Morgunblaðið - 12.07.1997, Side 8
8 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ var löngu tímabært að hefna innrásarinnar frá Mars og láta litlu, grænu, slím-
ugu, kvikindin dansa að kúrekasið . . .
Borgarsljóni sam
þykkir endurskoð
að aðalskipulag
Doktors-
próf í
mannfræði
• HJÖRLEIFUR Rafn Jónsson
varði á síðastliðnu ári doktorsritgerð
sína í mannfræði við Cornell-háskóla
í Iþöku í Bandaríkjunum. Ritgerðin
sem ber titilinn „Shifting Social
Landscape: Mien (Yao) Upland Com-
munities and Histories in State-Cli-
ent Settings", hlaut Lauriston Sharp-
verðlaun sem Suðaustur-Asíufræða-
deild Comell-háskóla veitir.
Ritgerðin er í
senn lýsing á þjóð-
emisminnihluta í
jaðri nútímaþjóð-
félags, sagnfræði-
leg greinargerð
um þjóðfélags- og
menningarlegar
breytingar og
greining á áhrif-
um ólíkra gerða
ríkismenningar. Ritgerðin er byggð
á umfangsmiklum gmnnrannsókn-
um sem Hjörleifur stundaði á Tæ-
landi á árunum 1991-94.
Hjörleifur er sérfræðingur í mál-
efnum þjóðarbrota á Tælandi, í La-
os, Kambódíu og Víetnam. Leiðbein-
endur Hjörleifs við Comell-háskóla
voru dr. A. Thomas Kirsch, mann-
fræðingur sem víðkunnur er af rann-
sóknum sínum á Tælandi, dr. David
Wyatt, sérfræðingur í sögu Tælands
og dr. Davydd Greenwood, menning-
armannfræðingur.
Hjörleifur er fæddur 11. septem-
ber 1961 í Reykjavík. Hann er sonur
Jóns R. Hjálmarssonar, fyrrum
skóla- og fræðslustjóra og Guðrúnar
Hjörleifsdóttur á Selfossi. Hann
ólst upp í Skógum, á Selfossi og í
Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1981, nam eftir það mannfræði við
Háskóla íslands og lauk B.A.-prófi
þaðan 1986; árið 1988 lauk hann
M.A.-prófí í sömu grein frá háskólan-
um í Iowa í Bandaríkjunum og hlaut
M.A.-gráðu frá Cornell-háskóla
1991.
Eiginkona Hjörleifs er Nora Tayl-
or sem á liðnu ári lauk doktorsprófi
í listasögu frá Comell-háskóla; þau
eiga eina dóttur, Mánu Hao og eru
nú búsett í Singapúr.
MEIRIHLUTI borgarstjómar
Reykjavíkur samþykkti nýtt endur-
skoðað aðalskipulag Reykjavíkur
1996-2016 á síðasta fundi borgar-
stjómar fyrir sumarleyfí. Jafn-
framt var samþykkt að leita eftir
samþykkt skipulagsstjóra ríkisins
og staðfestingu umhverfisráð-
herra.
Ómarkviss vinnubrögð
I bókun borgarfulltrúa Sjálf-
stæðismanna kemur fram að aðal-
skipulagið hafí verið í vinnslu í
þrjú ár og að þrátt fyrir langan
vinnslutíma hafi aldrei borist jafn
margar athugasemdir og nú.
Vandræðagangur meirihlutans og
ómarkviss vinnubrögð hafi ein-
kennt vinnuna, enda hafi stefna
hans og vilji verið óljós og ekki
verið tekið á mikilvægum málum.
Meirihlutinn hafí ekki gert upp við
sig hvort í Geldinganesi eigi að
vera íbúðabyggð eða athafnasvæði
og á gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar hafí verið
horfið frá mislægum gatnamótum.
Fram kemur að í tillögunni sé lítið
tekið á umferðarmálum og að
stofnbrautakerfið muni ekki anna
þeirri umferð sem fyrirsjánleg sé.
Með því að fella niður Hlíðarfót
og göng um Fossvog sé enn aukið
á umferðarvandann með þeim af-
leiðingum að umferð muni leita í
auknum mæli í íbúðahverfi.
Bent er á að þrátt fyrir háværar
yfirlýsingar meirihlutans um að
flytja aðstöðu fýrir innanlandsflug
frá Reykjavíkurflugvelli sé ekki
gert ráð fyrir breytingum á gild-
andi aðalskipulagi. Þá gefi meiri-
hlutinn til kynna að í tillögunum
felist ný stefnumörkun og breyttar
áherslur í umhverfís- og útivistar-
málum en eins og fram komi víða
í greinargerð með tillögunni þá séu
það órökstuddar fullyrðingar.
