en það er fyrir karla sem hafa áhuga á að ræða eigin stöðu í tilver- unni og taka dýpri þátt í um- ræðunni um stöðu karla. Þetta er þriðja árið í röð sem nám- skeiðið er haldið, skráning og nánari upplýsingar fást hjá Reyni-ráðgjafastofu. Vortónleikar og lögreglu- messa V ORTÓNLEIKAR lögreglu- kórsins verða á laugardag, 3. maí í Akureyrarkirkju og hefj- ast þeir kl. 14. Með kórnum kemur fram gestakór sem er Karlakór Dalvíkur. Aðgangs- eyrir er 500 krónur. Lögreglukórinn og lög- reglumenn standa einnig fyrir messu í Akureyrarkirkju á sunnudag, 4. maí og hefst hún kl. 14. Stjórnandi lögreglu- kórsins er Guðlaugur Viktors- son, en undirleik annast Pavel Smid. Kórinn annast söng í messunni og leiðir safnaðar- söng. Fluttir verða dúettar og sunginn einsöngur. Löreglu- menn á Akureyri annast lestur. Mælt með Ingólfi BÆJARRÁÐ leggur til að Ing- ólfur Ármannsson skóla- og menningarfulltrúi Akureyrar- bæjar verði ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra félags- og frístundasviðs Akureyrarbæj- ar. Alls sóttu 6 um starfið. Einn umsækjenda fór þess á leit að afgreiðslu umsókna yrði frest- að af sérstökum ástæðum en bæjarráð gat ekki orðið við þeirri ósk og mælti með að Ingófli yrði veitt staðan. Vortónleikar píanódeildar VORTÓNLEIKAR píanódeild- ar Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í dag, laug- ardaginn 3. maí kl. 14 á sal skólans. Fram koma bæði yngri og eldri nemendur og leika fjölbreytta efnisskrá. Allir eru velkomnir. Úrskurður skipulags ríkisins vegna Borgar- o g Dalsbrautar Fallist á lagningnna með nokkrum skilyrðum SKIPULAG ríkisins hefur lokið frummati á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar lagningur Borgarbrautar og Dalsbrautar á Akureyri, en tæknideild bæjarins vann mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Fallist er á lagningu Borgar- brautar og Dalsbrautar með nokkr- um skilyrðum, m.a. að reistur verði hljóðtálmi norðan Borgarbrautar, frá Hlíðarbraut að Glerárgili um leið og vegurinn verður lagður. Komi í ljós að hávaðamengun frá umferð um þessar götur fari yfir leyfileg viðmiðunarmörk á íbúðar- svæðum þarf að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða. Þá er það skil- yrði sett að haft verði samráð við Minjasafnið á Akureyri vegna forn- leifaskráningar sem fyrirhuguð er nú í sumar og einnig að haft verði samráð við Náttúruvernd ríkisins um val á efnistökustað, jarðefnis- nám og frágang námusvæða og vegfláa. Vegaframkvæmdir sem um er að ræða eru í tveimur hlutum, Borg- arbraut sem verður 1.450 metrar að lengd og liggur frá gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar upp með Glerá að Hlíðarbraut, en smíð- aðar verða tvær samsíða brýr þar sem Borgarbraut liggur yfir Glerá. Dalsbraut verður 780 metrar að lengd og liggur frá Borgarbraut að núverandi gatnamótum Dalsbraut- ar að Akurgerði. Töluverð áhrif á landslag Vegirnir munu liggja yfir svæði sem þegar er raskað af mannavöld- um og eru ekki taldir hafa veruleg áhrif á gróður og dýralíf á svæð- inu. Töluverð áhrif verða hins vegar á landslag vegna sprenginga og fyllinga við vegstæðin. Einnig mun lagning brúar yfir Glerá hafa mót- andi áhrif á ásýnd Glerárgils sem er á Náttúruminjaská, en reynt verður að takmarka sjónræn áhrif mannvirkja og rask í gilinu með því að velja brúarstæðið þar sem gilið er þröngt. Engar menningar- minjar eru þekktar á framkvæmda- svæðinu en fornleifaskráning er fyrirhuguð í sumar. Hávaði frá Borgarbraut mun lítil- lega fara yfir viðmiðunarmörk mengunarvarnareglugerðar við íbúðarhús sunnan Bakkahlíðar eftir gildistíma Aðalskipulags Akureyrar 1990-2010 og kom fram athuga- semd við það á kynningartímanum. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna því hann er kynntur viðkomandi. Brúðkaups- sýning BRÚÐKAUPSSÝNING verð- ur í Blómavali á Akureyri um næstu helgi, 3. og 4. maí, en að henni stendur Blómaval ásamt fimmtán öðrum fyrir- tækjum sem öll eiga það sam- eiginlegt að tengjast brúð- kaupi og undirbúningi þess á einhvern hátt. Sýningin stend- ur frá kl. 10 til 21 báða dag- ana. Blómaskreytingafólk Blómavals sýnir brúðarvendi og blómaskreytingar, sýndir verða skreyttir brúðarbílar og tertur, brúðkaupsferðir og hót- el verða kynnt, einnig fatnað- ur, förðun, hárgreiðsla og skart sem hæfir brúðhjónum og gestum þeirra, en sú kynn- ing fer fram frá kl. 14 til 16 báða dagana. Sýningargestum býðst kaffi og brúðartertusneið á kynn- ingarverði Café Turnsins, veit- ingastaðar Blómavals. Tilvon- andi brúðhjón lenda í lukku- potti brúðhjóna sem dregið verður úr 1. september næst- komandi. Messur AKUREYRARKIRKJA: Almennur bænadagur á morgun, sunnudag, messað kl. 14, altarisganga. Kven- félag Akureyrarkirkju verður með veitingar í safnaðarheimilinu eftir messu. Fundur æskulýðsfélagsins í kapellu kl. 17 samadag. