Morgunblaðið - 12.07.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 7
Styrkar
stoðir und-
ir Leifi
heppna
LEIFUR heppni stendur traustum
fótum á Skólavörðuholtinu. Stöp-
ullinn undir styttunni, sem er úr
graníti, er settur saman af 18
steinbjörgum, og er heildarþyngd
stöpulsins hátt í fimmtíu tonn.
Sjálf myndin af Leifi vegur hins
vegar um eitt tonn.
Styttan og stöpullinn mynda
saman eina órofa heild. Stöpullinn
er hugsaður sem skipsstafn og
þykir hann ekki síður merkilegur
frá listrænu sjónarmiði en styttan
sjálf.
Gjöf Bandaríkjamanna
Bandaríkjamenn gáfu Islend-
ingum styttuna í tilefni Alþingis-
hátíðarinnar 1930. Árið 1929 var
haldin samkeppni í Bandaríkjun-
um um gerð styttu af Leifi heppna
til að gefa íslendingum. Sam-
keppnina vann bandaríski lista-
maðurinn Alexander Stirling
Calder og hann mun hafa gert
bæði styttuna og stöpulinn.
Árið 1931 kom stöpullinn til
landsins. Eins og fyrr segir er
stöpullinn settur saman úr 18 ein-
ingum og vegur hver um sig nokk-
ur tonn.
Bandaríkjamenn höfðu af því
nokkrar áhyggjur að í Reykjavík
fyndist ekki nógu sterkt farar-
tæki til að flytja verkið frá höfn-
inni uppá Skólavörðuholt. Á þess-
um tíma fannst þó einn vörubíll
í bænum sem talinn var nógu
FRÉTTIR
sterkbyggður í verkefnið. Hann
dugði þó ekki til. Því var brugðið
á það ráð að fá Tryggva Magnús-
son, glímukappa, til að hjálpa
bílnum síðasta spölinn, a.m.k.
þegar þyngstu björgin voru flutt.
Það var svo 17. júlí 1932 sem
Coleman, sendiherra Bandaríkj-
anna á Islandi aflienti þáverandi
forsætisráðherra, Ásgeiri Ás-
geirssyni, styttuna að gjöf. Og
síðan þá hefur Leifur staðið
óhreyfður á Skólavörðuholtinu.
Engin teikning til
Engin teikning hefur fundist
af stöplinum og það er því ýmsum
vandkvæðum bundið að taka
styttuna niður og ekki síður að
koma henni fyrir á ný. En þótt
ekki hafi verið lagt í að hreyfa
styttuna hefur verið töluverður
ágangur við hana. Bandaríkja-
mönnum mun hafa blöskrað svo
mjög umgengnin við styttuna
fyrstu árin að brugðið var á það
ráð að setja vörð um styttuna.
Var sá styttuvörðurinn starfandi
fram undir stríð. Mun Leifur
heppni vera eina styttan í borg-
inni sem sérstakur vörður var
staðinn um.
Annar Leifur á Rhode Island
Þegar heimssýningin var hald-
in í New York 1939 óskuðu Islend-
ingar eftir að fá að gera eftir-
mynd af Leifi heppna til að hafa
á sýningunni. Fékk íslenska
nefndin leyfi til að nota gifsmótin
af upphaflegu styttunni, sem þá
voru geymd á Smithsonian Instit-
ution í New York, til að gera
nákvæma eftirmynd.
Eftir sýninguna þurfti hins veg-
ar að finna nýju styttunni framtíð-
arstað. Voru hugmyndir á lofti um
að koma henni fyrir í Washington,
höfuðborg Bandaríkjanna. Henni
mun þó hafa verið fundinn staður
í hafnarborginni Rohde Island.
Þar stendur styttan nálægt sjó og
horfir Leifur til hafs.
Gera þarf við stöpulinn
Frá því að styttunni var komið
fyrir á Skólavörðuholtinu hefur
ekki verið hróflað við henni. „Að-
alástæðan fyrir því að verið er
að taka styttuna niður núna er
að stöpullinn hefur skemmst tölu-
vert í áranna rás og verður hann
lagfærður í sumar“, sagði Ög-
mundur Skarphéðinsson, arkitekt
og annar höfunda að breyttu
skipulagi á Skólavörðuholtinu.
„Styttan sjálf er hins vegar í mjög
góðu lagi. Þar sem ástæða þótti
til að laga stöpulinn verður hún
færð lítillega þannig að styttuna
beri í miðlínu kirkju og Skóla-
vörðustígs".
Ein fé-
lagsmála-
stofnun í
Þingeyjar-
sýslum?
SAMÞYKKT var á fundi Hér-
aðsnefndar Þingeyinga í vik-
unni að leggja tii við sveitarfé-
lögin að stofnuð yrði sameig-
inleg félagsmálastofnun sem
öll sveitarfélögin 13 ættu að-
ild að. Sigurður Rúnar Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri
nefndarinnar, sagði fulitrúa
allra sveitarfélaganna nema
tveggja hafa lýst fylgi sínu
við hugmyndina en fulltrúi
eins sveitarfélags var fjar-
staddur.
Mörg og smá
sveitarfélög
„Sveitarfélögin eru það
mörg og smá að þau geta
ekki hvert um sig uppfyllt
lagaskyldu um félagsþjónustu
sveitarfélaga,“ segir fram-
kvæmdastjórinn og segir tví-
mælalaust hagræði að því að
koma upp slíkri sameiginlegri
stofnun. Undir þessa þjónustu
féllu til dæmis barnaverndar-
mál, margháttuð aðstoð við
unglinga og aldraða og fjár-
hagsaðstoð og nokkrir aðrir
málaflokkar sem lög um fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga
tækju til. Hugmyndin er að
slík stofnun geti tekið til
starfa um næstu áramót.