Sjálfstæðismenn iýsa ánægju með
að áfram verður haldið þeirri
stefnu, sem þeir mörkuðu á síðasta
kjörtímabili að leggja göngu- og
hjólreiðastíga.
Sátt um niðurstöðuna
I bókun Reykjavíkurlistans segir
að bókun minnihlutans beri með
sér að hann sé í raun sáttur við
niðurstöðu þeirrar vinnu sem unnin
hafí verið við endurskoðun aðal-
skipulagsins enda einkennist hún
af skýrri stefnumörkun og mark-
vissum og vönduðum vinnubrögð-
um. í svari við bókun minnihluta
kemur fram að Geldinganesið sé
ætlað fyrir athafnahverfí en að
austasti hluti nessins sé sýndur
sem íbúðahverfi. Eftir sameiningu
Reykjavíkur og Kjalarness sé mik-
ilvægi Geldinganess, sem hverfís
með blandaðri landnotkun enn
augljósari. Nesið sé það svæði inn-
an borgarmarkanna sem uppfylli
að mörgu leyti best skilyrði um
stórt samfellt atvinnusvæði í ná-
grenni við höfn og aðalumferða-
ræð. Fram kemur að tillaga um
útfærslu á gatnamótum Kringlu-
mýrarbrautar og Miklubrautar sé
byggð á nákvæmri úttekt sem sýni
að mismunur á umferðaröryggi
með mislægum gatnamótum rétt-
læti ekki 500 millj. kostnaðarmun
miðað við þá lausn.
í bókuninni er fullyrðingum um
að lítið sé tekið á umferðarmálum
vísað á bug. Aldrei fýrr hafi verið
mótuð jafn framsækin stefna í
umferðarmálum. Þá segir að
greinilegt sé að minnihlutinn hafí
skipt um skoðun varðandi lokun
flugbrautar sem í skýrslu um ör-
yggismat er talin skapa hættu
vegna aðflugs yfir stærsta sjúkra-
hús landsins og íbúðarbyggð. Loks
segir að greinargerð með aðla-
skipulaginu svari fullyrðingum um
að settar séu fram órökstuddar
yfirlýsingar um nýja stefnumörkun
og breyttar áherslur.
Sumartónleikar á INJorðurlandi
Tónleikar í
kirkjum og Jök-
ulsárgljúfrum
Hrefna Harðardóttir
SUMARTÓNLEIKAR
á Norðurlandi eru nú
haldnir í kirkjum á
austanverðu Norðurlandi
ellefta árið í röð, en þeir
heljast fyrstu helgina í júlí
og lýkur fyrstu helgina í
ágúst. Á undanfömum 10
ámm em tónleikamir 151
í 12 kirkjum og tónlistar-
menn, sem fram hafa kom-
ið, em orðnir 332 frá 14
þjóðlöndum. Tónleikagestir
em orðnir á ellefta þúsund
talsins, nokkum veginn til
jafns heimamenn á tón-
leikastöðunum og ferða-
fólk, innlent og erlent.
Fyrstu sumartónleikamir
sumarið 1987 vora haldnir
að framkvæði Björns Stein-
ars Sólbergssonar organ-
ista á Akureyri og Margrét-
ar Bóasdóttur söngkonu, sem þá
bjó á Grenjaðarstað. Þau standa
enn að Sumartónleikum.
-Hvar verða tónleikamir í sum-
ar?
„Sumartónleikamir em undan-
tekningarlítið fluttir í fleiri en
einni kirkju en hverri tónleikalotu
lýkur jafnan í Akureyrarkirkju á
sunnudegi. Að þessu sinni verða
tónleikar auk þess í Reykjahlíðar-
kirkju í Mývatnssveit, Raufar-
hafnarkirkju og Svalbvarðskirlqu
í Þistilfírði. í lokalotunni verður
að þessu sinni bryddað upp á því
nýmæli að hafa opinbera tónleika
í Hljóðaklettum í þjóðgarðinum í
Jökulsárgljúfmm. Það er Hörður
Áskelsson, organisti Hallgríms-
kirkju, sem á þessa hugmynd.
Honum hafði komið í hug að hafa
tónleika við Botntjörn í Ásbyrgi,
þar sem hljómur er talinn afar
góður, en valdi frekar að vera í
Hljóðaklettum, og það er ekki
talið síðra. Þetta verður náttúm-
lega afskaplega mikil og óvenjuleg
upplifun, tónleikar i þessu hrik-
afagra umhverfí. Það er erfítt að
fínna hliðstæðu þessa atburðar.