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánu- dagskvöld. Mömmumorgunn í safn- aðarheimili kl. 10 til 12 á miðviku- dag, guðsþjónusta á uppstigningar- dag, 8. maí, dag aldraðra. Kvenfélag kirkjunnar verður með kaffiveitingar í safnaðarheimili eftir messu. GLERÁRKIRKJA: Vortónleikar Kórs Glerárkirkju kl. 15 á morgun. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 um kvöldið. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning, safnaðarsamkoma, ræðumaður John Beynon frá Bret- landi kl. 11. Almenn samkoma kl. 20, ræðumaður John Beynon. (Ath breyttan tíma.) Andlegar þjálfunar- búðir miðvikudag kl. 20.30, ungl- ingasamkoma á föstudag kl. 20.30. Mikill söngur, allir velkomnir. Bæna- stundir frá kl. 6-7 mánudags-, mið- vikudags- og föstudagsmorgna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli fellur niður á morgun vegna ferðar Krakkaklúbbsins á Hólavatn. Almenn samkoma kl. 20 á sunnudag, Miriam Óskarsdóttir syngur og talar frá orði Guðs. Heim- ilasambandið kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. Allir velkomnir. KFUM og K, Sunnuhlíð; Bæna- stund kl. 20 á sunnudag, 4. maí, verið velkomin. SJÓNARHÆÐ: Almenn sam- koma kl. 17 á morgun, sunnudaginn 4. maí. Unglingafundur kl. 20.30 á föstudag, 9. maí. SEKESUPÉfl DISERO EN ŒRéMICA --iU— iaí ,1-iU Æ ítt Stórböfda 17 vlð Cullinbrú, sími 567 4*44 Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Bangsi fékk að fara með MIKIL þátttaka var í 1. maí hlaupi Greifans en þar var keppt í ýmsum flokkum, barna og full- orðinna. Kolbrún fór með pabba sínum í hlaupið, lögreglumannin- um Jóni Valdimarssyni. Og auð- vitað fékk bangsi að fljóta með. LltLA HÚSIÐ VERSLUN MED KRISTILEGAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefni Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 Simi 462 4301 • Slrandgiitu 13a • Akureyri Proskahjálp á Norðurlandi-ey Fundur verður mánudaginn 5. maí kl. 20.00 á Hótel KEA. Á fundinn kemur Valgerður Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, og deildarstjórar Ráðgjafa- og atvinnumáladeildar. Stjórnin. Þingflokkur jafnaðarmanna Samræða um auðlindir Islands ÞINGFLOKKURj Jafnaðarmanna efnir til samræðu um auðlindir Is- lands á veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri, laugardaginn 3. maí. Fjallað verður um nýtingu auðlind- anna og hlutdeild almennings í þeim, en yfirskrift samræðunnar er Auðlindir íslands - sameign allra eða séreign fárra. Stendur hún yfir frá kl. 14 til 17 og taka þátt m.a. þingmenn jafnaðar- manna og gestir, Guðbrandur Sig- urðsson framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, Ómar Ragnarsson, fréttamaður, Þorvald- ur Gylfason, prófessor, Þorkell Helgason, orkumálastjóri, Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Þorsteinn Sigurðs- son, lektor við Háskólann á Akur- eyri. Jón Baldvin Hannibalsson og Svanfríður Jónasdóttir halda morgunfund á Dalvík á laugardag, 3. maí og Ágúst Einarsson, Rann- veig Guðmundsdóttir og Sighvatur Björgvinsson verða á morgunfundi í Ólafsfirði sama dag. Opinn fundur Almennur og opinn stjórnmála- fundur verður haldinn í húsakynn- um Jafnaðarmannafélags Eyja- fjarðar að Skipagötu 12 kl. 15 á sunnudag, 4. maí. Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðu- flokksins fjallar um komandi kosn- ingar og samstarf jafnaðarmanna, en áður en fundurinn verður hald- inn verður tekin afstaða til bréfs frá Alþýðubandalaginu á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum um sameiginlegt framboð í næstu bæjarstjórnarkosningum. Bæjarmálafundur Mánudaginn 5. maí kl. 20.30 í Kaupangi. Rætt verður um stefnumörkun í tómstundamálum. Allir velkomnir. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins. Myndlistaskólinn á Akureyri auglysir inntöku ny'rra nemenda fyrir skólaárið 1997 98 F0RNAMSDEILD. Tilgangur fornámsdeildar er aö veita nemendum alhliða undirbúningsmenntun f myndlistum. í deildinni fer fram listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám í sárnámsdeildum. Námstími er eitt ár. MÁLUNARDEILD. Nám í málunardeild er þriggja ára sárhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Námstími þrjú ár. GRAFÍSK HÖNNUN. í grafískri hönnun er lögð sérstök áhersla á nýja tækni án þess áð missa sjónar á þeim grunni sem gdð hönnun grundvallast á, Námstfmi þjrjú ár. Umsóknarfrestur um skólavist er til 22. maí. Allar nánari upplysingar veittar í síma 462 4958 Heimasíða.: http://rvik.ismennt.is/-hvh Netfang.: myndak@ismennt.is Hyndlistaskólinn á Akureyri Kaupvangsstræti 16 Pósthólf 39 602 Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.