Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Albright ræðir NATO í Moskvu Segja „ákveðnum árangri“ náð Moskvu. Reuter. „ÁKVEÐINN árangur" náðist í við- ræðum Madelaine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og ráða- manna í Moskvu um stækkun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) sam- kvæmt yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í gær, þegar Albright hélt heim á leið úr heimsókn sinni í Kreml. Ekki var greint frá neinum smá- atriðum í yfirlýsingunni. „Ákveðinn árangur náðist í viðræðunum um málefni varðandi undirbúning sam- komulagstextans þar sem kveðið verður á um hvernig samskiptum Rússlands og NATO verður hátt- Rýmingarsala - rýmingarsala Stórkostleg verðlækkun. Opið í dag á löngum laugardegi, kl. 10-17 Barnastígur, Skólavörðustig 8. að,“ sagði Gennady Tarasov, tals- maður rússneska utanríkisráðu- neytisins. Þetta var í annað sinn á skömm- um tíma, sem Albright fundaði með Jevgení Prímakov, rússneskum starfsbróður sínum, í þeim tilgangi að draga úr áhyggjum Rússa vegna fyrirhugaðrar stækkunar NATO. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sem fer með yfirumsjón við- ræðna bandalagsins við Rússa, mun hitta Prímakov 6. maí nk. Stefnt er að því, að samkomulag NATO við Rússland verði undirritað ekki síðar en 27. maí. ANC vill sak- aruppgjöf Jóhannesarborg. Reuter. BÚIST er við að allir forystumenn Afríska þjóðarráðsins (ANC) á ár- unum 1961-94 óski eftir sakar- uppgjöf hjá sannleiks- og sátta- nefndinni svokölluðu í Suður-Afr- íku, að sögn suður-afríska dag- blaðsins Business Day í gær. Business Day sagði að forystu- menn flokksins væru að leggja drög að yfirlýsingu þar sem þeir viður- kenndu að þeir bæru ábyrgð á að- gerðum flokksbræðra sinna í vopn- aðri baráttu þeirra gegn aðskilnað- arstefnunni. Á meðal þeirra, sem væru líklegir til að biðja um sakar- uppgjöf, væru nokkrir ráðherrar. „Dimmblá“ og Kasparov mætast í dag skák N e w Y o r k SEX SKÁKA EINVÍGI 3.-11. maí. Sá keppandi sigrar sem fyrr hlýtur þrjá vinninga. í DAG hefst annað einvígi Garrí Kasparovs og stórtölvunnar Dimmbláu (Deep Blue) í New York. Það er óhætt að fullyrða að fyrra einvígi sem haldið var fyrir ári hafi vakið heimsathygli ekki síst eftir óvæntan sigur tölvunnar í fyrstu einvígisskákinni. Það var raunar í fyrsta skipti sem heims- meistari í skák tapar fyrir tölvu þar sem teflt er með hefðbundnum umhugsunartíma. Annmarkar tölvunnar komu hins vegar í ljós sem á einvígið leið og með einföld- um og rökréttum áætlunum komu yfirburðir Kasparovs vel í ljós og hann sigraði í einvíginu 4-2. Eftir sigurinn viðurkenndi Kasparov að styrkleiki andstæð- ingsins hefði komið sér á óvart og sagði jafnframt að að öllum líkindum væri hann síðasti mann- legi heimsmeistarinn í skák sem gæti státað af yfirburðum gegn tölvum. Víst er að áhuginn er mjög mikill fyrir einvíginu og gríðarleg auglýsing fyrir skáklist- ina. Þannig er álitið að heimasíður IBM hafí verið heimsóttar fimm milljón sinnum á meðan síðasta einvígi stóð og á tímabili fraus kerfið vegna atgangsins. Verð- laun eru einnig rausnarleg á skák- Kasparov legan mælikvarða að minnsta kosti, þannig fær sigurvegarinn í einvíginu um 50 milljónir króna og sá sem tapar um 30 milljónir. Dimmblá kemur verulega end- urbætt til leiks frá síðasta einvígi og á auðvitað fátt sameiginlegt með venjulegum einkatölvum. Dimmblá er 32 skiptistöðva IBM RS/6000 SP tölva með nýjum P2SC örgjörvum, þ.e. hún er samsett úr 32 sjálfstæðum tölv- um sem hver um sig vinna á 8 sérhönnuðum skákörgjörvum. Samtals vegur tölvan 1,4 tonn. Reiknigetan hefur tvöfaldast frá síðasta einvígi og nú getur tölvan rannsakað 200 milljón ólíkar stöður á sekúndu, en til saman- burðar rannsakar Kasparov þijár stöður á sekúndu í sínum útreikn- ingum. Þegar til einvígisins kemur mun aukin reiknigeta Dimmbláu varla skipta sköpum enda voru yfir- burðir hennar á því sviði miklir fyrir. Það er hins vegar lykilatriði hvernig tekist hefur að bæta skákskilninginn almennt hjá tölv- unni. Skilningur á samspili tafl- mannanna á taflborðinu er hluti af því starfi, að innilokaður biskup er lakari en biskup í ógnandi stöðu o.s.frv. Bandaríski stórmeistarinn Joel Benjamin var ráðgjafi í því starfi og verður fróðlegt að sjá hvernig tekist hefur að bæta úr þeim vanköntum hjá tölvunni. Fyrirfram hiýtur heimsmeistar- inn Garrí Kasparov, sem nú er 34 ára og hefur borið ægishjálm yfir aðra skákmenn síðastliðin tólf ár, að teljast sigurstranglegur í einvíginu. Hann hefur verið sig- ursæll að undanförnu og undir- búið sig vel fyrir einvígið. Það er hins vegar ástæðulaust að af- skrifa Dimmbláu fyrirfram, tölvan vakti athygli um alla heimsbyggð í einvíginu fyrir ári og ástæðu- laust að ætla annað en einvígið verði spennandi nú sem þá. Garrí Kasparov hefur hvítt í fyrstu skákinni, sem verður tefld í dag. Morgunblaðið mun að sjálf- sögðu verða með fréttir af einvíg- inu og einnig er hægt að fylgjast með einvíginu á Internetinu, net- fangið er http://www. chess.ibm.com/ Karl Þorsteins Verið velkomin á sýningu Rauða kross íslands um málefni fólks á flótta á annarri hæð Kringlunnar dagana 3. -7. maí. öýningin er haldin í tilefni af alþjóðadegi Rauða krossins 8. maí og fieðingardegi Svisslendingsins Henry Dunant, 8. maí. Hann átti frumkvœði að stofnun hreyfingarinnar 1863. sýning í Kringlunni + RAUÐI KROSS ÍSIANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.