Þama verður Hörður með Kam-
merkór Hallgrímskirlqu, Schola
cantomm, og söngurinn mun
hljóma um gljúfrin, en efnisskráin
verður valin eftir veðri og vind-
um.“
-Hvemig er framkvæmd tón-
leikahaldsins háttað?
„Fyrirkomulagið er þannig að
kirkjur og sóknamefndir hafa
fmmkvæði að því að halda tón-
leika. Sóknamefndimar sjá lista-
fólkinu fyrir mat og gistingu ef
þörf krefur, annar kostnaður eins
og fargjöld og þóknun til lista-
mannanna er á vegum fram-
kvæmdastjómar, sem aflar
styrlcja til starfsins auk þess að
semja við listamenn um að koma
til starfa, setja saman
dagskrá og kynna tón-
leikana.“
-Hvað kostar svo
aðgangurinn?
„Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis en
tónleikagestum gefst færi á að
reiða fram gjald við kirkjudyr.“
-Hvemig gengur að fá iista-
menn tii að taka þátt?
„Þetta er raunar afar þakklátt
verk allt saman. Listamenn sem
hingað koma, bæði innlendir og
ekki síður erlendir, sækjast eftir
því að koma aftur og sem oftast.
Spurnin eftir því að koma fram
eykst ár frá ári og nú em til
dæmis komnar um 20 skriflegar
umsóknir fyrir næsta sumar. En
gleði og ánægja tónleikagesta er
► Hrefna Harðardóttir fram-
kvæmdastjóri Sumartónleika á
Norðurlandi er fædd í Vest-
mannaeyjum 1954, ólst að
mestu upp í Reykjavík, en á
Akureyri hefur hún búið í tíu
ár. Hrefna bjó erlendis; á Italíu
og í Frakklandi í fimm ár og
stundaði listnám og hún lauk
námi frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands, leirlistadeild,
1995. Hrefna er gift Birni
Steinari Sólbergssyni organ-
ista og eiga þau tvær dætur,
Lindu og Sólbjörgu.
líka mikil. Það er áberandi hversu
margir fastagestir sækja tónleik-
ana og margir sæta færis að koma
á tónleika með sumargesti sína.
Þá er töluverður hluti gestanna
erlendir ferðamenn, ekki síst í
Mývatnssveit og á Ákureyri. Það
þykir ekki ónýtt að búa á tjald-
svæði með alla þessa íslensku feg-
urð allt um kring og geta svo
dottið inn á vandaða alþjóðlega
tónleika í kirkju rétt við hliðina á
tjaldinu. Hrifning tónleikagesta
er oft mikil og við sem að þessu
stöndum höfum iðulega hlotið að
launum faðmlög og kossa frá gjö-
rókunnugu fólki.“
Hvað ersvo á dagskrá um heig-
ina?
„ Efnisskrámar að þessu sinni
era afar fjölbreyttar hvað varðar
hljóðfæraskipan og verkefnaval,
spanna allt frá fomum íslenskum
söng og evrópskri barokktónlist
til nútímaverka. Nú um helgina
verða fjölþjóðlegir barokktónleik-
ar. Þar kemur fram kvartettinn
Ouadro Corydon, fjórar konur sem
allar starfa í Hollandi, ein íslensk,
önnur frá Þýskalandi, sú þriðja
frá Bandaríkjunum og hin fjórða
frá Ítalíu. Þetta em Rannveig Sif
Sigurðardóttir messósópran,
Gabriele Wahl blokk-
flautuleikari, Julie E.
Maas sellóleikari og
Beatrice Sterna, sem
leikur á sembal. Á efn-
isskránni em verk frá
16., 17. og 18. öld,
meðal annars eftir Monteverdi,
Scarlatti, Frescobaldi og Vivaldi.
Tónleikamir verða í Reykjahlíð-
arkirlqu í Mývatnssveit klukkan
21 laugardagskvöldið 12. júlí og
í Akureyrarkirkju daginn eftir
klukkan 17.“
-Hvað með framtíðina?
„Ég veit satt að segja ekki
hvemig sumarið væri ef ekki
væm þessir tónleikar. Og miðað
við allt verður ekki annað séð en
Sumartónleikarnir á Norðurlandi
eigi glæsta framtíð".
20 umsóknir
um þátttöku
næsta sumar